Fréttablaðið - 19.07.2012, Blaðsíða 8
19. júlí 2012 FIMMTUDAGUR8
Móhellu 2, 221 Hafnarfjörður
Sími 555 3100 www.donna.is
„Enn einn heitur dagur“
Fáðu gust úr vandaðri Honeywell viftu
BELGÍA Jose Manuel Barroso, for-
seti framkvæmdastjórnar Evr-
ópusambandsins, segir atburðina
í Rúmeníu síðustu vikur vekja
alvarlegar efasemdir um að
Victor Ponta forsætisráðherra og
stjórn hans beri næga virðingu
fyrir lýðræði og reglum réttar-
ríkisins.
„Stjórnmálamenn mega ekki
reyna að ógna dómurum áður
en dómur er kveðinn upp, né
ráðast á dómara þegar þeir hafa
tekið ákvarðanir sem falla ekki í
kramið,“ sagði Barroso í gær þegar
hann kynnti áfangaskýrslur um
umbætur, sem bæði Rúmenía og
Búlgaría lofuðu að hrinda í fram-
kvæmd þegar þessi tvö ríki fengu
aðild að ESB fyrir fimm árum.
Bæði löndin eru harðlega gagn-
rýnd fyrir að hægt hafi miðað.
Í Rúmeníu hefur Ponta forsætis-
ráðherra, sem er sósíaldemókrati,
staðið í ströngu síðan hann tók
við embættinu í maí, þegar fyrri
ríkis stjórn missti meirihluta sinn
á þingi. Gagnrýnendur segja hann
hafa gripið til vafasamra aðgerða
í því skyni að hrifsa til sín öll völd
í landinu.
Ponta hefur meðal annars reynt
að víkja Traian Basescu forseta
úr embætti. Hann hefur hunsað
niðurstöðu stjórnlagadómstóls
og reynt að breyta starfsreglum
dómstólsins. Hann hefur vikið
umboðsmanni þjóðþingsins úr
embætti sínu.
Í lok júlí verður þjóðaratkvæða-
greiðsla, þar sem þjóðin verður
spurð hvort hún samþykki brott-
vikningu forsetans.
Ponta lét hins vegar undan
þrýstingi frá ESB og féllst í gær á
að þjóðaratkvæðagreiðslan verði
ekki gild nema kosninga þátttakan
nái meirihluta kosningabærra
manna.
Í áfangaskýrslum ESB eru
stjórnvöld í bæði Rúmeníu og
Búlgaríu gagnrýnd fyrir að hafa
ekki náð tilætluðum árangri við
uppbyggingu í dómsmálum og
hafa heldur ekki náð að draga
nægilega úr landlægri spillingu,
auk þess sem Búlgaría er gagn-
rýnd fyrir að ráða lítið sem ekkert
við skipulagða glæpastarfsemi.
Við inngöngu landanna í ESB
árið 2007 var samþykkt að fram-
kvæmdastjórn ESB fylgdist
grannt með árangri landanna á
þessum sviðum, og aðstoða þau
eftir megni þangað til þau stæðust
þær kröfur sem gerðar eru til
aðildarríkja ESB.
gudsteinn@frettabladid.is
Atburðir í Rúmeníu
vekja áhyggjur ESB
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gagnrýnir harðlega Rúmeníu og Búlg-
aríu fyrir að standast ekki kröfur sem gerðar eru til aðildarríkjanna. Búlgaría
ræður ekkert við skipulagða glæpi og Rúmeníustjórn grefur undan lýðræðinu.
VICTOR PONTA Forsætisráðherra Rúmeníu hefur staðið í ströngu síðan hann tók við í
maí og er sakaður um tilraunir til valdaráns. NORDICPHOTOS/AFP
STJÓRNMÁL Birgitta Jónsdóttir,
þingkona Hreyfingarinnar, undir-
býr nú stofnun nýs stjórnmála-
flokks ásamt hópi fólks. Flokkur-
inn er kallaður Píratapartýið en
hann sækir fyrirmyndir sínar til
svokallaðra sjóræningjaflokka
sem hafa boðið fram í fjölda
landa. Stefnir hópurinn á fram-
boð í næstu alþingiskosningum.
„Grunnstef þessara flokka
fellur mjög vel að þeim mál-
efnum sem ég hef lagt mesta
áherslu á svo sem hvað varðar
beint lýðræði, tjáningarfrelsi,
beint aðgengi almennings að upp-
lýs ingum og
friðhelgi einka-
lífsins á 21.
öldinni,“ segir
Bi rg it ta og
heldur áfram:
„Þá finnst mér
mikilvægt að
búa til vettvang
fyrir fólk sem
hefur hingað til
ekki haft neinn
áhuga á stjórnmálum. Þá er ég
helst að horfa til ungs fólks sem
píratarnir víða um heim hafa
helst verið að ná til.“
Birgitta segir að flokkurinn
hafi enn ekki verið stofnaður
formlega. Áhugi fjölmiðla á
flokknum hafi því kannski komið
of snemma þar sem flokkurinn sé
enn á undirbúningsstigi. Greindi
DV frá því í gær að verið væri
að undirbúa stofnun flokksins og
kom meðal annars fram í frétt
blaðsins að Jón Gnarr, borgar-
stjóri Reykjavíkur, hefði sýnt
áhuga á þátttöku.
Eins og áður sagði er Birgitta
þingmaður Hreyfingarinnar og
segist hún ætla að vera það áfram
út kjörtímabilið. Hún hefur hins
vegar hætt þátttöku í Dögun,
nýjum stjórnmálasamtökum sem
Hreyfingin rann nýverið inn í.
Píratapartýið byggir á erlendri
fyrirmynd en flokkar sem kenna
sig við sjóræningja hafa sprottið
upp í ríflega 40 löndum. Þá hafa
slíkir flokkar eignast kjörinn full-
trúa í alls sjö löndum, þar á meðal
í Þýskalandi og í Svíþjóð.
Hafa sjóræningja flokkarnir
í störfum sínum lagt áherslu
á beint lýðræði, mannréttindi
og upplýsingafrelsi en margir
flokkanna hafa barist fyrir frjáls-
um skráarskiptum á netinu. - mþl
ELÍNBORG RAGNARSDÓTTIR Starfsmaður framkvæmda- og
eignasviðs Reykjavíkurborgar með rennilegan lax úr Sjávar-
fossi. MYND/REYKJAVÍKURBORG
STANGVEIÐI Sannkallað mok var í Elliðaánum á föstu-
daginn þegar starfsmenn Reykjavíkurborgar mættu þar
á bakkana. Alls veiddust 27 laxar á stangirnar sex sem er
aldeilis skínandi árangur.
„Ég hef veitt einu sinni í Elliðaánum áður en er samt
algjör amatör og hefði ekki fengið þessa tvo fiska nema
fyrir góða aðstoð frá manni úr Stangaveiðifélagi Reykja-
víkur,“ segir Elínborg af framkvæmda- og eignasviði
borgarinnar.
Reykjavíkurborg hefur fimm daga til umráða í Elliða-
ánum í sumar. Þar af veiða borgarstarfsmenn og „hvunn-
dagshetjur“ í þrjá daga. Nýtt fyrirkomulag var tekið upp
í fyrra.
„Áður voru þessir dagar notaðir af borgarfulltrúum,
gestum Orkuveitu Reykjavíkur og fyrrverandi borgar-
stjórum. Nú er hafður sá háttur á að starfsmenn Reykja-
víkurborgar eru hvattir til þess að benda á dugmikla
samstarfsmenn sína og hefur það mælst afar vel fyrir,“
segir á Reykjavik.is.
Elínborg hafði landað tveggja laxa kvóta sínum strax
klukkan ellefu. Þar sem hún veiddi á maðk varð hún að
hætta veiðunum við svo búið. Þeir sem veiddu á flugu
gátu hins vegar haldið áfram þótt kvótanum væri náð.
„Þetta var stórskemmtilegur dagur,” segir Elínborg sem
kveður laxana hafa verið afar spræka. „Ég er búin að
elda annan þeirra og hann var feikilega góður.“ - gar
Óbreyttum starfsmönnum skipt inn á fyrir borgarfulltrúa og fyrrverandi borgarstjóra:
Veiddu í Elliðaánum í boði borgarinnar
BIRGITTA
JÓNSDÓTTIR
Flokkur sem leggur áherslu á beint lýðræði, tjáningarfrelsi og beint aðgengi almennings að upplýsingum:
Undirbúa stofnun íslensks sjóræningjaflokks
1. Hvað er talið að HSBC, einn
stærsti banki Evrópu, hafi látið
viðgangast?
2. Hvaða dvalarheimili hefur sótt
um vínveitingaleyfi?
3. Hvenær á að kjósa um nýja
stjórnarskrá?
SVÖRIN
ÞÝSKALAND Hælisleitendur og
flóttamenn í Þýskalandi fá ekki
nógu mikla ríkisaðstoð til að geta
lifað mannsæmandi lífi meðan
þeir bíða afgreiðslu mála sinna.
Þetta er niðurstaða stjórn-
lagadómstólsins í Þýskalandi,
sem segir að tafarlaust verði að
hækka verulega framfærsluféð.
Um 130 þúsund hælisleitendur
og flóttamenn eru í Þýskalandi.
Þeir eiga hér eftir að fá greiddar
336 evrur á mánuði hver, eða
rúmlega 52 þúsund krónur. - gb
Dómsúrskurður í Þýskalandi:
Hælisleitendur
fá meira fé
HÆLISLEITENDUR Í ÞÝSKALANDI Þurfa
flestir að bíða lengi eftir afgreiðslu mála
sinna. NORDICPHOTOS/AFP
FÓLK Læknadeild Háskóla Íslands
og Landspítalinn fengu vefinn
Brjostakrabbamein.is að gjöf á
laugardag. Þuríður Baxter afhenti
Helga Sigurðssyni krabbameins-
lækni gjöfina.
Vefurinn er ætlaður þeim sem
greinast með brjóstakrabbamein
og vilja kynna sér sjúkdóminn.
Þuríður hefur varið um fimm þús-
und klukkustundum í að þýða efni
en hún hefur starfað sem þýðandi
og prófarkalesari. Læknadeild HÍ
og Landspítalinn munu nú taka við
vefnum og sjá um viðhald hans,
og er með því vonast til að hann
nýtist fleiri. - þeb
Landspítali og læknadeild:
Fengu vef um
krabbamein
Hafró leitar til almennings
Hafrannsóknarstofnun (Hafró) hvetur
strandveiðimenn, sjóstangveiðimenn
og aðra til að hafa samband og
aðstoða stofnunina við að kortleggja
göngu makríls við Íslandsstrendur. Í
tilkynningu á vef Hafró kemur fram
að makríll virðist hafa gengið nokkuð
snemma upp að landinu en með
öðru móti en síðustu ár.
NÁTTÚRA
1. Peningaþvætti. 2. Hrafnista í Reykja-
vík. 3. Tuttugasta október.
VEISTU SVARIÐ?
Stjórnmálamenn
mega ekki reyna að
ógna dómurum áður en
dómur er kveðinn upp …
JOSE MANUEL BARROSO
FORSETI FRAMKVÆMDASTJÓRNAR ESB