Fréttablaðið - 19.07.2012, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 19.07.2012, Blaðsíða 24
FÓLK|TÍSKA Tískusérfræðingar töldu sig sjá hönnun Coco Chanel sem rauðan þráð í gegnum haustlínuna, enda skreyttu teikningar hennar sýningar- salinn. Það var eins og tíska hvers áratugar síðustu aldar vaknaði til lífsins aftur í nýjustu tísku. Sumir sáu klæðnað Jaqueline Kennedy í haust- tískunni en aðrir vildu meina að hin kvenlega lína sem einkenndi sjötta og sjöunda áratuginn kæmi vel í ljós í Chanel- kjólum og tweed-drögtum. Karl Lagerfeld þykir ná mjög vel fram þeim stíl sem Coco Chanel lagði á sínum tíma en hann hefur stjórnað tískuhúsinu frá árinu 1983. Coco Chanel varð löggiltur hatta- framleiðandi árið 1910 og opnaði sína fyrstu verslun sem seldi einungis hatta. Árið 1913 opnaði hún síðan verslun með fatnað sem varð upphafið að þekktasta tískuhúsi heimsins. Allir kannast við ilminn Chanel nr. 5 sem kom á markað árið 1922 en Chanel er ekki síður fræg fyrir tímalausa hönnun og „litla svarta kjólinn“. Coco Chanel var í hópi 100 áhrifa- mestu manneskja í heiminum á síðustu öld samkvæmt Time og eini hönnuður- inn sem komst á þann lista. Gabrielle „Coco“ Bonheur Chanel fæddist árið 1883 en hún lést árið 1971. Hátísku- vikan í París vekur jafnan mikla athygli en hana sækir einungis ríka og fræga fólkið. Í ANDA COCO CHANEL KLASSÍK Nú þegar nær hundrað ár eru liðin frá því að fyrsta Chanel- tískubúðin opnaði sýndi aðalhönnuður fyrirtækisins, Karl Lagerfeld, sem er 78 ára, haust- og vetrartískuna fyrir 2012-13 á hátískuvikunni í París. KVENLEG TÍSKA Haust- og vetrartískan frá Chanel-tísku húsinu verður kvenleg og elegant. Innblástur frá tímum Coco Chanel, segja tískusérfræðingar. LÖNG SAGA ÁHRIFAMIKIL Coco Chanel opnaði sína fyrstu tísku- verslun undir eigin nafni árið 1913. Hún hafði alla tíð mikil áhrif á tísku- heiminn og var val- in ein af eitt hundr- að áhrifamestu manneskjum í heim- inum á síðustu öld samkvæmt Time. Breska gamanþáttaröðin Tildurrófur, eða Absolutely Fabulous, hóf göngu sína í Bretlandi árið 1992 og gekk í þrjú ár. Síðan hefur verið gerð bíómynd og nokkrir þættir aukalega í gegnum árin. Nú er væntanlegur sérstakur Ólympíuþáttur í til- efni leikanna í London. Þar munu tískutáknmyndirnar Kate Moss, David Gandy og Stella McCartney meðal annars koma fram. Þættirnir fjalla um tvær háttsettar vinkonur í tískuheimi London. Þær eru bæði drykkfelldar og óreglusamar og verja fjármunum sínum að mestu leyti í ólifnað en einnig í að eltast við æskublómann með ýmsum ráðum. Með aðalhlutverk fara Joanna Lumley og Jennifer Saunders. Ólympíuþátturinn verður sýndur á bresku sjón- varpsrásinni BBC1, kvöldið fyrir ólympíuleikana, þann 26. júlí, klukkan hálftíu að íslenskum tíma. ■ halla@365.is TILDURRÓFUR Á ÓLYMPÍULEIKUM Sérstakur þáttur í bresku gamanþáttaröðinni Absolutely Fabulous verður sýndur kvöldið fyrir opnunarhátíð Ólympíuleikanna, með Ólympíutískusniði. FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Kjólar fyrir brúðkaupið og sumarveislunar 50% afsláttur af völdum kjólum Full búð af nýjum vörum á útsölunni ÚTSALA Í FULLUM GANGI! NÝ SENDING AF DRÖGTUM! Skipholti 29b • S. 551 0770 Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 www.belladonna.is Verslunin Belladonna á Facebook Útsalan í fullum gangi Flott föt fyrir flottar konur st. 40 – 58

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.