Fréttablaðið - 20.06.2012, Blaðsíða 42
20. júní 2012 MIÐVIKUDAGUR30
sport@frettabladid.is
GOLFSAMBAND ÍSLANDS stendur fyrir Golfdeginum í dag í tilefni af Ólympíuviku ÍSÍ og í samstarfi við golf-
klúbba vítt og breitt um landið. Markmiðið er að kynna Íslendingum fyrir golfi sem Ólympíuíþrótt. Á Golfdeginum munu
golfklúbbar víða um landið taka á móti börnum og unglingum og kynna þeim fyrir golfíþróttinni. Opið verður milli 16-19
á æfingasvæði golfklúbba út um allt land.
Lið 7. umferðar
Hannes Þór Halldórsson KR
Haukur Heiðar Hauksson KR
David Elebert Fylkir
Guðjón Árni Antoníusson FH
Atli Sigurjónsson KR
Hólmar Örn Rúnarsson FH
Þórarinn Ingi Valdimarsson ÍBV
Atli Guðnason FH
Kennie Knak Chopart Stjarnan
Guðmundur Pétursson Breiðablik
Christian Steen Olsen ÍBV
Leikir kvöldsins
8. umferð
Valur - ÍA kl. 19.15
Breiðablik - KR kl. 19.15
Fram - Keflavík kl. 19.15
Grindavík - ÍBV kl. 19.15
FH - Stjarnan kl. 19.15
Selfoss - Fylkir kl. 20.00
FÓTBOLTI Knattspyrnuáhugamenn
fá nóg að gera í kvöld þótt eng-
inn sé leikurinn á EM. Öll áttunda
umferðin í Pepsi-deild karla fer þá
fram.
Eyjamaðurinn Christian Steen
Olsen var valinn leikmaður 7.
umferðar hjá Fréttablaðinu en
hann skoraði þá þrennu gegn ÍA.
Hann verður í eldlínunni með ÍBV
í Grindavík í kvöld.
Stórleikur kvöldsins er klárlega
viðureign toppliðs FH og Stjörn-
unnar. Stjarnan er fjórum stigum
á eftir FH og verður því helst að
vinna í kvöld til þess að hanga í
toppliðunum.
Fylgst verður með öllum leikj-
um kvöldsins á Boltavakt Vísis og
Fréttablaðsins. Þar er einnig hægt
að fylgjast með öllum leikjum
kvöldsins á sama stað í Miðstöð
Boltavaktarinnar.
Pepsi-deild karla:
Heil umferð
í kvöld
BARÁTTA Stjörnumenn mega illa við því
að tapa gegn FH í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
HANDBOLTI Það liggur ekki enn
fyrir hvaða lið stórskyttan Ólaf-
ur Andrés Guðmundsson leikur
næsta vetur. Ólafur er samnings-
bundinn danska meistaraliðinu AG
en hefur verið lánaður frá félaginu
hingað til og ekki enn leikið fyrir
AG.
Ólafur á aðeins eitt ár eftir af
samningi sínum við AG og sam-
kvæmt heimildum íþróttadeildar
er talið líklegt að hann verði lán-
aður til sænska félagsins Kristi-
anstad.
„Ég hef heyrt frá þeim og það
kemur til greina eins og annað. Ég
hef líka heyrt í fleiri liðum í Sví-
þjóð,“ sagði Ólafur.
Kristianstad fór alla leið í
úrslitaleikinn um sænska meist-
aratitilinn síðasta vetur en þjálfari
liðsins er Ola Lindgren sem hefur
verið að þjálfa sænska landsliðið
með Staffan Olsson. Lindgren og
Magnus Andersson, þjálfari AG,
eru gamlir félagar.
„Ég veit ekki hvað verður um
mín mál. AG gæti samið við mig
upp á nýtt, lánað mig eða hreinlega
selt mig til annars félags. Þetta
skýrist vonandi fljótlega,“ sagði
Ólafur og bætir við að hann vilji
helst vera hjá liði þar sem hann
fær að spila mikið.
Hann er að jafna sig eftir aðgerð
á öxl og nýbyrjaður að kasta aftur.
„Öxlin var búin að plaga mig
lengi og það varð að gera eitthvað.
Ég fór því í speglun fyrir um níu
vikum og öxlin verður vonandi
betri í kjölfarið.“ - hbg
Framtíð Ólafs Andrésar Guðmundssonar í óvissu:
Svíþjóð er möguleiki
ÓLAFUR Hér á ferðinni með landsliðinu
á EM í janúar síðastliðnum.
FRÉTTABLÐAIÐ/VILHELM
EM í knattspyrnu:
England-Úkraína 1-0
1-0 Wayne Rooney (48.)
Svíþjóð-Frakkland 2-0
1-0 Zlatan Ibrahimovic (54.), 2-0 Sebastian
Larsson (90.+1)
LOKASTAÐAN Í D-RIÐLI:
England 3 1 1 0 5-3 7
Frakkland 3 1 1 0 3-3 4
Úkraína 3 1 0 2 2-4 3
Svíþjóð 3 1 0 2 5-5 3
8-LIÐA ÚRSLIT:
Tékkland - Portúgal Fim. kl. 18.45
Þýskaland - Grikkland Fös kl. 18.45
Spánn - Frakkland Lau. Kl. 18.45.
England - Ítalía Sun. Kl. 18.45
ÚRSLIT
HANDBOLTI Fannar Þór Friðgeirs-
son skrifaði í gær undir tveggja
ára samning við þýska úrvals-
deildarfélagið Wetzlar samkvæmt
heimildum íþróttadeildar. Þar
hittir Fannar Þór fyrir línumann-
inn Kára Kristján Kristjánsson.
Fannar hefur leikið með þýska
B-deildarliðinu Emsdetten síðustu
ár við fínan orðstír en tekur nú
skref upp á við á sínum ferli.
Hann mun þreyta frumraun
sína í þýsku úrvalsdeildinni með
Wetzlar sem lék vel framan af síð-
asta vetri en gaf svo mikið eftir og
lenti í fallbaráttu undir lokin.
Emsdetten var þegar búið
að tryggja sér þjónustu annars
Íslendings, Ólafs Bjarka Ragnars-
sonar, og hann mun væntanlega
fá það hlutverk að leysa Fannar af
hólmi hjá liðinu. - hbg
Fannar Þór Friðgeirsson:
Samdi við
Wetzlar
FANNAR ÞÓR Hér í leik með Emsdetten
sem hann hefur nú yfirgefið.
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
– Afslátt eða gott verð?
Wisa innbyggðir
WC kassar
Kletthálsi Reykjavík
Reykjanesbæ
Akureyri
Húsavík
Vestmannaeyjum
10 ár á Íslandi
– veldu gæði
XS kassi
22.900
Argos Hnappur
hvítur
2.990
XT kassi
WC front 83cm
25.900
Ýmsar gerðir
fáanlegar af
hnöppum.
GOLF Kristján Þór Einarsson
úr Kili spilaði mjög vel í gær á
öðrum hring sínum á opna breska
áhugamannamótinu í golfi sem
fer fram í Skotlandi.
Kristján Þór var á pari eftir
fyrsta daginn en lék annan hring-
inn á einu höggi undir pari.
Kristján er því búinn að leika
fyrstu 36 holurnar á einu höggi
undir pari og flaug hann í gegn-
um niðurskurðinn.
Kristján Þór náði fimm fuglum á
hringnum og er í 7. til 14. sæti.
Ólafur Björn Loftsson úr NK
lék annan hringinn á tveimur
höggum yfir pari, náði ekki nið-
urskurðinum og endaði í 92. sæti
á 5 höggum yfir pari. - óój
Opna breska í golfi:
Kristján flaug í
gegn í gær
KRISTJÁN ÞÓR EINARSSON Er að spila
vel í Skotlandi. MYND/GSI
FÓTBOLTI Englendingar og Frakk-
ar voru í gærkvöldi síðustu tvær
þjóðirnar til þess að tryggja sér
sæti í átta liða úrslitum Evrópu-
mótsins í fótbolta. Sigur Englend-
inga á Úkraínu þýðir að báðir gest-
gjafarnir, Pólland og Úkraína, eru
úr leik í mótinu. Átta liða úrslit-
in eru þar með klár en þau hefj-
ast með leik Tékka og Portúgala á
fimmtudagskvöldið. Það fer fram
einn leikur á kvöldi frá fimmtu-
degi til sunnudags.
Wayne Rooney tryggði Eng-
lendingum 1-0 sigur á Úkraínu og
það dugði liðinu til sigurs í riðlin-
um þar sem að Frakkar töpuðu 0-2
á móti Svíum. Úkraínumenn sköp-
uðu sér fullt af færum en heppnin
var með þeim ensku.
„Við erum að komast í gang á
réttum tíma. Þetta var ekki frá-
bær frammistaða en við stóð-
um saman og náðum úrslitunum
sem við þurftum,“ sagði Steven
Gerrard, fyrirliði enska liðsins
og bætti svo við: „Ef Wayne Roo-
ney heldur áfram að pota boltan-
um inn eins og í kvöld þá getum
við farið langt á þessu móti“ sagði
Gerrard og hann var líka spurð-
ur út í markið sem Úkraína skor-
aði en var ekki dæmt gilt. „Maður
þarf alltaf að hafa heppnina með
sér og lið ná aldrei langt án henn-
ar,“ sagði Gerrard og framundan
er leikur á móti Ítölum í átta liða
úrslitunum.
Wayne Rooney kom inn í enska
liðið eftir tveggja leikja bann og
skoraði sigurmarkið á 48. mín-
útu með skalla af stuttu færi eftir
fyrirgjöf Stevens Gerrard. John
Terry bjargaði á marklínu eftir
rúmlega klukkutíma leik en mark
á þeim tímapunkti hefði breytt
miklu fyrir heimamenn sem höfðu
ekki heppnina með sér.
Það var ekki hægt að sjá annað
á endursýningum af atvikinu en að
boltinn hafi verið kominn inn fyrir
marklínuna þegar Terry bjargaði á
línu en aðstoðardómararnir höfðu
líka misst af því að Úkraínumað-
urinn var rangstæður áður en
hann komst einn á móti Joe Hart.
„Það hefðu ekki margir trúað
því fyrir mótið að við myndum
vinna riðilinn og margir spáðu
því meira að segja að við kæm-
umst ekki upp úr riðlinum. Þetta
var frækin frammistaða og við
höfðum líka heppnina með okkur,“
sagði Roy Hodgson, þjálfari Eng-
lendinga. „Þessi leikur var frábær
fyrir Rooney. Hann spilaði vel og
vann vel fyrir liðið. Hann hefði
líka getað skorað nokkur mörk í
kvöld,“ sagði Hodgson.
Svíar unnu Frakka 2-0 í loka-
leik sínum á EM í fótbolta en þessi
flotti sigur breytti því þó ekki
að Svíar eru á leiðinni heim eftir
riðlakeppnina. Þetta var fyrsta tap
Frakka í 23 leikjum og það þýðir
að Frakkarnir þurfa að mæta
heims- og Evrópumeisturum Spán-
verja í átta liða úrslitunum.
Zlatan Ibrahimovic kom Svíum
yfir með snilldarskoti á 54. mín-
útu eftir sendingu Sebastian Lars-
son og Larsson innsiglaði síðan
sigurinn undir lokin. Svíar unnu
stemningssigur en Frakkar voru
í vandræðum með baráttuglatt
sænskt lið.
ooj@frettabladid.is
Rooney stimplaði sig inn
Englendingar unnu Úkraínumenn og tryggðu sér sigur í D-riðli á EM í fótbolta
á sama tíma og Frakkar töpuðu fyrir Svíum og fá að launum leik á móti Heims-
og Evrópumeisturum Spánverja í átta liða úrslitunum.
MÆTTUR Á EM Wayne Rooney fagnar hér sigurmarki sínu í gærkvöldi. NORDICPHOTOS/GETTY