Fréttablaðið - 19.07.2012, Blaðsíða 23
LITRÍKIR LEGGIR
Skærir litir eru áberandi í sumar og í fyrsta
skipti í lengri tíma virðast svartar, gráar
og bláar buxur á undanhaldi. Víða má sjá
rauðar, gular, grænar og ferskjulitaðar
gallabuxur og jafnvel með blómamynstri.
Gissur stundar nám í Menntaskól-anum við Hamrahlíð en í sumar starfar hann hjá jafningjafræðslu
Hins hússins við að fræða unglinga á Sel-
tjarnarnesi um áfengi, tóbak og eiturlyf
og skaðleg áhrif þeirra. „Það hefur verið
mjög gaman og gefandi að fá að vinna
með krökkunum,“ segir Gissur.
Gissur er duglegur að kaupa sér föt,
en þegar hann verslar hér á Íslandi
gerir hann það yfirleitt í Spútnik. „Þar
er hægt að finna ódýr og flott föt. Um
daginn keypti ég mér til dæmis Ralph
Lauren-skyrtu sem kostaði ekki neitt,“
segir Gissur þegar hann er spurður út í
fatainnkaupin. Gissur pælir mikið í tísku
og segir hann að röndóttir hlýrabolir hafi
verið langmest áberandi í strákatískunni
í sumar og sjálfur á hann nokkra þannig.
Stílnum hans má lýsa sem blöndu af
hipster og hipphoppi enda á hann enda-
laust af derhúfum.
Um helgina ætlar Gissur annaðhvort
að fara í útilegu eða kíkja út á land með
fjölskyldunni. „Maður verður líka að eyða
smá tíma með fjölskyldunni á sumrin,“
segir Gissur með bros á vör.
■ gunnhildur@365.is
MIKIÐ UM RÖND-
ÓTTA HLÝRABOLI
FYLGIST VEL MEÐ Gissur Ari Kristinsson er 19 ára jafningjafræðari. Hann
hefur brennandi áhuga á tísku og segist aðallega kaupa sér notuð föt.
FLOTTUR FRÆÐARI
Gissur segir að það sé
gaman og gefandi að
vera jafningjafræðari.
Hann kaupir fötin sín
aðallega í Spútnik.
MYND/EE
teg 42027 - glæsilegur í nýjum lit í C, D, E
skálum á kr. 5.500,- buxur í stíl á kr. 1.995,-
Frábært snið - nýr litur
Laugavegi 178 - Sími: 551 3366
Þú mætir - við mælum og aðstoðum
www.misty.is
Opið frá 10-18 virka daga.
10-14 laugardaga
Gerið gæða- og verðsamanburð
Listhúsinu Laugardal, 581 2233 · Baldursnesi 6, Akureyri, 461 1150 · Opið virka daga kl. 10.00 - 18.00 · laugardaga 12.00 - 16.00
*3,5% lántökugjald
12 mánaða vaxtalausar greiðslur*
NÝTT Sængurver
Handklæði
Sloppar
Púðar
Opið kl. 9 -18 • laugardaga kl. 11 - 16 • Stórhöfða 25 • 569 3100 • eirberg.is
Íþróttastuðningshlífar
Vertu vinur okkar á Facebook
Meiri verðlækkun!
– 40%
af öllum vörum
Glæsilegur þýskur og danskur kvenfatnaður í stærðum 36-52.
Vandaðir ítalskir og þýskir leðurskór í stærðum 36-42.