Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.07.2012, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 19.07.2012, Qupperneq 22
22 19. júlí 2012 FIMMTUDAGUR 30. júní sl. var í Fréttablaðinu fyrirsögnin „Nasa fær að standa áfram við Austurvöll“. Í undirfyrirsögn segir að samkvæmt vinningstillögu verði ekkert hús rifið. Þá var vísað í tillögu sem hlaut fyrstu verðlaun í „Samkeppni um uppbyggingu í miðborg Reykja- víkur“. Þetta er alrangt, hinn sögu- frægi Nasasalur við Austurvöll fær ekki að standa og starfsemi sem fer fram í nýjum sal verður tengd hótel rekstri. Þeim sem vilja mót- mæla niðurrifinu er bent á www. ekkihotel.is. Í skýringum með umræddri til- lögu segir m.a.: Ekki er talið raunsætt að vernda húshlutann sem hýsir skemmtistaðinn Nasa, sam- kvæmt tillögum er sá hluti fjar- lægður og byggður upp aftur í breyttri mynd. Byggður verði nýr salur, eins konar kjallari – og hann byggður í mynd núver- andi salar … (Tekið upp úr texta á sýningu í Landsímahúsi við Kirkjustræti; hún var opnuð 29. júní sl. Leturbreytingar hér.). Segir enn fremur að þennan nýja sal skuli nota fyrir fundi og ráð- stefnur í tengslum við nýtt hótel. Má gera ráð fyrir að hugmyndir í þessari tillögu verði meginvið- miðun í meðförum arkitekta, skipu- lagsráðs í Reykjavík og skipulags- stjóra, nema fólk spyrni við fótum. Þann 10. júlí var í Fréttablaðinu umfjöllun um málið og stendur þar í millifyrirsögn „Nasa haldi sér“. Er þá vísað til viðtals við annan tveggja höfunda tillögunnar sem hlaut fyrstu verðlaun og segir þar að komi til greina að nota í nýjum sal „einhverjar af sömu innrétt- ingunum“ sem eru í núverandi sal. Arkitektinn segir enn fremur að gert sé ráð fyrir að hægt verði „að nota salinn fyrir tónleika- og skemmtanahald“. Þetta kemur ekki vel heim við það sem eigandi salar- ins segir í Morgunblaðinu 6. júlí sl. Í nýja salnum skuli vera skemmt anir og ráðstefnur í tengslum við hótel- ið sem reisa skal, segir hann. Sé hugsa nlegt að þarna verði skemmti- staður en hann verði þá fyrst og fremst hluti af hótel rekstrinum. Eigandinn leggur áherslu á að Nasa hafi verið lokað fyrir fullt og allt. „Þetta verður ekki Nasa,“ segir hann, og nefnir ekki flutning gam- alla innréttinga í nýja salinn. Hér er verið að tala ýmist um Nasasalinn sjálfan, þ.e. salinn frá 1946, eða fyrirtækið sem rak starf- semi í salnum undir Nasanafninu. En hvort sem er, hvort tveggja er úr sögunni á þessum stað, verði hug- myndir eigandans að veruleika. Nasasalurinn verður þá rifinn og allt á huldu um hvort tónleikar og dans í kunnum stíl verði í hinum nýja sal. Ekki er að sjá að eigand- inn hafi áhuga á slíku. Sinnuleysi olli því að Naustið og Reykjavíkurapótek voru eyði- lögð. Látum ekki Nasasalinn í Sjálfstæðis húsinu gamla verða slíkri eyðileggingu að bráð. Sættum okkur ekki við óljósar hugmyndir um að einhverjar innréttingar úr gamla salnum verði e.t.v. fluttar í hinn nýja. Öflug mótmæli á www. ekkihotel.is hafa áhrif á borgarfull- trúa og stuðla að friðun. Nasasalurinn fær ekki að standa, nema þú mótmælir Í svari Ögmundar Jónassonar til Pawels Bartoszek varðandi fjár- hættuspil nýlega sagði Ögmundur að kortafyrirtækin telji sig geta staðhæft að heildarvelta Íslendinga í erlendri netspilun hafi verið um 1,5 milljarðar króna árið 2011. Kortafyrirtækin eru, ólíkt öllum öðrum í samfélaginu, með mjög nákvæman og yfirgripsmikinn gagnagrunn yfir nánast öll við- skipti Íslendinga. Í flestum til- fellum vita þau nákvæmlega við hvaða verslun við áttum viðskipti og hvenær, og með ýmsum töl- fræðilegum aðferðum mætti með smá vinnu draga ekki agalegar ályktanir um hvað var keypt. Þau vita auk þess af því þegar teknir eru peningar út úr hrað- banka, og geta ályktað sterklega út frá því hversu mikil viðskipti eru stunduð utan rafræna hagkerfisins, þótt mögulegt sé að einhverjir taki enn þá út af bankabókum í sínum útibúum frekar en í hraðbönkum. Það er sérkennilegt að innan- ríkis ráðherra, sem fer meðal annars með persónuvernd sem málaflokk, sjái ekki ástæðu til að gagnrýna það sérstaklega að korta- fyrirtækin telji sig geta staðhæft eitthvað um það í hvað Íslendingar eyða peningum. Þetta hefur marg- víslegar afleiðingar í för með sér. Fólk á réttmæta kröfu til leyndar þegar það stundar viðskipti. Þegar ég kaupi eitthvað úti í búð, hvort sem það er mjólk í kjörbúð, rusl- fæði á veitingastað, föt á markaði eða leikföng í dótabúð (hvort heldur fullorðins eða barna!), þá er eðli- legt að það sé milli mín og sölu- mannsins. Það að allar upplýsingar um viðskiptin séu undantekningar- laust send þriðja aðila er óviðun- andi. Auðvitað er það nauðsynlegt fyrir rafræn viðskipti að ákveðnar upplýsingar séu sendar. En þarf að búa til færslu sem segir hver hafi borgað hverjum og hversu mikið? Þegar við verslum með peninga- seðla er eingöngu skráð hvað var keypt og fyrir hvaða upphæð, nema sérstaklega sé óskað eftir nótu með kennitölu vegna virðisaukaskatts. Er nokkur ástæða fyrir því að þetta ætti að vera öðruvísi í tilfelli korta? Þegar korti er framvísað í verslun þarf að staðfesta að réttur aðili sé með kortið (sem er tilgangur undir- skriftar eða PIN númers), að nægi- legir peningar séu á kortinu (sem er tilgangur posans og innhring- ingarinnar til bakvinnslukerfisins), og það þarf að færa viðeigandi upp- hæð út af þeim bankareikningi sem kortið er tengt við yfir á reikning verslunarinnar (sem er tilgangur uppgjörsins í lok dags). Að lokum þarf verslunin að skrá hjá sér í sitt bókhald að viðskiptin hafi átt sér stað (vegna skatta). Það sem þarf ekki að eiga sér stað er að kortafyrirtækið skrái hjá sér hver borgaði og hverjum var borgað. Kortafyrirtækið þarf ekki að vita hversu mikið var greitt. Og kortafyrirtækið þarf síður en svo að geyma þessar upplýsingar í heilt ár, hvað þá að stunda þess háttar greiningar á viðskiptunum að þeir geti staðhæft eitthvað um peningaveltu Íslendinga í erlendri net spilun, hvað þá annað. Einhverjir spyrja þá um ábyrgð. Hver ber ábyrgð ef kort er mis- notað, eða ef ofgreitt er fyrir vöru? Eitt sinn var það á ábyrgð fyrir- tækja og viðskiptavina þeirra að tryggja að rétt viðskipti ættu sér stað. Eðlilegast væri að það yrði aftur raunin, en ef upp kæmu deilur um hvort rétt hafi verið millifært þá yrði prentuð kvittun eða rafræn kvittun með stafrænni undirskrift látin gilda. Ef korti er stolið er það á ábyrgð eigandans að láta loka á það. Raunar ættu kortafyrirtækin að firra sig ákveðinni ábyrgð þar með því að hætta að nota þessi fáránlegu kreditkortanúmer – stóra leyndar- málið sem er prentað og þrykkt framan á kortið. Enginn sem hefur hundsvit á upplýsingaöryggi myndi nokkurn tímann taka í mál að skrifa leyndarmálið sem gefur aðgang að peningunum í stórum skýrum stöfum framan á fyrir bærið sem þyrfti að vernda. Ég ætla að sleppa því að tala um hversu óöruggar segul rendur eru að sinni. Gefum okkur samt það sem lík- legast er, að engu af ofantöldu verði breytt á næstunni. Íslendingum finnst þægilegt að nota kortin sín og öllum er alveg sama um persónu- vernd – enda höfum við aldrei þurft að fást af alvöru við þær ógnir sem skortur á persónuvernd hefur í för með sér. Í allra minnsta lagi ætti þá að gera athugasemd við það að kortafyrirtækin séu að greina viðskiptin að svo miklu leyti sem marka má af orðum Ög mundar. Það kemur ríkinu ekki við, hvað þá kortafyrirtækjunum, hvað fólk eyðir peningum sínum í. Ríkið hefur vald til að krefjast þess að fólk greiði skatta, en meðan þeir eru greiddir hefur ríkið ekki vald til að skoða hvar við kaupum inn eða hvernig við eyðum okkar peningum, og slíkt vald á enginn að hafa. Af hverju vita kortafyrir- tækin hvar ég spila spil? Skipulagsmál Helgi Þorláksson sagnfræðingur Viðskipti Smári McCarthy framkvæmdastjóri IMMI, alþjóðlegrar stofnunar um upplýsinga- og tjáningarfrelsi Sennilega eru sjö ár frá því að vinur minn, Þráinn Þorvalds- son, stakk að mér tveimur glösum af pillum, sem dr. Sigmundur Guð- bjarnarson hafði sett saman úr ætihvönninni og kallaði Sagapro. „Taktu eina eða tvær á dag. Gæti gert þér gott,“ sagði Þráinn og kvaddi. Það var svo sem ekkert að mér, en ég hugsaði með mér að eitthvað úr ætihvönninni, sem var mér svo kær af bökkum Laxár í Aðaldal, gæti bara verið til góðs. Nokkrum dögum seinna, kannski viku til tíu dögum, vakn- aði ég og leið svona rosalega vel, úthvíldur og bókstaflega dæsti af vellíðan. Spratt fram úr og gekk að störfum dagsins. Þessi morgun- vellíðan hélt áfram næstu daga og konan mín var farin að velta fyrir sér hvað hefði eiginlega komið fyrir kallinn. Rann svo allt í einu upp fyrir mér, að ástæðan fyrir þessu öllu var afar einföld, ég svaf nú allar nætur án þess að vakna 4-5 sinnum til að pissa. Hafði ekki gert mér grein fyrir því að það væri eitthvað óvenjulegt að vakna svo oft, hafði gert það frá miðjum sex- tugsaldri. Hafði aldrei hugsað út í að ég væri með stækkaðan blöðru- hálskirtil, sem orsakaði þessi öru næturþvaglát. Lífsgæðabatinn var hreint ótrúlegur og ég sagði frá þessu á Hrafnaþingi og fékk þá Þráin, dr. Sigmund og Sigurð Steinþórsson í viðtöl. Þeir voru afar varkárir, en höfðu fengið jákvæð viðbrögð frá mörgum. Þessi viðtöl vöktu mikla athygli, símtölin hreinlega helltust yfir mig frá körlum og ekki síður eiginkonum, sem höfðu eins og mín frú vaknað mörgum sinnum á nóttu vegna bröltsins í körlunum. Ég hef verið iðinn við að útbreiða þetta Sagapro-fagnaðarerindi síðan og hef ekki tölu á þeim sem hafa þakkað fyrir og dásamað kjarkinn að tala um eitthvað „svo viðkvæmt“ eins og það að vera sípissandi allar nætur. Ég giska á að Sagapro hafi gert fjórum af hverjum fimm gott. En það vantaði sannanir fyrir virkni og loksins tókst að afla fjár, 30 milljóna króna, til að kosta faglegar klín- ískar rannsóknir og reyna að fá niðurstöðurnar birtar í vísindariti. Tveggja ára spennuþrungin bið er á enda, rannsóknirnar staðfestu það sem ég og þúsundir annarra höfum vitað, Sagapro svínvirkar. Nú eru öflugir fjárfestar komnir að Sagamedica, tilbúnir að fjár- magna útrás á vöru úr hreinni íslenskri náttúruauðlind, þróuð af einum fremsta vísindamanni eyjunnar bláu. Stóru lyfjarisarnir hafa löngum stundað það að fá leigupenna til að níða skóinn af aðilum, sem hafa reynt að koma vörum á markað, sem gætu keppt við eitthvað sem þeir höfðu kannski eytt milljörðum í að þróa og markaðssetja. Nú veit ég ekkert um lyfjafræðinginn fúla sem rauk fram á ritvöllinn með fúkyrðaflaumi daginn eftir að góðu fréttirnar bárust. Vonandi var hann bara úrillur eftir margar pissuferðir þá nóttina. Ég ætla að senda honum tvo kassa af Sagapro, gætu gert honum gott. Að vakna sjaldnar vegna Sagapro Heilbrigðismál Ingvi Hrafn Jónsson sjónvarpsstjóri ÍNN og hluthafi í SagaMedica www.fjalakotturinn.is Aðalstræti 16 | 101 Reykjavík | Sími 514 6060 | dining@hotelcentrum.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.