Fréttablaðið - 09.08.2012, Page 40
9. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR32 32
menning@frettabladid.is
Listagilið, Deiglan og Sundlaug
Akureyrar
Listagilið á Akureyri iðar af
myndlistar- og sjónlistalífi þessa
dagana, upp úr og niður úr. Í
gilinu sjálfu er sýning sem ber
heitið Textílbomban þar sem 35
norðlenskir textíllistamenn, list-
nemar á listnámsbraut VMA, Álf-
konur (áhugaljósmyndarar) og
sérsveit ungs fólks, eins og það er
orðað í sýningarskrá, sýna verk
sín. Verkin hanga flest á snúrum
sem strengdar eru yfir gilið en
verkunum er einnig komið fyrir á
gangstéttum og veggjum í gilinu
og fleiri stöðum.
Í heildina er tilkomumest að
horfa á textílbombuna ofan frá,
þ.e. standandi ofarlega í lista-
gilinu, en neðan frá lítur bomban
fremur tuskulega út, nánast eins
og þvottur hafi gleymst úti á
snúru. Þarna er spurning hvort
ekki hefði farið betur að stýra
upphenginu betur í stað þess að
demba öllu í einn graut. Það er
þó vel þess virði, fyrir forvitnis-
sakir, að rölta upp að stærsta fána
Íslands ofarlega í gilinu sem þar
hangir í 12 metra langri flagg-
stöng, en fáninn er unninn af fjór-
um textíllistakonum sem kenna sig
við Tíuna, vinnustofu í Listagili.
Í sundlaug Akureyrar, sem má
segja að sé efst í gilinu, stendur
yfir hin líflega sýning Dýfurnar
þar sem myndlistarmenn, list-
nemar og börn sýna verk sín. Sú
sýning er, eins og Textílbomban, í
umsjón Sjónlistamiðstöðvar Akur-
eyrar sem starfrækt er í Lista-
gilinu, en undir miðstöðina heyrir
Listasafn Akureyrar, Deiglan og
Ketilhúsið.
Dýfurnar er sýning af því tag-
inu þar sem myndlistin er „færð
út til fólksins“ til að hrista upp í
umhverfinu, eins og góð myndlist
á að gera. Fjöldi verka er á sýn-
ingunni, frammi í afgreiðslu, inni
í klefum og hvarvetna eiginlega
sem hægt er að koma henni fyrir
með góðu móti.
Íslenski þjóðsöngurinn unninn
í tré hangir í allri sinni dýrð við
annan enda laugarinnar. Verkið
er eftir nemendur Hlíðarskóla á
Akureyri. Upphafinn söngurinn
passar einhvern veginn illa inn
í sundlaugarumhverfið, en er
kannski góður þarna einmitt þess
vegna. Enginn sko sérstakur, sem
er listamannsnafn forstöðumanns
Sjónlistamiðstöðvarinnar, Hann-
esar Sigurðssonar, á einnig bráð-
skemmtilegt verk á sýningunni
ásamt Svanfríði Ingvadóttur, versl-
unarstjóra Pier á Akureyri, sem
ég get mér til að hafi skaffað eitt-
hvað af húsgögnunum og myndun-
um sem verkið samanstendur af.
Verkið heitir Ég skrapp til Balí.
Á skilti segir að verkið sé aðeins
fyrir alla 18 ára og eldri og fjórir
komist þar fyrir í einu. Ég var svo
heppinn að tveir kaffibrúnir sund-
laugargestir sátu í sólbaði í verk-
inu, en án þátttöku er verkið ekki
fullgert, enda er verkið þátttöku-
gjörningur, eins og tekið er fram á
skiltinu. Þarna er sem sagt hægt að
skreppa til Balí rétt sem snöggvast
en verkið er í anda „total installa-
tion“ Kabakov hjóna, Þorvaldar
Þorsteinssonar o.fl. listamanna.
Um alla Akureyri, þar á meðal
í gilinu sjálfu, stendur svo yfir
sýningin Hér + Þar + Allstaðar =
Allt +. Í listagilinu beggja vegna
götunnar eru svo ein sex sýningar-
rými fyrir myndlist þar sem nær
alls staðar standa yfir sýningar
þessa dagana, Listasafn Akureyrar,
Populus Tremula, salur Myndlist-
arfélagsins eða Gallerí Box, Ketil-
húsið, Mjólkurbúðin og Deiglan.
Í Deiglunni sýnir listakonan
Hildur María Hansdóttir heklaðar
marglitar gólfmottur, sem einnig
fara vel á vegg, enda hanga þær
allar uppi á vegg á sýningunni.
Þetta er endurvinnslulist þar sem
efniviðurinn í motturnar er notuð
föt af fatamörkuðum bæjarins sem
rifin hafa verið niður í strimla.
Sýning Hildar Maríu ber heitið
Í björtu og verkin bera ljóðræna
titla flest hver. Í Andalúsíu leika
sólríkir litatónar aðalhlut verkið,
í Hafspegli eru litbrigði hafsins
rannsökuð og svo framvegis.
Verkin á sýningunni eru misjafn-
lega stór, og lítið eitt óregluleg í
lögun, sem gefur þeim karakter,
þó svo þau séu öll nema eitt fer-
hyrnd. Bestu verkin á sýningunni
eru hin litfagra motta Lágheiði 2
og Malbik, en í þeim nær listamað-
urinn trúverðugum tökum á við-
fangsefninu. Þóroddur Bjarnason
Niðurstaða: Þrjár misgóðar sýningar
sem geisla af framkvæmdagleði.
SJÓNLISTALÍF Á AKUREYRI
DÝFINGAR Þátttökugjörningurinn Ég skrapp til Balí vakti ánægju myndlistargagnrýn-
anda. MYND/ÞÓRODDUR BJARNASON
Sjónlist ★★★ ★★
Textílbomban, Dýfurnar, Hér+
Þar + Allstaðar = Allt +.
Ýmsir listamenn
Bæjarhátíðin Sumar á Selfossi
hefst með pompi og prakt í dag
og stendur yfir helgina. Rokkið
verður í hávegum haft í kvöld
þegar Kiryama Family, Wicked
Strangers, hljómsveitin Elín Hel-
ena, Foreign Monkeys, Cater-
pillarmen og Vintage Caravan
koma fram í Miðbæjar garðinum.
Mannakorn og Stuðla-
bandið halda fjörinu
gangandi annað
kvöld og á laug-
ardaginn leika
Raggi Bjarna,
Þorgeir Ástvalds
og Þorvaldur Hall-
dórs fyrir dansi í
hátíðartjaldinu. Þá verður einnig
boðið upp á sléttusöng, flugelda-
sýningu og margt fleira.
Selfoss verður þó ekki eini-
staðurinn á Suðurlandi sem
býður upp á fjör um helgina,
því hin árlega Aldamóta hátíð
á Eyrarbakka stendur einnig
yfir og hefst á morgun. Meðal
þess sem þar verður í boði er
hænsnabrúðkaup, þjóðdansar,
hestvagnar, forn-
bílar, nikkuspil og
sviðakjammar
auk þess sem
kjötsúpa verður
á boð stólum fyrir
gesti og gangandi. - trs
Hænsnabrúðkaup og
rokktónleikar
NÓG Í BOÐI Eilífðartöffarinn Raggi Bjarna er á meðal þeirra sem koma fram
á Selfossi um helgina. Boðið verður upp á sviðakjamma og fleira tengt fortíð
Íslands á Eyrarbakka. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
í dag kl. 16.30
Pikknikk
tónleikar
www.norraenahusid.is – 551 7030
Fuglaskoðun laugardaga kl. 14.00.
Pikknikkveitingar fást í mótttökunni.
Byzantine Silhouette
spilar
MIÐASALA Í HÖRPU OG Á HARPA.IS. MIÐASÖLUSÍMI 528 5050
SAGA UM ÁSTIR OG HEFND
JÓHANN FRIÐGEIR VALDIMARSSON · AUÐUR GUNNARSDÓTTIR
TÓMAS TÓMASSON / ANOOSHAH GOLESORKHI
ELSA WAAGE / ALINA DUBIK · VIÐAR GUNNARSSON
KÓR OG HLJÓMSVEIT ÍSLENSKU ÓPERUNNAR · HLJÓMSVEITARSTJÓRI: CAROL I. CRAWFORD
LÝSING: BJÖRN BERGSTEINN GUÐMUNDSSON · BÚNINGAR: ÞÓRUNN MARÍA JÓNSDÓTTIR
LEIKMYND: GRETAR REYNISSON · LEIKSTJÓRI: HALLDÓR E. LAXNESS
FRUMSÝNING 20. OKTÓBER 2012
MIÐASALA HEFST
Í DAG KL. 12!
HAUKUR GUÐLAUGSSON leikur á hádegistónleikum í Hallgrímskirkju í dag klukkan
12. Á efnisskránni eru meðal annars g-moll fantasía J.S. Bach og Gotneska svítan eftir Boëll-
mann ásamt sálmforleik eftir Reger og verkum eftir Guillmant og Lefébure-Wély.