Fréttablaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 20
20 9. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR 40 ár eru liðin frá því að and-legt þjóðarráð bahá‘ía á Íslandi var fyrst kosið. Þjóðar- ráðið fer með yfirstjórn bahá‘í samfélagsins hér á landi. Í því sitja níu meðlimir sem kosnir eru til eins árs í senn á landsþingi bahá‘ía. Bahá‘í (framborið: bahæ) trúin á sér langa sögu á Íslandi. Höfundar hennar, Bahá‘u‘lláh, var hér fyrst getið á prenti árið 1908, er Þórhallur Bjarnarson, síðar biskup, fór um hann svo- felldum orðum í Nýja kirkju- blaðinu: „Fyrir fjörutíu árum reis upp dýrlegur kennimaður og guðsvottur í Persalandi, og hét hann Baha Ullah. Eins og við mátti búast, dó hann píslarvættis- dauða, andaðist í tyrkneskri prís- und 1892. Margir fylgjendur hans hafa látið lífið fyrir trúarskoðanir sínar, en þær breiðast því betur út. Kenningar hans eru að mörgu leyti svipaðar kenningum kristin- dómsins eins og mannúðlegast og göfugast er með þær farið.“ Hólmfríður Árnadóttir, safn- vörður í Listasafni Einars Jóns- sonar, varð fyrst Íslendinga til að taka bahá‘í trú 1924 og hún þýddi fyrstu bahá‘í bókina á íslensku. Svæðisráð bahá‘ía í Reykjavík var fyrst kosið 1965. Árið 1975 fékk bahá‘í trúin formlega viður- kenningu dóms- og kirkjumála- ráðuneytisins samkvæmt lögum um trúfélög utan þjóðkirkjunnar sem samþykkt voru það ár. Síðar fékkst opinber viðurkenning á bahá‘í helgidögum. Upp úr 1970 var gert átak í kynningu bahá‘í trúarinnar hér á landi og 1971 var haldin alþjóðleg bahá‘í ráð- stefna í Reykjavík, sem sótt var af rúmlega 800 manns frá 36 þjóð- löndum. Starf bahá‘ía að skógrækt í landi Skóga í Þorskafirði hefur vakið athygli. Það hófst með starfi Jochums Eggertssonar sem var einn af brautryðjendum skóg- ræktar hér á landi og meðal fyrstu bahá‘íanna. Starfi hans hefur verið haldið áfram á þessum sögu- fræga stað. Samkvæmt lögum um landshlutabundin skógræktar- verkefni er stefnt að því að a.m.k. 5% láglendis á Íslandi verði þakin skógi árið 2040. Skógræktar- verkefnið að Skógum er hluti af þessari heildar mynd og bahá‘íar telja mikilvægt að láta ekki sinn hlut eftir liggja með öflugu skógræktar átaki. Bahá‘í heimssamfélagið tekur virkan þátt í umræðu um málefni framtíðar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Fulltrúar íslenska samfélagsins sóttu ráðstefnur SÞ um umhverfi og þróun í Ríó, um félagslega þróun í Kaupmanna- höfn og um málefni kvenna í Peking. Samfélagið hefur einnig tekið þátt í umræðu hér á landi í tengslum við ár SÞ og lagði á ári fjölskyldunnar fram yfirlýsingu um mikilvægi fjölskyldunnar í þjóðfélaginu. Gefnar hafa verið út á íslensku bahá‘í yfirlýsingar um friðarmál, jafnrétti kynjanna, hagsæld mannkyns og framtíðar- þróun SÞ. Bahá‘íar í Íran hafa um langt skeið verið ofsóttir af þar lendum yfirvöldum vegna trúar sinnar. Um 300 þeirra hafa verið líf- látnir á undanförnum áratugum og fjöldi verið hrakinn frá heim- ilum sínum, vísað úr skólum og meinað um atvinnu. Þungir dómar voru nýlega kveðnir upp yfir sjö helstu leiðtogum samfélagsins. Íslensk stjórnvöld hafa ávallt stutt ályktanir á vettvangi SÞ um mannréttindabrot í Íran þar sem bahá‘ía er sérstaklega getið. Slíkur alþjóðlegur þrýstingur er ómetanlegur. Bahá‘í samfélagið er rótgróið íslensku samfélagi, tekur þátt í þvertrúarstarfi og hefur átt gott samstarf við fjöl- mörg samtök og einstaklinga sem vinna að því að bæta íslenskt sam- félag. Á undanförnum árum hafa bahaí‘ar um allan heim einbeitt sér að framgangi þjálfunarferlis, sem felur í sér gerð námsgagna, fræðslu og þjálfun fólks á öllum aldri. Þjálfunarferlið byggir á námsefni sem samið er með heildarmynd samfélags í huga og myndar þannig samfellu milli aldurshópa, barna, unglinga og fullorðinna. Tilgangurinn er að hafa áhrif til góðs í heiminum, stuðla að friði og farsæld mannlegs samfélags og vinna að menningu þar sem áherslan er fremur á andleg gildi en þau efnislegu. Þetta felur m.a. í sér að hefja aftur til vegs og virðingar gildi eins og traust, heiðarleika, sann- leiksást og aðrar manndyggðir sem virðast hafa fallið milli skips og bryggju á tímum efnishyggju og vantrúar. Unnið er með hug- tök sem stuðla að friði, sáttum og raunverulegum framförum eins og jafnrétti, einingu og samráði. Bahá‘í samfélög um allan heim vinna að sama markmiði óháð búsetu og aðstæðum. Hér eins og annars staðar er þessi starf- semi opin öllum, hvaða trú eða lífs skoðanir sem þeir kunna að aðhyllast. Öllum er boðið að taka þátt í þessu starfi hvort heldur sem um er að ræða bænastundir sem næra andann eða sjálft náms- ferlið sem miðar að því að byggja upp nýja siðmenningu. AF NETINU Viðhöfn Hjörleifur Stefánsson arkitekt skrifar merkilega grein í Fréttablaðið í morgun sem rétt er að vekja athygli á. Maður hristir eiginlega bara hausinn yfir því sem þar kemur fram. [...] Hjörleifur fullyrðir beinlínis að menn hafi vísvitandi búið til blekkingaráætlun um rekstur Hörpu. Eðlilegt er og sjálfsagt að málið verði rannsakað af alvöru. Harpa er staðreynd og rekstur hússins mun vonandi ganga betur á næstunni en verið hefur, en eigi skattgreiðendur að borga brúsann í enn ríkari mæli en útlit var fyrir, þá eiga þeir allan rétt á að fá að vita nákvæmlega hvernig til þessa húss var stofnað. Hins vegar varð grein Hjörleifs líka til að ég fór að rifja upp tillöguna sem hann stóð að ásamt fleirum. Tillögu Viðhafnar. Það tónlistarhús hefði orðið mun sérkennilegra en það sem á endanum reis, hvort sem mönnum finnst það fallegra eða ekki. blog.pressan.is/illugi Illugi Jökulsson Samkvæmt lögum um landshlutabundin skógræktarverkefni er stefnt að því að a.m.k. 5% láglendis á Íslandi verði þakin skógi árið 2040. Dagana 28.–29. júní sl. var haldin alþjóðleg ráðstefna um einelti á netinu í Sorbonne háskólanum í París. Hún var haldin af samstarfs- verkefninu COST Action IS801 Cyberbullying: coping with nega- tive and enhancing positive uses of new technologies, in relationships in educational settings. Það starfar á vegum Evrópusambandsins. Vefslóð þess er https://sites.google.com/site/ costis0801/ og á henni má nálgast frekari upplýsingar. Verkefninu er stýrt af Peter K. Smith, prófessor emeritus í sálfræði við Goldsmiths háskólann í London. COST verkefnið Verkefnið fjallar um einelti við upp- eldisaðstæður. Einelti á sér þó stað að einhverju leyti hjá öllum aldurs- hópum. En vissulega eru 11–16 ára börn og unglingar að læra samskipti og prófa hvað þau komast upp með og í þeirra hópi eru afleiðingarnar alvarlegastar. Það var flutningur stríðni frá skólalóðinni út á netið og á farsímana sem var upphaf þessara rannsókna. Netið er öflugur miðill og alvarleiki eineltis breytist mikið með notkun þess og það stendur þá líka yfir í frítíma, um helgar, jafn- vel allan sólarhringinn og árásirnar geta tengst nafni þolandans alla ævi. Erfitt er að gera sér grein fyrir umfangi málsins, en fjöldi sjálfsvíga ungra þolenda hefur vakið mikla athygli. Þótt þau megi rekja til eineltis eru þau jafnan skráð á aðrar orsakir. Fram hefur komið að þung- lyndi er algeng afleiðing eineltis, en margir líkamlegir kvillar fylgja því líka, enda líðan á líkama og sál oft samtvinnuð. Skilgreiningar Vinnuhópur 1 í COST verkefninu lagði á ráðstefnunni fram niður- stöður rannsókna sem m.a. koma fram í greininni Cyberbullying: Labels, behaviours and definition in three European countries sem birtist í Australian Journal of Guid- ance and Counselling, 20. árg. (2) á árinu 2010. Höfundar eru Nocentini, A. og fleiri. Fram kom að algengustu formin voru að senda meiðandi texta eða skriflegt einelti, meiðandi mynd- birting eða myndbirting sem brýtur gegn friðhelgi einkalífs, sem er sýnilegt einelti, að afla sér pers- ónulegra upplýsinga um hinn einelta eða upplýsingar sem leynt eiga að fara eða að komast yfir netauðkenni hans, sem er innrás í persónulegt líf hans, og að fjarlægja hann úr net- hópum, sem er útskúfun. Þetta eru ný eineltisform frá því sem við- gengist hefur á skólalóðinni, nema útskúfun. Við greiningu á neteinelti er miðað við að það hafi verið gert viljandi og sé meiðandi, að það sé endurtekið hvað eftir annað innan ákveðins tímaramma (t.d. viku), að valdaójafnvægi sé til staðar þannig að hinn einelti viti ekki hvernig hann eigi að verja sig og að nafn- leysi og opinberri birtingu hafi verið beitt. Í rannsókn sem tók saman niður- stöður margra fræðigreina kom fram að meiðandi vilji væri nánast alltaf til staðar. Hins vegar eru endurteknar árásir sjaldgæfari eða í um 60% tilfella. Valdaójafnvægi var í tæplega 30% tilvika. Í sömu rannsókn kom fram að farsímar og snjallsímar væru mest notaðir til eineltis, en notkun hreyfimynda fer vaxandi. Birtingar á YouTube eru þannig mikið til umræðu í Banda- ríkjunum, en þær þykja verulega meiðandi og eru stundum kynferðis- legs eðlis. Aukin umræða Vaxandi meðvitund og rannsóknir hafa aukið skilning á málefninu. Athyglin beinist sífellt meira að gerandanum, en í upphafi beindist hún að þolandanum, að veikleikum hans og hvort hann hefði einkenni sem kölluðu á hjálp. Þessi umskipti eru afar mikilvæg, en til þessa hafa þolendur hrökklast úr skólum vegna eineltis, en reikna má með því að í framtíðinni verði gerendur látnir fara. Í Ástralíu eru í gildi lög sem banna einelti. Foreldrar koma með farsíma og tölvur til lögreglu sem sönnunargögn og kærur eru lagðar fram. En margir sálfræðingar eru andvígir því að unglingar komist á sakaskrá vegna neteineltis sem þeir telja að sé uppeldislegt verkefni for- eldra og skóla. Þar í álfu er í gangi rannsókn sem á að skýra frekar mögulegt hlutverk lagasetningar í eineltismálum. Niðurlag COST verkefnið hefur staðið yfir í tæp fjögur ár og er að nálgast enda- lok sín. Mikilli þekkingu hefur verið safnað saman á vegum þess og nú er verið að kynna hana og koma henni í búning fyrir almenning og fræði- menn. Evrópusambandið hefur sýnt þessum málum áhuga og stjórn- völd hér á landi takast á við þau á margan hátt. Mikilvægt er að hefja rannsóknir á neteinelti hér á landi. Um neteinelti Að byggja upp nýja siðmenninguSamfélagsmál Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur Trúmál Eðvarð T. Jónsson eftirlaunaþegi og bahá‘í MADONNA DI CAMPIGLIO / SELVA VAL GARDENA / CANAZEI CANAZE I FRÁBÆR VALKOS TUR Í NÝTT MEIRA Á urva lutsyn.is Ítölsku Ölpunum!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.