Fréttablaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 09.08.2012, Blaðsíða 40
9. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR32 32 menning@frettabladid.is Listagilið, Deiglan og Sundlaug Akureyrar Listagilið á Akureyri iðar af myndlistar- og sjónlistalífi þessa dagana, upp úr og niður úr. Í gilinu sjálfu er sýning sem ber heitið Textílbomban þar sem 35 norðlenskir textíllistamenn, list- nemar á listnámsbraut VMA, Álf- konur (áhugaljósmyndarar) og sérsveit ungs fólks, eins og það er orðað í sýningarskrá, sýna verk sín. Verkin hanga flest á snúrum sem strengdar eru yfir gilið en verkunum er einnig komið fyrir á gangstéttum og veggjum í gilinu og fleiri stöðum. Í heildina er tilkomumest að horfa á textílbombuna ofan frá, þ.e. standandi ofarlega í lista- gilinu, en neðan frá lítur bomban fremur tuskulega út, nánast eins og þvottur hafi gleymst úti á snúru. Þarna er spurning hvort ekki hefði farið betur að stýra upphenginu betur í stað þess að demba öllu í einn graut. Það er þó vel þess virði, fyrir forvitnis- sakir, að rölta upp að stærsta fána Íslands ofarlega í gilinu sem þar hangir í 12 metra langri flagg- stöng, en fáninn er unninn af fjór- um textíllistakonum sem kenna sig við Tíuna, vinnustofu í Listagili. Í sundlaug Akureyrar, sem má segja að sé efst í gilinu, stendur yfir hin líflega sýning Dýfurnar þar sem myndlistarmenn, list- nemar og börn sýna verk sín. Sú sýning er, eins og Textílbomban, í umsjón Sjónlistamiðstöðvar Akur- eyrar sem starfrækt er í Lista- gilinu, en undir miðstöðina heyrir Listasafn Akureyrar, Deiglan og Ketilhúsið. Dýfurnar er sýning af því tag- inu þar sem myndlistin er „færð út til fólksins“ til að hrista upp í umhverfinu, eins og góð myndlist á að gera. Fjöldi verka er á sýn- ingunni, frammi í afgreiðslu, inni í klefum og hvarvetna eiginlega sem hægt er að koma henni fyrir með góðu móti. Íslenski þjóðsöngurinn unninn í tré hangir í allri sinni dýrð við annan enda laugarinnar. Verkið er eftir nemendur Hlíðarskóla á Akureyri. Upphafinn söngurinn passar einhvern veginn illa inn í sundlaugarumhverfið, en er kannski góður þarna einmitt þess vegna. Enginn sko sérstakur, sem er listamannsnafn forstöðumanns Sjónlistamiðstöðvarinnar, Hann- esar Sigurðssonar, á einnig bráð- skemmtilegt verk á sýningunni ásamt Svanfríði Ingvadóttur, versl- unarstjóra Pier á Akureyri, sem ég get mér til að hafi skaffað eitt- hvað af húsgögnunum og myndun- um sem verkið samanstendur af. Verkið heitir Ég skrapp til Balí. Á skilti segir að verkið sé aðeins fyrir alla 18 ára og eldri og fjórir komist þar fyrir í einu. Ég var svo heppinn að tveir kaffibrúnir sund- laugargestir sátu í sólbaði í verk- inu, en án þátttöku er verkið ekki fullgert, enda er verkið þátttöku- gjörningur, eins og tekið er fram á skiltinu. Þarna er sem sagt hægt að skreppa til Balí rétt sem snöggvast en verkið er í anda „total installa- tion“ Kabakov hjóna, Þorvaldar Þorsteinssonar o.fl. listamanna. Um alla Akureyri, þar á meðal í gilinu sjálfu, stendur svo yfir sýningin Hér + Þar + Allstaðar = Allt +. Í listagilinu beggja vegna götunnar eru svo ein sex sýningar- rými fyrir myndlist þar sem nær alls staðar standa yfir sýningar þessa dagana, Listasafn Akureyrar, Populus Tremula, salur Myndlist- arfélagsins eða Gallerí Box, Ketil- húsið, Mjólkurbúðin og Deiglan. Í Deiglunni sýnir listakonan Hildur María Hansdóttir heklaðar marglitar gólfmottur, sem einnig fara vel á vegg, enda hanga þær allar uppi á vegg á sýningunni. Þetta er endurvinnslulist þar sem efniviðurinn í motturnar er notuð föt af fatamörkuðum bæjarins sem rifin hafa verið niður í strimla. Sýning Hildar Maríu ber heitið Í björtu og verkin bera ljóðræna titla flest hver. Í Andalúsíu leika sólríkir litatónar aðalhlut verkið, í Hafspegli eru litbrigði hafsins rannsökuð og svo framvegis. Verkin á sýningunni eru misjafn- lega stór, og lítið eitt óregluleg í lögun, sem gefur þeim karakter, þó svo þau séu öll nema eitt fer- hyrnd. Bestu verkin á sýningunni eru hin litfagra motta Lágheiði 2 og Malbik, en í þeim nær listamað- urinn trúverðugum tökum á við- fangsefninu. Þóroddur Bjarnason Niðurstaða: Þrjár misgóðar sýningar sem geisla af framkvæmdagleði. SJÓNLISTALÍF Á AKUREYRI DÝFINGAR Þátttökugjörningurinn Ég skrapp til Balí vakti ánægju myndlistargagnrýn- anda. MYND/ÞÓRODDUR BJARNASON Sjónlist ★★★ ★★ Textílbomban, Dýfurnar, Hér+ Þar + Allstaðar = Allt +. Ýmsir listamenn Bæjarhátíðin Sumar á Selfossi hefst með pompi og prakt í dag og stendur yfir helgina. Rokkið verður í hávegum haft í kvöld þegar Kiryama Family, Wicked Strangers, hljómsveitin Elín Hel- ena, Foreign Monkeys, Cater- pillarmen og Vintage Caravan koma fram í Miðbæjar garðinum. Mannakorn og Stuðla- bandið halda fjörinu gangandi annað kvöld og á laug- ardaginn leika Raggi Bjarna, Þorgeir Ástvalds og Þorvaldur Hall- dórs fyrir dansi í hátíðartjaldinu. Þá verður einnig boðið upp á sléttusöng, flugelda- sýningu og margt fleira. Selfoss verður þó ekki eini- staðurinn á Suðurlandi sem býður upp á fjör um helgina, því hin árlega Aldamóta hátíð á Eyrarbakka stendur einnig yfir og hefst á morgun. Meðal þess sem þar verður í boði er hænsnabrúðkaup, þjóðdansar, hestvagnar, forn- bílar, nikkuspil og sviðakjammar auk þess sem kjötsúpa verður á boð stólum fyrir gesti og gangandi. - trs Hænsnabrúðkaup og rokktónleikar NÓG Í BOÐI Eilífðartöffarinn Raggi Bjarna er á meðal þeirra sem koma fram á Selfossi um helgina. Boðið verður upp á sviðakjamma og fleira tengt fortíð Íslands á Eyrarbakka. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA í dag kl. 16.30 Pikknikk tónleikar www.norraenahusid.is – 551 7030 Fuglaskoðun laugardaga kl. 14.00. Pikknikkveitingar fást í mótttökunni. Byzantine Silhouette spilar MIÐASALA Í HÖRPU OG Á HARPA.IS. MIÐASÖLUSÍMI 528 5050 SAGA UM ÁSTIR OG HEFND JÓHANN FRIÐGEIR VALDIMARSSON · AUÐUR GUNNARSDÓTTIR TÓMAS TÓMASSON / ANOOSHAH GOLESORKHI ELSA WAAGE / ALINA DUBIK · VIÐAR GUNNARSSON KÓR OG HLJÓMSVEIT ÍSLENSKU ÓPERUNNAR · HLJÓMSVEITARSTJÓRI: CAROL I. CRAWFORD LÝSING: BJÖRN BERGSTEINN GUÐMUNDSSON · BÚNINGAR: ÞÓRUNN MARÍA JÓNSDÓTTIR LEIKMYND: GRETAR REYNISSON · LEIKSTJÓRI: HALLDÓR E. LAXNESS FRUMSÝNING 20. OKTÓBER 2012 MIÐASALA HEFST Í DAG KL. 12! HAUKUR GUÐLAUGSSON leikur á hádegistónleikum í Hallgrímskirkju í dag klukkan 12. Á efnisskránni eru meðal annars g-moll fantasía J.S. Bach og Gotneska svítan eftir Boëll- mann ásamt sálmforleik eftir Reger og verkum eftir Guillmant og Lefébure-Wély.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.