Fréttablaðið - 20.06.2012, Blaðsíða 26
KYNNING − AUGLÝSINGÚtilegan MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 20126
MEÐFERÐ ELDS
Á VÍÐAVANGI
Í reglugerð Alþingis um sinu-
brennur og meðferð elds á víða-
vangi segir í 7. grein að óheimilt
sé að kveikja eld á víðavangi þar
sem almannahætta getur stafað
af eða hætt er gróðri, dýralífi
eða mannvirkjum.
Þá er hverjum þeim sem ferðast
um skylt að gæta ýtrustu
varkárni í meðferð elds.
Þar sem eldur er gerður á
víðavangi til annars en að
brenna sinu skal um hann
búið í sérstöku eldstæði eða
hann kveiktur á þess konar
undirlagi að tryggt sé að hann
breiðist ekki út eða svíði gróður
eða jarðveg. Eld skal slökkva
tryggilega eða gæta þess að
hann sé að fullu kulnaður áður
en eldstæðið er yfirgefið.
www.reglugerd.is
Stemning er eitt það mikil-vægasta sem þarf að huga að í útilegum. Íslenskar úti-
legur eru engu líkar. Þegar sólin
lækkar á lofti og farið er í dúnúlp-
una vegna þess að kuldinn er tek-
inn við. Kveikt er á grillinu, krakk-
arnir leika sér og gítarinn er tekinn
upp. Allt eru þetta hlutir sem ein-
kenna íslenskar útilegur og skapa
fullkomna stemningu. Gítar, grill
og leikir, svo einfalt er það.
Gítarinn er ómissandi og ekki
er verra ef einhver kann að spila
á hann. Yfirleitt eru alltaf sömu
gömlu lögin spiluð, enda er það
skemmtilegast þar sem allir kunna
textana.
Íslensku lögin sem allir kunna
eru oftast spiluð en líka nokk-
ur erlend lög. Þekktustu útilegu-
lögin eru meðal annars Wonder-
wall með Oasis, Stál og hnífur
með Bubba, Við drekkum Jam-
eson, Lífið er yndislegt með Landi
og sonum, Fjöllin hafa vakað með
Egó og mörg fleiri.
Hægt er að fara í marga
skemmtilega leiki, ekki einung-
is fyrir börn heldur líka fullorðna.
Kubbur hefur alltaf verið vinsæll
leikur þar sem hann er einfaldur
og skemmtilegur en í honum eru
einnig lið sem gera hann enn þá
skemmtilegri og skapa enn meiri
stemningu. Frisbí og skotbolti
eru sömuleiðis skemmtilegir og
einfaldir leikir sem allir geta spil-
að.
Hvort einnota grill eða kola-
grill er tekið með þá er alltaf jafn
gott að grilla. Grill er einfaldlega
partur af því að fara í útilegu. Oft-
ast eru það pylsur eða hamborgar-
ar en sumir gera vel við sig og taka
með sér steik í útileguna.
Eins og komið hefur fram þá þarf
ekki mikið til þess að útilegan verði
skemmtileg en mikilvægasta hrá-
efnið er augljóslega góða skapið.
Grillmaturinn er ómissandi. Það skapast meiri stemning í tjaldi heldur en í
fellihýsi.
HVAR ER BEST AÐ TJALDA?
Hvort sem ferðaþráin leitar
um langan veg eða stuttan er
sjálfsagt að notfæra sér reynslu
og aðstoð annarra áður en haldið
er af stað í útilegu. Á vefsíðunni
www.tjalda.is eru aðgengilegar
upplýsingar um öll tjaldsvæði
landsins, aðstöðu þeirra fyrir
ferðafólk, myndir, stjörnugjöf og
umsagnir annarra gesta. Frábær
viðkomustaður áður en áfanga-
staðir fyrir tjaldbúskap sumarsins
eru valdir.
Bókabúð Forlagsins að Fiskislóð 39 í Reykjavík hýsir stærstu korta-
deild landsins auk þess að bjóða upp á landsins mesta úrval af íslensk-
um bókum. Í kortadeildinni er að finna kort af öllum stærðum og
gerðum auk fjölda ferðabóka sem gerir ferðalagið enn skemmtilegra.
Erla Björg Gunnarsdóttir, kynningarstýra Forlagsins, segir búðina til-
valinn stað til að hefja ferðalagið um Ís-
land. „Það er gott að byrja ferðalagið í
verslun okkar og bóka sig upp. Við bjóð-
um upp á mikið úrval bóka um innlenda
staði, alls kyns ferðahandbækur, bækur
um fugla og plöntur og ýmislegt fleira.
Og ef það skyldi nú rigna í ferðalaginu
bjóðum við einnig upp á gott úrval af
kiljum og föndurbókum fyrir börnin.“
Nýlega gaf Forlagið út nýjan Ferða-
atlas sem er skemmtilegur ferðafélagi
innanlands. Þar er hægt að fletta upp
kortum af öllu landinu, flestum þétt-
býlisstöðum auk upplýsinga um ýmsa
afþreyingu, til dæmis golfvelli, tjaldsvæði og sundlaugar. Erla segir
bókina innihalda ýmsar nýjungar, til dæmis lýsingar og litmyndir af
náttúruperlum og sögustöðum auk teikninga af varpfuglum, plöntum
og skeljum landsins. „Slík bók gerir ferðalagið skemmtilegt og fræð-
andi þar sem endalaust er hægt að fletta í henni á ferð um landið.“
Bókabúð Forlagsins að Fiskislóð er opin alla virka daga milli kl. 10-18
og laugardaga milli 10-14.
Bókaðu þig upp
fyrir ferðalagið
Erla Björg Gunnarsdóttir, kynningarstýra Forlagsins. MYND/ANTON
MUNDU EFTIR ÞESSU Í
ÚTILEGUNA
Að ýmsu þarf að huga þegar
pakkað er niður fyrir útilegu.
Lengd ferðalags, samsetning
hópsins og áfangastaður skiptir
auðvitað máli þegar pakkað er
en einnig hvort gist er í tjaldi
eða hlýrri híbýlum. Mikilvægt
er að velja klæðnað eftir veðri
enda allra veðra von á Íslandi. Þar
getur lopapeysan komið sterkt
inn. Allir ættu að taka sjúkratösku
með og góðan svefnbúnað, til
dæmis kodda, dýnu og hlý undir-
föt. Mörgum finnst nauðsynlegt
að hafa með ferðaborð og
stóla enda þægilegt að sötra
kaffisopann og grípa í spil við
borð. Ef veðurspáin er góð er
sólarvörnin nauðsynleg og létt
föt. Notalegt er að grípa í gott
lesefni ef dauður tími myndast
og fjölskyldan getur auðveldlega
gleymt sér með ýmsum leik-
tækjum. Að lokum má nefna kaffi
og súkkulaði en margir geta ekki
án þessara guðaveiga verið í úti-
legunni.
Það er auðvelt að skapa
góða útilegustemningu
Íslensk útilegustemning er einstök enda þarf ekki mikið til. Það sem skapar mestu stemninguna, fyrir
utan samveruna, er gítarinn, grillið og leikirnir.
Nákvæm kort og ítarleg nafnaskrá
Þjónusta í þéttbýli
Náttúruperlur og sögustaðir
Fróðleikur og fallegar myndir
GERÐU FERÐALAGIÐ
ÓGLEYMANLEGT!