Fréttablaðið - 19.07.2012, Blaðsíða 18
18 19. júlí 2012 FIMMTUDAGUR
Mannréttindi eru ómetanleg í peningum. Samt sem áður eru mannréttindi
brotin á fötluðum og öldruðum alla daga
á Íslandi. Það hefur þó tekist með baráttu
einstaklinga frekar en samtaka að mjaka
okkur í rétta átt. Eitt af stærri verkefnum
sem unnið er að þessar vikurnar er að
Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA)
verði að veruleika á Íslandi. Allt að 30
árum á eftir öðrum löndum sem við berum
okkur saman við. Til þess að koma þessu af
stað hefur ríkið lagt okkur til 150 milljónir
árlega í 2 ár.
Við fatlaðir verðum að vega og meta
hvað getur talist skynsamlegt að nota tak-
markaða peninga til að lagfæra. Er það
skynsamlegt af samtökum öryrkja að sóa
tíma og peningum í lögfræðikostnað til að
ógilda nýafstaðnar forsetakosningar? Kosn-
ingar sem með endurtekningu munu kosta
það sama og við erum að fá til NPA-þjón-
ustuformsins árlega. Ekki síst þegar þing-
menn úr öllum flokkum hafa lýst því yfir
að þetta verði eitt af þeirra fyrstu verkum
á haustþingi til að leiðrétta.
Hver er forgangsröðun Öryrkjabandalags
Íslands (ÖBÍ)? Er það að halda uppi lögfræð-
ingum í stríði við stjórnvöld? Eru að þeirra
mati engin brýnni mál til að taka á?
Hvað með biðraðir fólks eftir matarúthlut-
unum? Hvað með að tosa upp bætur fólks?
Hvað með að tryggja að allir fái vinnu við
hæfi? Hvað með að fólk í hjólastólum kom-
ist út í Viðey? Hvað með aðgengi almennt að
stjórnsýslu og menntun? Hvað með að þjón-
usta sem ætluð er öllum sé leyfð á annarri
hæð í lyftulausu húsi? Hvað með að aldraðir
séu sviptir sjálfræði og fjárræði þegar þeim
er komið fyrir á stofnun? Hvað með að efla
virkniúrræði fólks sem í dag gerir ekkert?
Hvað um aðgengi að húsnæði almennt? Svo
mætti lengi telja. Verkefnin eru endalaus og
því sárnar mér tíma- og peningasóun ÖBÍ í
eitthvað sem er í lagfæringarferli. Nema til-
gangur kærunnar sé annar en að bæta hag
öryrkja?
Þetta er ekki skynsamlegt að mínu mati
og skora ég á ÖBÍ að snúa sér að öðrum og
brýnni verkefnum.
Hver er forgangsröðun
Öryrkjabandalags Ís-
lands (ÖBÍ)? Er það að halda
uppi lögfræðingum í stríði við
stjórnvöld?-
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
HALLDÓR
F
réttablaðið sagði frá því í fyrradag að horfur væru á að
verðfall yrði á afla strandveiðimanna eftir mánaðamótin.
Strandveiðibátunum er heimilt að halda til veiða 1. ágúst,
en þremur dögum síðar kemur verzlunarmannahelgi og
þá eru flestar fiskvinnslur lokaðar. Ef enginn mætir á
fiskmarkað til að bjóða í aflann verður honum annaðhvort hent eða
minni vinnslur kaupa hann á mjög lágu verði.
Þetta er ein afleiðing þeirrar vitlausu ákvörðunar sem Jón
Bjarnason tók þegar hann var ráðherra. Með því að taka nokkur
þúsund tonn af botnfiski og láta smábáta keppa um aflann var búið
til nýtt gat í kerfi skynsamlegrar fiskveiðistjórnunar í stað þeirra
sem stoppað hafði verið upp í til
að koma böndum á stjórnlausa
veiði smábáta um árabil.
Strandveiðimenn hafa rætt
sín á milli að bindast samtökum
um að seinka því að róa. Arthur
Bogason, formaður Landssam-
bands smábátaeigenda, sagði hér
í blaðinu að hann vissi þó ekki til
að slíkt samkomulag væri að nást. Auðvitað ekki. Það væri ekki
bindandi fyrir nokkurn mann og freistingin of mikil á meðal þeirra
760 sem hafa fengið strandveiðileyfi í sumar að róa og krækja í
stærri skerf af heildaraflanum en hinir – áður en komið er upp í
leyfilegt hámark og veiðarnar verða stöðvaðar þegar fáeinir dagar
eru liðnir af mánuðinum, eins og reyndin hefur verið undanfarin
sumur.
Reynslan af strandveiðunum, sem hófust 2009, er að flestu leyti
vond. Nefnd hagfræðinga, sem Jón Bjarnason fékk í fyrrasumar til
að rýna fyrsta kvótafrumvarpið (samkvæmt því átti að auka strand-
veiðar), benti á að það væri yfirhöfuð furðulegt að þeim hefði verið
komið á. Um væri að ræða svokallaðar ólympískar veiðar, þar sem
heildarafli er takmarkaður en afli hvers báts ræðst fyrst og fremst
af sókn. Ólympískar eru þær kallaðar vegna kappsins, sem menn
leggja við að veiða sem mest á sem stytztum tíma. Það kemur niður
á gæðum aflans, sem eru mun lakari en hjá bátum í kvótakerfinu,
lækkar verðið á fiskinum og hækkar kostnað við sóknina.
Í sömu skýrslu voru rifjuð upp markmið ráðherrans með strand-
veiðunum, en þau voru meðal annars að stuðla að vistvænni veiðum,
auka nýliðun í sjávarútvegi, efla atvinnu og hleypa nýju lífi í sjávar-
byggðir. Niðurstaða hagfræðinganna var hins vegar sú að veiði-
fyrirkomulagið hvetti til brottkasts, bátarnir væru mikið til að
veiða smærri fisk nálægt landi og fáeinir róðrardagar yfir sumarið
byggju ekki til raunverulega atvinnu fyrir neinn.
Um nýliðunina vísuðu þeir til athugana Háskólaseturs Vestfjarða,
sem bentu til að yfirgnæfandi meirihluti strandveiðimanna hefði
áður stundað útgerð. „Því virðist fremur sem strandveiðarnar hafi
virkjað þann hluta smábátasjómanna og smábátaflotans sem höfðu
horfið úr útgerð í hagræðingu undangenginna tveggja áratuga.
Miðað við áherslur stjórnvalda á að sú hagræðing fengi að eiga sér
stað skýtur skökku við að ráðast í breytingar á fiskveiðistjórnun
sem leyfa henni að ganga til baka,“ sagði í skýrslunni.
Strandveiðarnar hafa líklega gert sjávarbyggðirnar líflegri og
búið til fleiri myndatökutækifæri fyrir ferðamenn – fyrstu daga
hvers sumarmánaðar. En þær hafa ekki stuðlað að raunverulegri
atvinnusköpun og því síður hagkvæmri nýtingu á dýrmætri auðlind.
Það er miklu nær að vinda ofan af þessari vitleysu en að bæta í.
Misráðið fyrirkomulag strandveiða:
Ólympísk vitleysa
Hvað kosta mannréttindi?
Mann-
réttindi
Guðjón
Sigurðsson
formaður MND
félagsins
Jafngilt
Steingrímur J. Sigfússon hefur ákveð-
ið að auglýsa ekki stöðu ráðuneytis-
stjóra í nýju atvinnuvegaráðuneyti
sínu, heldur ráða frekar einhvern
þeirra sem nú stýra ráðuneytunum
þremur sem munu sameinast. Sú
frétt berst strax í kjölfarið á gagnrýni
Umboðsmanns Alþingis á það
að opinberar stöður séu ekki
auglýstar í nægilega ríkum
mæli. Einhverjum kynni að
þykja það óheppilegt – en
ekki Steingrími, sem útskýrir
ákvörðunina svona í sam-
tali við RÚV: „Það
ræðst svolítið af
aðstæðum og hvoru tveggja er jafn-
gilt,“ segir hann. Það væri fróðlegt að
vita hvort umboðsmaður er sammála
þeirri fullyrðingu.
Heiðarlegt
Á hinn bóginn má segja að það
sé kannski heiðarlegra að leyfa
þremenningunum að
keppa innbyrðis
um stöðuna en
að eyða tíma og
peningum í að
auglýsa sig að
fyrirframgefinni
niðurstöðu.
Rugl
Birgitta Jónsdóttir, Smári McCarthy og
fleiri unnendur gagnsæis og upplýs-
ingafrelsis vinna nú að stofnun stjórn-
málaflokks utan um þetta hugðarefni
sitt. Því ber að fagna. Fyrirmyndin er
sótt til sambærilegra flokka víða um
heim, sem flestir bera nafn á borð við
Pirate Party, Piratpartiet, Partido Pirata
og þar fram eftir götunum. Í samræmi
við þá nafnahefð hefur íslenska
framboðið fengið vinnuheitið Pírata-
partýið. Nú er pírati ekki íslenskt orð
og partý ekki samheiti við flokk og
þess vegna er nafngiftin tóm steypa.
Vonandi átta þau sig á því á fyrsta
sellufundi. stigur@frettabladid.is
Ótrúlegt
úrval íbúða til sölu
eða leigu!
STÆRSTI
HÚSNÆÐISVEFUR
LANDSINS
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN