Fréttablaðið - 28.07.2012, Síða 24

Fréttablaðið - 28.07.2012, Síða 24
KYNNING − AUGLÝSING Hótel Berg er nýlegt hótel sem stendur á einum fal-legasta stað Suðurnesja, við smábátahöfnina í Keflavík. Þar er tilvalið fyrir Íslendinga að gista áður en þeir fara í ferðalög til útlanda því um sjö mínútur tekur að aka til og frá flugvelli frá hótel- inu. Auk þess er boðið upp á gjald- frjálsan akstur til og frá vellinum ásamt því að láta geyma bílinn á meðan á ferðalagi stendur. Í móttöku hótelsins tekur hundurinn Tómas á móti gest- um en hann er Íslendingum að góðu kunnur úr sjónvarpsþátt- unum Andri á f landri. Tómas er góðu vanur því Hótel Berg er eitt stigahæsta hótelið á Íslandi á einum stærsta bókunarvef ver- aldar, Booking.com. Þar fær hótel- ið einkunnina 9,4 eða framúrskar- andi en þar er byggt á umsögnum 380 gesta sem gist hafa á hótelinu. Það er einnig vel látið af hótelinu á vefsíðunni Tripadvisor en þar fær hótelið fullt hús stiga. Hótel Berg er lítið og heimilis- legt og lögð er áhersla á persónu- lega þjónustu og hlýtt viðmót. Heillandi náttúrufegurð blasir við en frá staðnum er fagurt út- sýni yfir höfnina, út á haf og yfir bæinn. Frábærir kostir til útivist- ar og afþreyingar eru á svæðinu og fjölbreyttar gönguleiðir, söfn og veitingastaðir eru í fimm mín- útna göngufjarlægð. Ferðir LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 20122 Sögusetrið Sögusetrið á Hvolsvelli er menn- ingarmiðstöð Rangárþings eystra. Húsið hýsir bæði sýningar og söfn sem tengjast menningu og sögu sveitarfélagsins. Á Njálusýning- unni er Brennu-Njálssaga kynnt í máli og myndum en sögusvið hennar er Rangárþing um alda- mótin 1000. Sýningin skiptist í þrjá hluta; Víkingastofu, Bóka- stofu og Njálustofu. Kaupfélags- sýningin var sett upp árið 1999 og er tileinkuð Kaupfélögunum og Samvinnuhreyfingunni. Sjá nánar á: www.njala.is. Draugasetrið og Álfa-, trölla- og norðurljósasafnið Menningarverstöðin á Stokks- eyri hýsir tvö skemmtileg söfn. Draugasafnið er vinsælt hjá öllum aldursflokkum enda allir þekkt- ustu draugar Íslandssögunn- ar til sýnis þar. Sýningin byggir á 24 draugasögum og gestir upp- lifa umhverfi þeirra og bakgrunn. Álfa-, trölla- og norðurljósasafn- ið býður gestum að upplifa heim- kynni álfa og trölla. Norðurljósin eru sýnd á 40 fermetra vegg þar sem gestir geta fengið sér sæti og upplifað ljósadýrðina. Sjá nánar: www.draugasetrid.is og www.ice- landicwonders.com. Jöklasýning Á Höfn í Hornafirði er Jöklasýn- ingin staðsett í miðbænum. Hún höfðar til allra aldurshópa og miðlar fróðleik um jökla, umfjöll- un um náttúru svæðisins og hefur uppstoppuð dýr til sýnis. Hægt er að horfa á myndbrot úr James Bond myndinni Die Another Day sem tekin var upp á Jökulsárlóni árið 2000. Sjá nánar: www.rikivat- najokuls.is/is-land. Þórbergssetrið Á Hala í Suðursveit hefur verið reist menningarsetur til minn- ingar um Þórberg Þórðarson rit- höfund. Setrið inniheldur tvo sýningarsali. Annar hýsir sýn- ingu um ævi og verk Þórbergs þar sem fræðsluspjöld og leikmun- ir eru notaðir til að fanga gamla tíma. Hinn salurinn hýsir ljós- myndasýningu úr Suðursveit. Þar eru til sýnis ljósmyndir frá árun- um 1930-1960 sem sýna atvinnu- hætti og mannlíf úr sveitinni. Sjá nánar: www.thorbergssetur.is. Sagnheimar Stutt er síðan miklar breyting- ar voru gerðar á Byggðasafni Vestmannaeyja og það opnað undir heitinu Sagnheimar. Þar má skoða minjar frá eldgosinu í Heimaey árið 1973 og teikni- myndir sem lýsa Tyrkjaráninu árið 1627. Einnig er fjallað um sjó- mennsku og fiskvinnslu sem hafa skipað stóran sess í lífi bæjar- búa frá upphafi. Sjá nánar: www. sagnheimar.is. Fjölbreytt söfn á Suðurlandi Fjöldi skemmtilegra og áhugaverðra safna er að finna á Suðurlandi fyrir alla aldurshópa. Bæjarhátíðir eru eitt einkennismerkja íslenska sumarsins. Þær eru haldnar í flestum stærri byggðarlögum landsins frá vori fram á haust. Margar þeirra eru hefðbundnar fjölskylduhá- tíðir þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi á meðan aðrar einblína á til dæmis tón- list, matargerð eða sögu landsins. Ferðamenn innanlands hafa að minnsta kosti úr mörg- um skemmtilegum hátíðum að velja af öllum stærðargráðum næstu vikurnar. Strax um verslunarmannahelgina 3.-6. ágúst geta ferðalangir valið úr fjölda viðburða fyrir utan hefðbundnar útihátíðir. Færeyskir fjöl- skyldudagar verða haldnir á Stokkseyri og Ung- lingalandsmót UMFÍ verður haldið í fimm- tánda skipti á Selfossi. Fjölskylduhátíðin Álfa- borgarséns verður haldin í Borgarfirði eystri sömu helgina og einnig árlegir Síldardagar sem verða haldnir á Siglufirði. Evrópumeistaramót- ið í mýrarbolta verður haldið um verslunar- mannahelgina á Ísafirði í áttunda sinn. Vikuna eftir verslunarmannahelgina hefst menningarhátíðin Einu sinni á ágústkvöldi á Vopnafirði sem er helguð bræðrunum Jóni Múla og Jónasi Árnasonum. Í Borgarfirði hefst á sama tíma norræna prjónaráðstefna Gavstrik sem stendur yfir í sex daga. Dagana 9. til 12. ágúst ættu allir matgæðingar að leggja leið sína til Dalvíkur þegar Fiskidagurinn mikli er hald- inn. Sömu helgi er einleikjahátíðin Act alone haldin á Suðureyri. Tónlistarhátíðin Pönk á Patró verður haldin laugardaginn 11. ágúst og er ætluð unglingum og fullorðnum. Stykkishólmur hýsir Danska daga 17.-19. ágúst en hátíðin hefur verið haldin í mörg ár. Dönsk áhrif voru ríkjandi í bænum áður fyrr og danskan meira að segja töluðu á sunnudög- um. Sömu helgi ættu allir unnendur kántrýtón- listar að skella sér á Kántrýdaga á Skagaströnd en hátíðin hefur fyrir löngu fest sig í sessi meðal áhugamanna um kántrýtónlist og vestræna menningu. Tónlistarhátíðin Gæran verður haldin á Sauðárkróki helgina 23.-25. ágúst þar sem boðið verður upp á 27 atriði á þremur dögum. Mikil flugeldasýning verður haldin við Jökuls- árlón 25. ágúst. Þetta er í þrettánda skiptið sem sýningin er haldin og er óhætt að hvetja alla ferðamenn á nálægum slóðum til að mæta og njóta flugeldasýningarinnar í stórkostlegu um- hverfi Jökulsárslóns. Mikið framboð afþreyingar í boði Ferðalangar á ferð um landið í sumar hafa úr fjölmörgum skemmtilegum hátíðum að velja. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Mýrarboltinn á Ísafirði er ávallt vinsæll. Hótel Berg er nýlegt hótel sem stendur við smábátahöfnina í Keflavík. Góðar umsagnir gesta hótelsins gera það að einu af þeim stigahæstu á landinu á alþjóðlegum bókunarvefum. Hundurinn Tómas, sem gerði garðinn frægan í þáttunum um Andra á flandri, heldur til í móttökunni á Hótel Bergi og býður gesti velkomna þangað. Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is sími 512 5411 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Hundurinn Tómas á Hótel Bergi Hundurinn Tómas, sem varð frægur í þáttunum Andri á flandri, tekur á móti gestum á Hótel Bergi. Hótelið er ársgamalt en er samt orðið eitt stigahæsta hótelið á Íslandi á einum stærsta bókunarvef veraldar, Booking.com, en stigin eru byggð á umsögnum gesta.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.