Fréttablaðið - 28.07.2012, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 28.07.2012, Blaðsíða 60
28. júlí 2012 LAUGARDAGUR32 BAKÞANKAR Atla Fannars Bjarkasonar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. rólega, 6. öfug röð, 8. stansa, 9. klastur, 11. málmur, 12. ólögl. inn- flutningur, 14. skot, 16. í röð, 17. útsæði, 18. borg, 20. til, 21. járna. LÓÐRÉTT 1. að lokum, 3. tveir eins, 4. gutla, 5. samræða, 7. kennslubók, 10. stofn, 13. gifti, 15. frjóvga, 16. tímabils, 19. svörð. LAUSN LÁRÉTT: 2. hægt, 6. on, 8. æja, 9. kák, 11. ál, 12. smygl, 14. snafs, 16. áb, 17. fræ, 18. róm, 20. að, 21. skóa. LÓÐRÉTT: 1. loks, 3. ææ, 4. gjálfra, 5. tal, 7. námsbók, 10. kyn, 13. gaf, 15. sæða, 16. árs, 19. mó. Holy Diver! Hvað er þetta bragð sem ég greini? Já, nú man ég! Þetta er bragðið af SIGRI! JEI! Og þvílíkur leikur hjá Þór- Pedro! Hann varði hátt og lágt! Varði allt! Á línunni og á vellinum! Austur og vestur! Uppi og niðri! Og hann fékk nokkur hörð högg en náung- inn reis alltaf upp og glotti undir yfirvara- skegginu! Hann þolir ALLT! Heldurðu að fótleggir hans mundu þola nokkur góð högg með járnstöng? EH... Bara spurning! Hreint Óhreint Bæði og Ég er kominn með einhvers konar skipu- lagsáráttu. Ef það er til íslensk mömmu- orðabók, þá hlýtur að vera til íslensk pabbaorðabók. Já, auð- vitað. Hvers vegna notarðu hana aldrei? Pabbi, hvernig stafar maður evrópskur? Evrópskur? Þú átt nú að vita það! Ó. Stundum, seint á kvöldin, þá staldra ég við og hugsa um stærsta einstaka þátt- inn í sögu okkar sem íþróttaþjóðar: Höfða- töluna. Ef Íslendingar væru fjölmenn þjóð þyrftum við síendurtekinn árangur til að blása upp þjóðarstoltið en í staðinn beitum við tölfræðiæfingum sem gefa okkur tíma- bundna, en unaðslega, vellíðan. Auðvitað eigum við að gera meira úr höfðatölunni. Samkvæmt henni hefur árangur Íslendinga á Ólympíuleikum verið óslitin sigurganga. STANGARSTÖKKVARINN Vala Flosa- dóttir vann til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í Sidney árið 2000 eftir að hafa vippað sér yfir fjóra metra og fimmtíu sentimetra. Hin banda- ríska Stacy Dragila hlaut gullverðlaun fyrir stökk upp á fjóra metra og sextíu sentimetra en ef við miðum við höfða- tölu stökk Vala þúsund sinnum hærra. Hún slengdi sér því fjóra kílómetra og fimm- hundruð metra til himins. Árangur sem verður seint leikinn eftir. BRONSVERÐLAUN júdókappans Bjarna Friðrikssonar á Ólympíu- leikunum í Los Angeles árið 1984 líða seint úr minni. Þar bar hinn suður-kóreski Ha Hyoung-Zoo sigur úr býtum þegar hann lagði brasilíska júdókappann Douglas Vieira. Árangur Bjarna er vita- skuld betri en árangur sigur- vegarans — 166 sinnum betri ef við miðum við höfðatölu. Það má því segja að andstæð- ingur Ha Hyoung-Zoo hafi aðeins verið nokkur grömm að þyngd á meðan Bjarni lagði fimmtán tonna ofurmenni í bardagan- um um bronsið. Eitthvað sem engum hefur tekist, hvorki fyrr né síðar. EKKI MÁ gleyma ótrúlegum árangri íslenska handboltalandsliðsins á Ólympíu- leikunum í Peking árið 2008. Strákarnir okkar komu heim með silfrið og nafnbótina besta íþróttalið heims, miðað við höfðatölu. Möguleikar Íslendinga í úrslitaleiknum voru litlir sem engir enda ekkert lið mætt slíku ofurefli. Ef við miðum við höfðatölu mættu strákarnir rúmlega 1.500 Frökk- um á vellinum. Þeir náðu engu að síður að skora 23 mörk og fengu á sig aðeins 28. Miðað við höfðatölu fór úrslitaleikur- inn því 5.010 - 28, Íslendingum í vil. Engu liði hefur tekist að skora jafn mörg mörk í handboltaleik og ólíklegt er að afrekið verði nokkurn tíma leikið eftir. AFREKIN eru vitaskuld fleiri. Einar Vil- hjálmsson stökk tæpa tíu kílómetra í þrí- stökki á Ólympíuleikunum í Melbourne árið 1956, Jón Arnar Magnússon á nokkur ótrú- leg met í tugþraut, miðað við höfðatölu, og í næstu viku er líklegt að Kári Steinn Karls- son ljúki maraþoni á tæpum þremur mín- útum — met sem verður ekki slegið fyrr en Færeyingar taka þátt. Best í heimi MIÐASALA Í MIÐASÖLU HÖRPU, Á HARPA.IS, MIÐI.IS OG Í SÍMA 528 5050. S HELGASON steinsmíði síðan 1953 SKEMMUVEGI 48 200 KÓPAVOGUR SÍMI:557 6677 WWW.SHELGASON.IS TONY BENNETT Í ELDBORGARSAL HÖRPU FÖSTUDAGINN 10. ÁGÚST N Ú S T Y T T I S T Í T Ó N L E I K A Á R S I N S HVAR VERÐUR ÞÚ 10. ÁGÚST? ÖRFÁIR MIÐAR LAUSIR!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.