Fréttablaðið - 28.07.2012, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 28.07.2012, Blaðsíða 8
28. júlí 2012 LAUGARDAGUR8 MENNING Óvissa ríkir um Ástar- vikuna, hátíðina sem haldin hefur verið á Bolungarvík síðastliðin átta ár. Soffía Vagnsdóttir, sem er upp- hafsmaður og driffjöður henn- ar, hefur gefið það upp að hún muni ekki geta staðið fyrir hátíð- inni, sem halda á í annarri viku ágústmánaðar, að þessu sinni vegna anna í ferðaþjónustunni og breyttra aðstæðna. Það var því útlit fyrir að Ástarvikan félli niður. „Svo fékk ég fyrirspurn frá dug- legum stúlkum um það hvað þurfi að gera til að halda svona Ástar- viku,“ segir Soffía. „Nú bind ég vonir við það að þær taki við kyndlinum, ástin sigrar jú alltaf að lokum.“ - jse Óvissa um Ástarvikuna: Bolvíkingar halda í ástina SVEITARSTJÓRNIR Bæjarráð Kópa- vogs segir lítið hafa miðað í undirbúningi verkefnis um uppbyggingu 44 hjúkrunar- rýma við Boðaþing. Þessar vistarverur eiga að vera viðbót við 44 rými sem þegar eru í notkun. Þetta kemur fram í bréfi til Guð- bjarts Hannessonar velferðar- ráðherra. „Bæjarfélagið hefur lagt á það áherslu að staðið verði við þá áætlun að hefja undirbún- ing seinni hluta framkvæmda við hjúkrunarheimilið en ljóst er að áætlanir ráðuneytisins þar um hafa ekki staðist,“ segir bæjarráðið. Bæjarráðið hefur óskað eftir fundi með ráðherranum þar sem farið verði yfir stöðuna og næstu skref ákveðin. - gar Bæjarráð Kópavogs langeygt: Undrast tafir hjá ráðuneyti við vistheimili SAMFÉLAGSMÁL „Nokkrar úrbæt- ur voru gerðar á gæsluvellinum,“ segir Axel Guðmundsson, yfirflokk- stjóri Vinnuskóla Hafnarfjarðar, um gæsluvöllinn í Setbergshverfi í Hafnarfirði. Gæsluvöllurinn heyrir undir Vinnuskólann. Fréttablaðið greindi í gær frá óánægju móður með gæsluvöllinn. Konan sagði börnin afskipt á vell- inum en sjálf kom hún að dóttur sinni þar sem þrír drengir höfðu umkringt hana án þess að nokkur skipti sér af. „Tveimur starfsmönnum hefur verið bætt við starfslið gæsluvall- arins. Svo á jafnvel að aldursskipta svæðinu eitthvað yfir mesta anna- tímann. Við höfum góða aðstöðu þarna, tvær leikskólalóðir sem nýtt- ar verða til að skipta þessu eitthvað niður,“ segir Axel. Hann segist ekki hafa fundið fyrir óánægju með gæsluvöllinn í sumar heldur hafi fólk þvert á móti verið ánægt með starfsemina. „Gæsluvöllurinn væri ekki allt- af yfirfullur ef fólki líkaði ekki við þjónustuna. Í dag höfum við bara heyrt góðar sögur. Fólk hefur hringt hingað eða farið á gæsluvöll- inn og lýst yfir ánægju sinni.“ - ktg Gæsluvöllurinn í Setberginu fær fleira starfsfólk og starfið jafnvel aldurskipt: Bæta starfið á gæsluvellinum í Setbergi FULLT Gæsluvöllurinn í Setberginu hefur verið vel sóttur í allt sumar þrátt fyrir frásögn móður um að börn séu látin afskipt. FRÉTTABLAÐIÐ/VILLI KÍNA, AP Gu Kailai, eiginkona fyrrverandi stjórnmálamannsins Bo Xilai, hefur verið ákærð fyrir morð á bresk- um kaupsýslu- manni, Neil Haywood. Fjölskyldu- þjónn þeirra, Zhang Xiaojun, er einnig ákærður í mál- inu. Í ákærunni segir að þjónn- inn og eiginkon- an hafi í sameiningu eitrað fyrir Haywood, sem lést í nóvember. Eiginmaður hennar þótti eiga frekari frama vísan á flokksþingi kínverska Kommúnistaflokksins í haust en var sviptur embætti nýverið vegna gruns um aðild að morðinu á Haywood. - gb VEISTU SVARIÐ? 1. Hvar í heiminum fara Ólympíu- leikarnir fram? 2. Hvað heitir Bandaríkjamaðurinn sem myrti fjölda manns á forsýningu Batman-myndar þar í landi? 3. Hvað hækkar verð bílastæða við Laugaveg mikið í nýrri gjaldskrá? SVÖRIN 1. Í Lundúnum. 2. James Holmes 3. Um fimmtíu prósent. BO XILAI Kona ákærð fyrir morð: Sögð hafa myrt Breta með eitri STJÓRNSÝSLA Samtök kaupmanna og fasteignaeigenda við Lauga- veg í Reykjavík mótmæla harð- lega gjaldskrárhækkunum borg- aryfirvalda í bílastæði við götur í miðborginni. Þeir segja ekkert samráð hafa verið haft við versl- unareigendur og aðra hagsmuna- aðila á svæðinu í tengslum við hækkanirnar. „Þær munu ekki hafa neitt annað í för með sér heldur en minni verslun. Við erum í mikilli samkeppni við verslun á öðrum verslunarsvæðum á höfuðborg- arsvæðinu,“ segir Björn Jón Bragason, framkvæmdastjóri samtakanna, um gjaldhækkan- irnar. Karl Sigurðsson, borgar- fulltrúi og formaður umverfis- og samgönguráðs Reykjavíkur, segir að gjaldbreytingar í bíla- stæðin muni hafa þveröfug áhrif og auka flæði umferðarinnar í miðborginni. Þá er ökumönnum bent á að leggja bílum sínum í bílastæðahúsum í miðborginni þar sem verð verður ekki hækk- að og opnunartími lengdur frá og með mánudegi. Verslunareigendur benda hins vegar á að verslun í miðborg- inni eigi í mikilli samkeppni við verslanamiðstöðvarnar á höfuð- borgarsvæðinu þar sem frítt er í stæði og aðgengið í þau greitt. „Reykjavíkurborg á fjöldann allan af bílastæðum við önnur verslunarsvæði en innheimtir ekki bílastæðagjöld þar. Borgin gætir því ekki jafnræðis í þess- um efnum,“ bendir Björn Jón á. Vilja verslunareigendur heldur að borgin fari að tillögum þeirra og stuðli að aukinni verslun og mannlífi í miðborginni. „Liður í því gæti verið lækkun bílastæða- gjalda og fjölgun stæða,“ segir í ályktun sem send var fjölmiðl- um í gær. „Að sama skapi mundi það auðvelda aðgengi að verslun- um að fella niður gjaldskyldu á svæðum nærri Laugavegi.“ - bþh Kaupmenn og fasteignaeigendur við Laugaveg eru óánægðir með gjaldhækkanir í bílastæði í miðborginni: Verslunareigendur ósáttir við hærra gjald GÖNGUGATA Neðsta hluta Laugavegar hefur verið breytt í göngugötu. Það er annar þyrnir í augu kaupmanna við götuna og nú hækkar gjald í bílastæði. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.