Fréttablaðið - 28.07.2012, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 28.07.2012, Blaðsíða 24
KYNNING − AUGLÝSING Hótel Berg er nýlegt hótel sem stendur á einum fal-legasta stað Suðurnesja, við smábátahöfnina í Keflavík. Þar er tilvalið fyrir Íslendinga að gista áður en þeir fara í ferðalög til útlanda því um sjö mínútur tekur að aka til og frá flugvelli frá hótel- inu. Auk þess er boðið upp á gjald- frjálsan akstur til og frá vellinum ásamt því að láta geyma bílinn á meðan á ferðalagi stendur. Í móttöku hótelsins tekur hundurinn Tómas á móti gest- um en hann er Íslendingum að góðu kunnur úr sjónvarpsþátt- unum Andri á f landri. Tómas er góðu vanur því Hótel Berg er eitt stigahæsta hótelið á Íslandi á einum stærsta bókunarvef ver- aldar, Booking.com. Þar fær hótel- ið einkunnina 9,4 eða framúrskar- andi en þar er byggt á umsögnum 380 gesta sem gist hafa á hótelinu. Það er einnig vel látið af hótelinu á vefsíðunni Tripadvisor en þar fær hótelið fullt hús stiga. Hótel Berg er lítið og heimilis- legt og lögð er áhersla á persónu- lega þjónustu og hlýtt viðmót. Heillandi náttúrufegurð blasir við en frá staðnum er fagurt út- sýni yfir höfnina, út á haf og yfir bæinn. Frábærir kostir til útivist- ar og afþreyingar eru á svæðinu og fjölbreyttar gönguleiðir, söfn og veitingastaðir eru í fimm mín- útna göngufjarlægð. Ferðir LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 20122 Sögusetrið Sögusetrið á Hvolsvelli er menn- ingarmiðstöð Rangárþings eystra. Húsið hýsir bæði sýningar og söfn sem tengjast menningu og sögu sveitarfélagsins. Á Njálusýning- unni er Brennu-Njálssaga kynnt í máli og myndum en sögusvið hennar er Rangárþing um alda- mótin 1000. Sýningin skiptist í þrjá hluta; Víkingastofu, Bóka- stofu og Njálustofu. Kaupfélags- sýningin var sett upp árið 1999 og er tileinkuð Kaupfélögunum og Samvinnuhreyfingunni. Sjá nánar á: www.njala.is. Draugasetrið og Álfa-, trölla- og norðurljósasafnið Menningarverstöðin á Stokks- eyri hýsir tvö skemmtileg söfn. Draugasafnið er vinsælt hjá öllum aldursflokkum enda allir þekkt- ustu draugar Íslandssögunn- ar til sýnis þar. Sýningin byggir á 24 draugasögum og gestir upp- lifa umhverfi þeirra og bakgrunn. Álfa-, trölla- og norðurljósasafn- ið býður gestum að upplifa heim- kynni álfa og trölla. Norðurljósin eru sýnd á 40 fermetra vegg þar sem gestir geta fengið sér sæti og upplifað ljósadýrðina. Sjá nánar: www.draugasetrid.is og www.ice- landicwonders.com. Jöklasýning Á Höfn í Hornafirði er Jöklasýn- ingin staðsett í miðbænum. Hún höfðar til allra aldurshópa og miðlar fróðleik um jökla, umfjöll- un um náttúru svæðisins og hefur uppstoppuð dýr til sýnis. Hægt er að horfa á myndbrot úr James Bond myndinni Die Another Day sem tekin var upp á Jökulsárlóni árið 2000. Sjá nánar: www.rikivat- najokuls.is/is-land. Þórbergssetrið Á Hala í Suðursveit hefur verið reist menningarsetur til minn- ingar um Þórberg Þórðarson rit- höfund. Setrið inniheldur tvo sýningarsali. Annar hýsir sýn- ingu um ævi og verk Þórbergs þar sem fræðsluspjöld og leikmun- ir eru notaðir til að fanga gamla tíma. Hinn salurinn hýsir ljós- myndasýningu úr Suðursveit. Þar eru til sýnis ljósmyndir frá árun- um 1930-1960 sem sýna atvinnu- hætti og mannlíf úr sveitinni. Sjá nánar: www.thorbergssetur.is. Sagnheimar Stutt er síðan miklar breyting- ar voru gerðar á Byggðasafni Vestmannaeyja og það opnað undir heitinu Sagnheimar. Þar má skoða minjar frá eldgosinu í Heimaey árið 1973 og teikni- myndir sem lýsa Tyrkjaráninu árið 1627. Einnig er fjallað um sjó- mennsku og fiskvinnslu sem hafa skipað stóran sess í lífi bæjar- búa frá upphafi. Sjá nánar: www. sagnheimar.is. Fjölbreytt söfn á Suðurlandi Fjöldi skemmtilegra og áhugaverðra safna er að finna á Suðurlandi fyrir alla aldurshópa. Bæjarhátíðir eru eitt einkennismerkja íslenska sumarsins. Þær eru haldnar í flestum stærri byggðarlögum landsins frá vori fram á haust. Margar þeirra eru hefðbundnar fjölskylduhá- tíðir þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi á meðan aðrar einblína á til dæmis tón- list, matargerð eða sögu landsins. Ferðamenn innanlands hafa að minnsta kosti úr mörg- um skemmtilegum hátíðum að velja af öllum stærðargráðum næstu vikurnar. Strax um verslunarmannahelgina 3.-6. ágúst geta ferðalangir valið úr fjölda viðburða fyrir utan hefðbundnar útihátíðir. Færeyskir fjöl- skyldudagar verða haldnir á Stokkseyri og Ung- lingalandsmót UMFÍ verður haldið í fimm- tánda skipti á Selfossi. Fjölskylduhátíðin Álfa- borgarséns verður haldin í Borgarfirði eystri sömu helgina og einnig árlegir Síldardagar sem verða haldnir á Siglufirði. Evrópumeistaramót- ið í mýrarbolta verður haldið um verslunar- mannahelgina á Ísafirði í áttunda sinn. Vikuna eftir verslunarmannahelgina hefst menningarhátíðin Einu sinni á ágústkvöldi á Vopnafirði sem er helguð bræðrunum Jóni Múla og Jónasi Árnasonum. Í Borgarfirði hefst á sama tíma norræna prjónaráðstefna Gavstrik sem stendur yfir í sex daga. Dagana 9. til 12. ágúst ættu allir matgæðingar að leggja leið sína til Dalvíkur þegar Fiskidagurinn mikli er hald- inn. Sömu helgi er einleikjahátíðin Act alone haldin á Suðureyri. Tónlistarhátíðin Pönk á Patró verður haldin laugardaginn 11. ágúst og er ætluð unglingum og fullorðnum. Stykkishólmur hýsir Danska daga 17.-19. ágúst en hátíðin hefur verið haldin í mörg ár. Dönsk áhrif voru ríkjandi í bænum áður fyrr og danskan meira að segja töluðu á sunnudög- um. Sömu helgi ættu allir unnendur kántrýtón- listar að skella sér á Kántrýdaga á Skagaströnd en hátíðin hefur fyrir löngu fest sig í sessi meðal áhugamanna um kántrýtónlist og vestræna menningu. Tónlistarhátíðin Gæran verður haldin á Sauðárkróki helgina 23.-25. ágúst þar sem boðið verður upp á 27 atriði á þremur dögum. Mikil flugeldasýning verður haldin við Jökuls- árlón 25. ágúst. Þetta er í þrettánda skiptið sem sýningin er haldin og er óhætt að hvetja alla ferðamenn á nálægum slóðum til að mæta og njóta flugeldasýningarinnar í stórkostlegu um- hverfi Jökulsárslóns. Mikið framboð afþreyingar í boði Ferðalangar á ferð um landið í sumar hafa úr fjölmörgum skemmtilegum hátíðum að velja. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Mýrarboltinn á Ísafirði er ávallt vinsæll. Hótel Berg er nýlegt hótel sem stendur við smábátahöfnina í Keflavík. Góðar umsagnir gesta hótelsins gera það að einu af þeim stigahæstu á landinu á alþjóðlegum bókunarvefum. Hundurinn Tómas, sem gerði garðinn frægan í þáttunum um Andra á flandri, heldur til í móttökunni á Hótel Bergi og býður gesti velkomna þangað. Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is sími 512 5411 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Hundurinn Tómas á Hótel Bergi Hundurinn Tómas, sem varð frægur í þáttunum Andri á flandri, tekur á móti gestum á Hótel Bergi. Hótelið er ársgamalt en er samt orðið eitt stigahæsta hótelið á Íslandi á einum stærsta bókunarvef veraldar, Booking.com, en stigin eru byggð á umsögnum gesta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.