Fréttablaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 28
FÓLK|
Tanja Huld Levý Guðmundsdóttir er nýútskrifaður fatahönnuður úr Listaháskóla Íslands. Í sumar fékk
hún styrk til að gera rannsóknir á endur-
vinnslu textíls og endurskapa efni með
umhverfisvænum aðferðum. Verkefnið er
í fullum gangi og Tanja hefur nýlokið við
að setja saman texta um skaðsemi hefð-
bundinnar textílframleiðslu og sjálfbæra
tísku.
VILL DREIFA BOÐSKAPNUM
„Stefnan er að koma upplýsingunum
á framfæri á heimasíðu fljótlega. Mig
langar til þess að vekja fólk til umhugs-
unar í fatakaupum. Það er svo auðvelt að
fara í H&M og hrúga í körfuna hugsunar-
laust og nota svo fötin kannski bara einu
sinni. Ég vona að ég geti fengið fólk til að
hugsa um hvaðan fötin koma, hvaða efni
eru notuð og hvar þau eru framleidd, því
það skiptir máli,“ segir Tanja og bætir
brosandi við: „Ég er samt ekkert að
predika yfir fólki að hætta að kaupa föt
heldur bara að vera meðvitað á meðan.“
GERIR TILRAUNIR
Næsta skref í verkefninu er tilrauna-
starfsemi. „Ég er að byrja á verklega
hlutanum og vinn þá aðallega út frá
textíl. Mig langar að gera tilraunir með
jurtalitun, safna gömlum efnum og gera
tilraunir. Útkoman verður vonandi fata-
lína sem ég myndi þá selja. Hluta af sölu-
hagnaðinum hafði ég hugsað mér að gefa
í gott málefni.“
Niðurstöður verkefnisins segist Tanja
þó ekki ætla að selja. „Upphaflega hug-
myndin var að þróa nýjar, umhverfis-
vænar aðferðir úr öðrum þekktum
eins og til dæmis jurtalitun. Höfundar-
rétturinn skiptir mig þó engu máli heldur
vil ég frekar vera öðrum hönnuðum inn-
blástur og gefa þeim hugmyndir til að
nýta og þróa áfram.“
FRAMTÍÐARDRAUMAR
Framtíðin er spennandi hjá þessum unga
hönnuði, en Tanja stefnir á frekara nám í
textíl áður en hún heldur út í heim: „Mig
langar til þess að sérhæfa mig í textíl og
ætla þess vegna í textíldeildina í Mynd-
listaskólanum í Reykjavík í haust. Eftir
það langar mig til útlanda, annaðhvort í
starfsnám eða mastersnám,“ segir Tanja
og horfir þá helst til Belgíu og Hollands.
Segja má að rannsóknarverkefni sum-
arsins sé byrjunin á framtíðardraumnum,
sem lýtur að frekari tilraunum: „Í fram-
tíðinni langar mig að vinna með fólki sem
hefur svipaðar hugmyndir og ég. Ég væri
til í að vinna við að þróa umhverfisvænar
aðferðir til að framleiða föt og textíl,“
segir Tanja og bætir við: „Mig langar ein-
faldlega að hafa frelsi til að gera tilraunir.
Ég vil að tilraunastarfsemi verði alltaf
hluti af hönnun minni.“ ■ halla@365.is
ÞJÓÐLEGT
NAGLALAKK
Þessir íþróttakonur létu
þjóðarstoltið lýsa sér
leið í vali á naglalakki.
ÁFRAM
MEXÍKÓ
Aðdáendur
mexíkóska
fótboltaliðsins
hvetja liðið
áfram.
HELLO KITTY
Lin Yi Chun, sem
keppir í skotfimi,
klæðist hönskum með
tígrisdýramynstri og
notar vopn skreytt með
Hello Kitty.
BLÁR, HVÍTUR
OG RAUÐUR
Þessi áhorfandi mætti
á frjálsíþróttakeppni
leikanna. Auðvelt
er að sjá hvaða þjóð
hann styður. MYNDIR/AFP
TILRAUNIR Í TEXTÍL
Tanja Huld Levý Guðmundsdóttir er fatahönnuður á framabraut og nýtir
sumarmánuðina í rannsóknarvinnu á endurvinnslu textíls og umhverfis-
vænum framleiðsluaðferðum.
4 | FÓ K | TÍSKA
Lakkaðar neglur, húðflúr og skartgripir. Allt þetta og meira til nota íþróttamennirnir á Ólympíuleikunum í London til að skreyta sig með. Þeir vita sem er að augu heims-
byggðarinnar eru á þeim og vilja líta sem best út meðan linsa
myndavélanna beinist að þeim. Stemningin meðal áhorfenda
á pöllunum er líka góð og þeir skarta oft hinum ýmsu búning-
um. Hér eru nokkrir skrautlegir íþróttamenn og áhangendur.
ÍÞRÓTTATÍSKA Á ÓL
LITRÍK Íþróttamennirnir sem keppa á Ólympíuleikunum hætta ekki að
hugsa um útlitið þótt þeir einbeiti sér fyrst og fremst að keppninni.
SKRAUTLEGIR
SOKKAR
Bandarísk sundkona
klæddist sokkum í
fánalitunum þegar hún
mætti til leiks í úrslitum
í flugsundi.
FLOTT Í BLEIKU
Gabrielle Douglas
vann gullverðlaun
í fimleikum. Hún
hefur sætt gagn-
rýni fyrir bún-inga
og hárgreiðslu.
SUMARHÚSIÐ
& GARÐURINN
T ÍMARIT IÐ
Ljósmynda- og plöntusýning
4. og 5. ágúst kl. 14:00 - 18:00
í Fossheiði 1, Selfossi
Hjartanlega velkomin
Upplifun
um verslunarmannahelgina
á Selfossi
Áskrift í síma 578-4800 og á www.rit.is
Áskrift í eitt ár kostar kr. 4.780 sé greitt með greiðslukorti. Þrjú eldri blöð fylgja með.
Vandað og áhugavert lífsstílstímarit um allt
sem viðkemur garðyrkju og sumarhúsalífi .
Blaðið kemur út fi mm sinnum á ári og er
uppfullt af fróðleik og skemmtilegu lesefni.
APPELSÍNUGULAR
GYÐJUR
Þessar flottu konur
voru mættar til að sjá
hollenska hokkíliðið
keppa. Búningar
þeirra vísa í upphaf-
legu Ólympíuleikana
í Grikklandi.
SPENNANDI VERK
Tanja Huld fékk styrk
til að gera rannsóknir
á endurvinnslu textíls
og endurskapa efni
með umhverfisvænum
aðferðum.
Save the Children á Íslandi