Fréttablaðið - 19.07.2012, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 19.07.2012, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 19. júlí 2012 19 Fram er komið opinberlega að Steingrímur J. Sigfússon, ráð- herra undirbúnings nýsköpunar- og atvinnuvegaráðu neytis, hyggst ekki auglýsa stöðu ráðuneytis- stjóra hins nýja ráðu neytis held- ur semja um hana eins og RÚV greindi frá. Greinilega virðist ráðherranum þykja þetta sjálf- sagt og fjölmiðlar á móti VG úr því þeir spyrja spurninga. En af hverju í veröldinni ættu persónu- legir samningar um æðstu emb- ætti Íslands að eiga rétt á sér? Ríkisstjórnin hefur sjálf mark- að þá nýju starfshætti sem reglu að valnefndir meti umsækjendur um starf ráðuneytisstjóra í kjöl- far auglýsingar. Þetta styrkir sjálfstæði ráðuneytisstjórans út á við og inn á við þegar í starfið er komið og þar með stjórnsýsluna í heild. Almannahagsmunir eiga mikið undir því að ráðuneytis- stjóri standi sterkur á grunni óháðs mats á hæfni sinni og getu – m.a. svo hann fyrir hönd allra undirmanna sinna geti sagt sann- leikann einnig þegar það hentar ráðherranum síður. Að pólitískir hagsmunir ráðherrans geti aldrei færst skör hærra við rekstur ráðuneytis og töku ákvarðana en vera ber. Ráðuneytisstjórinn sem hér um ræðir verður æðsti yfir- maður stjórnsýslu risaráðu- neytis á íslenskan mælikvarða sem er um leið fágætt á heims- vísu með því að gjörvallt íslenska fjármálakerfið, bæði eftirlits- stofnanir þess og fjármálafyrir- tækin, skal heyra undir það og því verður skipað hliðsett almennum atvinnu málum. Slík skipan þykir hvarvetna óæskileg, jafnvel bein- línis háskaleg og engir sérfræð- ingar hafa mælt með því á Íslandi. Ekki frekar en hinni fáheyrðu ráðstöfun að fela atvinnuveg- aráðuneyti einnig að hafa yfir Samkeppniseftir litinu að segja. Engu að síður hafa ráðherrar því miður þegar tekið órökstudda geð- þóttaákvörðun um að svona skuli skipanin vera og Alþingi staðfest það eftir flokksaga. Margir hefðu talið það jafn líklegt og að sjá hvítan hrafn að vinstristjórn rústabjörgunarinnar færði framtíðarábyrgð á fjár- málakerfi landsins inn í ramma þjónustu stjórn sýslunnar við sam- tök atvinnurekenda. Slík þjónusta er jú lykilstarfsemi sjávarútvegs-, landbúnaðar- og iðnaðarráðu- neyta frá öndverðu og nú bætist fjármálakerfið allt við – í stað þess að vera skipað undir efna- hagsráðuneyti eins og ríkis- stjórnin ákvað í stjórnarsáttmála 2009 að væri nauðsynlegur lær- dómur af hruninu. Og þarf nú ekki að auglýsa starf þess embættismanns sem mun stýra fundum og stjórna mati, upplýsingagjöf og undir- búningi ákvarðana á því sviði sem næstum lagði Ísland að velli 2008 og er enn órafjarri góðri heilsu? Hætt er við að þau fjölmörgu sem lengi hafa óskað sér eins samein- aðs atvinnuvegaráðuneytis, til stuðnings heildstæðri atvinnu- stefnu í stað sveifluhvetjandi sér- hagsmunastefnu, skilji fyrr en skellur í tönnum. Hverjir munu koma að þessum væntanlegu samningum um stöðu ráðuneytis- stjóra? Til samninga um stöðu ráðuneytisstjóra er enginn nema ráðherrann sjálfur sem persónu- gerir þar með ríkið í sjálfum sér en kastar fyrir róða val nefndum og öðrum óháðum fulltrúum almannahagsmuna. Slík mistök drægju langan dilk á eftir sér. Hvernig getur nokkur maður treyst því framvegis að ekki ráði persónusamningurinn við einstaklinginn á ráðherrastóli umfram allt annað? Að handa- bandið sé taumur? Finnst for- sætisráðherra að við það skuli allir una? Evrópumál Brynhildur Ingimarsdóttir verkefnastjóri á Evrópuvefnum AF EVRÓPUVEFNUM Hverjir eiga Seðlabanka Evrópu og hvert er hlutverk hans við útgáfu evru? Handaband um æðstu embættismenn Íslands? Stjórnsýsla Kristrún Heimisdóttir lektor í lögfræði við Háskólann á Akureyri Til samninga um stöðu ráðuneytisstjóra er enginn nema ráðherrann sjálfur sem persónugerir þar með ríkið í sjálfum sér en kastar fyrir róða valnefndum og öðrum óháðum fulltrúum almannahagsmuna. Slík mistök drægju langan dilk á eftir sér. KR./PK. 693 HATTING VEGGEN, SPELTBRAUÐ KR./STK. UNGNAUTA HAMBORGARI, 200 G MEIRA MAG N!25% MYLLU OSTASLAUFUR KR./PK. 359 Við gerum meira fyrir þig Úrval, gæði og þjónusta í Nóatúni ÍSLENSKT KJÖT NAUTAKJÖT !100% KR./STK. LAMBBORGARI, 120 G KR./KG LAXAFLÖK, BEINHREINSUÐ LAMBALÆRI, KRYDDAÐ AÐ ÞÍNUM ÓSKUM KR./KG 1438 BBESTIRÍ KJÖTI ÚR KJÖTBORÐIÚ R K JÖTBORÐI 2897 30% afsláttur UNGNAUTA- SNITZEL KR./KG SS KRYDDLEGNAR LÆRISSNEIÐAR KR./KG 2 KR./PK. 249 GÖTEBORGS REMI NOUGAT EÐA MINT KR./PK. 269 KNORR SÚPUR, MARGAR TEGUNDIR OG GOTT! FLJÓTLEGT Glæsilegt úrval meðlætis í kjötborði Nóatúns ÍSLENSKT KJÖT ÍSLENSKT KJÖT ÍSLENSKT KJÖT BBESTIR Í KJÖTI ÚR KJÖTBOR ÐI ÚR KJÖTBORÐI BBESTIR Í KJÖTI ÚR KJÖTBOR ÐI ÚR KJÖTBORÐI BBESTIR Í KJÖTI ÚR KJÖTBOR ÐI ÚR KJÖTBORÐI F FISKBORÐ I ÚR FISKBORÐI F R Í FISKI BBESTIR Í KJÖTI ÚR KJÖTBOR ÐI ÚR KJÖTBORÐI ÍSLENSKT KJÖT GRILLPYLSUR FRANKFURTER 139 KR./STK. CHORIZO 198 KR./STK. BRATWURST 198 KR./STK. MEÐ OSTI 169 KR./STK. KORTATÍMA BIL!NÝTT H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t Ö ll ve rð e ru b irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r o g/ eð a m yn da br en gl . Seðlabanki Evrópu er hluta-félag og eru seðla bankar aði ldarríkja Evrópusam- bandsins, fyrir hönd ríkja sinna, eigendur alls hlutafjár bankans. Evruríkin sautján eru eigendur 70% af heildarhlutafénu en aðildarríkin tíu sem ekki hafa tekið upp evru eiga samtals 30% hlut í bankanum. Hlutur aðildarríkjanna í heildar hlutafé Seðlabanka Evrópu ákvarðast út frá svokölluðum dreifingar- lykli fyrir hlutafjáráskrift og er reiknaður út frá íbúafjölda og vergri landsframleiðslu hvers ríkis. Seðlabanki Evrópu endurmetur skiptingu heildar- hlutafjárins á fimm ára fresti og í hvert skipti sem nýtt ríki gerist aðili að sambandinu. Stærstu hluthafar bankans eru seðlabankar Þýskalands, Bret- lands, Frakklands og Ítalíu. Í lok árs 2010 var skráð heildarhlutafé Seðlabanka Evrópu hækkað úr 5,76 millj- örðum evra í 10,76 milljarða. Samþykkt var að seðlabankar aðildarríkjanna myndu veita Seðlabanka Evrópu auka- hlutafjárframlag í þremur afborgunum. Fyrsta og önnur afborgun áttu sér stað í lok árs 2010 og 2011 en þriðja og síðasta afborgunin mun eiga sér stað í lok árs 2012. Inn- borgað heildarhlutafé Seðla- banka Evrópu nemur nú rúm- lega 6,3 milljörðum evra. Bankaráð Seðlabanka Evr- ópu, sem skipað er stjórnar- mönnum í framkvæmdastjórn bankans og seðlabankastjórum evruríkjanna, heimilar útgáfu og ákveður magn evruseðla og -myntar í umferð. Seðlabanki Evrópu hefur því yfirumsjón með útgáfu evru og er seðla- bönkum evruríkjanna óheimilt að prenta evruseðla eða slá evrumynt að eigin frumkvæði. Í reynd fer prentunin og mynt- sláttan þó fram í seðlabönkum evruríkjanna þar sem Seðla- banki Evrópu er ekki búinn þeim tækjum og tólum sem til þarf. Seðlabankar evruríkjanna bera kostnaðinn af framleiðsl- unni í sínu heimalandi. Seðlabanki Evrópu er hlutafélag

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.