Fréttablaðið - 19.07.2012, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 19.07.2012, Blaðsíða 46
19. júlí 2012 FIMMTUDAGUR42 SUMARFRÍIÐ „Ég ætla að einbeita mér að því að verða ekki geðveik, bíðandi eftir ófæddu barni mínu. Ég er dugleg að hitta vini í bústöðum um allt land og ég fer með dóttur mína í sund daglega.“ Edda Blöndal, sjúkraþjálfari og framkvæmdastjóri Salsa Iceland. „Maður er bara heimsfrægur, það er bara svoleiðis,“ segir plötusnúðurinn Siggi Hlö sem er staddur á Sardiníu á Ítalíu þar sem hann þeytir skífum í brúðkaupi næstkomandi laugardag. Það er nýsjálenskt par sem gengur í það heilaga á eyjunni fögru og lét það fljúga með Sigga út til að spila í partý- inu. „Þau þekkja aðeins til á Íslandi og vildu bara fá þann besta í málið, þau treystu engum öðrum í þetta,“ segir hann. Eiginkona Sigga fékk að fljóta með og ákváðu þau að gera sér viku- langa ferð úr þessu og þannig fara í sumarfrí í leiðinni. Brúðkaupið fer fram utandyra á ströndinni og verður veislan þar rétt hjá. „Ég fór og kíkti á aðstæður áðan. Það er búið að setja upp fínt dans- gólf og þetta lítur allt voða vel út. Ég er bara að fara að spila þarna á ströndinni, það er spennandi,“ segir hann. Siggi segir ekki miklar líkur á því að hann spili mörg íslensk lög í veislunni þó hann hafi tekið með sér disk með Páli Óskari og Milljónamæringunum. „Það er smá mambófílingur í honum svo það er aldrei að vita nema maður kynni veislugesti fyrir þeim. Annars geri ég þetta bara eins og venjulega og reyni að lesa hópinn og láta hann leiða mig áfram,“ segir hann. Spurður hvort hann hafi áður spilað við svipaðar aðstæður neitar hann því. „Þetta er alveg toppurinn.“ - trs Siggi Hlö þeytir skífum á Sardiníu BESTUR Í BRANSANUM Siggi segir parið þekkja til á Íslandi og ekki hafa treyst neinum öðrum en honum til að halda uppi stuðinu í brúðkaups- partýinu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR „Þetta er búið að vera mjög gaman, allavega upp á síðkastið,” segir hinn hálfíslenski John Harmon Grant um þá upplifun sína að bera sama nafn og tónlistarmaðurinn þekkti John Grant, sem hefur verið búsettur hér undanfarna mánuði og er mörgum kunnugur. Mikið hefur verið fjallað um Íslandsdvöl hans í fjölmiðlum en fæstir vita að frægi söngvarinn á nafna hér á landi. Vinir og vanda- menn Johns Harmons Grants, kerfis fræðings hjá Þjóðskrá Íslands, hafa gert að gamni sínu vegna málsins og margir hafa tekið hann í misgripum fyrir tónlistarmanninn á samskiptasíðunni Facebook. „Ég gerði smá grín að þessu þegar hann flutti fyrst til landsins. Þá breytti ég um forsíðumynd á Facebook og setti mynd af honum og fékk skrilljón vinabeiðnir,” segir hann en á tveimur dögum fékk hann rúmlega hundrað vinabeiðnir vegna uppátækisins. „Það voru hinir og þessir sem eru svo lítið stórir á Íslandi að reyna að bæta mér við,” svarar hann. Þrátt fyrir að hafa breytt um mynd bíða hans oft skila- boð. „Þau er aðallega fyrir að vera til, halda góða tónleika og vera frá- bær tónlistarmaður,” segir hann. Báðir eru nafnarnir fæddir í í Colorado-fylki í Banda ríkjunum. John Grant er frá Denver og John Harmon Grant frá Colorado Springs en milli staðanna er rúm- lega eins og hálfs tíma aksturs- fjarlægð. Hinn síðarnefndi hefur þó búið töluvert lengur á landinu eða að mestu undanfarin 22 ár og á íslenska móður. John Grant hélt tónleika á Ice- land Airwaves-hátíðinni í haust og heillaðist svo af landi og þjóð að hann flutti hingað og vinnur nú að nýrri plötu sem Biggi Veira úr GusGus annast upptökur á. Söngv- arinn hlaut mikið lof fyrir fyrri plötu sína, Queen of Denmark, en hún var kjörin plata ársins 2010 af breska tónlistartímaritinu Mojo. Hann heldur tónleika með hljómsveit sinni, skipaðri þremur íslenskum tónlistarmönnum, í Austurbæ klukkan hálf níu í kvöld og voru örfáir miðar eftir í gær- kvöldi. John Harmon Grant hefur ekki enn mætt á tónleika með nafna sínum en hyggst bæta úr því. En ætli sönghæfileikar fylgi nafninu? „Ég er alveg drullu góður söngvari þó ég segi sjálfur frá.” Við þetta bætir hann að söngur- inn hljómi aðallega í sturtu eða við akstur en ekki á stórsviðum. „Nei, það þyrfti að vera aðeins meira í gangi til þess. Kannski nokkrir bjórar og karókí,” segir hann eld- hress. hallfridur@frettabladid.is JOHN HARMON GRANT: FÉKK SKRILLJÓN VINABEIÐNIR Á FACEBOOK Hálfíslenskur John Grant fær þakkir fyrir að vera til FRÆGUR Á FACEBOOK John Harmon Grant (t.h.) hefur lent í ýmsum uppákomum eftir að bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant (t.v.) flutti til landsins. Vinir hans og vandamenn hafa gert óspart grín að þessu og hann hefur fengið skilaboð og vinabeiðnir á Facebook, ætlaðar þekkta söngvaranum. SAMSETT MYND/FRÉTTABLAÐIÐ „Ég setti mér það markmið að reyna að safna hálfri milljón og ef það tekst ætla ég sjálfur að gefa 100.000 krónur í viðbót,“ segir Björn Bragi Arnarsson, sem hleypur til styrktar Krabbameinsfélaginu í Reykjavíkur maraþoninu 18. ágúst. Sjálfur missti Björn Bragi ástvin úr krabbameini á síðasta ári og var það stór ástæða þess að það félag varð fyrir valinu. „Því miður er það þannig að flestir Íslendingar þekkja til einhvers sem hefur þurft að glíma við þennan sjúkdóm, eða hafa hreinlega glímt við hann sjálfir, svo þetta málefni er mörgum hugleikið,“ segir hann. Hann segir það gefa sér meiri kraft í æfingarnar að vita til þess að hann sé að láta gott af sér leiða. Björn segist hafa fengið smá bakþanka þegar hann sá fatnaðinn sem hann átti að hlaupa í og sér- staklega vöktu buxurnar hjá honum óhug. „Þetta er þrengsta flík sem ég hef nokkurn tímann farið í. Eins og vinur minn orðaði það þá sést í dýrið úr margra kíló- metra fjarlægð,“ segir hann. Þrátt fyrir að hafa verið feiminn að fara út í þeim fyrst um sinn segir hann svo þægilegt að hlaupa í þeim að hann hafi ákveðið að komast yfir það. Hann hleypur nú alltaf í þeim en er þó enn ekki farinn að þora að koma fram í dagsbirtu. „Ég fer yfirleitt bara út að hlaupa seint á kvöldin, en þetta er allt að koma. Ég verð vonandi alveg laus við sviðsskrekkinn fyrir keppnina og verð þá með allt á útopnu,“ segir Björn Bragi. - trs Gefur sjálfur 100 þúsund FELA FÁTT Björn Bragi segir hlaupa- buxurnar vera þrengstu flík sem hann hafi átt og að dýrið sjáist úr margra kílómetra fjarlægð. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIRPóstdreifing | Suðurhraun 1 | 210 Garðabær | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is 365 miðlar treysta okkur fyrir öruggri dreifingu á Fréttablaðinu Við flytjum þér góðar fréttir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.