Fréttablaðið - 20.06.2012, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 20.06.2012, Blaðsíða 12
20. júní 2012 MIÐVIKUDAGUR12 SVEITARFÉLÖG Sveitarstjórn Bol- ungarvíkur hefur sent innanríkis- ráðuneytinu erindi þar sem þess er krafist að staðið verði við sam- komulag um frekari niðurfellingu skulda á félagslegu íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu. Sveitarfélagið gerði samning við eftirlitsnefnd með fjár- málum sveitarfélaganna þess efnis. Bolungarvík hefur staðið við sinn hluta samkomu- lagsins. Samkomu- lagið, sem gert var í lok árs 2008 og byrj- un 2009, gerir ráð fyrir því að Bolungarvík grípi til ýmissa aðgerða, svo sem niðurskurð- ar, frestunar á þegar gerðum fram- kvæmdasamningum, álagi á útsvar og hækkun á þjónustutekjum. Á móti yrði 146 milljón króna skuld á félagslegu íbúðarhúsnæði aflétt. Nefndin leitaði eftir aðgerðum Íbúðalánasjóðs og stjórn hans sam- þykkti í janúar 2009 að afskrifa að fullu helming þeirrar upphæðar, eða 73 milljónir. Afborganirnar af öðrum 73 milljónum yrðu frystar í eitt ár. „Að því tímabili loknu verði málið tekið til endurskoðunar í sam- ráði við eftirlitsnefndina og viðkom- andi ráðuneyti.“ Þegar leitað var eftir því að afgangur upphæðarinnar yrði felldur niður hafði ný stjórn Íbúða- lánasjóðs tekið við. Hún hafnaði erindinu. Eftirlitsnefndin er harðorð um málið í ársskýrslu sinni fyrir árið 2011, en þar segir: „Það er alvarlegt þegar opinber aðili getur ekki staðið við þau fyrirheit, sem hann tók að sér að hafa milligöngu um með sam- komulagi við lánardrottna, sökum þess að ríkisstofnun – í þessu tilviki Íbúðalánasjóður – telur sig ekki bundna af því samkomulagi sem gert var.“ Sigurður Erlingsson, fram- kvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, segir sjóðinn aldrei hafa verið aðila að þessu samkomulagi og þar af leiðandi ekki bundinn af því. Það sé í raun alvarlegt mál að opinber aðili eins og eftirlits- nefndin geti gert samning um aðgerðir Íbúðalánasjóðs án hans aðkomu. Sigurður segir stöðu eignanna í raun þannig í dag að þær standi undir sér. Þá sé Íbúðalánasjóð- ur bundinn af tilmælum um að fylgja Beinu brautinni í aðgerðum í skuldamálum. Samkvæmt henni megi ekki mismuna kröfuhöfum, en sú yrði reyndin ef farið væri eftir samkomulaginu. Þá greinir nefndina og sjóðinn á um raun- verulega stöðu sveitarfélagsins. „Við kynntum nefndinni okkar mat um að staða sveitarfélagsins væri mun alvarlegri en þeir teldu hana vera og þar af leiðandi teld- um við að frekari aðgerða væri þörf. Við höfum ítrekað boðið þeim að fara í Beinu brautina, þar sem jafnræði kröfuhafa verði gætt. Því hefur ekki verið sinnt.“ kolbeinn@frettabladid.is Við höfum ítrekað boðið þeim að fara í Beinu brautina ... SIGURÐUR ERLINGSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI ÍLS Gamla bíó í kvöld Opinn fundur með Þóru Arnórsdóttur kl. 20.00. Þóra og stuðningsfólk ávarpa fundinn og Þóra ræðir við gesti um hlutverk forsetans og framtíðarsýn fyrir embættið. www.thoraarnors.is Allir velkomnir! Bolungarvík krefst þess að ráðuneyti virði samninga Bolungarvíkurkaupstaður hefur sent innanríkisráðuneytinu erindi og krafist niðurfellingar tugmilljóna skulda á félagslegu húsnæði. Samningur er til þar um. Íbúðalánasjóður hafnar niðurfellingunni. BOLUNGARVÍK Bæjaryfirvöld hafa krafið innanríkisráðuneytið um uppfyllingu samkomulags við eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga um niðurfellingu 73 milljóna króna skuldar við Íbúðalánasjóð. SIGURÐUR ERLINGSSON Elías Jónatansson, bæjarstjóri Bolungarvíkur, segir málið skipta sveitarfélagið verulega miklu. Á núvirði sé upphæðin nálægt 90 milljónum króna. Hann bendir á að bæjarsjóður hafi þegar afskrifað kröfu á húsnæðiskerfið sem sé nálægt hálfum milljarði, hærri fjárhæð en sem nemi öllum skatttekjum sveitarfélagsins árið 2011, að úthlutunum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga með- töldum. „Okkar samningur er við eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga og þeir í rauninni setja þetta þannig fram að þeim hafi ekki tekist að uppfylla samninginn við okkur vegna þess að Íbúðalánasjóður hafi ekki spilað með. Okkar aðkoma snýr í rauninni að innanríkisráðuneytinu, eða eftirlitsnefnd- inni, þannig að við munum sækja málið þar. Við höfum þegar skrifað innanríkisráðherra bréf og sagt honum að við munum ekki una þessari niðurstöðu.“ Sækja málið til ráðuneytisins STJÖRNUFRÆÐI Stjörnustöð Evrópu- landa á suðurhveli (ESO) mun byggja stærsta stjörnusjónauka jarðar á tindi Cerro Armazones- fjallsins í norðurhluta Síle, skammt frá Paranal stjörnustöð ESO, eins og fram kemur á stjörnufræðivefnum. European Extremely Large Telescope (E-ELT), einnig kall- aður stærsta auga jarðar, verður tekinn í notkun snemma á næsta áratug, gangi vonir manna eftir. E-ELT mun hafa 39,2 metra sam- settan safnspegil en kostnaðurinn er áætlaður 1.100 milljónir evra (á verðlagi ársins). „E-ELT mun halda ESO í leiðandi stöðu í stjarnvísindum næstu ára- tugi og leiða til ríkulegrar og spenn- andi vísindauppskeru,“ sagði Xav- ier Barcons, forseti ESO-ráðsins um verkefnið. - shá Risastór stjörnusjónauki byggður í Síle: Stærsta auga jarðar E-ELT Safnspegillinn, eða „augað“ verður 39,2 metrar. MYND/ESO,E-ELT SAMFÉLAGSMÁL Nýr staðall um launajafnrétti var kynntur í gær. Staðallinn er ætlaður fyrirtækjum og stofnunum sem vilja meta launa- stefnu sína. „Þeir sem vilja innleiða jafn- launastaðalinn fá leiðbeiningar um vinnubrögð sem þarf að beita við að ákvarða laun, rýna í launin og skoða hvort mögulega sé verið að mismuna körlum og konum eftir kynferði,“ segir Hildur Jónsdóttir, sérfræðingur í jafnréttismálum, sem leiddi vinnuhópinn sem vann að gerð staðalsins. Hildur segir innleiðingu staðals- ins geta verið tímafreka. „Við gerum ráð fyrir að fyrir- tæki endur- skoði og breyti sínum aðferð- um. Ef staðall- inn kallar ekki fram breyt- ingar værum við þar með að segja að allt væri í himnalagi eða hann væri máttlaus,“ segir Hildur. Uppfylli fyrirtækin skilyrði stað- alsins geta þau fengið viðeigandi vottun. Hildur segir mikla sam- stöðu hafa einkennt vinnuna að gerð staðalsins. „Það gerist ekki á hverjum degi að Samtök atvinnulífs- ins, Alþýðusamband Íslands, stjórn- völd á sviði jafnréttismála, stéttar- félög og ýmis jafnréttissamtök nái sátt um það hvernig skuli stuðlað að jafnrétti kynjanna.“ Frumvarpið er nú tilbúið til kynn- ingar og fer í hefðbundið umsagn- arferli. Almenningur getur óskað eftir rafrænum aðgangi að frum- varpinu á heimasíðu Staðlaráðs og sent athugasemdir sínar til ráðsins. - ktg Stjórnvöld og ýmis félög ná sátt um staðal um launajafnrétti: Nýtt vopn gegn launamisrétti HILDUR JÓNSDÓTTIR STUÐNINGSYFIRLÝSING Þessi kona bar skilti sem á stóð „Mohammed Morsi, forseti fyrir Egyptaland“ á Frelsistorg- inu í Kaíró á mánudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLUMÁL Lögreglan fékk til- kynningu frá húsráðanda sem sagði Neyðarlínunni logandi hræddur á mánudagskvöld að verið væri að brjótast inn til sín. Lögreglumenn voru sendir tafarlaust á staðinn. Þegar þeir komu á vettvang upplýsti húsráðandi að vamp- íra hefði látið ófriðlega á stiga- ganginum. Lögreglumennirnir leituðu en fundu enga vampíru. Manninum var bent á að hafa samband við lögreglu aftur ef vampíran léti á sér kræla. Vampíran virðist hafa hald- ið sig fjarri og ekkert bólar á henni. Lögreglan segir á Facebook-síðu sinni að ekki sé víst hvort um fjarskyldan ætt- ingja Drakúla sé að ræða. - bþh Neyðarkall vegna innbrots: Vampíra lét illa á stigagangi NÁM Afburðanemendum sem hefja nám við Háskóla Íslands næsta haust voru veittir styrk- ir að heildarupphæð 9,3 millj- ónir króna í gær. Alls hljóta 26 nemendur 300.000 króna styrki auk niðurfellingar á skráning- argjöldum sem nema 60.000 krónum. Aldrei hafa styrkþegar verið fleiri í þau fimm skipti sem styrkirnir hafa verið veittir. Nemarnir eiga það sameigin- legt að hafa náð framúrskarandi árangri á stúdentsprófi. Í hópnum eru níu karlar en sautján konur. Við valið var horft til árangurs á stúdentsprófi, virkni í félags- störfum og árangur í íþróttum eða listum. Þrjá styrki hljóta nýnemar sem hafa sýnt góðan námsárangur þrátt fyrir sérstak- ar eða erfiðar aðstæður. - bþh Afreks- og hvatningarsjóður: 26 nýnemar við HÍ hljóta styrki SAMFÉLAGSMÁL Íþróttabandalag Vestmannaeyja (ÍBV) og þjóðhá- tíðarnefnd ÍBV hlaut Bleiku stein- ana, hvatningarverðlaun Femín- istafélags Íslands, í gær. Með verðlaununum hvetur Fem- ínistafélagið ÍBV til að hafa jafn- rétti að leiðarljósi í verkum sínum en félagið skipuleggur þjóðhá- tíð og heldur úti bæði kvenna- og karlaliðum í íþróttum. Forsvars- menn ÍBV segjast ætla að leggja áherslu á að berjast gegn hvers konar ofbeldi, hvort sem það er á þjóðhátíð eða annars staðar. - bþh Femínistafélag Íslands: ÍBV fær hvatn- ingarverðlaun

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.