Fréttablaðið - 28.07.2012, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 28.07.2012, Blaðsíða 46
KYNNING − AUGLÝSINGÚtfarir LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 201284 Þórdís Magnúsdóttir, starfsmaður Graníthallarinnar, segir að fjölbreytt úrval sé af legsteinum í versluninni. MYNDIR/STEFÁN Þórdís Magnúsdóttir, starfs-maður Graníthallarinn-ar, segir að lögð sé mikil áhersla á fjölbreytt úrval og fal- lega legsteina. „Við bjóðum upp á afar fallega legsteina og leggjum okkur fram um að vera með vand- aða vöru á viðráðanlegu verði. Markmiðið er að vera fallegasta legsteinasala landsins og að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi.“ Þórdís segir að mjög gott kynningartilboð sé í gangi um þessar mundir. „Við bjóðum legstein, lukt, blómavasa og ramma ásamt því að koma steininum fyrir á 249 þúsund krónur. Einn ákveðinn steinn er á þessu tilboði en fólk getur valið um hvort hann sé svartur eða ljós.“ Þórdís segir enn fremur að fólk geti valið legstein úr því gríðar- lega úrvali sem til sé í búðinni en einnig er hægt að sérpanta steina ef einhver óskar þess. „Við erum með einfalda og klassíska steina en einnig steina með miklum út- skurði. Það geta því allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Fólk hefur mjög mismunandi smekk, sumir vilja bara ljósan stein á meðan aðrir vilja hafa hann svartan. Steinar með útskurði hafa verið mjög vinsæl- ir en allir legsteinarnir eru úr hágæða granít- stein. Steinninn þolir vel íslenska veðráttu, jörðin myndar gran- ít í umhverfi þar sem skörp skil eru á milli kulda og hita. Granít er sagður sterkasti fá- anlegi steinn á eftir demanti.“ Færst hefur í vöxt að fólk vilji hafa alls kyns fylgihluti við leg- steininn eins og luktir og blóma- vasa. „Við erum með gömlu kop- arluktirnar sem hafa verið vinsæl- ar síðustu áratugi,“ segir Þórdís en Graníthöllin býður upp á nýjung sem ekki hefur áður sést á Íslandi; granítluktir og vasa í stíl við leg- steininn. „Fólki hefur líkað þessi nýjung vel, enda eru þetta stíl- hreinir og fallegir hlutir. Kostur- inn er að luktirnar eru afar sterk- byggðar og það sér ekkert á þeim með árunum ólíkt koparnum sem raunin hefur sýnt sig,“ segir Þór- dís. Fyrirtækið býður viðskiptavin- um einnig þá þjónustu að bæta við nöfnum á legsteina eða pússa þá upp. „Við höfum fengið mikið hrós. Kona ein sagði við mig: „Ég trúði varla að þetta væri leiði for- eldra minna því það var orðið svo fallegt.“ Það er virkilega gaman að fá svona hrós,“ segir Þórdís. Þegar Þórdís er spurð hvort rétt sé að bíða þurfti í heilt ár til að setja legstein á leiði segir hún það ekki vera. „Þeir hjá kirkju- görðunum segja að best sé að bíða í eitt ár svo steinninn sígi ekki í jarðveginum. Við leggjum hins vegar áherslu á góða und- irstöðu og vönd- um vel alla jarð- vegsvinnu. Steinn- inn ætti því ekki að síga. Við lögum hins vegar steina sem hafa sigið ef þess er óskað. Þriggja ára ábyrgð er á steinsigi og tutt- ugu ára ábyrgð ef hann fer á hliðina.“ Eigandi fyrirtækisins, Heiðar Skúli Steinsson múrarameistari, hefur margra ára reynslu á vinnu við legsteina ásamt meðhöndlun á graníti. Graníthöllin er til húsa að Bæjarhrauni 26 í Hafnarfirði, á móti Fjarðarkaupum, en fyrirtæk- ið þjónar allt landið. „Við erum í fallegu húsnæði þar sem er gott aðgengi og við tökum vel á móti öllum. Heimasíðan okkar www. granithollin.is er enn í vinnslu en þar er þó hægt að sjá ýmsar útfærslur af steinum og verð. Við stefnum að nýjungum á heima- síðunni sem ekki hefur sést áður hjá legsteinasölum. Fólk ætti þá að geta komið vel undirbúið til okkar eftir að hafa skoðað heimasíðuna fyrst, við hvetjum því alla til að fylgjast með.“ Graníthöllin er með síma 555 3888. Öðruvísi legsteinar úr hágæða graníti Graníthöllin opnaði að Bæjarhrauni 26 í Hafnarfirði í maí síðastliðnum og hefur vakið athygli fyrir sérstaka og fallega legsteina á góðu verði. Steinarnir eru annað hvort einfaldir að gerð eða útskornir. Fylgihlutir fást í stíl við legsteinana. Graníthöllin er til húsa við Bæjarhraun í Hafnarfirði þar sem blómaverslunin Dögg var áður til húsa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.