Fréttablaðið - 09.08.2012, Qupperneq 18
18 9. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR
Ég hitti þær að loknum vinnudegi. Þær komu beint af vaktinni, dauð-
þreyttar, eftir að hafa hjúkrað öldruðum
á fjölmennri deild, undirmannaðri og
vanbúinni af tækjum. Deildin er kölluð
biðdeild. Hún var opnuð á Landakoti
eftir að líknardeildinni þar var lokað
þrátt fyrir að yfirstjórnendur LHS
hefðu fengið 50 milljóna króna aukafjár-
veitingu frá Alþingi eftir að Hollvina-
samtök líknardeilda höfðu gengið á fund
fjárlaganefndar. Deildinni var lokað í
trássi við vilja Alþingis.
Í „hagræðingarskyni“ var farið út
í breytingar á líknardeildinni í Kópa-
vogi og Oddfellowreglan látin greiða
kostnaðinn að mestu. Þar átti, að sögn
stjórnenda, að fjölga rúmum. Staðreynd-
in er sú að rúmum fyrir deyjandi hefur
fækkað og nýja deildin fullbúin er lokuð
vegna manneklu. Það kann að líta betur
út í reikniforritum yfirstjórnar LHS að
láta aðra greiða reikningana en þetta er
nú samt allt úr sjóðum samfélagsins.
Í starfi mínu sem sóknarprestur hitti
ég stundum fólk sem tjáir sig sorgmætt
um þjónustuna sem í boði er fyrir
aldraða við dauðans dyr.
Hrunið gerði okkur skráveifu en samt
eru til miklir fjármunir í þjóðfélaginu.
Álitamál er hins vegar hvernig þeim
skuli varið. Þar kemur til sögunnar sið-
ferði okkar og reisn.
Á Landakoti var búið að byggja upp
frábæra líknardeild. Þegar til stóð að
loka deildinni urðu Hollvinasamtök
líknardeilda til með yfir 600 félögum.
Samtökin hafa ekki lagt upp laupana,
enda þótt orrustan um líknardeildina á
Landakoti hafi tapast. Samtökin boða nú
til ráðstefnu í Reykjavík 24. september
nk. Þar verður fjallað um mótun heild-
arstefnu í heilbrigðismálum þjóðarinn-
ar. Við erum ein þjóð og þurfum öll að
hafa aðgang að góðri heilbrigðisþjón-
ustu frá vöggu til grafar.
Nú er komið að þeim skilum í
íslenskri sögu að þjóðin lætur ekki leng-
ur skammta sér úr hnefa á sama hátt og
hún gerði. Forðum daga flutti Lincoln
forseti Bandaríkjanna ávarp í Gettys-
burg og mælti þar fleyg orð um „stjórn
fólksins, af hálfu fólksins og fyrir fólk-
ið“. Þessi orð þurfa að verða leiðarljós
okkar Íslendinga í öllum málum – þín
vegna, af þinni hálfu, fyrir þig.
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
HALLDÓR
Þegar íslenska ríkið og Reykjavíkurborg ákváðu að taka yfir bygg-
ingu og rekstur Hörpunnar í byrjun árs 2009 var það gert á grund-
velli svokallaðrar yfirtökuáætlunar. Hún snerist bæði um ætlaðan
kostnað vegna byggingar hússins, hver rekstrargjöld þess yrðu
þegar það væri tilbúið og hvers konar tekjum það myndi skila. Líkt
og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu á undanförnum dögum þá
stóðust þessar áætlanir varla að nokkru leyti. Byggingarkostnaður
hefur verið mun hærri en upphaflega var áætlað, rekstrarkostnaður
meiri og tekjur mun lægri. Mest sláandi er að tekjur af ráðstefnu-
haldi hafa verið 80 prósentum lægri en tilgreint var í upphaflegum
áætlunum.
Eigendur Hörpu þurfa að
greiða um milljarð króna af
lánum vegna byggingar hennar
í ár. Til viðbótar er búist við að
rekstrartap hússins verði um
400 milljónir króna og KPMG,
sem gerði úttekt á rekstri Hörpu,
segir viðbúið að áframhaldandi
rekstrartap verði á næstu árum.
Í ár var ákveðið að ráðast í skuldabréfaútgáfu til að fjármagna
veisluna. Hún hefur að langmestu leyti verið seld til fjárfestinga-
sveltra lífeyrissjóða, enda útgáfan með ríkisábyrgð. Alls þarf að
ná inn 18,6 milljörðum króna í útboðinu til að gera upp sambanka-
lán, fjármagna lokauppgjör við verktaka og aðrar innspýtingar
skattgreiðenda. KPMG hvetur hins vegar til þess að útgáfan verði
stækkuð í 19,3 milljarða króna til að gera Hörpunni kleift að fá 700
milljónir króna í nýtt rekstrarfé. Miðað við áætlun ársins í ár mun
það fé brenna upp á innan við tveimur árum.
Harpan, sem kostaði um 173 prósentum meira en upphaflega
áætlað var, er ekki fyrsta framkvæmdin sem ráðist hefur verið í á
undanförnum árum sem hefur farið langt fram úr öllum áætlunum.
Héðinsfjarðargöng kostuðu fullgerð rúma 15 milljarða króna, 19
prósentum meira en lagt var upp með. Ný Grímseyjarferja kostaði
167 prósentum meira en upphafleg kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir.
Þjóðarbókhlaðan kostaði helmingi meira en hún átti að gera. Nýjar
skrifstofur Alþingis og Borgarbókasafnið bæði um 90 prósentum
meira. Hús Orkuveitunnar fór að minnsta kosti þriðjung fram úr
áætlun.
Í rannsóknum Þórðar Víkings Friðgeirssonar, lektors við tækni-
og verkfræðideild HR, og mastersnema hans kemur reyndar fram
að um 70 prósent allra opinberra framkvæmda fara fram úr áætlun.
Þegar um er að ræða stærri verkefni, eins og Hörpuna, þá eru um
90 prósenta líkur á framúrkeyrslu.
Þessar staðreyndir boða ekki gott þegar horft er til þess að
fram undan eru tvær mjög dýrar framkvæmdir á ábyrgð ríkisins.
Í fyrradag hófst nefnilega vinna við Vaðlaheiðargöng, sem eiga að
kosta um níu milljarða króna og borga sig upp með veggjöldum.
Sérfræðingar hafa sagt þá áætlun fjarstæðukennda. Brátt verður
síðan ráðist í byggingu nýs Landspítala. Áætlaður kostnaður hans
eru rúmlega 50 milljarðar króna.
Tvennt kemur til greina þegar ofangreint er skoðað. Annaðhvort
eru stjórnmálamennirnir sem taka ákvarðanir um viðkomandi
framkvæmdir vísvitandi þátttakendur í því að blekkja almenning
eða að þeir undirbúi ákvarðanir sem binda gríðarlegt magn af
almannafé í umdeildum framkvæmdum ekki nógu vel. Hvorugt er
ásættanlegt. Á báðu þarf að axla ábyrgð. Það þykir hins vegar ekki
nógu „íslenskt“ að gera það.
Þórður Snær
Júlíusson
thordur@frettabladid.is
SKOÐUN
Orðaleppanotkun
Það getur verið áhugavert að fylgjast
með tilraunum til að orða eitthvað
þannig að það þjóni hagsmunum
mælanda betur. Hvað er til dæmis
neikvæð raunávöxtun? Jú, það er
orðaleppur yfir hið ágæta íslenska
orð tap. Nú er búið að finna upp enn
einn orðaleppinn, í þetta skiptið
í tengslum við Hörpu. Rekstur
hennar á nefnilega að vera
sjálfbær. Sá ágæti íslenskunnar
þjónn, Mörður Árnason, bendir
á þetta á heimasíðu sinni og
les þannig úr að líklega þýði
þetta að ekki eigi að vera
halli á rekstrinum.
Biðlað til samherja
Mörður hefur annars verið ötull að
spyrja gagnrýnna spurninga varðandi
Hörpu. Nú gengur hann lengra
og kallar eftir því að forráðamenn
„Harpa house“, sem hvað hæst
mærðu verkefnið fyrr á tíð, leiti
sér að nýrri vinnu. Þar beinir hann
meðal annars tilmælum
til samflokksfólks síns
fjármála- og utanríkis-
ráðherra, sem tilnefna
í stjórnina, að ógleymdu
Samfylkingarfólki í
meirihluta borgar-
stjórnar.
Aðeins ESB-afstaða
Styrmir Gunnarsson, fyrrum ritstjóri
Morgunblaðsins, fullyrðir, í pistli á
Evrópuvaktinni, að fá, ef nokkur, mál
muni hafa meiri áhrif á val kjósenda í
prófkjörum en afstaða frambjóðenda
til ESB-aðildar. Styrmir segir aðildar-
andstæðinga ekki geta kosið fylgis-
menn á þing og öllum öðrum
álitaefnum en aðild að ESB
þurfi að víkja til hliðar. Óhætt
er að segja að tónninn hafi
verið sleginn fyrir kosninga-
vetur.
kolbeinn@frettabladid.is
Opinberar framkvæmdir standast ekki áætlun:
Íslensk ábyrgð
Þín vegna, af þinni hálfu, fyrir þig
Heilbrigðis-
mál
Örn Bárður
Jónsson
formaður
Hollvinasamtaka
líknardeilda