Fréttablaðið - 20.06.2012, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 20.06.2012, Blaðsíða 20
FÓLK|FERÐIR FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Í BOLTANUM „Handboltamenn eiga yfirleitt ekki frí um helgar þannig að við gerum eitt- hvað fjölskyldu- vænt á öðrum tímum en flestar fjölskyldur þann- ig að það hentar mjög vel að það sé mikið um að vera öllum stundum.“ Eivor Pála Blöndal hefur búið í Þýskalandi undanfarin níu ár ásamt manni sínum Alexander Petersson, atvinnu- og landsliðsmanni í handbolta, og sonum þeirra, þeim Lúkasi og Tómasi. „Við höfum búið á fjórum stöðum í Þýskalandi, í Düs- seldorf, í Odenburg, í Flensburg og í Berlín,“ segir Eivor. „Þessir staðir eru ofsalega misjafnir. Þeir eru allt frá því að vera sunnarlega í Þýskalandi, lengst í norðri og lengst í austri. Veðurfarið og landslagið er misjafnt og að sjálf- sögðu eru bæirnir og borgirnar ólíkar.“ Fyrstu tvö árin voru Eivor og fjölskylda í Düsseldorf. „Það var gott að vera í Düsseldorf og borgin er æðisleg. Eftir það fluttum við til Odenburg en klúbburinn þar heitir Grosswallstadt. Þar náði ég hápunktinum á mínum handboltaferli en þar spilaði ég sem atvinnumaður í liði sem spilaði í annarri sterkustu deild landsins. Það var alltaf gríðarleg stemning hjá okkur stelpunum og stundum voru fleiri áhorfendur en hjá strákunum. Við komumst upp um deild og þetta var allt saman mjög skemmtilegt.“ Haustið 2007 flutti fjölskyldan lengst norður til Flensburg. „Borgin er alveg við landamæri Þýskalands og Danmerkur og er mjög dönsk. Hún er afar fjölskylduvæn og allt er afskap- lega frjálslegt. Þaðan fluttum við svo til Berlínar árið 2010 og þar var mesti stuðtíminn. Berlín er frábær borg og alltaf eitthvað að gerast. Þá komu líka flestir gestir til okkar og aldrei dauð stund. Handboltamenn eiga yfirleitt ekki frí um helgar þannig að við gerum eitthvað fjölskylduvænt á öðrum tímum en flestar fjölskyldur þannig að það hentar mjög vel að það sé mikið um að vera öllum stundum,“ segir hún. Eivor segir það taka um það bil hálft ár að komast inn í lífið á nýjum stað. Að komast að því hvar sé best að versla, staðsetningar á íþróttaæfingum barnanna og fleira. Nýr bær tekur við fjölskyldunni þegar hún flyst heim til Þýskalands eftir sumarið en Alex mun leika með liði Rhein-Neckar Löwen á næsta tímabili. „Við flytjum til bæjar sem heitir Rauenberg og er rétt hjá Heidelberg í Suður-Þýskalandi. Þar er ofsalega fallegt, eins og maður þekkir úr sjónvarpsþáttunum Sjúkrahúsið í Svartaskógi. Við förum þangað þegar Ólympíuleikarnir eru búnir en við Lúk- as, eldri strákurinn okkar, ætlum að horfa á Alex keppa í London. Á þessum árum höfum við kynnst mörgum stöðum, eignast marga vini frá ólíkum löndum og kynnst ólíkri menningu sem hefur skilið mikið eftir sig. Það hefur verið erfitt að kveðja alla staðina sem við höfum búið á.“ ■ lilja.bjork@365.is ERFITT AÐ KVEÐJA HVERN STAÐ ÞÝSKT FLAKK Eivor Pála Blöndal hefur búið í Þýskalandi ásamt manni sín- um Alexander Petersson frá því árið 2003. Þau hafa átt heima á fjórum mjög ólíkum stöðum þar í landi. ATVINNUMAÐUR Í ÞÝSKALANDI Eivor náði hápunktinum á sínum handboltaferli í Þýskalandi þar sem hún spilaði sem atvinnumað- ur í tvö ár. MYND/GVA Sportveiðivefurinn.is fer í dag af stað með spennandi vefsjón- varp fyrir áhugamenn um skot- og stangveiði. Í fyrsta þætti Sportveiði TV verður farið að Reynisvatni og tekið hús á handboltakempunni Sigfúsi Sigurðssyni, sem nú hefur um- sjón með veiði í Reynisvatni. SPORTVEIÐI TV Veiðimenn komast í feitt í nýjum þáttum um stang- og skotveiði. BYLGJULESTIN Í SUMAR Á laugardaginn verður Ævintýraeyjan með Hemma Gunn og Svansí á Bylgjunni. Boðið verður upp á frábær tónlistaratriði og uppákomur fyrir alla fjölskylduna. Vertu með Bylgjunni og Olís um helgina. ÆVINTÝRAEYJAN MEÐ HEMMA GUNN OG SVANSÍ BYLGJULESTIN verður á ferð og flugi út um allt land í sumar. Hlökkum til að sjá ykkur! VIÐ VERÐUM Í HVERAGERÐI UM HELGINA á Garðyrkju- og blómasýningunni Blóm í bæ 9. JÚNÍ Selfoss 16. JÚNÍ Hafnarfjörður 23. JÚNÍ Hveragerði 30. JÚNÍ Bolungarvík 7. JÚLÍ Vestmannaeyjar 14. JÚLÍ Flúðir 21. JÚLÍ Blönduós 28. JÚLÍ Siglufjörður og Fáskrúðsfjörður 11. ÁGÚST Dalvík 18. ÁGÚST Reykjavík Á FERÐINNI UM LANDIÐMAGNÚS OG JÓHANN ÞÓRUNN ANTON ÍA DÚNDURF RÉ TT IR Skipholti 29b • S. 551 0770 ÚTSALA HAFIN!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.