Fréttablaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 2
9. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR2 SKATTAMÁL Virðisaukaskattur á gistingu gæti hækkað úr 7%, lægsta skattþrepinu, í 25,5%, almenna skattþrepið, í nýju fjárlagafrum- varpi. Ríkisútvarpið greindi frá þessu í gær en Samtök ferðaþjónustunnar eru mjög gagn- rýnin á hugmyndina. Oddný G. Harðardóttir fjármálaráðherra segir að margar hugmyndir hafi verið ræddar við vinnslu fjárlagafrumvarpsins eins og eðlilegt sé. „Það lak út að við hefðum verið að hugsa á þessum nótum en við viljum tala við hagsmunaaðila áður en við ræðum þessar hugmyndir frekar við fjölmiðla,“ segir Oddný. Alþingi samþykkti á síðasta ári nýjan skatt sem heitir gistináttagjald. Gjaldið felur í sér að hótel og aðrir gististaðir þurfa að greiða 100 krónur fyrir hverja gistinótt gesta sinna. Oddný segir það ekki launungarmál að gjaldið hafi ekki skilað þeim tekjum í ríkis- sjóð sem vonast var eftir. Því hafi verið ræddar aðrar leiðir til að afla fjármuna fyrir uppbyggingu á innviðum ferðaþjónustunnar en gjaldinu var ætlað að renna til slíkra verk- efna. Samtök ferðaþjónustunnar brugðust ókvæða við frétt RÚV frá því í gær. Í tilkynn- ingu sem samtökin sendu frá sér segir að skatturinn muni þýða 17,3% hækkun á verði gistingar í landinu. Þá segir enn fremur að slík hækkun muni skattpína þá hratt vaxandi atvinnugrein sem ferðaþjónustan er út af markaðnum og auka svarta atvinnustarfsemi. Loks kom fram í tilkynningunni að fjár- mála- og iðnaðarráðherra hefðu óskað eftir fundi með forystu samtakanna til að ræða þessar hugmyndir. - mþl Samtök ferðaþjónustunnar segja hærri virðisaukaskatt á gistingu geta valdið ferðaþjónustunni miklum skaða: Hækkun á virðisaukaskatti gistingar skoðuð BRUNI Þyrla frá Landhelgisgæsl- unni flaug vestur til Súðavíkur- hrepps í gær til að aðstoða við slökkvistarf við Hrafnabjörg í Laugardal en þar hefur logað eldur í sinu síðustu daga. Eldurinn kviknaði á föstudag en talið er að hann hafi kviknað út frá grilli eða sígarettuglóð. Slökkviliðsmenn hafa glímt við eldinn síðan en töldu sig hafa náð að ráða niðurlögum hans á þriðju- dagskvöld. Í gær var hins vegar mjög hvasst á svæðinu og fór eldurinn að breiðast út á ný. Þegar verst lét í gær logaði í sinu á alls þriggja hektara svæði. - mþl Eldur brunnið frá föstudegi: Sina brennur við Hrafnabjarg Rændi konu á tíræðisaldri Ungur maður rændi veski, með 10 þúsund krónum og greiðslukorti, af 91 árs gamalli konu í Reykjavík síð- degis í gær. Samkvæmt lögreglunni virðist sem ræninginn hafi fylgst með ferðum konunnar áður en hann lét til skarar skríða. Konunni heilsast vel en var brugðið að sögn lögreglu. LÖGREGLUFRÉTTIR SPURNING DAGSINS Ásdís, ætlið þið að teygja lopann? „Jú, því eflaust verða margir skemmtilegir hnökrar á þræðinum.“ Ásdís Birgisdóttir er annar eigandi Lopa og bands sem stendur fyrir alþjóðlegri prjónaráðstefnu í Borgarnesi. SKIPULAGSMÁL „Það veit enginn hvernig áætlunarferðir hingað í eyna verða þegar vegir á Barða- strönd hafa verið bættir,“ segir Ingveldur Eyþórsdóttir, for- maður Framfarafélags Flateyjar. Flatey er í Reykhólahreppi sem vill fjölga húsum í eynni með nýjum byggingarlóðum. Gert var deiliskipulag með fimm nýjum lóðum en því síðan breytt vegna margra athugasemda. Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, segir nýja til- lögu fela í sér fjórar lóðir; þrjár fyrir frístundahús og eina fyrir verslun og þjónustu. „Vatnið kemur hingað með Baldri og við óttumst hvað verður ef hann hættir að ganga samfara batnandi samgöngum í landi. Hér getur orðið vatnsskortur eins og staðan er núna og ekki batnar það með fleiri húsum,“ segir Ing- veldur um viðhorf þeirra sem leggjast gegn nýbyggingum. Eins og er fyllir Breiðafjarðar- ferjan Baldur á tanka vatns- veitunnar í Flatey. Ingveldur segir borun eftir vatni mundu verða gríðarlega kostnaðarsama. Sama gildi um vatnslögn upp á fastalandið. Ingibjörg sveitarstjóri segir athugasemdir hafa borist við nýja deiliskipulagið eins og það fyrra og að málið bíði afgreiðslu. „Það lengdist aðeins á málinu því við vildum taka tillit til athuga- semdanna,“ segir Ingibjörg. Aðfinnslurnar lúti að frárennslis- málum og of miklum ágangi í eynni auk vatnsmálsins. Ingveldur í Framfarafélaginu segir að búast megi við kærum verði skipulagið samþykkt í sveitarstjórn. Ingibjörg segist hafa heyrt að stækka megi vatnsveituna og flytja meira vatn út í Flatey til að anna meiri eftirspurn. Ekkert sé komið fram um að Baldur hætti áætlun og að alltaf verði einhverjar siglingar út í Flatey. „Ég á ekki von á öðru en að það finnist lausnir,“ segir hún. Þótt bygging húsa á nýjum lóðum í Flatey sé í biðstöðu er nú unnið að því að smíða nýtt þak yfir gamla frystihúsið á staðnum. Einkahlutafélagið F rísker stendur að þeirri framkvæmd. Ingveldur segir ætlun félagsins að reka þar þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn og verslanir auk þess að selja gistingu í aftari hluta hússins. Bæði Ingveldur og Ingibjörg fagna þessari bragar- bót á frystihúsinu sem lengi hefur verið í niðurníðslu. „Þetta er mjög skemmtilegt og á eftir að lyfta öllu svæðinu og ásýnd þess upp,“ segir sveitarstjórinn. gar@frettabladid.is Óttast vatnsþurrð ef Baldur hættir að sigla Húseigendur í Flatey leggjast gegn lóðum undir ný hús. Bent er á að neysluvatn kemur með ferju úr landi og að framtíðarrekstur sé óviss. Sveitarstjórinn segir mið tekið af athugasemdum og að ekki sé von á öðru en að lausnir finnist. BEÐIÐ EFTIR BALDRI Straumur ferðamanna í Flatey er vaxandi. Flestir koma með bílaferjunni Baldri sem siglir tvær ferðir á dag milli Brjánslæks og Stykkishólms með viðkomu í Flatey. Í baksýn sést gamla frystihúsið sem nú er verið að standsetja. FRÉTTABLAÐIÐ/GARÐAR www.skyr.is Þú finnur fleiri boostuppskriftir á BRAGÐ AF SUMRI Peru- og ananasboost 1 lítið Peruskyr.is 1 dl ananassafi 50 g frosnir blandaðir melónubitar 0,5 dl kókosmjólk 6-8 ísmolar NOREGUR Lögreglan í Ósló hefur breytt leitinni að Sigrid Giskegj- erdet Schjetne, sextán ára stúlku sem saknað hefur verið frá því á aðfaranótt sunnudags. Minni áhersla er lögð á björg- unaraðgerðir og meiri á rann- sóknir. Yfir 700 ábendingar hafa borist lögreglu og mun lögreglan nú ráðast í að kanna þær nánar. Í gær var stúlkunnar þó leitað víða á Óslóarsvæðinu, leitað var á nýjum stöðum og aftur farið yfir svæðið í kringum leikskólann sem slóð stúlkunnar lá að. Lögreglan hefur að auki gert ítrekaðar tilraunir til að komast inn á Facebook-aðgang Schjetne en án árangurs. Marga mánuði getur tekið að fá réttarheimild hjá bandarískum yfirvöldum til að fá upplýsingar frá vefnum. - ktg Áherslan á frekari rannsóknir: Leitin í Noregi hefur engan árangur borið SEXTÁN ÁRA Lögreglan hefur leitað að Sigrid Giskegjerdet Schjetne síðan á sunnudaginn. Sokkar hennar, skór og farsími fundust nálægt heimili hennar. SJÁVARÚTVEGUR Fiskvinnslan Sæmá á Blönduósi hefur sagt upp öllu starfsfólki sínu, tólf alls. Uppsagnirnar taka gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Haft er eftir Guðmundi Stefáni Jónssyni, framkvæmdastjóra Sæmár, á fréttavefnum Huni.is, að ástæðan sé óvissa í rekstrar- umhverfi fyrirtækisins en það er kvótalaust og óvíst er um byggðar kvóta. Hann segir enn fremur að ekki hafi verið tekin ákvörðun um að loka fiskvinnsl- unni heldur séu þessar aðgerðir varúðarráðstöfun á meðan verið sé að meta stöðuna. - jse Sæmá segir öllum upp: Uppsagnir á Blönduósi Kærður fyrir bílspark Maður á þrítugsaldri hefur verið kærður fyrir að skemma bíl fyrir utan skemmtistað í Reykjanesbæ. Maðurinn játar að hafa sparkað í bílinn en segist hafa ætlað að sparka í dekk en ekki hitt. Hann kveðst hafa orðið pirraður á farþegum bílsins sem hefðu legið á flautunni. LÖGREGLUFRÉTTIR MOSKVA Bandaríski tónlistar- maðurinn Madonna kveðst biðja fyrir því að stúlkurnar þrjár í rúss- nesku pönkhljómsveitinni Pussy Riot verði látnar lausar. Þetta kom fram á tónleikum hennar í Moskvu í fyrrakvöld. Madonna sagði margar hliðar vera á hverju máli og að hún vildi hvorki sýna kirkjunni né yfirvöldum óvirðingu. Sér fyndist hins vegar að stúlkurnar þrjár – Masha, Katya og Nadya – hefðu sýnt hugrekki. „Ég held að allir hér, ef þið erum komin hingað sem aðdáendur mínir, telji að þær eigi rétt á að vera frjálsar,“ sagði söngkonan sem stutta stund klæddist skíðagrímu – vörumerki Pussy Riot – á sviðinu og hafði nafn hljómsveitarinnar letrað á bert bak sitt. Meðlimir Pussy Riot eru nú í haldi og svara til saka fyrir óvirð- ingu við rússnesku rétttrúnaðar- kirkjuna eftir tónlistarflutning í einni af kirkjum hennar. Mynd- band er til af uppákomunni þar sem hljómsveitin biður Maríu mey að losa Rússland við Pútín, þáverandi forsætisráðherra og núverandi for- seta landsins. Pútin hefur sjálfur beðið stúlkunum vægðar. - gar Bandarísk ofurstjarna á tónleikum í Moskvu talar máli rússneskrar pönksveitar: Madonna biður fyrir Pussy Riot MADONNA Í MOSVKU Klæddist að sið Pussy Riot og bar nafn hljómsveitarinnar á baki sér. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A P Við viljum tala við hagsmuna- aðila áður en við ræðum þessar hugmyndir frekar við fjölmiðla. ODDNÝ G. HARÐARDÓTTIR FJÁRMÁLARÁÐHERRA Vatnið kemur hingað með Baldri og við óttumst hvað verður ef hann hættir að ganga … INGVELDUR EYÞÓRSDÓTTIR FORMAÐUR FRAMFARAFÉLAGS FLATEYJAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.