Fréttablaðið - 19.07.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 19.07.2012, Blaðsíða 6
19. júlí 2012 FIMMTUDAGUR6 SKIPULAGSMÁL Allar verðlaunatil- lögurnar í samkeppni um Ingólfs- torg og Kvosina gerðu ráð fyrir því að breyta Ingólfstorgi og nota hluta þess undir byggingar. Tillagan sem lenti í öðru sæti í samkeppninni kom frá Kanon arki- tektum. Í henni er gert ráð fyrir því að Landsímahúsið verði notað undir hótel og við það byggðar nýbyggingar bæði við Kirkju- stræti, eins og í tillögu ASK arki- tekta sem var í fyrsta sæti, og við Vallarstræti. Þá er gert ráð fyrir því, eins og í verðlaunatillögunni, að salurinn sem hýsir Nasa verði endurbyggður í svipaðri mynd. Einn veigamesti munurinn á til- lögunum tveimur er að í tillögunni frá Kanon arkitektum er gert ráð fyrir því að húsin sem nú standa við Vallarstræti, Vallarstræti 4 og Aðalstræti 7, verði færð fram á Ingólfstorg og nýbygging verði byggð þar sem þau standa nú. Í greinargerð Kanon arkitekta kemur fram að með því að færa húsin fram á Ingólfstorg sé verið að nýta skuggsælasta hluta þess til uppbyggingar. Í staðinn yrðu húsin við hinn enda torgsins, þar sem nú eru skyndibitastaður og ísbúð, fjarlægð. Þá myndi flutningurinn styrkja götumyndina og mynda heilsteypta umgjörð torgsins ásamt öðrum eldri húsum þar. Í tillögu Kanon er gert ráð fyrir nýbygg- ingu við Kirkjustræti, líkt og í til- lögu ASK arkitekta. Húsið væri þó ekki hluti hótelsins. Dómnefndin taldi það ókost við tillöguna að bygging hótelsins væri alfarið háð uppbyggingu á Ingólfs- torgi og flutningi húsanna fram á torgið. thorunn@frettabladid.is Hefðu fært gömlu húsin á Ingólfstorg Tillagan sem lenti í öðru sæti í samkeppni um Ingólfstorg og Kvosina gerði ráð fyrir því að gömul hús við Ingólfstorg yrðu færð inn á torgið og nýbygging kæmi í þeirra stað. Myndu líka byggja við Kirkjustræti og endurbyggja Nasa. INGÓLFSTORG Gömlu húsin við Vallarstræti 4 og Aðalstræti 7 hefðu verið færð saman og inn á Ingólfstorg. Í staðinn er gert ráð fyrir að söluskálar við hinn enda torgsins fari og torgið stækki þeim megin. MYND/KANON ARKITEKTAR HÓTELIÐ Svona lítur hótelið út samkvæmt tillögu Kanon arkitekta. Byggt hefði verið við Kirkjustræti líkt og í verðlaunatillögunni, en aðalinngangur hótelsins hefði verið frá Víkurgarði. Sími 570 2400 · oryggi.is Stöndum vaktina allan sólarhringinn Öryggishnappur sem bjargar Hjúkrunarfræðingar alltaf á vakt Með öryggishnappi Öryggismiðstöðvarinnar færðu þráðlausan reykskynjara beintengdan stjórnstöð. Meiri þjónusta sem eykur öryggi þitt og þinna nánustu. Það er einfalt og kostar ekkert að skipta um þjónustuaðila. PI PA R\R TB W A • T S ÍA • 1 20 62 3 Hringdu núna! EFNAHAGSMÁL Forgangsmál er að rjúfa vítahring neikvæðrar þró- unar banka, ríkja og vaxtarhorfa í löndum evrunnar. Þetta kemur fram í nýju áliti sem Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn (AGS) birti í gær. Sjóðurinn kallar eftir enn nánara samstarfi og samþættingu á sviði efnahagsstjórnar í evrulöndunum 17, eigi þau að komast skaðlaust út úr núverandi efnahagsþrengingum. Álit sjóðsins er hluti af reglu- bundinni skoðun á horfum og stefnu evrulandanna. Mahmood Pradhan, varaframkvæmdastjóri Evrópudeildar AGS, sagði á kynn- ingarfundi í gær að evrusvæðið virkaði ekki sem skyldi. Hann benti á að á meðan löndum á borð við Þýskaland bjóðist langtímalána- kjör sem séu rétt yfir einu prósenti, þar sem fjárfestar leiti öruggs vars fyrir peninga sína, þá eigi önnur evrulönd, svo sem Ítalía og Spánn, í vaxandi vandræðum með að selja skuldir sínar á viðráðanlegum kjörum. Langtímalánamarkaðir sé svo alveg lokaðir sumum öðrum evrulöndum, svo sem Grikklandi, Írlandi og Portúgal. Í skýrslu sendinefndar sjóðsins er aðgerða sagt þörf á þremur sviðum til að rjúfa efnahagsvíta- hring evrusvæðisins. Efla þurfi bankakerfissamruna með sam- evrópsku tryggingakerfi inn- stæðna og stuðningskerfi, sem njóti stuðnings landanna allra og búi við sameiginlegt eftirlit. Eins þurfi aukna samþættingu efnahagsstjórnar í löndunum, með öflugra samstarfi ríkja og deildri ábyrgð og áhættu. Í þriðja lagi þurfi kerfisumbætur, jafnt í löndum sem skila afgangi og hinum sem rekin eru með halla, til þess að ýta undir vöxt og taka á innra ójafnvægi á svæðinu. - óká Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kallar eftir sameiginlegu tryggingakerfi innstæðna banka í evrulöndunum: Samþætta þarf ríki evrunnar enn frekar Í FRANKFURT Sólblóm við evrutáknið sem stendur við Seðlabanka Evrópu í Frankfurt í Þýskalandi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÞJÓÐKIRKJAN Séra Ásta Ingi- björg Pétursdóttir hefur verið kjörin nýr prestur í Bolungar- víkurprestakalli. Hún tekur við embættinu af séra Agnesi M. Sigurðar dóttur sem vígð var til biskups yfir Íslandi á dögunum. Það er bisk- upinn sem skipar Ástu Ingibjörgu formlega í embættið en það er veitt frá 1. ágúst næstkomandi. Ásta Ingibjörg hefur gegnt embætti sóknarprests í Bíldu- dals- og Tálknafjarðarpresta- kalli síðan 2009. Hún tekur við af Agnesi í Bolungarvíkurpresta- kalli sem er ríflega tvöfalt stærra en það í Bíldudal og Tálknafirði. Agnes þjónaði sem sóknarprestur í Bolungarvík í átján ár og sem prófastur í Vestfjarðaprófasts- dæmi í þrettán ár. Magnús Erl- ingsson, sóknarprestur á Ísafirði, hefur tekið við prófastsdæminu. - bþh Ásta Ingibjörg Pétursdóttir: Nýr prestur í Bolungarvík ÁSTA INGIBJÖRG PÉTURSDÓTTIR DANMÖRK Ekki er enn vitað hvað manninum sem fór inn til tígris- dýranna í dýragarðinum i Kaup- mannahöfn gekk til með athæfi sínu. Maðurinn fannst látinn í búrinu að morgni sunnudags, en hann hafði brotist inn í garðinn kvöldið áður. Lögregla sagði í tilkynningu í gær að maðurinn, sem var tví- tugur að aldri, hefði farið beint að híbýlum tígrisdýranna. Bana- mein hans var bit á háls. Ekki er útilokað að um sjálfs- morð hafi verið að ræða, en ekk- ert bendir til þess að um glæp sé að ræða. - þj Drepinn af tígrisdýrum: Óljóst um til- gang mannsins LEYNDARDÓMUR Lögregla hefur ekki enn skorið úr því af hverju ungur maður braust inn til tígrisdýranna í dýragarð- inum í Kaupmannahöfn. NORDICPHOTOS/AFP Vegur lokaður við Kaldá Mófellsstaðavegi við Kaldá hefur verið lokað um óákveðinn tíma á meðan þar fer fram viðgerð á brú. Vega- gerðin bendir vegfarendum á að fara Skorradalsveg (númer 508) á meðan á viðgerð stendur. VEGAMÁL Sumar á húsnæðismarkaði Alls 91 kaupsamningi var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu vikuna 6. til 12. júlí. Heildarvelta á húsnæðismarkaði var 2,7 milljarðar króna en veltan á markaðnum hefur minnkað síðustu vikur eftir fjörlegt vor. FASTEIGNAMARKAÐUR NOREGUR Jens Stoltenberg, for- sætis ráðherra Noregs, hefur áhyggjur af fordómum sam- landa sinna í garð rómafólks, sem einnig er kallað sígaunar. Hann sagði í samtali við NRK að hatrið sem einkennt hefði umræðuna þar í landi síðustu vikur væri ekki í samræmi við norsk gildi, til dæmis umburðarlyndi og fjöl- breytileika samfélagsins. „Því eru mikil vonbrigði að verða vitni að nýlegum yfirlýs- ingum um rómafólk,“ sagði hann. Málefni rómafólks í Noregi hafa komist í hámæli eftir að tugir úr þeirra hópi settust að í búðum í nágrenni Óslóar um helgina. - þj Forsætisráðherra Noregs: Hefur áhyggjur af fordómum KJÖRKASSINN Ætlar þú að fylgjast með Ólympíuleikunum í London í næsta mánuði? JÁ 53,5% NEI 46,5% SPURNING DAGSINS Í DAG Á að leyfa vínveitingar á dvalarheimilum aldraðra? Segðu þína skoðun á Vísir.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.