Fréttablaðið - 28.07.2012, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 28.07.2012, Blaðsíða 54
28. júlí 2012 LAUGARDAGUR26 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. timamot@frettabladid.is Elskulegur bróðir okkar, GUÐMUNDUR THEODÓRSSON frá Bjarmalandi í Öxarfirði, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga sunnudaginn 22. júlí. Jarðarförin fer fram frá Skinnastaðakirkju í Öxarfirði mánudaginn 30. júlí kl. 14.00. Þorbjörg Theodórsdóttir Gunnlaugur Theodórsson Halldóra Theodórsdóttir Guðný Anna Theodórsdóttir Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HELGU ÞORKELSDÓTTUR Kleppsvegi 62, Reykjavík. Una Sigurðardóttir Ólafur Gíslason Sigfús Jón Sigurðsson Ragnheiður Sæland Einarsdóttir Zophanías Þorkell Sigurðsson Guðrún Ívars Alma Sigurðardóttir Magnús Ægir Magnússon barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær bróðir okkar, JÓSEF HELGI HELGASON Gyðufelli 6, Reykjavík, lést á Landspítala háskólasjúkrahúsi við Hringbraut sunnudaginn 22. júlí 2012. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 31. júlí kl 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Félag heyrnarlausra. Sigríður Bryndís Helgadóttir Ólafur Steinþórsson Hrönn Bartosh Helgadóttir Einar Helgason Kristrún Helgadóttir Jóhann Pétur Margeirsson Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför SIGURÐAR SIGURJÓNSSONAR húsgagnasmíðameistara, Suðurhlíð 38C, Reykjavík. Áslaug Emilía Jónsdóttir Ingibjörg Bryndís Sigurðardóttir Örn Halldórsson Sif Arnardóttir Halldór Smári Arnarson Kjartan Sigurjónsson Bergljót S. Sveinsdóttir Sigurjón Bolli Sigurjónsson Jóhanna E. Vilhelmsdóttir Bryndís Sigurjónsdóttir Guðmundur Þorgeirsson Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, ÁRNA HREIÐARS ÁRNASONAR húsgagnasmíðameistara, Furugerði 1, Reykjavík. Jytte Inge Árnason Guðrún Árnadóttir Gísli Grétar Sólonsson Rannveig Árnadóttir Eiríkur Jón Ingólfsson Inga Magdalena Árnadóttir Anna Arndís Árnadóttir Leifur Jónsson og aðrir aðstandendur. „Þetta er fyrsta sýning okkar saman en vonandi ekki sú síðasta,“ segir Mar- grét Jónsdóttir, ein þriggja systra sem sýna list sína í menningarhúsinu Hofi á Akureyri til 20. ágúst. Hinar eru María og Þórdís. Allar hafa þær sýnt verk sín áður, bæði einar og með öðrum. Mar- grét leirverk, María málverk og Þór- dís útsaum. Viðfangsefni þeirra allra á sýningunni í Hofi eru blóm „í fíngerð- um þráðum útsaumsins, brothættum og loftkenndum leirrósettum og litsterkum tónum olíumálverksins,“ eins og segir í sýningarskrá. Systurnar eru fæddar og uppaldar á Akureyri. Margrét og Þórdís búa þar enn en María hefur verið búsett á Ítalíu í tuttugu ár. Hún kveðst alltaf koma heim á sumrin og yfirleitt líka um jólin. „Ég er eins og farfuglarnir og jólasvein- arnir,“ segir hún hlæjandi. Þær segja list og handverk hafa skipað stóran sess í lífi þeirra alla tíð. „Sumir eru spurðir hvort mikið hafi verið sungið á æsku- heimilinu, heima hjá okkur og öfum og ömmum var unnið í höndunum,“ segir Margrét. „Við systkinin lékum okkur mikið við að föndra og skapa og feng- um góðar aðstæður til þess heima hjá foreldrum okkar. Svo höfum við bara haldið því áfram. Við þrjár erum í list- iðninni, einn bróðir okkar er grafískur hönnuður, annar smíðar úr járni og elsta systir okkar er svo sannarlega handlag- in líka.“ Þórdís er þekktust fyrir púðana sem hún saumar með sjálfsprottnum mynstr- um og öðrum sem hún sækir í arfleifð- ina. Á sýningunni í Hofi er hún líka með skemla og myndir. Margrét raðar rósettum á gólfið í Hofi og segir fólk helst eiga að fara upp á efri hæðir hússins og ímynda sér að það sé að horfa upp í loft. „Stundum verður maður að snúa hlutunum á hvolf,“ segir hún glaðlega. Myndir Maríu eru mál- aðar bæði á Ítalíu og Akureyri. „Ég fæ extra kraft úr birtunni þegar ég kem hingað norður,“ segir hún og kveðst hafa vinnuaðstöðu í Gránufélagsgötu 48 þegar hún dvelur á landinu, þar sem Margrét er með verkstæði og gallerí. „Já, þá kemur líka ný lykt í húsið,“ segir Margrét, „lykt af terpentínu og olíu“. gun@frettabladid.is ÞRJÁR SYSTUR: ERU MEÐ SÍNA FYRSTU SAMSÝNINGU Í HOFI Á AKUREYRI Blóm í margs konar myndum Merkisatburðir 1662 Á Kópavogsfundi láta Árni Oddsson lögmaður og Brynj- ólfur Sveinsson biskup undan kröfum danska valdsins um að samþykkja einveldi Danakonungs á Íslandi. 1895 Vígð er brú á Þjórsá við Þjótanda að viðstöddu fjöl- menni. 1928 Sumarólympíuleikar eru settir í Amsterdam. 1957 Hallgrímskirkja í Saurbæ er vígð. 1960 Norðurlandaráð heldur þing sitt í fyrsta sinn á Íslandi. ÁGÚSTA EVA ERLENDSDÓTTIR leik- og söngkona á afmæli í dag. „Fyrir mér snerist námið um að finna út hvað ég gat nýtt mér, safnað í sarpinn fyrir framtíðina.“ 30 LISTFENGAR SYSTUR Þórdís, Margrét og María Jónsdætur í sýningarrými menningarhússins Hofs sem er opið frá morgni til kvölds og ekkert kostar inn í. Umhverfis þær eru púðar Þórdísar. MYND/AUÐUNN NÍELSSON RÓSETTA Eitt af verkum Margrétar.LITADÝRÐ María málar risavaxin blóm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.