Fréttablaðið - 28.07.2012, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 28.07.2012, Blaðsíða 12
28. júlí 2012 LAUGARDAGUR12 Vilhjálmur Einarsson Vilhjálmur Einarsson var fyrsti Íslendingurinn til að standa á verðlaunapalli á Ólympíuleikum en hann hreppti silfrið í þrístökki í Melbourne 1956. Vilhjálmi er minnisstætt þegar hann gekk inn á leikvanginn ásamt fulltrúum Íslands. „Þetta var fámennt en góðmennt,“ segir hann og hlær. „Við vorum ekki nema þrír, við Ólafur Sveinsson fararstjóri og Hilmar Þorbjörnsson sprett- hlaupari. Þetta vakti nokkra athygli og áströlsku dagblöðin höfðu á orði að við værum fámennasti hópurinn og sá sem var kominn lengst að. Ég fann ekki fyrir neinum skrekk, bara tilhlökkun. Ég hafði vandað undirbúninginn betur en nokkru sinni, yfirleitt hafði ég æft meðfram vinnu eða skóla en nú einbeitti ég mér eingöngu að þjálfuninni í tvo mánuði fyrir mótið. Það þætti sjálfsagt ekki mikið í dag.“ Hann segir það hafa verið magnaða stund að standa á verðlaunapallinum og horfa á íslenska fánann blakta við hún. „Ég veit svo sem ekki hvað rann í gegnum huga mér á þeirri stund ef nokkuð, eftir svona átök og einbeitingu er eins og hugurinn tæmist. En ég þarf ekki annð en að lygna aftur augunum til að endurupplifa þetta augnablik.“ HUGURINN TÆMDIST Á VERÐLAUNAPALLINUM Ísland á Ólympíuleikunum Ísland tekur nú þátt í sínum 20. sumarólympíuleikum en leikarnir í London hófust í gær. Bergsteinn Sigurðsson stiklar á stóru í þátttöku Íslendinga á Ólympíuleikunum í gegnum tíðina. Kaffærðir í sundknattleik 1936 Eftir 24 ára fjarveru mættu Íslendingar á Ólympíuleikana í Berlín 1936 og kepptu í fyrsta sinn í viðurkenndum keppnisgreinum: frjáls- um íþróttum og sundknattleik. Gengi þeirra á leikunum var slakt, ekki síst sundknattleiksliðsins enda æfingaaðstaða léleg á Íslandi þar sem menn náðu til botns í sundlaugunum. Ísland hefur aldrei keppt í sund- knattleik síðan. ALLT Á FLOTI Íslenska landsliðið í sundknattleik um borð í Dettifossi á leið á Ólympíuleikana í Berlín 1936. Liðið reið ekki feitum hesti frá leikunum. Fyrstu leikarnir Íslendingar tóku fyrst þátt í Ólympíuleikum á sumarleikunum í London árið 1908, þrátt fyrir að vera ekki fullvalda þjóð. Jóhann- es Jósefsson glímukappi kom því til leiðar að sjö manna hópur frá Íslandi fór til London og sýndi glímu. Íslenskir glímukappar endurtóku leikinn í Stokkhólmi 1912 en þá var glíma formlega viðurkennd sem sýningargrein og miðast formleg þátttaka Íslands á Ólympíuleikunum því við það ártal. Fyrstu konurnar Anna Ólafsdóttir, Kolbrún Ólafs- dóttir og Þórdís Árnadóttir kepptu í sundi á Ólympíuleik- unum í London 1948 og voru þar með fyrstu konurnar til að keppa á Ólympíuleikum fyrir hönd Íslands. Hástökkvarinn Lára Sveinsdóttir var fyrsta íslenska konan til að keppa í frjálsum íþróttum í München árið 1972. FÁNINN VIÐ HÚN Finnbjörn Þorvaldsson fer fyrir íslensku ólympíuförunum inn á leikvanginn á Ólympíuleikana í London 1948. 20 íþróttamenn kepptu fyrir Íslands hönd á leikunum, þar af fyrstu konurnar, sundkonurnar Þórdís Árnadóttir, Anna Ólafsdóttir og Kolbrún Ólafsdóttir. Þórdís er jafnframt yngsti keppandinn sem Íslendingar hafa átt. 314 Alls hafa 314 íþróttamenn keppt fyrir Ísland á sumar- ólympíuleikum síðan 1936 að leikunum í ár meðtöldum, þar af eru 261 karl og 53 konur. Fjórum sinnum á verðlaunapall Íslendingar hafa fjórum sinnum stigið á verðlaunapall á sumaról- ympíuleikum. Vilhjálmur Ein- arsson hreppti silfur í þrístökki í Melbourne 1956, Bjarni Friðriks- son fékk brons í júdó í Los Angeles 1984, Vala Flosadóttir fékk brons í stangarstökki í Sydney árið 2000 og karlalandsliðið í handbolta hlaut silfurverðlaun í Peking fyrir fjórum árum. BRONSIÐ Í HÖFN Vala Flosadóttir fékk brons í stangarstökki á leikunum í Sydney árið 2000. SÉR Á PARTI Rúnar Alexand- ersson er eini Íslendingurinn hingað til sem hefur keppt í fimleikum á Ólympíuleikum. 10 greinar Fyrir utan glímuna, sem var sýningar- grein, hafa Íslend- ingar keppt í tíu íþróttagreinum á Ólympíuleikunum, sem skiptast sumar í fleiri undirgreinar: sundi, frjálsum íþróttum, sundknattleik, lyftingum, handbolta, júdó, siglingum, skotfimi, badminton og fim- leikum. Ísland keppti í flestum greinum á einum Ólympíuleikum í Barce- lona 1992, alls sex. Keppt í listum Ólympíuleikarnir voru framan af ætlaðar fyrir bæði líkama og anda og frá 1912 til 1948 voru listir sérstök keppnisgrein á leik- unum. Keppt var í fimm flokkum: myndlist, byggingarlist, ljóðlist, tónlist og höggmyndalist. Tveir íslenskir listamenn sendu inn verk á Ólympíuleikana í Helsinki 1948; Ásgeir Bjarnþórsson list- málari sýndi tvö málverk og Guðmundur Einarsson frá Mið- dal sendi inn mynd sem nefndist „Hinn eilífi Ólympíueldur“. HART Í BAK Gunnlaugur Jónasson og Jón Pétursson kepptu í siglingum fyrstir Íslendinga á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984. Þórey Edda Elísdóttir Þórey Edda Elísdóttir stangar- stökkvari keppti í fyrsta sinn á Ólympíuleikum á Sydney árið 2000. Hún minnist þess að hafa fengið gæsahúð þegar hún gekk inn á leikvanginn í fyrsta sinn. „En um leið var þetta dálítið ógnvekj- andi, ég hafði sett mikla pressu á sjálfa mig og fann sterkt fyrir henni þarna. Ég viðurkenni alveg að mig langaði hreinlega að hverfa ofan í jörðina.“ Þórey Edda segist þó eiga sínar kærustu ólympíuminningar fá Aþenu 2004, þegar hún komst alla leið í úrslit. „Ég fæ stundum sælu- hroll þegar ég hugsa um þá leika. Það skipti ekki síst máli þá að ég var bæði orðin reyndari og hafði undirbúið mig sérstaklega vel sál- fræðilega. Það skilaði greinilegum árangri, ég höndlaði pressuna mun betur en 2000.“ Spurð hvaða heilræði hún myndi gefa þeim sem er að fara á Ólympíuleika í fyrsta sinn nefnir hún andlega þáttinn. „Þetta er ekki eins og hvert annað mót. Það er draumur hvers íþróttamanns að keppa á Ólympíuleikunum og er ein stærsta stund lífsins. Það getur verið dálítið yfirþyrmandi og því mikilvægt að vera vel undir það búinn andlega. Svo er líka mikil- vægt að hafa gaman af þessu, það gefast ekki mörg tækifæri til að keppa á Ólympíuleikum og því um að gera að njóta þeirra.“ Elstur og yngst Carl Eiríksson skráði sig í meta- bækurnar þegar hann keppti í skotfimi í Barcelona 1992, þá 62 ára og 213 daga gamall og varð þar með elsti Íslendingurinn til að keppa á Ólympíuleikum. Þórdís Árnadóttir var aðeins 14 ára og 315 daga gömul þegar hún keppti í sundi á Ólympíu- leikunum í London árið 1948 og er yngsti íþróttamaðurinn sem tekið hefur þátt í leikunum fyrir Íslands hönd. GÆSAHÚÐ Á SETNING- ARATHÖFNINNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.