Fréttablaðið - 28.07.2012, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 28.07.2012, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 28. júlí 2012 9 ÚTBOÐ Brúnás, gatnamót við Ásaveg Mosfellsbær óskar eftir tilboðum í gatnagerð, regnvatnslagnir og götulýsingu vegna fyrirhugaðra framkvæmda við breytingar á gatnamótum Brúnás við Ásaveg, við Helgafellsland. Útboðsgögn verða afhent á geisladiski í Þjónustuveri Mos- fellsbæjar, Þverholti 2 á 2. hæð, frá og með mánudeginum 30. júlí 2012. Tilboð verða opnuð þriðjudaginn 14. ágúst 2012, kl. 14:00 á bæ- jarskrifstofum Mosfellsbæjar, 2. hæð Þverholti 2, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Verklok eru 15. nóvember 2012. Gatnagerð og lagnir, helstu magntölur eru: • Lengd gatna 385 m • Uppúrtekt 4.200 m3 • Losun á klöpp 1.300 m3 • Fyllingar 1.250 m3 • Regnvatnslagnir 180 m Umhverfissvið Mosfellsbæjar Auglýsing sveitarstjórnar um skipulag í Húnaþingi vestra. Breytingu á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2002-2014 í landi Melstaðar Auglýsing um breytingar á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2002-2014 í samræmi við 31 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Aðalskipulagsbreyting þessi tekur til stað- setningar á nýju verslunar- og þjónustusvæði fyrir olíu og veitingasölu við þjóðveg nr. 1. Skipulagssvæðið er um 2 ha. á stærð og er í landi Melstaðar í Miðfirði. Deiliskipulag fyrir verslunar- og þjónustulóð í landi Melstaðar Auglýsing um deiliskipulag fyrir veitingasölu og þjónustu- stöð með eldsneytistönkum ásamt tilheyrandi mann- virkjum í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Stærð lóðar er um 1,2 ha. á stærð og er í landi Melstaðar í Miðfirði. Skipulagsuppdrættir, ásamt greinargerðum munu liggja frammi á skrifstofu Húnaþings vestra og hjá Skipulagsstofnun Laugavegi 166, Reykjavík frá 30. júlí til 19. september 2012 Ennfremur verða gögnin aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins www.hunathing.is. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu Húnaþings vestra Hvammstangabraut 5 eða á netfangið alla@hunathing.is merkt annars vegar "aðalskipulag Húnaþing vestra" og hins vegar "deiliskipulag í landi Melstaðar". Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast samþykkir tillögunum. Hvammstangi, 25. júlí 2012 Guðrún Ragnarsdóttir, skrifstofustjóri. Útboð-Ferjuleið Mjóafjarðarferja 2012–2015 12-043 Vegagerðin óskar eftir tilboðum í siglingar með fólk og vörur á milli Mjóafjarðar og Neskaupstaðar árin 2012-2015. Þjónustan er veitt yfir vetrarmánuðina eða tímabilið frá 1. október til og með 31. maí. Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni Borgartúni 5-7 í Reykjavík (móttaka) og Búðareyri 11-13, Reyðarfirði frá og með mánudeginum 30. júlí 2012. Verð útboðsgagna er 4.000 kr. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 21. ágúst 2012 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag. ÚTBOÐ FÆRANLEGAR KENNSLUSTOFUR Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í framleiðslu og afhendingu á þremur færanlegum kennslu- stofum. Húsin skilist eigi síðar en 10. desember n.k. fullkláruð. Útboðsgögn fást afhent frá og með mánudeginum 30. júlí í afgreiðslu Umhverfis- og Framkvæmdar- sviðs Hafnarfjarðarbæjar, Norðurhellu 2. Tilboð verða opnuð á sama stað 15. ágúst 2012 kl. 11:00. Styrkir úr Lýðheilsusjóði 2012 Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Lýðheilsusjóði Lýðheilsusjóður starfar samkvæmt lögum um landlækni og lýðheilsu (41/2007) og reglugerð um lýðheilsusjóð (1260/2011). Hlutverk sjóðsins er að styrkja lýðheilsustarf sem samræmist markmiðum laga um landlækni og lýðheilsu, bæði innan og utan embættisins, í þeim tilgangi að stuðla að heilsueflingu og forvörnum. Styrkir eru veittir til verkefna eða afmarkaðra hagnýtra rannsókna. Skilyrði fyrir rannsóknastyrkjum er að Embætti landlæknis hafi aðgang að ópersónugreinanlegum frumgögnum og nauðsynlegum stoðupplýsingum ári eftir að gagnasöfnun lýkur. Í samvinnu við styrkþega getur embættið/stjórn sjóðsins einnig veitt þriðja aðila aðgang að gögnunum. Áhersla er lögð á að verkefnin séu til eflingar lýðheilsu með áherslu á eitthvað af eftirfarandi þáttum: áfengis- og vímuvarnir, tóbaksvarnir, heilbrigða lifnaðarhætti eða geðrækt. Mikilvægt er að verkefnin hafi raunhæf og skýr markmið. Stjórn Lýðheilsusjóðs úthlutar úr sjóðnum. Áskilinn er réttur til að senda umsóknir til umfjöllunar fagaðila, óska eftir nánari upplýsingum um verkefni, framkvæmdaaðila og fjármögnun. Einnig áskilja styrkveitendur sér rétt til að ákveða að styrkir verði greiddir út í samræmi við framvindu hvers verkefnis. Ef sótt er um styrk til framhaldsverkefna þarf framvinduskýrsla að liggja fyrir. Styrkþegum er jafnframt gert að skila inn fjárhagsyfirliti og afriti af kvittunum vegna kostnaðar við verkefnið eða rannsóknina með framvindu eða lokaskýrslum. Mikilvægt er að í umsókninni sé gerð grein fyrir því hvernig verkefnið verður metið. Umsóknarfrestur er til og með 22. ágúst 2012 og skal sótt um á eyðublöðum á vef Embættis landlæknis, http://www.landlaeknir.is/um-embaettid/lydheilsusjodur Styrkja, sem úthlutað er á árinu, skal vitjað fyrir 31. des. 2012. Nánari upplýsingar fást í síma 510 1900 eða á vef Embættis landlæknis. Einungis er tekið á móti umsóknum í tölvupósti á netfangið lydheilsusjodur@landlaeknir.is Ótrúlegt úrval íbúða til sölu eða leigu! STÆRSTI HÚSNÆÐISVEFUR LANDSINS Meiri Vísir. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á vísi. Á Veiðivísi, nýjum veiðivef Vísis, getur þú nálgast helstu fréttir, ítarlega umfjöllun og gagnlegar upplýsingar um veiði, hvort heldur sem er stangveiði eða skotveiði. Fylgstu með í sumar og nýttu þér allt sem Vísir hefur upp á að bjóða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.