Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.07.2012, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 28.07.2012, Qupperneq 4
28. júlí 2012 LAUGARDAGUR4 GRINDAVÍK Grindavíkurbær undir- ritaði í gær samning um kaup á malbiki til gangstígagerðar í sveitarfélaginu. Það sem heyrir til tíðinda er að um er að ræða fyrstu framkvæmdina þar sem notast er við endurunnið malbik sem unnið er af malbikunarstöð- inni Hlaðbæ-Colas. Nokkuð sparnaður er af notkun þessa efnis, að því er segir á vef Grindavíkur, en það er einnig umhverfisvænna en hefðbundið efni. Þetta „græna“ malbik hefur verið notað erlendis áður en ekki hér á landi, en það hefur nú verið lagað að íslenskum aðstæðum. - þj Nýjungar í malbikunargerð: Grænt malbik í Grindavíkurbæ GENGIÐ 27.07.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 210,5496 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 122,21 122,79 192,09 193,03 149,94 150,78 20,153 20,271 20,19 20,308 17,741 17,845 1,5634 1,5726 184,25 185,35 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is Gleraugnasalan | Laugarvegi 65 | 551 8780 | gleraugnasalan.is 50 ÁRA LÆKKAÐU FORGJÖFINA MEÐ GOLF- GLERAUGUM FRÁ OKKUR STJÓRNSÝSLA Bergur Elías Ágústs- son, sveitarstjóri Norðurþings, fagnar því að Ögmundur Jónas- son innanríkisráðherra vilji ræða við sveitarfélög á Norðausturlandi um framtíðarsýn svæðisins, en Ögmundur lýsti því yfir í Frétta- blaðinu í gær. Hann segir sveit- arfélögin, sem standa að fyrir- huguðum samningum um kaup á Grímsstöðum á Fjöllum og leigu hluta svæðis- ins til Huang Nubos, hafa reynt að kynna hugmyndir sínar fyrir ráða- mönnum. „Við höfum boðið iðnaðar- ráðherra að fá kynningu á þessu, en hann hefur ekki þegið það og það þykir okkur miður.“ Bergur fagnar því sem hann nefnir stefnubreytingu Ögmund- ar. „Við tökum því fagnandi, enda höfum við boðið það en það hefur ekki verið þegið. Nú ætlar hann að skipta um skoðun og ræða við okkur og þá er það bara flott.“ Bergur segir af og frá að óða- got sé á málinu, unnið hafi verið að því í tvö ár. Hann segir umræðuna hafa snúist um þjóðerni samstarfs- aðilans. „Stóra málið er að sá aðili sem við höfum unnið með er kín- verskur og það er miður.“ Innanríkisráðherra mun taka málið upp á fundi ríkisstjórnar- innar á þriðjudag. Hann vill að undanþágur frá lögum, sem hamla Miður að þjóðerni fjárfestis skipti máli Sveitarstjóri Norðurþings segir ráðherra ekki hafa viljað kynna sér áætlanir varðandi Grímsstaði á Fjöllum. Hann fagnar stefnubreytingu innanríkisráð- herra í þeim efnum. Segir miður að málið snúist um þjóðerni fjárfestisins. GRÍMSSTAÐIR Áform um leigu á Grímsstöðum á Fjöllum til Huang Nubos verða að engu verði undanþáguákvæði afnumin, eins og Ögmundur Jónasson innan- ríkisráðhera vill gera. MYND/SIGGA HALLGRÍMS BERGUR ELÍAS ÁGÚSTSSON Fram hefur komið að sveitarfélög á Norður- og Austurlandi hyggist kaupa rúmlega 22 þúsund hektara svæði á Grímsstöðum á Fjöllum. Af því verða um 300 hektarar, eða innan við 2%, leigð félagi um hótelrekstur Nubos. Samkvæmt áætlunum er gert ráð fyrir að stofna fólkvang á því svæði sem félag Nubos tekur ekki á leigu. Með þessum gjörningi kæmist eignarhald á jörðinni úr einkaeigu í opinbera eigu sveitarfélaganna á svæðinu. Undir 2 prósent leigð Huang Nubo aðilum utan EES-svæðisins kaup á íslensku landi eða leigu lengur en til þriggja ára, verði dregnar til baka. Bergur Elías segir það gefa augaleið að hvort sem Kínverji hyggi á hótelbyggingu á Norð- austurlandi eða Indverji í Reykja- vík; ef leigutíminn sé aðeins þrjú ár verði ekkert af framkvæmdum. Hann segir markmið sveitar- félaganna aðeins það að kanna hvort þessi hugmynd geti orðið að veruleika. „Við erum með marga varnagla og ákveðin skilyrði í þessu um hvernig hlutirnir eiga að ganga fyrir sig og við viljum bara láta reyna á það hvort það verður hægt að byggja upp og fjárfesta í ferða- mannaiðnaði til að efla svæðið hér á Norðausturlandi og Austurlandi. Punktur. Það er okkar markmið og það er tilgangur félagsins. Og það er það sem við viljum leiða til lykta. Hvort það verður, það verð- ur bara að koma í ljós.“ kolbeinn@frettabladid.is TVÆR BRÝR Einbreiða brúin yfir Reykja- dalsá er enn í notkun því enn liggur enginn vegur að nýju tvöföldu brúnni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR SAMGÖNGUR Ný tvíbreið brú yfir Reykjadalsá í Borgarfirði er tilbúin en vegur að henni er nú í útboðsferli. Einbreiða brúin er því enn í notkun. Í nýju tölublaði Fram- kvæmdafrétta Vegagerðarinn- ar er óskað eftir tilboðum í ný- og endurlögn á 2,2 kílómetra kafla Borgarfjarðarbrautar og Hálsasveitarvegar. Til stendur að færa gatnamót þessara vega sunnar. Ástæðan fyrir því að brúin er tilbúin áður en vegafram- kvæmdirnar hafa verið boðnar út er að lagning vegarins er á fjárlögum næsta árs. Sala útboðsgagna hefst á mánudag og þarf að skila til- boðum þriðjudaginn 21. ágúst. Verkið á að vera tilbúið 15. júlí 2013. - bþh Framkvæmdir í Borgarfirði: Enginn vegur að brúnni EFNAHAGSMÁL Alls voru skráð 185 ný einkahlutafélög í júní og voru þau flest í fasteignaviðskiptum. Fyrstu 6 mánuði ársins hafa 922 ný félög verið skráð, sem er rúmlega 5 prósentum fleiri félög en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í gögnum Hagstofu Íslands. Verulega dregur úr gjaldþrotum á milli ára, en í júní var 51 fyrir- tæki tekið til gjaldþrotaskipta. Fyrstu 6 mánuði ársins hafa 572 fyrirtæki orðið gjaldþrota en það er um 32 prósenta fækkun frá sama tíma í fyrra, þegar 841 fyrir- tæki var tekið til gjaldþrotaskipta. - kóp Mun færri gjaldþrot: Nýskráðum félögum fjölgar FÓLK Baldvin Vigfússon hefur í dag hring- ferð um landið til styrktar góðu málefni. Baldvin mun leika 21 golfhring á þrettán dögum til styrktar minningarsjóði frænku sinnar, Sigrúnar Mjallar Jóhannesdóttur, sem lést aðeins sautján ára að aldri af of stórum lyfjaskammti. Sjóðurinn styður skapandi verkefni ungmenna á meðferðar- heimilum. Baldvin segir sér hafa runnið blóðið til skyldunnar að styrkja sjóðinn. „Ég fékk fríkort á golfvelli í jólagjöf og ætlaði fyrst að taka sumarið í þetta, en varð svo hugsað til Sigrúnar frænku minnar og ákvað að nýta tækifærið til að styrkja sjóð- inn hennar. Þetta er mér mikið hjartans mál.“ Fyrsta hringinn leikur hann á Víkur- velli, en þann síðasta á Hvammsvíkurvelli. Varðandi spilamennskuna segist Baldvin hingað til hafa tekið golfið í skorpum. „Ég er nú kannski ekki sá allra besti,“ játar hann og bætir því við að hann hafi tekið þátt í móti á dögunum og ekki gengið alls kostar vel. Átakið snúist þó um allt annað en það. Baldvin bætir því við að áhugasömum sé frjálst að taka þátt og leika með honum hring, gegn framlagi í sjóðinn. Annars er allar upplýsingar um átakið og framvinduna að finna á Facebook-síðu þess; „21 hringur“. Áheitum er safnað á reikning 549-14- 401550 og kennitalan er 270783-4149. - þj Leikur golf til styrktar minningarsjóði Sigrúnar Mjallar Jóhannesdóttur: 21 hringur fyrir gott málefni GOLF FYRIR GOTT MÁLEFNI Baldvin Vigfússon hefur í dag áheitasöfnun í minningarsjóð Sigrúnar Mjallar og mun leika 21 golfvöll á þrettán dögum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 31° 31° 28° 24° 28° 28° 22° 22° 25° 19° 30° 30° 33° 19° 24° 22° 21° Á MORGUN 3-8 m/s. MÁNUDAGUR 5-10 m/s. 15 15 15 15 12 16 10 16 18 15 15 18 15 14 14 16 10 16 12 14 13 SANDALAVEÐUR Dagurinn í dag verður líklega einn af þessum eftirminnilegu rjómablíðudögum sumarsins. Um allt land verður sól og hitinn á bilinu 14-18 °C. Nú er bara að draga fram sandalana og stutt- buxurnar. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður Geitum fjölgar um 300 Geitum á landinu hefur fjölgað um tæplega 300 á síðustu fimm árum og eru nú ríflega 800 samkvæmt frétt Bændablaðsins. Mikill viðsnúningur hefur orðið hjá geitastofninum, en árið 1983 voru ekki nema 200 geitur á landinu. LANDBÚNAÐUR Myrtur í klámbíói Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur handtekið tvær konur í tengslum við morð á manni sem fannst stunginn til bana í klámbíói á fimmtudagskvöld. Lögregla staðfesti að konurnar hefðu verið handteknar, en vildi annars ekki tjá sig um hugsanlega ástæðu á bak við morðið. DANMÖRK
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.