Fréttablaðið - 19.07.2012, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 19.07.2012, Blaðsíða 40
19. júlí 2012 FIMMTUDAGUR36 sport@frettabladid.is GYLFI ÞÓR SIGURÐSSON skoraði í gær sitt fyrsta mark fyrir enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham Hotspur í 2-0 sigri á C-deildarliði Stevenage í æfingaleik í gær. Gylfi, sem kom inn á sem varamaður í hálfleik er staðan var markalaus, skoraði fyrsta mark leiksins níu mínútum síðar með hnitmiðuðu vinstri fótarskoti úr teignum. Gary Martin Framherji Steve Lennon Framherji Pepsi-deild kvenna Stjarnan - Þór/KA 1-2 0-1 Tahnai Annis (5.), 1-1 Harpa Þorsteinsdóttir (40.), 1-2 Sandra María Jessen (73.) KR - Selfoss 1-1 1-0 Anna Garðarsdóttir (50.), 1-1 Katrín Ýr Frið- geirsdóttir (93.) STAÐAN Þór/KA 10 8 1 1 28-10 25 Breiðablik 10 6 2 2 26-10 20 Stjarnan 10 6 2 2 27-12 20 ÍBV 10 6 1 3 26-14 19 Valur 10 5 1 4 22-12 16 FH 10 3 2 5 15-23 11 Fylkir 10 3 2 5 11-20 11 Afturelding 10 2 2 6 9-22 8 Selfoss 10 2 2 6 16-45 8 KR 10 0 3 7 9-21 3 ÚRSLIT FÓTBOLTI Þór/KA gerði góða ferð í Garðabæinn þegar liðið stal 2-1 sigri á Íslandsmeisturum Stjörnunnar í gær í tíundu umferð Pepsi-deildar kvenna. Þór/KA komst yfir strax á 5. mínútu með skallamarki Tahnai Annis eftir sendingu Söndru Maríu Jessen. Sandra María Jessen lagði einnig upp hitt færi gestanna í fyrri hálfleik strax mínútu síðar en hún tryggði Þór / KA sigurinn með síðasta marki leiksins á 73. mínútu, úr þriðja og síðasta færi Þór/KA í leiknum. Á milli marka Þórs/KA var leikurinn eign heimaliðsins en Harpa Þorsteinsdóttir jafnaði leikinn fimm mínútum fyrir hálf- leik. Stjarnan fékk fjölda annarra færa en Þór/KA refsaði Stjörnunni grimmilega fyrir að nýta ekki færin. „Við höfum verið að spila mjög vel í síðustu leikjum en seinna markið sló okkur út af laginu og við vorum ekki mjög beinskeyttar eftir það. Fram að því vorum við með mikla yfirburði á vellinum,“ sagði Þorlákur Árnason þjálfari Stjörnunnar í leikslok. Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þórs/KA tók undir með Þorláki en hrósaði sínu liði jafn- framt fyrir vinnusemi og dugnað. „Fótbolti er ekki sanngjarn og þetta var ekki sanngjarnt en það er mikilvægt að koma því að, að stelpurnar mínar áttu skilið að fá eitthvað út úr þessu miðað við baráttuna sem þær lögðu í þetta. Að því leyti er þetta í báðar áttir en Stjarnan var með yfirburði á vellinum, það sjá allir,“ sagði Jóhann eftir leikinn en lið hans er nú með fimm stiga forystu á toppi deildarinnar þegar átta umferðir eru eftir. „Við ætlum að vera í toppbar- áttu. Mér finnst þessi sigur hér vera góð vísbending um að það sé mikill karakter í hópnum mínum þó hann sé með ofboðslega lágan meðalaldur,“ sagði Jóhann sem vill geyma allt tal um Íslandsmeistara- titil þar til síðar. Sandra María Jessen, besti leik- maður fyrri hluta Íslandsmótsins, skoraði sitt ellefta mark í deildinni og er markahæst. Næst á eftir henni kemur Harpa Þorsteins- dóttir í Stjörnunni en markið í gær var hennar níunda í sumar. -gmi ÞÓR/KA STAL STIGUNUM Þór/KA er komið með fimm stiga forystu á toppi Pepsi-deildar kvenna eftir 2-1 sigur á Stjörnunni sem hafði yfirburði í leiknum en nýtti ekki færin sín. Norð- ankonur hafa fimm stiga forskot á Breiðablik og Stjörnuna í toppsætinu. BARÁTTA Í HÁLOFTUNUM Arna Sif Ásgrímsdóttir og Þórhildur Ólafsdóttir í liði Þór/KA í skallaeinvígi gegn Stjörnustúlkunni Önnu Kristjánsdóttur. Anna stökk hæst en norðanstúlkur hrósuðu mikilvægum sigri og hafa gott forskot á toppnum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI FH-ingar mæta sænska liðinu AIK í Solna í Svíþjóð í 2. umferð forkeppni Evrópudeildar- innar í dag. Um er að ræða fyrri viðureign liðanna en landsliðs- maðurinn Helgi Valur Daníelsson leikur með sænska liðinu. „Þetta er flott og allar að- stæður til fyrirmyndar. AIK er vel skipulagt og með hættulega menn frammi. Þetta er verðugt verkefni fyrir FH,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH-inga, í samtali við Fréttablaðið að lokinni æfingu liðsins á Råsunda- leikvanginum í gær. Heimir segir lið sitt leggja áherslu á varnarleik en þó þýði ekki að liggja í vörn í 90 mínútur. „Við þurfum að stríða þeim sóknarlega líka. Við höfum öfluga menn í sóknarlínunni og eigum að geta strítt þeim þar,“ sagði Heimir sem var í liði KR sem féll úr keppni samanlagt 2-1 gegn AIK í Evrópukeppni bikar- hafa árið 1996. Þá mættu ÍBV og Fylkir sænska liðinu árið 2002 og 2003 en féllu bæði úr keppni. Allir leikmenn FH eru klárir í slaginn að meðtöldum Frey Bjarnasyni sem meiddist í deildar leik gegn Val á sunnudag. Freyr æfði með FH-ingum í gær og verður að óbreyttu í byrjunar- liði Hafnfirðinga. Leikir FH og Þórs hefjast klukkan 17 að íslenskum tíma og verður fylgst með gangi mála á Vísi. -ktd Evrópudeildin í fótbolta: FH sækir AIK heim í Solna FAGNAÐ FH-ingar fagna marki gegn Eschen/Mauren í 1. umferð keppninnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR FÓTBOLTI Þór sækir Mladá Boleslav heim í samnefndan bæ í Tékklandi. Um er að ræða fyrri viðureign lið- anna í 2. umferð forkeppni Evrópu- deildarinnar í knattspyrnu. „Aðstæður eru mjög fínar. Þetta er flottur fimm þúsund manna völlur í miðju Skoda-verksmiðju- hverfinu. Liðið er styrkt af Skoda og það eru Skoda-bifreiðar úti um allt,“ segir Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs. Páll Viðar segir markmiðið að ná eins góðum úrslitum og mögulegt er til að fá alvöruleik á Þórsvelli eftir viku. Allir leikmenn Þórs eru heilir og klárir í slaginn. „Við leggjumst, berjumst og fórnum okkur hver fyrir annan. Svo reynum við að nýta þessar fáu sóknir sem við eflaust komum til með að fá.“ -ktd Evrópudeildin í knattspyrnu: Þórsarar í Skoda-bænum MARK Þórsarar fögnuðu fimm sinnum gegn Bohemians í 1. umferð. MYND/AUÐUNN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.