Fréttablaðið - 20.06.2012, Blaðsíða 34
20. júní 2012 MIÐVIKUDAGUR22
timamot@frettabladid.is
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
HARALDUR SIGURÐSSON
rafmagnsverkfræðingur,
Miðvangi 159, Hafnarfirði,
andaðist á líknardeild Landspítalans
fimmtudaginn 14. júní. Útförin verður gerð
frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði
föstudaginn 22. júní kl. 15.00.
Alexía Margrét Gísladóttir
Haukur Þór Haraldsson Bylgja Birgisdóttir
Katrín Haraldsdóttir
Bjarki Þór Hauksson
Birgir Hauksson
Haraldur Orri Hauksson
Alexía Margrét Jakobsdóttir
Finnbogi Jakobsson
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
HELGA HELGADÓTTIR (DIDDA)
Rjúpufelli 43,
andaðist 18. júní.
Árni Jón Konráðsson
Pálína Kristín Árnadóttir Guðbrandur Ingimundarson
Sigríður Árnadóttir Kristmar O. Höskuldsson
Ásta Árnadóttir Sigurjón Jónsson
Valgerður Árnadóttur Baldvin Skúlason
Konráð Árnason Svandís Ölversdóttir
Hafliði Ingibergur Árnason Sigrún Lúvísa Sigurðardóttir
Árni Árnason Lilja Björk Helgadóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÁSLAUG ÓLAFSDÓTTIR
Strikinu 4, Garðabæ,
sem lést á Landspítalanum við
Hringbraut 11. júní sl. verður jarðsungin
frá Vídalínskirkju í Garðabæ
fimmtudaginn 21. júní kl. 15.00.
Kjartan Kjartansson
Jóhanna Björk Hallbergsdóttir
Ólöf Ingibjörg Hallbergsdóttir Jóhann Garðarsson
Hafþór Kristinn Hallbergsson Victoria Ottósdóttir
Kjartan Örn Kjartansson
barnabörn og barnabarnabörn.
Elsku móðir okkar, tengdamóðir og amma,
HELGA HÖGNADÓTTIR
Flókagötu 31,
lést á heimili sínu 13. júní sl. Jarðarförin
fer fram í kyrrþey. Blóm og kransar
vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á minningarsjóð
Geðhjálpar, sími: 570-1700.
Anna Bentína Hermansen Kristinn Vignir Ólafsson
Gretar Örn Hostert Gunnar Andri Kristinsson
Róbert Aron Hostert Kristjana Huld Kristinsdóttir
Rakel Sesselja Hostert Viktor Nói Kristinsson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SIGURJÓNA SÍMONARDÓTTIR
Lautasmára 2, Kópavogi,
lést á Landspítalanum fimmtudaginn
14. júní. Útförin fer fram frá Neskirkju
föstudaginn 22. júní kl. 13.00.
Elísabet Harpa Steinarsdóttir Ástþór Ragnarsson
Sigríður Steinarsdóttir Einar K. Þórhallsson
Gróa Dagmar Gunnarsdóttir Þórhallur Ólafsson
Ragnheiður Gunnarsdóttir Bergsveinn Jóhannesson
Ragnar Victor Gunnarsson Sveindís D. Hermannsdóttir
Guðrún Björk Gunnarsdóttir Jón Ingi Magnússon
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÁSTA VILHJÁLMSDÓTTIR
lést á Hrafnistu í Reykjavík miðvikudaginn
13. júní. Jarðarförin fer fram frá Áskirkju
föstudaginn 22. júní kl. 13. Þeim sem vilja
minnast hennar er bent á minningarsjóð
Hrafnistu í Reykjavík.
Erna Hallgrímsdóttir Finnbogi Böðvarsson
Helga Hallgrímsdóttir Konráð Beck
Herdís Hallgrímsdóttir Sigurður Ólafsson
Pétur V. Hallgrímsson Hafdís Ragnarsdóttir
ömmu og langömmubörn.
Ástkær dóttir mín, móðir okkar,
tengdamóðir, vinkona og amma,
GUÐBJÖRG DAGMAR
SIGMUNDSDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
lést á líknardeildinni í Kópavogi að morgni
16. júní. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn
25. júní kl. 11.00.
Sigmundur Bergur Magnússon
Bergur Heimisson Adeline Tracz
Hildur Heimisdóttir Guðrún Jarþrúður Baldvinsdóttir
Snorri Heimisson Telma Rós Sigfúsdóttir
Guðmundur Bachmann
og barnabörn.
Ástkær eiginmaður minn,
ROBERT M. HAUSLER
f. 18. apríl 1951,
lést á Hospice-líknarheimilinu í Pennsylvaniu
þriðjudaginn 15. maí sl. Útför fer fram frá
Akraneskirkju föstudaginn 22. júní kl. 14.00.
Sólveig Ásgeirsdóttir Hausler
Stofnaður hefur verið styrktarreikningur,
0330-13-301248 kt. 280557-3159.
Fjölskyldan.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
systir og mágkona,
HJÖRDÍS BÖÐVARSDÓTTIR
lést á Landspítalanum Fossvogi þriðjudaginn
12. júní. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju
föstudaginn 22. júní kl. 13.00.
Guðni Bergsson Elín Konráðsdóttir
Sigríður Bergsdóttir Skúli Rúnar Skúlason
Böðvar Bergsson
Bergur Þór Bergsson Anja Björg Kristinsdóttir
Brynja Böðvarsdóttir Snorri Þórðarson
og barnabörn.
Miðhraun 22 b, 210 Garðabæ, Sími 571 0400 granit@granit.is
Víetnaminn Pham Khac Quang er einn
þeirra sem hefur dvalið við listsköpun í
Garðinum á Suðurnesjum undanfarnar
vikur og er með verk á listahátíðinni
Ferskum vindum sem þar stendur yfir.
Mireya Samper, sem heldur utan um
hátíðina, hitti hann af tilviljun á ferð
sinni um Víetnam í nóvember síðast-
liðnum. Þá var hún stödd í Hanoí. „Ég
rambaði inn á sýningu hjá Quang og
hreifst sérstaklega af einu verki. Það
var gert úr 1000 hrísgrjónaspöðum úr
bambus sem hann hafði málað svarta
og skorið andlit eldra fólks í. Spöðun-
um var stungið í sand og þeir mynd-
uðu verk sem var 12x12 metrar,“ lýsir
Mireyja og heldur áfram.
„Quang gat ekki talað neina ensku
þegar ég hitti hann en ég fann mann-
eskju sem gat túlkað og sagt honum
að mig langaði að fá hann til Íslands
næsta sumar en ég væri á tveggja
mánaða ferðalagi og gæti ekki sent
honum formlegt boðsbréf fyrr en í
janúar.
Ef ég hefði verið hann hefði ég
örugglega trúað þessu mátulega en
þegar ég hafði samband við hann í
janúar þá var minn maður byrjaður
á enskunámskeiði. Hann hafði aldrei
farið til útlanda og aldrei flogið í flug-
vél en allt í sambandi við komu hans
hingað gekk ótrúlega vel miðað við
hvað það var flókið.“
Mireya segir Quang hafa lent í
Keflavík að kvöldi 21. maí. „Þegar
hann kom í Garðinn klukkan hálf tíu
spurði hann: „Eru allir sofandi?“ Hann
hafði aldrei séð auðar götur áður,“
segir hún hlæjandi. „En hann hefur
plumað sig vel og er búinn að vinna
svakalega mikið. Listamennirnir þurfa
að kynna sig sjálfir með smá ræðu og
hann var í tíu daga að skrifa niður það
sem hann vildi segja, með hjálp orða-
bókar. Þetta er ævintýri fyrir hann.“
Sýning á verkum Quang og fjörutíu
og fimm annarra listamanna Ferskra
vinda hófst með formlegri opnun á
laugardaginn var en þeir hafa haft
samkomuhúsið og áhaldahúsið sem
verkstöðvar síðustu vikur og verið í
fríu fæði og húsnæði.
„Næsta helgi er sú síðasta sem lista-
mennirnir verða á staðnum. Rútuferð-
ir verða um svæðið og listafólkið segir
frá verkum sínum og á sunnudag eru
flottir tónleikar klukkan fimm með
tveimur söngkonum sem báðar eru
blökkukonur,“ segir Mireya og tekur
fram að allt sé ókeypis. Nánari upplýs-
ingar um dagskrána eru á vefslóðinni:
http://fresh-winds.com.
gun@frettabladid.is
PHAM KHAC QUANG: ER Í SINNI FYRSTU UTANLANDSFERÐ
Lærði ensku, sótti um vega-
bréf og sýnir list í Garðinum
PHAM KHAC QUANG Hefur plumað sig vel á Íslandi og unnið mikið að listsköpun. Hér er hann
að fást við annað verkið sem hann sýnir á Ferskum vindum.
María Guðmundsdóttir, húsfreyja að Kringlumýri í
Blönduhlíð í Skagafirði, er hög í höndunum og það er
gaman að kíkja í vinnustofuna hennar sem hún er með í
litlum og krúttlegum skúr skammt fyrir neðan bæinn. Þar
eru fallegir munir í hillum, einkum úr ull því María vinnur
úr henni fjölbreytilegustu hluti. „Mér finnst ég nú ekki
afkastamikil en ég reyni að eiga eitthvað sem fólki finnst
forvitnilegt að skoða og ullin er frábært efni í svo margt,“
segir María. Hún kveðst halda helgarmarkaði stöku sinn-
um en að öðru leyti sé vinnustofan hennar opin eftir hend-
inni.
Auk ullarvaranna selur María ýmsar antíksmávörur
sem áður tilheyrðu versluninni Maddömunum á Selfossi.
- gun
Ullin er frábært efni í svo margt
GÓÐAR SAMAN María með ömmustelpuna Jónu Karitas Guðmunds-
dóttur trítlandi í kringum sig. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
LIONEL RICHIE söngvari fæddist þennan dag árið 1949.
„Fólk vill ekki láta minna sig á erfiðleikana í lífinu, hvort
sem þeir eru vegna átaka eða annarrar óhamingju.“
63