Fréttablaðið - 19.07.2012, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 19.07.2012, Blaðsíða 16
19. júlí 2012 FIMMTUDAGUR SÓLFARIÐ Tveir menn renndu fyrir fisk við Sólfarið. Þeir höfðu nýlokið við að landa einum makríl þegar ljósmyndara blaðsins bar að garði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SÓLSETUR Fátt skyggir á kvöldsólina við Gróttu. Þetta fólk lagði leið sína þangað í vikunni og naut útsýnisins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI GRÓTTA Sólin er lengi að setjast um þessar mundir, annað en það sem tíðkast nær miðbaug þar sem dimman getur skollið á nær fyrirvaralaust. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI NÁTTÚRA „Fólk sækir bæði í strandlengjuna við Sæbraut og út í Gróttu og nánast út að vitanum. Fólki finnst magnað hvað sólin er lengi á himni,“ segir Auður Hall- dórsdóttir hjá upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík. Mikið af fólki hefur undanfarið safnast á útsýnisstaði á kvöldin, þar sem gott er að fylgjast með sólarlaginu. Það á jafnt við um Íslendinga og ferðamenn. Sólfarið í Reykjavík hefur notið mikilla vinsælda sökum þessa, ásamt Gróttu og Ingólfshóli. Auður segir töluvert um að fólk spyrji út í miðnæturferðir, þar sem hægt sé að njóta birtunnar. Hún segir ýmislegt í boði. „Það er hægt að fara í Esju- göngu, snorkla á Þingvöllum og fara í miðnæturgolf. Þetta er allt geysivinsælt.“ Auður segir íslensku kvöldsól- ina einnig sérstaka. „Þessi fal- lega kvöldsól er sérstaða. Ef fólk ferðast um Norður land getur það séð sólina dýfa tánum rétt ofan í sjóinn og koma svo upp hálftíma seinna. Ef þú ert í Berlín eða London þá er dimmt á þessum tíma.“ Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamála- stjóri tekur í sama streng. „Lega landsins og þau náttúru- fyrir brigði sem hún gefur aðgang að á himni er eitt af því sem skapar sérstöðu á Íslandi.“ Ólöf segir birtuna heilla ferða- menn. „Fólk kemur hingað vitandi af þessum björtu sumarnóttum.“ katrin@frettabladid.is Sólarlagið heillar Íslenska kvöldsólin skartar sínu fegursta nú þegar dagurinn tekur vart enda. Landsmenn og ferðamenn fara í miðnæturferðir og fylgjast með sól síga í sæ. Strandlengjan meðfram Sæbraut og Grótta eru vinsælir útsýnisstaðir. SKUGGALEIKIR Þegar sólin sest í sæ þyrpist fólk á strandlengjuna við hina lágreistu byggð á Seltjarnarnesi og fylgist með hinu undursamlega sjónarspili náttúrunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ef fólk ferðast um Norður land getur það séð sólina dýfa tánum rétt ofan í sjóinn og koma svo upp hálftíma seinna. Ef þú ert í Berlín eða London þá er dimmt á þessum tíma. AUÐUR HALLDÓRSDÓTTIR HJÁ UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐ FERÐAMANNA Ármúla 7 | 108 Reykjavík | 5 500 600 | www.icelandexpress.is F ÍT O N / S ÍA Berlín og Köln, verð frá: Þýskaland á þrusufínu verði! *Aðra leið með sköttum og öðrum greiðslum. Takmarkað sætaframboð og valdar dagsetningar. Ferðatímabil: 20. júlí til 30. september 2012 16.700 kr.* F ÍT O N / S ÍA 12 TÍMA TILB OÐ! frá hádegi ti l miðnættis * 200.000 hótel í 165 löndum / 800.000 bílar í 125 löndum HÓTEL OG BÍL BÓKAÐU

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.