Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.07.2012, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 26.07.2012, Qupperneq 32
26. júlí 2012 FIMMTUDAGUR24 Jazzhátíð verður í Skógum undir Eyjafjöllum á laugardaginn. Fern- ir tónleikar eru á dagskránni, þrennir í Skógakaffi og einir í Fossbúð. Skógakaffi er í Samgöngusafninu og þar á Tríó Björns Thoroddsen fyrstu tónana klukkan 14, ásamt Sigurði Flosasyni. Tónsmiðja Suð- urlands tekur við keflinu klukku- stund síðar og áfram verður djass- að innan um gömlu farartækin til klukkan 17. Aðaltónleikar kvölds- ins, með Andreu Gylfa og Sálgæsl- unni, fara svo fram í Fossbúð og hefjast klukkan 21. „Við erum með metnaðarfulla dagskrá að venju,“ segir Sigurð- ur Flosason, listrænn stjórnandi hátíðarinnar Jazz undir fjöllum sem hefur verið árviss viðburður síðustu níu sumur. Hann segir tón- leikana í kaffiteríu byggðasafns- ins fremur óformlega, þar geti fólk komið og farið þegar því henti en kvöldtónleikarnir í félagsheim- ilinu verði aðeins hátíðlegri. Sigurður bendir á að tónlistar- fólk af Suðurlandi komi fram síð- degis. „Við viljum halda tengingu við svæðið, að þeir sem eru að fást við tónlist af þessu tagi á Suður- landi finni þetta sem sína hátíð og geti komið þar fram.“ - gun Djassað í Samgöngusafninu á Skógum ÚR TÓNSMIÐJU SUÐURLANDS Söngkonurnar Fríða Hansen og Margrét Harpa Jóns- dóttir frá Selfossi eru í framlínunni. Bækur ★★ ★ ★ ★ Klækir Sigurjón Pálsson Verðlaunabók sem veldur von- brigðum Klækir hefur undir- titilinn Spennu- saga og hlaut nýverið Blóðdrop- ann, hin íslensku glæpasagna- verðlaun, en verðlaunabókin er framlag Íslands til Glerlykilsins, norrænu glæpasagnaverðlaunanna. Eins og það séu nú ekki næg meðmæli, þá eru birt á innanverðri bókarkápu lofsamleg ummæli ýmissa um söguna. Dr. Anna Heiða Pálsdóttir tekur svo djúpt í árinni að segja að Halldór Kiljan Laxness hafi varla getað skrifað betur en Sigurjón. Er furða þótt maður hefji spenntur lesturinn? Sagan byrjar líka ákaflega vel. Höfundur nýtir sér þjóðsögur til þess að gefa henni dulúðugan blæ, og upphafið er sláandi. Aðalpers- ónan Mörður er þá barn að aldri og dvelur í Breiðavogi, heimili fyrir vanrækt börn. Þar er Mörður mis- notaður hrottalega, en sá viðbjóður hefur skjótan (og já, skelfilegan) endi. Áhugavert er síðan að fylgjast með því hvernig Mörður spjarar sig eftir þá erfiðu lífsreynslu. Hann flytur til Kaupmannahafnar, kynnist Steinunni, sem verður barnsmóðir hans og eiginkona, en segir fljótlega skilið við hana og dótturina Hröfnu og gerist múslimi. Ein af aðalpers- ónum bókarinnar er svo ekki þessa heims, heldur einhvers konar fylgja úr ætt Steinunnar, sem gegnir því hlutverki að vara Steinunni, Mörð og Hröfnu, við ýmiss konar hættum. Á kápu segir að „fléttan fari í gang“ eftir að Hrafna Marðardóttir sýnir vanhugsuð „íslensk“ viðbrögð (hvað sem það á nú að þýða) þegar hún, fullorðin kona, er við störf í Afganistan og bjargar lífi „senators“ sem síðar á eftir að verða forseti Bandaríkjanna. Meinið er þó að þetta gerist ekki fyrr en eftir miðbik bókarinnar og satt best að segja er sagan mun áhugaverðari áður en „fléttan fer í gang“. Bókin er 351 síða, en skiptist í 64 kafla. Sögusviðið breytist í sífellu og flakkað er á milli Afganistan, Kaupmannahafnar og Reykjavíkur, Washington, Herat og Grímsness- ins. Sjónarhornið er stundum hjá persónum sem lesendur fá sáralítið að kynnast og slíkar persónur eru of margar. Höfundi færist of mikið í fang í sagnagleði sinni þegar talib- anar, forseti Bandaríkjanna, CIA- útsendarar og Vigdís Finnbogadóttir eru öll (ásamt mörgum fleirum) þátttakendur í æsilegri atburðarás, sem snýst um Hröfnu Marðardóttur. Aðkoma Vigdísar þykir mér óþörf og stendur hún m.a. á æði furðulegu eintali við sjálfa sig: „Við Íslendingar erum ekki vanir öðru en að tala við kóngana milliliðalaust. En hvernig ég kemst á einum degi inn í „Oval Office“ í Hvíta húsinu? Það má guð almáttugur vita. Ja, nú eru góð ráð dýr, Vigga litla. Það er víst ekki heiglum hent að banka upp á hjá mest vaktaða þjóðhöfðingja heims.“ (303) Frágangur bókarinnar er alls ekki nógu góður. Bæði eru óþarflega margar innsláttar- og málvillur í textanum og svo er stíllinn furðu tætingslegur. Á köflum skrifar höf- undur sannkallað gullaldarmál – og fornt að sama skapi – en svo slakar hann á kröfunum þegar minnst varir. Til dæmis er illskiljanlegt hvers vegna hann kallar öldungadeildar- þingmanninn alltaf „senatorinn“ og skrifstofu forsetans „Oval Office“ þegar góð og gild íslensk orð yfir þessi fyrirbæri liggja á lausu. Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Niðurstaða: Spennusaga sem byrjar ágætlega, en er engan veginn nægilega vel unnin og verður fyrir vikið bæði ótrúverðug og þvæluleg.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.