Fréttablaðið - 09.08.2012, Qupperneq 6
9. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR6
KJÖRKASSINN
Nú má bæði þvo og þurrka
á aðeins um klukkustund
Þvottavélar
og þurrkarar
í sérflokki
Allt verður
tandurhreint
ÞJÓÐKIRKJAN „Það er afar óeðli-
legt að fólk sem sakað er um
kynferðis brot, og rökstuddur
grunur er fyrir því, sé ekki sett í
frí á meðan er verið að rannsaka
málið,“ segir Agnes M. Sigurðar-
dóttir, biskup Íslands.
Fagráð þjóðkirkjunnar um með-
ferð kynferðisbrota hefur tekið á
móti ásökunum um kynferðis-
brot á hendur alls átján starfs-
mönnum kirkjunnar. Í þremur
þessara átján tilvika hefur fag-
ráðinu borist fleiri en ein ásökun
á hendur sama aðila. Fagráðið var
stofnað árið 1998.
„Þetta er greinilega átján of
mikið,“ segir Agnes. „Hins vegar
vitum við að kirkjan stofnaði
fagráðið vegna þess að það var
talin þörf á því að koma málum
sem þessum í skikkanlegan far-
veg. Og það hefur greinilega sýnt
sig að þörfin var fyrir hendi.“
Fjögur mál af þessum átján
voru tilkynnt innan fimm ára frá
því að brot átti sér stað, sjö innan
tíu ára og tilkynnt var um fjóra
einstaklinga ellefu til tuttugu
árum eftir að þeir brutu á viðkom-
andi einstaklingum. Þrjú mál af
þessum átján eru enn eldri.
Fjórir starfsmenn þjóðkirkj-
unnar voru sakaðir um kynferðis-
brot á síðasta ári, eins og fram
kemur í ársskýrslu fagráðsins.
Ekki fæst uppgefið hversu marg-
ir einstaklingar leituðu til fag-
ráðsins í fyrra, en samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins snýr
eitt málið að Ólafi Skúlasyni,
fyrrverandi biskupi.
Tíu starfsmenn kirkjunnar voru
ásakaðir um kynferðisbrot árið
2010. Tveimur var vikið úr starfi,
en hvorugur starfaði sem prestur.
Sum málanna áttu sér stað þegar
þolendur voru börn að aldri og eru
fyrnd að lögum.
Agnes segist munu beita sér sér-
staklega til að koma í veg fyrir að
kynferðisbrot eigi sér stað innan
kirkjunnar.
„Auðvitað vil ég stuðla að því
að svona mál finnist ekki í okkar
kirkju frekar en í þjóðfélaginu
öllu,“ segir hún. „Ég mun beita
mér fyrir því. Þetta er eitthvað
sem við höfum reynt að taka alvar-
lega og það má aldrei sofna á verð-
inum því þetta eru ekki mál sem
klárast bara.“ sunna@frettabladid.is
Hefur þú sótt viðburð í Hörpu?
Já 38,5%
Nei 61,5%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Líst þér vel á hugmyndir
ríkisstjórnarinnar um að auka
útgjöld til vaxta- og barnabóta
auk Fæðingarorlofssjóðs?
Segðu þína skoðun á Vísi.is
Eiga að víkja þegar
mál eru í skoðun
Biskup Íslands mun beita sér gegn kynferðisbrotum innan kirkjunnar. Fjórir
starfsmenn þjóðkirkjunnar voru bornir sökum um kynferðisbrot í fyrra. Þrír
starfsmenn hafa verið ásakaðir af fleiri en einum aðila síðan 1998.
BISKUP ÍSLANDS Agnes M. Sigurðardóttir segir að greinilega hafi verið þörf á
stofnun fagráðsins og þau átján tilvik sem ráðið hefur fjallað um séu átján of
mörg. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Af þeim átján kirkjunnar þjónum sem sakaðir hafa verið um kynferðisbrot
síðan 1998 voru átta enn starfandi innan kirkjunnar þegar ásakanirnar voru
lagðar fram. Af þeim létu tveir af störfum eftir að fagráð þjóðkirkjunnar
um meðferð kynferðisbrota tók á málunum. Í einu tilviki var ákvörðun um
endurráðningu í tímabundið starf dregin til baka.
Átta ásakaðir meðan þeir gegndu starfi
Auðvita vil ég stuðla
að því að svona mál
finnist ekki í okkar kirkju
frekar en í þjóðfélaginu öllu.
AGNES M. SIGURÐARDÓTTIR
BISKUP ÍSLANDS
MENNING Akureyrarbær verður
150 ára þann 29. ágúst næstkom-
andi. Af því tilefni er efnt til tíu
daga Afmælisvöku Akureyrar frá
24. ágúst til 2. september.
Í tilkynningu frá bænum segir
að megináherslan verði á ungu
kynslóðina um opnunar helgina.
Á afmælisdaginn sjálfan muni
skólabörn gefa bænum ein-
staka afmælisgjöf og Afmælis-
kór Akureyrar flytja ný verk
nokkurra tónskálda sem tengjast
bænum. Seinni helgina verði
ýmsir listviðburðir. Á tónleikum
í Gilinu komi fram Akureyrar-
hljómsveitir liðinna ára, meðal
annars Baraflokkurinn.
- gar
Akureyri fagnar 150 árum:
Afmælisvakan
varir í tíu daga
ANNA RICHARDS Margir listviðburðir
verða á Afmælisvöku Akureyrar.
BANDARÍKIN Hinn 54 ára Marvin
Wilson var tekinn af lífi í Texas
á þriðjudagskvöldið með eitur-
sprautu.
Lögmenn
Wilsons sögðu
að greindar-
vísitala hans
væri svo lág að
hann væri ekki
hæfur sam-
kvæmt lögum
til að hljóta
dauðarefs-
ingu en höfðu
ekki árangur
sem erfiði. Wilson var fundinn
sekur um aðild að morði á upp-
ljóstrara í eiturlyfjamáli fyrir
tuttugu árum. „Ég kom hingað
sem syndari en fer sem dýr-
lingur. Taktu mig heim Jesú,
taktu mig heim drottinn. Ég
elska ykkur öll. Ég er tilbúinn,“
voru kveðjuorð Wilsons.
- gar
Treggáfaður líflátinn í Texas:
Var syndari en
er nú dýrlingur
MARVIN WILSON
FERÐAMÁL Icelandair flutti 279
þúsund farþega í millilandaflugi
í júlí síðastliðnum en það eru
fleiri farþegar á einum mánuði
en nokkru sinni fyrr í 75 ára
sögu félagsins. Þetta eru tíu pró-
sentum fleiri farþegar en í sama
mánuði í fyrra.
Sætanýtingin var nánast hin
sama eða um 85 prósent en í ár
var boðið upp á fleiri flugferðir.
Farþegum fjölgaði mest á leið-
inni milli Íslands og Ameríku
eða um 13 prósent.
Farþegar í innanlands- og
Grænlandsflugi voru um 38
þúsund í júlí í ár en sætanýting
var fjórum prósentum minni í
ár en sama mánuð í fyrra.
- jse
Icelandair sló met í júlí:
Farþegafjöldinn
aldrei meiri
Fjör á húsnæðismarkaði
Alls 132 kaupsamningum var þinglýst
á höfuðborgarsvæðinu vikuna 27. júlí
til 2. ágúst. Heildarvelta á húsnæðis-
markaði var 3.884 milljónir króna
sem er nokkru meira en síðustu vikur.
Vikuleg meðalvelta það sem af er
árinu er 2.946 milljónir.
VIÐSKIPTI
Breytingar á stjórn FME
Ingibjörg Þorsteinsdóttir hefur
fengið leyfi frá setu í stjórn Fjármála-
eftirlitsins. Valgerður Rún Benedikts-
dóttir skrifstofustjóri hefur tekið sæti
hennar tímabundið til 1. nóvember.
Þá hefur Margrét Einarsdóttir lektor
verið skipuð varamaður í stjórninni í
stað Sigurðar Þórðarsonar.
STJÓRNSÝSLA
FERÐAÞJÓNUSTA Ríflega 112 þúsund
erlendir ferðamenn yfirgáfu Ísland
um Leifsstöð í júlí og hafa aldrei
verið fleiri í einum mánuði. Gamla
metið var sett í ágúst í fyrra þegar
tæplega 102 þúsund erlendir ferða-
menn yfirgáfu Ísland.
Til samanburðar voru erlendir
ferðamenn í júlí í fyrra alls tæp-
lega 98 þúsund og fjölgaði því um
14,7% í mánuðinum milli ára. Yfir-
leitt er ágúst mesti ferðamanna-
mánuður ársins og því má búast við
því að nýja metið verði slegið strax
í þessum mánuði. Þar með hafa
saman lagt 357 þúsund ferðamenn
heimsótt Ísland fyrstu sjö mánuði
ársins en það jafngildir 17,2%
fjölgun milli ára en árið í fyrra var
þó metár. Metfjöldi hefur hins vegar
heimsótt Ísland í öllum mánuðum
þessa árs hingað til.
Utanlandsferðum Íslendinga
hefur einnig fjölgað á árinu en í
júlí fóru um 35 þúsund Íslendingar
til útlanda um Leifsstöð. Fjölgaði
þeim um 7,5% í mánuðinum miðað
við sama mánuð í fyrra.
Frá áramótum hafa tæplega 206
þúsund Íslendingar farið til útlanda
og eru þeir um 5,5% fleiri en á sama
tímabili árið 2011. - mþl
Aldrei hafa fleiri erlendir ferðamenn sótt Ísland heim í einum mánuði:
Ferðamannametið var slegið í júlímánuði
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
HAUKADALUR Búast má við því
að nýja metið verði slegið strax í
þessum mánuði en ágúst er yfirleitt
mesti ferðamannamánuður ársins.