Fréttablaðið - 19.07.2012, Blaðsíða 10
Birgir Þór
Harðarson
birgirh@frettabladid.is
10
Grænlandsjökull hopar
hraðar en vísindamenn
gerðu ráð fyrir. Nýverið
brotnaði stór ísjaki úr skrið-
jökli á Norður-Grænlandi.
Breytingarnar eru ekki
eðlilegar lengur segir jökla-
fræðingur.
Stór ísjaki brotnaði úr Petermann-
jökli sem gengur norður úr Græn-
landsjökli út fjörð sem opnast að
Nares-sundi norð austan Græn-
lands. Petermann-jökull er skrið-
jökull sem gengur út í hafið
þar sem ysti hluti hans flýtur.
Ísjakinn brotnaði frá fljótandi
ísbreiðunni þann 16. júlí en
sprunga í ísnum uppgötvaðist á
loftmyndum árið 2001.
Vísindamenn óttast að þetta
sé til merkis um að Grænlands-
jökull bráðni hraðar en áður
var talið og að áhrif loftslags-
breytinga í heiminum muni koma
fram fyrr en áætlað var.
Petermann-jökull hefur hopað
mikið undanfarin ár. Fyrir
tveimur árum brotnaði frá
honum enn stærri íshella utar í
firðinum. Þó íshellan sem klauf
sig frá jöklinum á dögunum sé
helmingi minni en hellan árið
2010, þá er hún álíka stór og tvær
Manhattan eyjur að flatarmáli eða
hátt í 120 ferkílómetrar. Til að
setja það í íslenskt samhengi þá
er það álíka stórt og eitt og hálft
Þingvallavatn.
Oddur Sigurðsson, sérfræð-
ingur á sviði jöklarannsókna hjá
Veðurstofu Íslands, segir jökla
hafa hopað örar síðastliðin fimm-
tán ár en nokkru sinni síðan farið
var að fylgjast með jöklum að
einhverju leyti.
„Jöklar eru að hopa ofsalega,“
segir Oddur. „Það er eðlilegt að
svona stykki brotni úr jöklum,
það gerist kannski tilviljana-
kennt. Það brotnuðu tveir stórir
jakar úr Grænlandsjökli á sjötta
áratugnum og þá var það nú bara
meðalgangur í leysingu jökla.
Það gerist öðru hverju að stykki
hrynji af jöklum sem eru á floti í
sjónum. Þetta eru auðvitað bara
peð miðað við það sem brotnar
frá Suðurskautslandinu.“
Mesta bráðnun síðan á söguöld
Oddur segir jökla á Grænlandi
hafa hopað meira en fræðimenn
gerðu ráð fyrir. Það sama er uppi
á teningnum hér á Ísland. „Hér á
landi hafa jöklarnir hopað meira
en við eigum dæmi um fyrr í sög-
unni. Það þýðir að þetta er örasta
leysing jökla síðan á söguöld.“
Spurður hvort jöklar á Íslandi
hafi nokkurn tíma verið minni
segir hann: „Jú, þeir voru minni
á landnámsöld. Þeir uxu á alla
kanta lengst af Íslandssögunnar,
að minnsta kosti frá Sturlunga-
öld. Eftir það fóru þeir meira og
minna samfellt vaxandi þar til
1890 eða svo. Þeir hafa hopað
álíka mikið undanfarna öld og
þeir gengu fram þrjár aldir þar á
undan. Þannig að núna eru jöklar
álíka stórir og þeir voru um siða-
skiptin. Því hefur enginn mót-
mælendatrúar séð það land sem
birtist nú undan jöklunum.“
Hlýnun loftlags um að kenna
Vísindamenn hafa nokkrar
áhyggjur af leysingu Grænlands-
jökuls. Ísjakinn stóri sem brotnaði
frá Petermann- jökli á dögunum
og sá sem brotnaði fyrir tveimur
árum slá ekki á þær áhyggjur. Enn
er rannsakað hvað veldur þessum
atburðum og hvaða þýðingu þeir
geta haft. „Þetta er enn einn minnis-
varðinn um að Grænland er að
breytast mjög hratt,“ sagði Andreas
Muenchow, prófessor við Delaware-
háskóla, við AP fréttastofuna.
Talið er að hlýnun loftlags sé
um að kenna en ekki hefur verið
afsannað að um náttúrlega þróun
jökulsins sé að ræða. Ísjakar geta
brotnað frá skriðjöklum á vatni
á náttúrulegan hátt. Muenchow
bendir hins vegar á að þróun Peter-
mann-jökuls sé óvanaleg.
Eric Rignot, jöklafræðingur
hjá NASA, hefur fylgst lengi með
jöklinum og er ekki jafn hógvær.
„Þetta eru ekki eðlilegar breytingar
lengur,“ fullyrðir hann.
Norður-Grænland og Kanada
hafa hlýnað fimm sinnum hraðar en
meðalhlýnun á heimsvísu. Ís hellan
stóra sem brotnaði 16. júlí mun að
öllum líkindum fara sömu leið og
jakinn 2010, það er vestur fyrir
Grænland þar sem hann brotnar
og rekur svo á strendur Nýfundna-
lands og bráðnar endanlega.
Jöklar bráðna mun hraðar en áætlað var
Petermann-
jökull
Petermann-
jökull
Petermann-
jökull
16. júlí 2012
kl. 10.25
16. júlí 2012
kl. 12.00
17. júlí 2012
kl. 9.30
ÍSHELLAN BROTNAR FRÁ Fremsti partur Petermann-jökuls flýtur í firðinum. Á tæpum sólarhring losnaði gríðarstór ísjakinn algerlega frá skriðjöklinum og barst út á fjörðinn. MYNDIR/NASA
ÍS
L
E
N
SK
A
SI
A
.I
S
U
T
I
60
19
1
06
/1
2
ÚRVAL AF VÖNDUÐUM GÖNGUSKÓM FRÁ ÞEKKTUM FRAMLEIÐENDUM.
ÞÚ GETUR TREYST OKKUR ÞEGAR VELJA ÞARF GÖNGUSKÓ.
VERÐ: 52.990 KR.
MEINDL ISLAND GTX
Hálfstífir og margrómaðir.
Fáanlegir í dömu- og herraútfærslu.
TILBOÐ: 34.392 KR.
MEINDL KANSAS GTX
Sérlega þægilegir og traustir, Gore-
Tex vatnsvörn. Fáanlegir í dömu-
og herraútfærslu.
Almennt verð: 42.990 kr.
VERÐ: 29.990 KR.
TNF VINDICATOR MID GTX
Þægilegir í léttar göngur.
Fáanlegir í dömu- og herraútfærslu.
VERÐ: 54.990 KR.
SCARPA HEKLA GTX
Klassískir gönguskór fyrir dömur.
Fást í Kringlunni og Glæsibæ.
Herraútfærsla: Scarpa Ladakh.
NÁÐU ÁRANGRI. ÚTILÍF – HOLTAGÖRÐUM. GLÆSIBÆ. KRINGLUNNI. SMÁRALIND. WWW.UTILIF.IS
GAKKTU LENGRA Í SUMAR
Ísbreiðan á Grænlandi hefur aldrei bráðnað hraðar
Viðamiklar rannsóknir vísindamanna staðfesta að Grænlandsjökull bráðnar hraðar en nokkru sinni.
Síðan árið 2000 hefur ísbreiðan minnkað um 1.500 milljarða tonna, sem samsvarar um það bil 5
millimetra hækkun á yfirborði sjávar á hnettinum.
Hröð þróun sem hefur gríðarleg áhrif
Ístap
kg á hvern m2
Samansöfnuð breyting
milljarðar tonna
Skrið-
jöklar
Tvö meginferli:
Bráðnun og úrkoma.
Losun jökla í hafið.
0
-100
-200
-400
-600
-800
-1.000
-1.200
-1.400
-1.600
0
-500
-1.000
-1.500
-2.000
Andrúmsloftshermir og upp-
lýsingar um losun jökla.
Þyngdarmælingar
á ísmassanum
um gervihnetti.
2008: 273 milljarðar
tonna bráðna ár hvert
Jöklar og vatn á hnettinum
Höf: 97,5% Ferskvatn
2,5%
Þar af jöklar
og íshellur
68,7%
Grunnvatn
30,1%
Sífreri
0,8%
Yfirborðsvatn/vatn í
andrúmsloftinu
0,4%
2003 2004 2005 2006 2007 2008
HEIMILD: SCIENCE
© GRAPHIC NEWS
Ísbreiðan á Grænlandi
geymir nóg af vatni til að valda
hækkun á yfirborði sjávar á
heimsvísu um 7 metra.
Ör bráðnun jökla á norðurslóðum