Fréttablaðið - 19.07.2012, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 19.07.2012, Blaðsíða 34
19. júlí 2012 FIMMTUDAGUR30 30tónlist TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Í SPILARANUM tonlist@frettabladid.is Opið laugard. kl. 10-14 VIÐ FELLSMÚLA Sími: 585 2888 26.900 BÚTSÖG í dag kl. 16.30 Pikknikk tónleikar www.norraenahusid.is – 551 7030 Fuglaskoðun laugardaga kl. 14.00. Pikknikkveitingar fást í mótttökunni. Þoka spilar Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds- son, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elkó, tonlist.is Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Skýringar: TÓNLISTINN Vikuna 12. - 18. júlí 2012 LAGALISTINN Vikuna 12. - 18. júlí 2012 Sæti Flytjandi Plata 1 Of Monsters And Men ...........My Head Is An Animal 2 Helgi Björns & reið. vind. ...........Heim í heiðardalinn 3 Ýmsir .................................... Pottapartý með Sigga Hlö 4 Sigur Rós ...................................................................Valtari 5 Ýmsir ................................................................. Pottþétt 57 6 Mugison ....................................................................Haglél 7 Ýmsir ..............................Íslandsklukkur (instrumental) 8 Tilbury ....................................................................Exorciser 9 Justin Bieber .......................................................... Believe 10 Ýmsir ...........................Hot Spring: Landmannalaugar Sæti Flytjandi Plata 1 Valdimar ............................................................ Þú ert mín 2 Lykke Li .......................................................I Follow Rivers 3 Jón Jónsson .........................................................All, You, I 4 Loreen ..................................................................Euphoria 5 Tilbury ................................................................Tenderloin 6 The Black Keys ..................................... Dead And Gone 7 Fun ..................................................................Some Nights 8 Flo Rida ...................................................................Whistle 9 Ásgeir Trausti ................................................Sumargestur 10 Gabríel, Unnsteinn Manúel & Opee ................Sólskín Sumrinu fylgja ferðalög og í tilfelli okkar tónlistarfíkla þá fylgir ferðalögum gjarnan grúsk í gömlum plötum. Music & Video Exc- hange-búðirnar í London eru skyldustopp og það sama má segja um Nostalgiapalat- set í Stokkhólmi eða Crocodisc í París. Á Íslandi má líka finna sitthvað óvænt og skemmtilegt á skran- sölum og nytjavöru- mörkuðum víða um land. Um daginn var ég á Hvammstanga og kom við á nytja- vörumarkaði sem er opinn á laugar dögum. Þar var lítið eftir af vínyl, en slatti af geisladiskum. Fátt sem kom verulega á óvart, en þar fann ég samt forvitni- legan grip. Í umslagi klæddu þykkum álplötum var diskur sem Alcan í Straums- vík gaf út. Innan í umslaginu var texti um ágæti álsins, bæði á ensku og íslensku og í enda hans var þakkað fyrir komuna, sem bendir til þess að diskurinn hafi verið kveðjugjöf til þeirra sem heimsóttu álverið. Útgáfuárs er ekki getið, en það er sennilega 2002. Á lagalistanum sem var aftast mátti sjá að þetta var ellefu laga safnplata frá Thule-útgáfunni. Ég verð að viðurkenna að ég átti nú ekki von á því. Ég veit ekki hvort er óvæntara, að álrisinn hafi valið tónlist jaðarútgáfu í raftónlistargeiranum til að gefa gestum sínum eða að krúttkynslóðarsveitir eins og múm og Trabant hafi verið til í að tengja nafn sitt með þessum hætti við fjölþjóðlegan auðhring eins og Alcan… Hvað sem því líður er þetta mjög flott safnplata. Auk Trabants og múm eru lög með Apparat Organ Quartet, Ilo, Early Groovers, Sofandi, Funerals o.fl. Fín áminning um það hvað Thule-útgáfan var að gera góða hluti. Grafið eftir gersemum ÞYKKAR ÁLUMBÚÐIR Thule-safnið sem Alcan gaf er í veglegum umbúðum úr áli. MÚGSEFJUN með Múgsefjun er plata vikunnar ★★★★ „Hugmyndarík og skemmtileg þemaplata.“ - tj Ghostigital - Division of Culture and Tourism Beatmakin Troopa - If You Fall You Fly Frank Ocean - Channel Orange Frank Ocean sendi frá sér plötuna Channel Orange þann 10. júlí. Platan þykir stórvirki innan R‘n‘B-tón- listarstefnunnar. Tónlistarmaðurinn Frank Ocean sendi frá sér plötuna Chan- nel Orange þann 10. þessa mán- aðar. Ocean hóf feril sinn sem lagahöfundur fyrir tónlistar- fólk á borð við Justin Bieber, Brandy og John Legend. Hann gekk til liðs við hipphoppsveitina OFWGKTA árið 2010 og sama ár gaf hann út mixdiskinn Nostalgia á vefsíðu sinni því útgáfufyrir- tækið Def Jam hafði dregið fæt- urna í útgáfu disksins. Nostalgia vakti athygli Kanye West, Jay-Z og Beyoncé á Ocean og greiddi það götu hans í útgáfu Channel Orange, en sú plata hefur hlot- ið einróma lof gagnrýnenda sem flestir gefa henni fullt hús stiga. Lögin á Channel Orange eru sem ferskur blær inn í R‘n‘B-stefnuna en Ocean virðist einnig sækja inn- blástur til tónlistarsnillinga á borð við Stevie Wonder og textarnir þykja einlægir og vel ritaðir. Ocean er fæddur í New Orleans Sólóplata og opinberun EFNILEGUR Frank Ocean þykir efnilegur tónlistarmaður. Sólóplata hans hefur slegið í gegn. NORDICOHOTOS/GETTY Bréf sem Frank Ocean birti á vefsíðu sinni birtist fyrr í mánuðinum og voru fréttirnar fljótar að berast um heim allan eftir það. „Fyrir fjórum árum síðan hitti ég einn. Ég var 19 ára gamall. Hann líka. Við eyddum þessu sumri og því næsta saman. Hvern einasta dag næstum. Og á þessum dögum leið tíminn áreynslulaust. Hvert augnablik dagsins sá ég hann og bros hans fyrir mér. Ég heyrði samtöl okkar og þagnir allt þar til ég fór að sofa. Svefninum deildi ég einnig með honum. Þegar ég loks áttaði mig á því að ég væri ástfanginn var það of seint. Það var vonlaust. Ég gat hvorki flúið hana né við hana ráðið. Þetta var mín fyrsta ást og hún breytti lífi mínu ... Ég sat og sagði honum frá tilfinningum mínum. Ég grét. Ég vissi að ég gæti ekki tekið sögð orð til baka. Hann klappaði mér á bakið. Hann hughreysti mig. Hann gerði sitt besta, en vildi ekki viðurkenna hið sama.“ FYRSTA ÁSTIN ELSKAÐI EKKI Á MÓTI árið 1987 og er skírnarnafn hans Christopher „Lonny“ Breaux. Hann ólst upp við djasstónlistar- áhuga móður sinnar og sem ung- lingur sinnti hann hinum ýmsu verkum í þeim tilgangi að safna nægu fé fyrir tíma í hljóðveri. „Ég gerði ýmislegt fyrir pen- inga. Ég þreif bíla, sló grasið hjá nágrönnunum og fór í göngutúra með hunda,“ sagði Ocean um þann tíma. Hljóðverið skemmdist aftur á móti þegar fellibylurinn Katrina reið yfir New Orleans og í kjölfar- ið flutti Ocean til Los Angeles. Þar komst hann í kynni við meðlimi OFWGKTA og gekk nokkru síðar til liðs við sveitina. Ocean breytti nafni sínu í Christopher Franc- is William Ocean árið 2010 og sagði hann eftir nafnið vera feng- ið úr hinni upprunalegu kvikmynd Ocean‘s 11. Ocean kom út úr skápnum í byrjun mánaðarins, aðeins nokkr- um dögum fyrir útgáfudag Chan- nel Orange, og vilja margir meina að vegna tímasetningarinnar sé um auglýsingabrellu að ræða. Svo mun þó ekki vera og ritaði upp- tökustjórinn Russell Simmons í tímaritið Global Grind að dagur- inn sem Ocean opinberaði kyn- hneigð sína væri stór dagur fyrir hipphoppbransann. sara@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.