Fréttablaðið - 26.07.2012, Síða 2
26. júlí 2012 FIMMTUDAGUR2
Móhellu 2, 221 Hafnarfjörður
Sími 555 3100 www.donna.is
„Enn einn heitur dagur“
Fáðu gust úr vandaðri Honeywell viftu
Benedikt, ertu að renna blint í
sjóinn með þetta?
„Nei, ég er fær í flestan sjó enda
þarf ég ekki gleraugu í sjósundi.“
Benedikt Lafleur, sjósundkappi og
listamaður, hyggst koma á fætur ferða-
þjónustu tengdri sjósundi. Benedikt fékk
í síðustu viku ferðaskipuleggjandaleyfi.
UMHVERFISMÁL „Það er eitthvað
mikið að ske þarna og mikið að,“
segir stangveiðimaðurinn Guð-
mundur Falk á spjallsvæði vefs-
ins veidi.is þar sem hann gerir
stöðuna í lífríkinu í Kleifarvatni
að umtalsefni.
„Kafari sem ég þekki til fór í
Kleifarvatn, og ekki bara á helstu
staði þar sem kafað er, heldur við
austurlandið líka og er mikið af
dauðum fiski í botninum, bæði
stór og smár og mikil rotnun,“
skrifar Guðmundur á veidi.is.
Ekki náðist í Guðmund í gær
en í færslu á spjallsvæðinu spyr
hann hvort ekki þurfi að athuga
með gæði vatnsins. Brennisteins-
vetni streymi upp um sprungur á
botni vatnsins og sé að aukast það
mikið að það drepi fiskinn.
Stangaveiðifélag Hafnarfjarð-
ar hefur Kleifarvatn til umráða
og selur þar veiðileyfi. Vilborg
Reynisdóttir, formaður félagsins,
kveðst ekki hafa vitneskju um
stórfelldan fiskadauða í vatninu.
„Við vildum helst að viðkom-
andi kafari myndi láta okkur
vita hvar þetta er svo við getum
farið í einhverja rannsókn,“ segir
Vilborg og bendir á að svæðið
sé jarðfræðilega óstöðugt. „Það
getur komið gas upp og fiskurinn
synt yfir. Þetta gæti hafa gerst í
mörg ár án þess að við vitum af
því,“ bætir hún við og kveðst ætla
að setja sig í samband við Veiði-
málastofnun. „Ég ætla að athuga
hvort þeir geti ekki liðsinnt okkur
með þetta.“
Þórólfur Antonsson fiskifræð-
ingur segir Veiðimálastofnun ekki
hafa haft spurnir af fiskadauða í
Kleifarvatni. Þórólfur minnir á
að miklar breytingar hafi orðið
við Kleifarvatn eftir Suðurlands-
skjálftann árið 2000. Vatnsborðið
hafi lækkað afar mikið en sé þó
breytilegt og hverir kraumi undir
yfirborðinu. „Það er því ekki að
furða þótt eitthvað gangi á en við
höfum ekki gert neinar rannsókn-
ir á því,“ segir hann.
Þórólfur segir ýmis efni koma
upp með heita vatninu og eftir því
sem yfirborð Kleifarvatns lækki
hafi þessi efni hlutfallslega meiri
áhrif. „Svo gæti þetta verið stað-
bundið í vatninu og fiskurinn
villst inn á einhver svæði sem eru
slæm,“ segir hann og bætir við að
Veiðimálastofnun vildi gjarnan
að betur væri fylgst með Kleif-
arvatni í kjölfar þeirra breytinga
sem orðnar eru vegna jarðskjálft-
anna. gar@frettabladid.is
Fiskar í Kleifarvatni
sagðir í andarslitrum
Mikið er af dauðum fiski í Kleifarvatni samkvæmt spjallvef veiðimanna.
Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar hyggst leita til Veiðimálastofnunar sem ekki
hefur fylgst með stöðunni. Við ýmsu sé þó að búast vegna jarðfræði vatnsins.
KAFARAR VIÐ KLEIFARVATN Vatnsborðið lækkaði um einn metra á einu ári eftir
Suðurlandsskjálftann árið 2000 og flatarmál vatnsins minnkaði um fimmtung. Kaf-
arar eru sagðir hafa komið auga á mikið af dauðum fiski. Veiðimenn óttast að vatnið
mettist af brennisteinsvetni. MYND/HÉÐINN ÓLAFSSON
ÞEKKIR ÞÚ TIL?
Sendu okkur ábendingu á
meira@frettabladid.is
Svo gæti þetta verið
staðbundið í vatninu
og fiskurinn villst inn á ein-
hver svæði sem eru slæm.
ÞÓRÓLFUR ANTONSSON
FISKIFRÆÐINGUR
DÓMSMÁL Innanríkisráðuneyt-
ið hefur úrskurðað að ekkert sé
athugavert við ráðningu Mýr-
dalshrepps á systursyni odd-
vita hreppsins sem landvarðar
við Dyrhólaey. Systursonurinn
var ráðinn án auglýsingar og til
þriggja mánaða. Ábúandi einnar
jarðarinnar sem á land í Dyr-
hólaey kærði ráðninguna.
„Verður ekki annað séð en að
Mýrdalshreppur hafi við val sitt
á viðkomandi landverði byggt á
málefnalegum sjónarmiðum,“
segir ráðuneytið sem kveður ekk-
ert í gögnum málsins benda til að
oddvitinn hafi komið að ráðningu
systursonar síns. - gar
Ráðning systursonar oddvita:
Hafnar kröfu
um ógildingu
DYRHÓLAEY Ábúandi kærði ráðningu
landvarðar.
VIÐSKIPTI Össur hagnaðist um 10
milljónir Bandaríkjadala, jafn-
gildi 1.242 milljóna íslenskra
króna, á öðrum ársfjórðungi
þessa árs. Þetta kemur fram í
uppgjöri sem var birt í gær.
Hagnaður er aðeins minni en
á sama fjórðungi í fyrra þegar
hann var 10,3 milljónir dala,
en jókst lítillega frá fyrsta árs-
fjórðungi 2012 þegar hann var
9,8 milljónir. Heildarsala fyrir-
tækisins var 103 milljónir dala og
jókst um þrjú prósent frá síðasta
fjórðungi. - mþl
Össur birtir fjórðungsuppgjör:
Hagnaðist um
ríflega milljarð
SAMGÖNGUR Vegagerðin hefur
ákveðið að umferðareyjar í tveimur
þéttbýlishliðum inn í þjóðgarðinn á
Þingvöllum verði teknar niður.
„Eyjurnar og skilti verða fjar-
lægð en vegmerkingarnar fá að
halda sér. Að auki verða fræstar
vegrifflur í merkta svæðið,“ segir
G. Pétur Matthíasson, upplýsinga-
fulltrúi Vegagerðarinnar. Að hans
sögn eru breytingarnar bæði vegna
þess hve vegfarendur hafi tjáð
óánægju sína sterklega, auk þess
sem lýsingu hafi vantað á veginn.
„Alla aðskotahluti á veginum
þarf að lýsa upp, til að vara fólk
við. Slík lýsing var ekki til staðar
og hefði verið erfitt og kostnaðar-
samt að koma henni upp,“ segir G.
Pétur.
Vegagerðin harmar hvernig að
framkvæmdinni var staðið. „Ljóst
er að mistök voru gerð við fram-
kvæmdina þar sem eyjurnar voru
settar upp áður en yfirborðsmerk-
ingar voru málaðar,“ segir í frétta-
tilkynningu frá stofnuninni.
G. Pétur vill þó ítreka að mikil-
vægt sé að fólk fari eftir hraða-
merkingum á staðnum, enda veg-
urinn ekki gerður fyrir meiri hraða
en 50 kílómetra á klukkustund. - ktg
Umferðareyjurnar við inngangana að þjóðgarðinum teknar niður:
Vegagerðinni urðu á mistök
UMDEILD UMFERÐAREYJA Fjarlægja
á umferðareyjurnar við innkeyrslur í
Þjóðgarðinn á Þingvöllum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
LOS ANGELES, AP Dómari hefur
ákveðið að að veita TJ Jackson,
bróðursyni Michaels Jackson,
tímabundið forræði yfir börnum
poppgoðsins.
Ástæðan er sögð mikil ólga
innan fjölskyldunnar og að Kath-
arine Jackson, forráðamaður
barnanna, hafi farið til Arizona
og ekki talað við börnin síðan 15.
júlí síðastliðinn.
Dómari í málinu sagði Kathar-
ine ekki hafa gerst seka um að
bregðast börnunum og sagði hana
fá forræðið aftur þegar hún snýr
aftur heim. - ktg
Börn Jacksons sögð yfirgefin:
Forræðið fært
tímabundið
Björgunarsveit kölluð til
Frönsk kona slasaðist á fæti á göngu-
leiðinni milli Reykjahlíðar og Kröflu
í gær. Björgunarsveitarbíll sótti hana
og færði á Heilsugæsluna á Mývatni.
Konan var ekki talin alvarlega slösuð.
BJÖRGUN
Ein afgreiðsla í stað tveggja
Póst- og fjarskiptastofnun hefur sam-
þykkt beiðni Íslandspósts um að loka
póstafgreiðslum fyrirtækisins í Árbæ
og Grafarvogi. Þess í stað verður ný
afgreiðsla opnuð að Höfðabakka 9.
SAMGÖNGUR
STANGVEIÐI Veiðin í Elliðaánum fór
yfir 600 laxa á morgunvaktinni
á þriðjudag. Dálítið hefur hægt á
veiðinni síðari hluta júlímánaðar
eftir frábært gengi fram að því.
Uppistaðan í veiðinni í Elliða-
ánum er smálax, allt niður í þrjú
pund en algeng stærð er 4 til 5
pund. Samkvæmt skoðun á veiði-
bókinni dagana 16. til 24. júlí
virðist veiðast jöfnum höndum á
maðk og flugu.
Sjö laxar veiddust á morgun-
vaktinni á þriðjudag og aðeins tíu
laxar allan daginn þar á undan.
Veiðin á sunnudaginn var hins
vegar 23 laxar og 14 laxar voru
skráðir á laugardaginn. Föstu-
dagurinn í síðustu viku gaf 22
laxa. - gar
Áfram veiðist í höfuðborginni:
Yfir 600 laxar
úr Elliðaánum
ELLIÐAÁR Mögnuð veiðiperla í alfara-
leið, segja menn um Elliðaár.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
MANNRÉTTINDI Tugir komu saman
í votviðri á Ingólfstorgi í gær til
að sýna stríðshrjáðum almenningi
í Sýrlandi samstöðu. Þar var þess
krafist að íslensk stjórnvöld gerðu
allt sem í þeirra valdi stæði til að
stuðla að tafarlausu vopnahléi og
lausn deilumála í landinu.
Á fundinum var samþykkt
ályktun þar sem hryggð var lýst
yfir vegna ástandsins í Sýrlandi.
„Umheimurinn getur ekki og má
ekki standa aðgerðarlaus hjá þegar
tugþúsundir saklausra barna,
kvenna og karla eru stráfelld í
þeirri valdabaráttu sem nú á sér
stað í Sýrlandi,“ segir í ályktuninni.
Jóhanna Kristjónsdóttir, rithöf-
undur og sérfræðingur í málefn-
um Mið-Austurlanda, flutti ræðu
á fundinum og tónlistarmaðurinn
Bjartmar Guðlaugsson tók lagið.
- sh
Samstöðufundur á Ingólfstorgi lýsir yfir hryggð vegna ástandsins í Sýrlandi:
Tugir kröfðust viðbragða frá Íslandi
LÉTU REGNIÐ EKKI STÖÐVA SIG Fjöldi fólks hlýddi á ræður og tónlist á fundinum
í gær. Samstaða var um að umheimurinn gæti ekki staðið aðgerðalaus og horft á
voðaverkin í Sýrlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SPURNING DAGSINS