Fréttablaðið - 19.07.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 19.07.2012, Blaðsíða 4
19. júlí 2012 FIMMTUDAGUR4 FRÓÐASTI FERÐAFÉLAGINN Ný og endurbætt útgáfa FULLT VERÐ 4.990 KR. 1000 kr. afsláttur ef þú kemur með gömlu bókina (einungis hægt að skipta í bókabúðum, ekki bensínstöðvum) Í Vegahandbókina er komin ný, ýtarleg 24 síðna kortabók, á bls. 574-599. Hér færð þú skýra yfirsýn yfir landsvæði Íslands - í mælikvarðanum 1:500 000. Auðvelt er að fletta á milli bókarinnar og kortabókarinnar til að fá yfirsýn yfir það svæði sem ferðast er um. Tilvísanir leiða þig á rétta blaðsíðu. Ef þú ert t.d. að aka til Búðardals og ert á bls. 281 í bókinni og vilt fá meiri yfirsýn yfir svæðið er tilvísun á síðunni sem vísar þér á kort nr. 3 á bls. 578 í kortabókinni. Vegahandbókin • Sundaborg 9 • Sími 562 2600 Eymundsson metsölulisti 20.06.12 - 26.06.12 vegahandbokin.is VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 31° 24° 20° 20° 20° 24° 19° 19° 28° 19° 30° 31° 33° 20° 21° 20° 19° Á MORGUN Hæg breytileg átt. LAUGARDAGUR Vaxandi SA-átt með rigningu síðdegis. 10 10 12 13 14 9 14 14 15 15 16 13 14 14 14 14 14 15 14 15 17 KÆRKOMIN VÆTA Veður verður svipað á morgun og í dag, hæglætis veður og víða dálitlar skúrir. Á laugardag nálgast landið lægð úr suð- vestri með vaxandi suðaustanátt og talsverðri rigningu um sunnan og vestanvert landið síðdegis. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður STJÓRNSÝSLA Náttúrustofa Vest- fjarða í Bolungarvík hefur ekki skilað ársreikningi fyrir síðustu fjögur ár. Bæjarráð Ísafjarðar- bæjar óskaði eftir því á fundi sínum í byrjun júlí að reikning- unum yrði skilað fyrir næsta fund ráðsins síðastliðinn mánu- dag. Drögum að ársreikningum fyrir árin 2008, 2009 og 2010 var skilað með fyrirvara og ársreikn- ingi fyrir árið 2007 var skilað tilbúnum. Þorleifur Eiríksson, forstöðu- maður náttúrustofunnar, segir ágreining um smáatriði hefta útgáfu ársreikninganna. Í sam- tali við blaðið vildi hann ekki greina nánar frá smáatriðinu án þess að ráðfæra sig við stjórn stofunnar. Hann segir að um leið og starfsmenn komi úr sumar- leyfi verði hafist handa við að ganga frá ársreikningunum. - bþh Náttúrustofa Vestfjarða: Hafa ekki skil- að ársreikning- um í fjögur ár SLYS Tólf ára gömul stúlka sem slasaðist alvarlega þegar hún varð undir dráttarvél sem var með sláttuvél í eftirdragi á sveitabæ skammt frá Sauðár- króki í byrjun mánaðarins, hefur verið útskrifuð af gjörgæsludeild. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á gjörgæslu liggur stúlkan núna á almennri deild og er líðan hennar eftir atvikum. Þyrla Landhelgisgæsl- unnar flaug með stúlkuna til Reykjavíkur þar sem hún undir- gekkst aðgerð en hún var með áverka á fótum og höndum. Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni á Sauðárkróki er slysið í rannsókn. Stúlka varð undir dráttarvél: Útskrifuð af gjörgæsludeild EFNAHAGSMÁL Fjárlagahalli íslenska ríkisins var 89 milljarðar króna árið 2011 sem jafngildir 5,5% af landsframleiðslu. Áætlanir höfðu gert ráð fyrir 46 milljarða króna halla en óreglulegir kostnaðarliðir reyndust ríkinu dýrir. Til samanburðar var halli ríkis- sjóðs 123 milljarðar, eða 8% af landsframleiðslu, á árinu 2010. Þetta kemur fram í ríkisreikningi sem var birtur í gær. „Það eru jákvæðar fréttir í ríkis- reikningnum sem sýna að við erum á réttri leið í þeirri viðleitni okkar að láta tekjur og gjöld passa saman. Þar er mest um vert að raungjöld ríkissjóðs lækka um 8% á milli ára,“ segir Oddný G. Harðar dóttir, fjármálaráðherra, og bætir við: „Auðvitað eru einsskiptis aðgerðir á borð við 20 milljarða framlag vegna SpKef að reynast okkur dýrar en þetta er kostnaður sem ekki varð komist hjá. Þá eru þetta kostnaðarliðir sem féllu til á árinu 2011 og koma aldrei aftur.“ Oddný segist vonast til þess að síðustu stóru reikningarnir sem fallið hafi á ríkissjóð vegna banka- hrunsins hafi nú þegar komið fram. Þá segir hún áætlanir gera ráð fyrir að afgangur verði af rekstri ríkis- sjóðs árið 2014. H i n s vega r verði frumjöfn- uður jákvæð- ur á þessu ári. Frumjöfnuður tekur ekki tillit til fjármagns- liða og má því segja að hann sé mælikvarði á hinn eigin lega rekstur ríkisins. Frumjöfnuður var neikvæður um 43,2 milljarða í ár. Tekjur ríkissjóðs í fyrra urðu alls 486,5 milljarðar og jukust um 7,8 milljarða milli ára. Reyndust tekjur 5,7 milljörðum hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Gjöld ríkissjóðs voru aftur á móti 575,9 milljarðar og lækkuðu um 26 milljarða milli ára. Gjöldin voru hins vegar 32,2 milljörðum umfram fjárheimildir sem skýrist að stærstum hluta af framlagi ríkisins vegna yfirtöku Lands- bankans á SpKef og niðurfærslu á eignarhlutum í Byggðastofnun og Nýsköpunarsjóði vegna rekstrar- taps stofnananna síðustu ár. - mþl Fjármálaráðherra segir rekstur ríkissjóðs á réttri leið þótt einsskiptisaðgerðir hafi reynst kostnaðarsamar í fyrra: Fjárlagahalli ríkissjóðs var 89 milljarðar 2011 ODDNÝ G. HARÐARDÓTTIR GENGIÐ 18.07.2012 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 215,9 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 126,55 127,15 197,82 198,78 155,47 156,33 20,888 21,01 20,801 20,923 18,052 18,158 1,6006 1,61 202,1 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR LÖGREGLA Rannsókn lögreglu á máli ungu mannanna, sem fóru í leyfisleysi inn á öryggissvæði á Keflavíkurflugvelli og þaðan upp í flugvél, er langt komin og henni ætti að ljúka á næstunni. „Þetta er enn til meðferðar hjá okkur en við leggjum áherslu á að hraða rannsókn málsins,“ segir Jóhannes Jensson hjá rann sóknar- deild l ögreglunnar á Suður nesjum í samtali við Fréttablaðið. Mennirnir tveir fundust við öryggiseftirlit áhafnarmeðlima fyrir flug til Kaupmanna hafnar. Þeir voru ekki úrskurðaðir í gæsluvarðhald og var sleppt eftir yfirheyrslur. - þj Laumufarþegar í Keflavík: Rannsóknin langt komin KEFLAVÍKURFLUGVÖLLUR Mennirnir tveir dulbjuggu sig og fóru yfir girðingu til að komst upp í flugvél á leið til Kaup- mannahafnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI BJÖRGUN Þýsk hjón fundust í gær eftir að björgunarsveitarmenn höfðu verið ræstir út til að leita að þeim. Hjónin höfðu ekki skilað sér í Snæfellsskála á þriðjudagskvöldið eins og ferðaáætlun þeirra gerði ráð fyrir. Um fimmtíu björgunar- sveitarmenn leituðu hjónanna, en þau fundust á gönguleið milli Engjasels og Múlaskála. Hjónin voru við góða heilsu og héldu ferðalagi sínu áfram. - ktg Leit við Vatnajökul: Þýsku hjónin fundust í gær DÝRALÍF Bændum og refaskyttum ber saman um að tófan sé farin að færa sig nær byggð. Í vor fannst greni innan við kílómetra frá Stað í Hrútafirði. Birgir Hauksson, refa- skytta í Skagafirði, segir að ef fram haldi sem horfir verði ekki langt í það að tófan verði farin að leita í ruslið í bæjum landsins. Árni Jón Eyþórsson, bóndi á Bálka stöðum við Hrútafjörð, segir að greni hafi fundist í stuttu göngufæri frá bænum. Hún virðist einnig verða sífellt ófælnari við sauði og menn. „Þegar ég var í sauðburðinum þá kom hérna ein og stoppaði bara innan um lambféð svona um sextíu metra frá bænum,“ segir Árni Jón. „Þær eru farnar að færa sig nær byggð,“ bætir hann við. „Við erum með prýðisskyttu, hann Ara Arason frá Hvammstanga, og hann hefur fundið tvö greni í tíu til fimmtán mínútna göngufæri frá bænum.“ Hann segir að hún sé minna á ferð- inni eftir að hún fór að gjóta en í vor og snemmsumars hafi hann venju- lega séð eina til tvær tófur á dag. Í Skagafirði er allt krökkt af tófu á ný eftir tveggja ára ládeyðu og er Birgir búinn að skjóta yfir hundrað tófur það sem af er ári. „Það er alveg merkilegt hvað það er mikið af þessu miðað við hvað við hömrum á þeim,“ segir hann. Svip- aða sögu segir Ari Arason úr Hrúta- firði og Miðfirði. Þar skaut hann 115 tófur í fyrra og í ár hefur hann skotið tæplega hundrað. „Það sér ekki högg á vatni sama hvað skotið er, þetta er eins og þegar Herkúles átti við Lernuorminn, fyrir hvert höfuð sem höggvið er af vaxa tvö ný,“ segir hann í gamansömum tóni. Í Borgarfirði stendur Snorri Jóhannesson í ströngu. „Menn hringja í mig þegar þetta er komið innan um féð, ég er búinn að skjóta tuttugu tófur í slíkum útköllum í ár,“ segir hann. Hann og Birgir eru sammála um að lágfóta sé farin að færa sig nær byggð og sé ófælnari. „Hér áður fyrr logaði sveitasíminn ef tófa sást úti í vegarkanti, nú sést þetta á vappi hvar sem er og enginn kippir sér upp við það lengur,“ segir Snorri. Birgir segir að refurinn hafi mikla aðlögunarhæfni og venjist því auðveldlega nýju áreiti á nýjum slóðum. „Það er mín skoðun,“ segir hann, „að þetta verði bara eins og við könnumst við það frá útlöndum þar sem skolli skellir sér í bæinn og sækir sér eitthvað til dæmis í rusla- föturnar.“ jse@frettabladid.is Tófan haslar sér völl nærri byggðu bóli Tófan hefur fært sig nær byggð og ef fram heldur sem horfir verður hún farin að leita ætis innanbæjar innan skamms. Greni hafi fundist skammt frá bæjum. Í Skagafirði er óvenju mikið af henni í ár. Búið að skjóta yfir hundrað tófur. BIRGIR HAUKSSON MEÐ TVÆR Í TAKINU Það er nóg að gera hjá refaskyttunni sem hefur skotið vel á annað hundrað tófa það sem af er ári. MYND/KÁRI GUNNARSSON Hér áður fyrr logaði sveitasíminn ef tófa sást úti í vegarkanti, nú sést þetta á vappi hvar sem er og enginn kippir sér upp við það lengur.“ SNORRI JÓHANNESSON REFASKYTTA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.