Fréttablaðið - 28.07.2012, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 28.07.2012, Blaðsíða 26
KYNNING − AUGLÝSINGFerðir LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 20124 Icelandair býður borgarferðir til allra áfangastaða félagsins. Þetta eru pakkaferðir þar sem keypt er flug og hótel. „Í þessum ferðum er fólk almennt á eigin vegum en við bjóðum jafnframt upp á sérferð- ir með fararstjóra og sérstakri dag- skrá,“ segir Svava Hjartardóttir. „Þá erum við alltaf með tilboðsferðir og nú í haust bjóðum við ferðir til Brighton, sem er skemmtilegur lít- ill strandbær skammt frá London. Flogið er til Gatwick en þaðan er stutt til Brighton. Þar er úrval veit- ingastaða og verslana og virkilega góð stemning.“ Nýjasti áfangastaður Icelandair er Denver. Þar er að finna ein- stök útivistarsvæði og hægt að fara í ævintýraferðir út í náttúr- una. Borgin er nútímaleg og sólin skín í 300 daga á ári. „Þá er vinsælt að fara í borgarferð til Washing- ton en sömuleiðis til Amsterdam og Parísar svo eitthvað sé nefnt.“ segir Svava. „París þykir sérlega heillandi á haustin og er eftirsótt af pörum á öllum aldri.“ Þess má geta að Icelandair býður upp á fjóra áfangastaði í Þýskalandi; München, Hamborg, Wiesbaden og Frankfurt svo þar er sannarlega hægt að skoða sig um. Fleiri áfangastaði er að finna á heimasíðu Icelandair, www.ice- landair.is. Svava segir fólk gjarnan panta borgarferðir á þessum tíma árs. „Nú er fólk að tínast úr sumar- fríi og farið að skoða haustið. Það er því að verða líf legt í kringum pakkasöluna enda vill fólk panta tímanlega og freista þess að fá besta verðið.“ Ásbjörn Björgvinsson, fram-kvæmdastjóri Markaðs-stofu Norðurlands, er ný- kominn úr skemmtilegu ferðalagi þar sem hann var farþegi aftan á mótorhjóli tilvonandi eiginkonu sinnar, Hildar Guðnadóttur, og í samfloti við annað par. „Vinum og ættingjum leist nú mátulega á þessa hugmynd Hildar. Ég hef enga reynslu af akstri mótorhjóla auk þess að vera talsvert stærri og þyngri en hún en ég gat ekki skorast undan svo spennandi áskorun.“ Tilefni ferðarinnar var brúðkaupsferð vinahjóna þeirra, Magnúsar Arnar Stefánssonar og Esterar Halldórsdóttur sem gift- ast í dag, laugardaginn 28. júlí. Ásbjörn fékk lánaðan galla og fjár- festi í skærappelsínugulum mót- orhjólahjálmi svo hann sæist vel. Önnur upplifun sem farþegi Ferðalagið hófst í Reykjavík 8. júlí og lá leiðin fyrst út á Reykjanes og þaðan til Þorlákshafnar eftir nýja Suðurstrandarveginum. Fyrstu nóttina var gist í Vestmannaeyjum og snemma morguns haldið áfram austur á bóginn. Við Skóga byrjaði að rigna eins og hellt væri úr fötu. „Leiðin frá Skógum að Skaftafelli var því ansi blaut, en fyrir utan þennan spotta rigndi ekkert á ferðalagi okkar. Á suðurströndinni upplifði ég líklega skemmtilegustu og sterkustu upplifun ferðarinn- ar. Þá fann maður alla lyktina frá náttúrunni. Það var megn brenni- steinsfýla frá jökulánum, lykt af ný- slegnu grasi, ilmur frá smárabreið- unum og skítalykt af túnum í bland við rok, rigningu, kulda og sól svo eitthvað sé nefnt.“ Þegar hópurinn var kominn að Jökulsárlóni var sólin komin á kreik og sól og blíða og heitir pott- ar biðu blautra ferðalanga að Hof- felli í Hornafirði. Þaðan var hald- ið austur á firði og gist á Mjóeyri við Eskifjörð, síðan á Egilsstöð- um og svo við Þistilfjörð. Ferða- langarnir lentu í miklu hvassviðri í Öxarfirði á leið sinni til Húsavík- ur en dagurinn endaði á Akureyri, heimabæ Ásbjarnar. Á mánudegin- um var haldið út Eyjarfjörðinn inn í Skagafjörð og endað á Hvamms- tanga þar sem gist var síðustu nótt- ina áður en haldið var til Reykja- víkur eftir níu daga ferðalag. Margir frábærir veitingastaðir Ásbjörn segir það vera mikla upp- lifun að ferðast um landið með þessum hætti. „Við fórum af stað með það í huga að kaupa alla þjón- ustu á leiðinni enda ferðuðumst við mjög létt. Við heimsóttum safn- ið að Skógum og fengum kærkom- inn kaffisopa á Steinasafni Petru. Á Eskifirði fundum við frábær- an veitingastað í gömlu pakkhúsi rétt við Mjóeyri. Selársdalslaug við Vopnafjörð stendur alltaf fyrir sínu og það var dásamlegt að vakna við ilminn af nýbökuðum pönnukök- um á Ytra Álandi. Á Smyrlabjörg- um í Suðursveit fengum við glæsi- legt kvöldverðarhlaðborð og frá- bært grillhlaðborð á Gauksmýri en við heimsóttum líka nýja veitinga- staðinn hans Völla Snæs á Húsa- vík sem var virkilega góður.“ Þrátt fyrir að ferðalagið hafi verið mikið ævintýri er Ásbjörn ekki farinn að skipuleggja aðra ferð. „Ég er meiri golfari en mótorhjólamaður. Fyrir mig var þetta ferðalag einstök upp- lifun en eitthvað sem ég þarf ekki endilega að gera aftur. Þetta tók í skrokkinn og maður var oft aumur í rassinum á kvöldin eftir langan dag. Það þurfti því oft að strjúka á mér rassinn á kvöldin.“ Hélt utan um konuna í 2050 kílómetra Það er mikil upplifun að ferðast um landið á mótorhjóli. Ferðamenn upplifa landslag og umhverfi með allt öðrum hætti en á bíl enda kjósa sífellt fleiri ferðamenn þennan valkost yfir sumartímann. Ásbjörn Björgvinsson og Hildur Guðnadóttir í sól og sumaryl á Siglufirði. MYND/ÚR EINKASAFNI Í París blómstrar ástin. Umferð ýmissa gerða ferðavagna hefur aukist mikið á þjóðvegum landsins undanfarin ár. Hér er meðal annars um að ræða hjólhýsi, fellihýsi og tjaldvagna. Mikilvægt er fyrir ökumenn slíkra farartækja að sýna ýtrustu varúð við undir- búning ferðarinnar og þegar keyrt er á vegum landsins. Einar Magn- ús Magnússon, upplýsingafulltrúi hjá Umferðarstofu, segir að mikil- vægt sé að huga að nokkrum þátt- um áður en lagt er af stað í ferða- lagið. „Það er mjög góð regla að athuga til dæmis ljósabúnað og at- huga hvort hann virki fyrir brott- för. Einnig þarf að athuga hvort ekki sé allt til staðar sem á að vera á ferðavagninum og hvort það sé ekki tryggilega fest. Síðan er afar mikilvægt að beisli og tengibún- aður sé í góðu ástandi.“ Hann hvetur bíleigendur til að koma við á næstu skoðunarstöð ef þeir telja sig ekki geta lagt mat á þessa þætti sjálfir. „Það er einnig mjög mikilvægt að hugað sé að bremsubún- aði ferðavagna sem er afar mikilvægur búnaður ef svo illa vill til að vagninn losnar aftan úr bílnum. Þá ber að hafa í huga að öryggis- vír sé tengdur því annars virka bremsurnar ekki. Ef það eru engar bremsur þá þarf að gæta þess að öryggiskeðja sé tryggilega fest milli bíls og eftirvagns. Ef eftirvagn hindrar baksýn úr dráttarbílnum þarf að framlengja hliðarspegla bílsins báðum megin en speglarnir eiga að gera ökumanni kleift að sjá beggja vegna aftur með farartækinu.“ Einar bendir á að aksturseiginleikar bíla breytast mikið þegar þungir ferðavagnar eru með í för. Sérstaklega eigi það við um akst- ur á malarvegi þar sem lausamöl geti valdið því að bíllinn verði mjög óstöðugur á miklum hraða. Ökumenn þurfi einnig að hafa í huga að yfirhlaða ekki ferðavagna eins og t.d. hjólhýsi af ýmsum búnaði. Þannig geti vagninn orðið of þungur fyrir bílinn. Í því sambandi beri að athuga hvað vagninn má vera þungur og hvort bíllinn sé skráður til þess að draga svo stórt tæki en þær upplýsingar má finna í skrán- ingarskírteini ökutækisins. Einar segir Íslendinga almennt meðvitaða um öryggismál ferða- vagna en þau slys sem verða má yfirleitt rekja til reynsluleysis og vanþekkingar og þess einnig að menn huga ekki að því að búnaður- inn sé í fullkomnu lagi. Öryggi á vegum Mikilvægt er að huga vel að öryggismálum ferða vagna áður en lagt er í ferðalag. Mikil fjölgun hefur orðið á ferðavögnum undanfarin ár. Einar Magnús Magnússon, upplýsinga- fulltrúi Umferðarstofu. MYND/GVA Nú er tíminn til að panta borgarferð Haustið er handan við hornið og ekki úr vegi að skoða úrval borgarferða sem í boði eru. Icelandair býður borgarferðir til allra sinna áfangastaða. Denver er nýjasti áfangastaðurinn en einnig má nefna tilboðsferð til Brighton. París, borg elskenda, er sömuleiðis sívinsæl. í Denver er að finna einstök útivistarsvæði. Það er margt að sjá og skoða í París.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.