Fréttablaðið - 19.07.2012, Blaðsíða 42
19. júlí 2012 FIMMTUDAGUR38
golfogveidi@frettabladid.is
Tugir unglinga eru á bið-
lista eftir að komast að á
Íslandsmótinu í höggleik
sem hefst á Kiðjabergs-
velli á morgun. Töluverðrar
gremju hefur gætt innan
golfhreyfingarinnar vegna
þessa.
„Þetta vandamál, af þessari
stærðar gráðu, er nýtilkomið. Í
fyrra gátum við hleypt nánast
öllum inn en þá munaði fimm til tíu
keppendum í flokkunum. Í ár eru
svo margir skráðir að eðli málsins
samkvæmt getum við ekki hleypt
þeim öllum á völlinn,“ segir Stefán
Garðarsson, sem situr í mótastjórn
Golfsambands Íslands (GSÍ). „Það
er hundfúlt að það komist ekki allir
að en við reynum að fylla flokkana
eins og hægt er.“
Alls eru 144 keppendur skráðir
til leiks á Íslandsmót unglinga í
höggleik sem hefst á Kiðjabergi
á morgun. Leikið er á einum velli
yfir eina helgi, í þremur flokkum
hjá báðum kynjum, fjórtán ára
og yngri, fimmtán til sextán ára
og sautján til átján ára. Svo mikil
ásókn hefur verið í mótið að tugir
unglinga eru á biðlista, sautján
drengir í flokki fjórtán ára og
yngri og þrettán drengir í flokki
fimmtán til sextán ára.
„Það hafa nokkrir spurt af
hverju við breyttum ekki fyrir-
komulaginu í síðustu viku en því
miður vinnst það ekki þannig.
Við förum ekki á hvaða golfvöll
sem er með Íslandsmótið, það er
gríðarlegur fjöldi sjálfboðaliða
sem starfar við mótið, það er
langur undirbúningur sem fer í
það, það þarf að vera laus völlur
og svo framvegis. Það er í mörg
horn að líta,“ segir Stefán.
Að sögn Stefáns hefur komið til
tals innan mótastjórnar að breyta
fyrirkomulaginu á Íslandsmótinu
og spila til dæmis á tveimur
völlum, án þess þó að sú hug-
mynd hafi verið útfærð nánar.
„Ég ítreka að þetta er nýtil-
komið lúxusvandamál í þessum
stærðarflokki. Við erum með
aðra mótaröð, áskorendamótaröð
Arion banka, sem er fyrir þá sem
komast ekki að vegna fjölda- eða
forgjafartakmarkana. Í upphafi
voru 15-30 keppendur í henni en
nú er svo komið að þeir eru vel
yfir 120 og þar hafi allir komist
að.“
Úlfar Jónsson er landsliðsþjálf-
ari í golfi en hann fer einnig fyrir
afreksstefnu GSÍ. Hann tekur
undir með Stefáni.
„Við sáum ekki fyrir að þessi
mikla sprenging yrði í sumar en
ég lít þetta vandamál jákvæðum
augum.
Það sýnir hvað áhuginn á
íþróttinni er orðinn mikill og
hvað klúbbarnir hafa verið að
vinna gott barna- og unglinga-
starf,“ segir landsliðsþjálfarinn.
kristjan@frettabladid.is
unglingar eru á
biðlista eftir að
komast á Íslands-
mótið í höggleik.
30
Biðlistar á Íslandsmóti unglinga
ÚLFAR
JÓNSSON
STEFÁN
GARÐARSSON
Í GOLFI Mikil sprenging hefur orðið í golfiðkun hjá ungu fólki á síðustu árum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
HÖGG þurfti Leynismaðurinn Bjarni Guðmundsson til að
koma boltanum ofan í á 18. holunni á Garðavelli í fyrradag. 1
Í tilefni af 50 ára afmæli Hótel
Sögu hafa forsvarsmenn hót-
elsins komið fyrir sérmerktum
golfboltum á golfvöllum um allt
land. Heppnir kylfingar sem
finna golfbolta frá hótelinu eiga
von á ýmsum vinningum frá
hótelinu, þar á meðal róman-
tískum pakka á hótelinu, út að
borða í Grillinu, brunch í Skrúð
og mörgu fleira.
Þeir sem finna bolta þurfa
að hafa samband við hótelið og
framvísa golfboltanum gegn
gjafabréfi. Gjafabréfið gildir út
afmælisárið 2012.
Hótel Saga fagnar afmæli:
Vinningar fyrir
að finna kúlur
KÚLAN Svona líta kúlurnar út sem Hótel
Saga hefur dreift á golfvöllum um allt land.
Stefán Már Stefánsson úr Golf-
klúbbi Reykjavíkur varð í 12. sæti
á Bad Waldsee Classic-mótinu
sem lauk í gærmorgun á þýsku
EPD-mótaröðinni. Stefán lék loka-
hringinn á 69 höggum eða þremur
höggum undir pari. Þetta kemur
fram á Kylfingi.is.
Stefán byrjaði mjög vel í gær og
var kominn fjórum höggum undir
par eftir aðeins fimm holur. Stefán
fær um 90 þúsund krónur í verð-
launafé fyrir árangurinn í mótinu.
Þórður Rafn Gissurarson úr GR
fann sig ekki á lokahringnum og
lék á 82 höggum eða tíu höggum
yfir pari. Hann lauk leik í 45. sæti.
Gera það gott í Þýskalandi:
Stefán Már
náði tólfta sæti
STEFÁN MÁR STEFÁNSSON Hann náði
tólfta sæti á Bad Waldsee Classic-
mótinu í Þýskalandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA