Fréttablaðið - 20.06.2012, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 20.06.2012, Blaðsíða 28
KYNNING − AUGLÝSINGÚtilegan MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 20128 FJALLAKOFINN KRINGLUNNI 7 Stærsta búðin Verslun Fjallakof- ans sem er á jarðhæð Kringl- unnar 7 (í Húsi verslunarinnar) er langstærst og því er þar að finna mesta vöruúrvalið af öllum verslunum Fjallakofans. Þar fæst mikið af fatnaði fyrir fjallgönguna, hjólreiðarnar og alla almenna útivist. Þar er einnig hægt að finna allt fyrir klifrið, fjallaskíðamennskuna, útileguna og svo má lengi telja – allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Fjallakofinn hefur yfir að ráða reyndu starfsfólki sem hefur mikla reynslu af fjallamennsku. Starfs- menn geta því veitt viðskipta- vinum ráðleggingar og svarað spurningum þeirra, hvort sem þær snúa að ísklifri, léttum fjall- göngum eða lengri ferðum á hæstu tinda. FJALLAKOFINN LAUGAVEGI 11 Hjarta miðbæjarins Fjallakofinn við Laugaveg 11 er vel útbúin úti- vistarverslun sem deilir rými sínu með útivistar- og ævintýrafyrir- tækinu Arctic Adventures/Arctic Rafting. Þarna er Fjallakofinn stað- settur í hjarta miðbæjarins þar sem Íslendingar og ferðamenn njóta þess að vera. Það er ávallt mikið mannlíf á Laugaveginum, sérstaklega á sumrin og ferða- menn og Íslendingar streyma inn og út úr búðinni alla daga frá klukkan átta á morgnana til kl. 20 á kvöldin. Sérhæfing Fjallakofans á Laugavegi felst í þekkingu og reynslu starfsfólksins á útivist, fjallgöngum, klifri og tengdu sporti sem starfsfólkið getur miðlað til viðskiptavina. Metnaður verslunarinnar er að bjóða upp á öflugar og góðar vörur fyrir allar aðstæður. FJALLAKOFINN REYKJAVÍKURVEGI 64 Vinsælustu vörurnar Fjallakofinn Reykjavíkurvegi 64 í Hafnarfirði hefur tekið breytingum á þessu ári. Verslunin var í rauninni flutt úr Hafnarfirð- inum en vegna fjölda áskorana var hún opnuð aftur þann 4. maí sl. með örlítið breyttu sniði. Nú er áherslan þar lögð á vinsælustu vörur Fjallakof- ans. Má þar helst nefna ullarfatnað og sokka frá Smartwool og hágæða útivistarfatnað frá Marmot. Einnig eru hinir endingargóðu gönguskór frá Scarpa á sínum stað. Tjaldbúnaðarleiga Fjallakofans er einnig starfrækt frá Reykjavíkurveginum en þar er hægt að leigja tjöld, svefnpoka, dýnur, prímusa og potta bæði til skemmri og lengri tíma. Hafnfirðingar og nærsveitarmenn hafa tekið Fjallakofanum opnum örmum og hún skipar stóran sess í hjörtum þeirra.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.