Fréttablaðið - 20.06.2012, Blaðsíða 22
KYNNING − AUGLÝSINGÚtilegan MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 20122
Sigríður Einarsdóttir aðstoðar-leikskólastjóri er mikil útilegu-manneskja og hefur farið í úti-
legur á hverju sumri undanfarin ár.
„Þegar strákarnir mínir voru litlir þá
tókum við ákveðin landsvæði fyrir í
einu. Til dæmis fórum við eitt sumar-
ið og þræddum alla Vestfirðina,“ segir
Sigríður.
Áður fyrr voru Sigríður og fjölskylda
hennar; eiginmaður hennar og tveir
synir, í tvær til þrjár vikur í einu í úti-
legu. „Oft eltum við bara veðrið eins og
Íslendingar gera oft. Vorum svo á hverj-
um stað í tvo til þrjá daga. Mörg tjald-
svæði bjóða upp á að setja í þvotta-
vél þannig að það var mjög þægi-
legt að geta skellt í vél og hengt svo
upp hjá tjaldinu. Þannig þurftum við
að taka minna með okkur og gerðum
okkur heimakomin á þeim stað sem við
vorum á hverju sinni. Yfirleitt vorum
við með takmarkaða áætlun, gerðum
bara það sem okkur langaði til að gera
þann daginn.“
Fjölskyldan ferðaðist bæði ein og
með vinum. „Ég sakna þess mikið að
hafa ekki systur mína og fjölskyldu
hennar með okkur í útilegunum. Þau
eru búin að kaupa sér sumarbústað og
hætt að vera í fellihýsinu sínu. Sam-
vera með fjölskyldunni er svo mikil-
væg í þessum ferðum, líka núna þegar
strákarnir eru orðnir stórir. Það er ekk-
ert sjónvarp og ekkert að gera nema
spjalla og leika sér. Við förum í fótbolta
og gönguferðir, spilum og skoðum um-
hverfið. Það er svo gott að geta kúplað
sig út og losna við allt stress.“
Í dag eru strákarnir farnir að vinna
og því minna færi á að fara í langar
ferðir. Fjölskyldan stekkur þó af stað ef
allir eru lausir. „Það hefur aldrei verið
neitt vandamál að hendast í útilegu. Við
erum með allt útilegudótið í einu horni
í geymslunni og svo er bara hoppað upp
í bíl og keyrt af stað. Núna eigum við
tjaldvagn sem er léttur og þægilegur
þannig að það er búið að leggja tjaldinu
sem maðurinn minn fékk í fermingar-
gjöf,“ segir hún og hlær. Þau stefna á að
fara í útilegu um helgina og fara þang-
að sem verður gott veður. Einnig á að
fara á ættarmót í Reykhólasveit seinna
í sumar og svo hvert sem þeim dett-
ur í hug. „Við tökum nokkurs konar æði
fyrir stöðum. Í fyrra fórum við á tjald-
stæði við Apavatn sem var ofsalega flott
og þar var mjög góð þjónusta og við
förum örugglega aftur þangað í sumar.“
Í fermingartjaldinu með
alla fjölskylduna
Sigríður Einarsdóttir og fjölskylda fara í útilegu á hverju sumri. Lengi vel voru þau í tjaldi sem maðurinn hennar fékk í
fermingargjöf en hafa nú skipt yfir í tjaldvagn.
Áður fyrr fóru Sigríður og fjölskylda hennar í tveggja til þriggja vikna útilegur. Núna stökkva þau til þegar allir eru lausir
og fara í styttri ferðir. MYND/ERNIR
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmaður auglýsinga: Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal.