Fréttablaðið - 09.08.2012, Page 1
veðrið í dag
ÞJÓÐKIRKJAN Fjórir starfsmenn
þjóðkirkjunnar voru sakaðir um
kynferðisbrot á síðasta ári. Sam-
kvæmt heimildum Fréttablaðsins
snýr eitt málið að Ólafi Skúlasyni,
fyrrverandi biskupi.
Skýrsla fagráðs þjóð kirkjunnar
um meðferð kynferðisbrota fyrir
árið 2011 var birt Biskupsstofu
í júlí. Þar kemur fram að allir
einstaklingarnir sem ásakaðir
voru hafi starfað í þjónustu á
vegum kirkjunnar. Einu þeirra
mála var lokið um síðustu áramót
af hálfu fagráðsins. Ekki er hægt
að fá upplýsingar um hversu
margir einstaklingar leituðu til
fag ráðsins í fyrra eða hafa leitað
til þess frá því það tók til starfa.
Gunnar Rúnar Matthíasson,
formaður fagráðsins, vill ekki
tjá sig um einstök mál og vísar
í skýrsluna. „Þetta er byggt upp
þannig að einstök mál eru ekki
aðgreind sérstaklega,“ segir
hann. „Ég vil ekki tjá mig um
neitt umfram skýrsluna.“
Síðan árið 1998, þegar f agráðið
tók til starfa, hafa borist ásakanir
um kynferðisbrot á hendur
18 einstaklingum í þjónustu
kirkjunnar. Af þessum málum
voru sex enn á borði fag ráðsins
um síðustu áramót. Í þremur
þessara 18 tilvika hefur fag ráðinu
borist fleiri en ein ásökun á
hendur sama aðila.
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup
Íslands, telur eðlilegt að víkja
fólki úr starfi á meðan mál þess
er skoðað.
„Það er mjög óeðlilegt að fólk
sem sakað er um kynferðisbrot,
og rökstuddur grunur er fyrir því,
sé ekki sett í frí á meðan verið er
að rannsaka málið,“ segir biskup.
„En það má heldur ekki gleyma
því að það eru til ásakanir sem
koma fram án þess að fótur sé
fyrir þeim.“ - sv / sjá síðu 6
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
Sími: 512 5000
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012
Fimmtudagur
skoðun 18
SÉRBLAÐ
í Fréttablaðinu
Fólk
v i í
9. ágúst 2012
185. tölublað 12. árgangur
starfsmenn þjóð-
kirkjunnar hafa
verið sakaðir um
kynferðisbrot síðan fagráð
kirkjunnar tók til starfa árið
1998.
18
SUNDFÖTIN STÆKKASundfötin frá Pret-A-Surf hafa vakið athygli allra helstu tísku-
blaða heimsins. Þau voru í upphafi hönnuð fyrir konur sem vildu
stunda sjósport. Sundfötin reyndust hins vegar falla öllum
konum vel í geð, enda vilja þær verjast sólinni meira en áður.
H ótel Berg er nýlegt hótel sem stendur á einum fallegasta stað Suðurnesja, við smábátahöfnií Keflavík Þ á vefsíðunni Tripadvisor en þar fær hótelið fullt hús sti
HEIMILISLEGT HÓTELHÓTEL BERG KYNNIR Hótel Berg er nýlegt hótel í nágrenni Keflavíkur. Hótel-
ið er orðið eitt stigahæsta hótelið á Íslandi á einum stærsta bókunarvef ver-
aldar, Booking.com, þrátt fyrir að vera aðeins ársgamalt.
Opið virka daga í sumar frá kl. 9 -18 • Stórhöfða 25 • 569 3100 • eirberg.is
Teg. 12047 - mjög fallegur í C,D,E skálum á kr. 5.800,- buxur í stíl á kr. 1.995,-
GLÆSILEGT NÝTT SNIÐ
Laugavegi 178 - Sími: 551 3366Þú mætir - við mælum og aðstoðumwww.misty.isOpið frá 10-18 virka daga.Lokað á laugardögum í sumar
Enn fleiri kirkjunnar þjónar
ásakaðir um kynferðisbrot
Fjórir starfsmenn þjóðkirkjunnar voru sakaðir um kynferðisbrot í fyrra. Einn þeirra er Ólafur Skúlason.
Alls hafa 18 starfsmenn verið ásakaðir. Eðlilegt að víkja fólki úr starfi þegar mál eru könnuð, segir biskup.
Nýr tilboðsbæklingur
er í blaðinu í dag
10 GB
Stærsta 3G net landsins
500 kr.
Svona á samband að vera.
Tal er á 3G neti Símans
G3
G2
Austur fyrir fjall
Baldur Kristjánsson sýnir
40 ljósmyndir frá Asíureisu
sinni á Skólavörðustíg.
popp 46
Hlakkar til efri áranna
Siv Friðleifsdóttir
alþingismaður fagnar
fimmtugsafmælinu á
Grænlandi.
tímamót 22
FÓLK Söngkonan Védís Hervör
Árnadóttir hyggst hefja sólóferil
sinn að nýju og ætlar að einbeita
sér að tónlist-
inni.
Védís ætlar
að leika nýjar
lagasmíðar
ásamt eigin-
manni sínum
í tónleikaröð
Ragn heiðar
Gröndal á
Café Haiti
annað kvöld og
verða það nokkurs konar endur-
komutónleikar Védísar sem
sólólistamanns.
„Ég hef verið í góðu samstarfi
við lagahöfundateymi í London
frá árinu 2003 svo ég hef verið
að gera fullt tengt músík,“ segir
hún um vinnu síðustu ára en
hún hefur minna flutt eigið
efni. „Þegar Ragga bauð mér
að vera með sló ég til. Þetta var
akkúrat tíminn til að koma út úr
skápnum með nýja efnið.“
- hþt / sjá síðu 46
Védís Hervör flytur nýtt efni:
Hefur sólóferil-
inn að nýju
VÉDÍS HERVÖR
ÁRNADÓTTIR
STJÓRNSÝSLA Katrín Jakobsdóttir,
mennta- og menningarmálaráð-
herra, segir að rekstrar áætlanir
Hörpu hafi verið óraunhæfar og
þær hefði þurft að endurskoða.
Hún segir að ákveðið hafi verið
að bíða með ýmsar breytingar
þar til reynsla væri komin á
reksturinn. Því hafi verið beðið
um úttekt eftir fyrsta heila
rekstrarárið.
„Hinar gömlu rekstrar áætlanir
voru endurskoðaðar þar sem
þær voru taldar óraunhæfar.
Við vorum hins vegar líka með-
vituð um að áhætta væri fólgin
í þessu. Margir höfðu áhyggjur
af tónlistar - og menningar-
þættinum, en kannski er það að
koma á daginn að það eru frekar
aðrir þættir sem þarf að skoða.“
Katrín segir að eigendur
hússins, ríki og Reykjavíkurborg,
muni skoða alla þætti rekstrar
hússins, bæði auknar tekjur og
hagræðingu.
„Það er mikilvægt að báðir
aðilar taki sína ábyrgð á lausn
va nda ns. L eigusa mni ngar
sinfóníunnar og óperunnar eru
ekki undanþegnir þessari skoðun.
Ríkið hefur sagt að það ætli ekki
að setja fé í rekstur hússins, en
styrkja það með því að finna
þessari starfsemi, sem styrkt er
af ríkinu, þar stað.“ - kóp / sjá síðu 10
Ríki og Reykjavíkurborg þurfa að skoða alla þætti rekstrar Hörpu:
Rekstraráætlanir voru óraunhæfar
HLÝTT AUSTAN LANDS Í dag
verður strekkingur á NV- og V-
verðu landinu. Skýjað að mestu og
dálítil rigning eða súld S- og V- til
en bjart austan lands. Hiti 13-23
stig, hlýjast A-lands.
VEÐUR 4
15
14
16
18
22
DROTTNING EINN DAG Draggdrottningin Ivana var einbeitingin uppmáluð þegar hún undirbjó
sig fyrir að stíga á svið í Draggkeppni Íslands í Eldborgarsal Hörpu í gærkvöldi. Þetta var fimmtánda árið í röð sem
keppnin um draggkóng og drottningu Íslands fer fram á hér á landi en alls tóku níu þátt að þessu sinni.
FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
FH-ingar á toppinn
Tíu KR-ingar töpuðu í
Eyjum og FH-ingar skutust í
toppsæti efstu deildar.
sport 42