Fréttablaðið - 20.06.2012, Blaðsíða 10
20. júní 2012 MIÐVIKUDAGUR10
RANNSÓKN Mörg hundruð eyðibýli er að finna
á Íslandi. Ekki liggur enn fyrir nein heild-
stæð opinber skrá um þau, en í fyrra voru
stofnuð samtök sem munu láta kanna og
skrásetja fjölda yfirgefinna íbúðarhúsa um
land allt.
Alls voru skrásett 103 eyðibýli síðasta
sumar þegar kannaðar voru þrjár sýslur;
A-Skaftafellssýsla, V-Skaftafellssýsla og
Rangárvallasýsla.
Gísli Sverrir Árnason er formaður félags-
ins Eyðibýli – Áhugamannafélag, sem er
ábyrgt fyrir verkefninu. Félagið fær til sín
hóp háskólanema á hverju sumri til að rann-
saka húsin. Í ár samanstendur rannsóknar-
teymið af háskólanemum í arkitektúr og
fornleifafræði.
Gísli segir erfitt að segja til um nákvæm-
an fjölda eyðibýla, en ljóst sé að miðað við
tölur síðasta árs skipta þau hundruðum.
Skilgreining rannsóknarinnar á eyðibýli
er yfirgefið íbúðarhús, sem þó er enn með
þaki og er því ekki í algjörri rúst eða niður-
níðslu.
„Í fyrra var algengt að byggingarnar
stæðu við hliðina á núverandi húsnæði jarð-
arinnar. En landslagið er vissulega annað á
Norðausturlandi, þar sem þau standa yfir-
leitt ein og stök.“
Gísli segir að eftir því sem nær þéttbýli
dragi aukist líkurnar á því að hús hafi verið
gerð upp eða verið sé að gera þau upp. Slíkt
sé ekki eins algengt á strjálbýlli svæðum.
„Þó urðu þau vör við í fyrra á Langanesi
og Melrakkasléttu að verið væri að gera þau
upp,“ segir Gísli. „Þar er verið að bjarga
eyðibýlum, sem er mjög jákvæð þróun.“
Hann segir allan gang vera á því hverjir
eigendur húsanna séu; allt frá núverandi
bændum yfir í ríkið og bankana.
Hópurinn fór af stað á ný þann 11. júní
Skrásetja hundruð eyðibýla
Ljóst er að mörg hundruð eyðibýli eru á Íslandi. 103 yfirgefin hús voru skrásett og könnuð í fyrra og heldur
verkefnið áfram í sumar. Alltaf að færast í aukana að fólk geri upp hús, segir forsvarsmaður verkefnisins.
„Þetta er gríðarlega áhugavert. Það er algjör
lúxus og afar spennandi að keyra um landið og
fá að kynnast því með þessu móti,“ segir Birkir
Ingibjartsson, einn rannsakenda og nýútskrifaður
úr arkitektúr í Listaháskóla Íslands.
Birkir er nýkominn úr leiðangri um Þingeyjar-
sýslurnar. Í Norður-Þingeyjarsýslu skrásetti hópur-
inn á bilinu 30 til 40 eyðibýli, sem sum hver hafa
verið yfirgefin í meira en fimmtíu ár. Þá hafa önnur
staðið auð einungis í nokkur ár. „Það getur verið
mjög forvitnilegt að velta fyrir sér af hverju þessi
hús fóru í eyði og hvernig búsetan hefur verið,“
segir Birkir. „Sum þeirra eru í þannig ásigkomulagi
að það er eins og fólkið hafi bara farið í gær.“
Meira en 30 býli í N-Þingeyjarsýslu
DAGVERÐARÁ Á SNÆFELLSNESI Í sumar mun hópurinn skoða eyðibýli á öllu Vesturlandi
og Norðausturlandi, en endanlegur fjöldi bygginganna mun ekki liggja fyrir fyrr en í haust.
MYND/STEINUNN EIK EGILSDÓTTIR
HEIÐI Á LANGANESI Félagið sem skrásetur eyðibýlin skilgreinir þau sem yfirgefið
íbúðarhús, sem þó er enn með þaki og er því ekki í algjörri rúst eða niðurníðslu.
MYND/STEINUNN EIK EGILSDÓTTIR
síðastliðinn og mun skoða Þingeyjarsýsl-
urnar báðar og norðausturhorn landsins,
sem og allt Vesturland frá Hvalfirði. „Næst
eru það Mýrarnar, Borgarfjarðarsýsla og
Dalirnir á Vesturlandi,“ segir Gísli. „Ég
get ímyndað mér að þar verði töluvert af
húsum.“
Verkefnið er meðal annars styrkt af
Nýsköpunarsjóði námsmanna.
sunna@frettabladid.is
Meðaleyðsla aðeins
3,8 lítrar á hverja 100 km**
www.volkswagen.is
Sparnaðarráð
frá Þýskalandi
Volkswagen Golf BlueMotion
Komdu og reynsluaktu Volkswagen Golf
** Miðað við blandaðan akstur á beinskiptum
Volkswagen Golf BlueMotion 1.6
A
uk
ab
ún
að
ur
á
m
yn
d:
1
8”
á
lfe
lg
ur
Golf k ostar ða eins frá
3.390.000 kr.
Sigurvegari
í sparakstri *
* Volkswagen Golf var sigurvegari í árlegri sparaksturskeppni Atlantsolíu 2012, í flokki dísilbíla 1.4-1.6 cc.
AFMÆLISGJÖF Í LSE Stjórnarand-
stöðuleiðtogi Búrma, Aung San Suu
Kyi, fékk þessa derhúfu í byrjun
heimsóknar sinnar í London School of
Economics í gærmorgun. Hún varð 67
ára í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SJÁVARÚTVEGUR Aflaverðmæti
íslenskra fiskiskipa nam 47,3
milljörðum króna á fyrstu þremur
mánuðum ársins. Til samanburðar
var aflaverðmæti 37,6 milljarðar
á sama tímabili 2011. Verðmætið
jókst því um fjórðung á milli ára.
Verðmæti uppsjávarafla jókst
um heil 35% á milli ára og var 14,7
milljarðar á fyrstu þremur mánuð-
um ársins. Verðmæti botnfisks var
hins vegar 29 milljarðar og jókst
um 24,2%. Þá var verðmæti flat-
fiskafla um þrír milljarðar króna
á tímabilinu. Af einstökum teg-
undum nam verðmæti þorskafla
16,1 milljarði og loðnuafla þrettán
milljörðum. - mþl
Veiðar á fyrsta ársfjórðungi:
Aflaverðmæti
fjórðungi meira
SAMFÉLAGSMÁL Aðgerðaáætl-
un gegn kynbundnu ofbeldi og
ofbeldi gegn börnum var sam-
þykkt í borgarstjórn Reykjavíkur
í gær. Hún miðar að því að nýta
sem best þær leiðir sem borgin
hefur til að fyrirbyggja ofbeldi
og styðja við þolendur.
Í áætluninni er lögð áhersla á
forvarnir, aðstoð við brotaþola,
fræðslu, samstarf og meðferð
fyrir gerendur.
Starfshópur sem setti saman
áætlunina var skipaður fulltrúum
allra fagsviða sem vinna að vel-
ferð, mannréttindum, menntun
og barnavernd. Hópurinn leitaði
til fræðimanna og grasrótarsam-
taka við gerð áætlunarinnar. - shá
Auka forvarnir og aðstoð:
Áætlun gegn
ofbeldi í höfn
KÍLAKOT Í KELDUHVERFI Í Norður-Þingeyjarsýslu skrásetti rannsóknarhópurinn fjölda eyðibýla.
MYND/STEINUNN EIK EGILSDÓTTIR