Fréttablaðið - 28.07.2012, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 28.07.2012, Blaðsíða 64
28. júlí 2012 LAUGARDAGUR36 sport@frettabladid.is EYJAMENN eiga möguleika á því að setja nýtt félagsmet á Kópavogsvelli á morgun þegar þeir mæta Breiðabliki i fyrsta leik 13. umferðar Pepsi-deildar karla. ÍBV-liðið er búið að vinna sex deildarleiki í röð sem hefur aðeins gerst einu sinni áður hjá Vestmanna- eyjaliðinu í efstu deild. ÍBV vann einnig 6 leiki í röð sumarið 1995. Leikur Breiðabliks og ÍBV hefst klukkan 17.00 en klukkan 19.15 fara fram tveir leikir: Fylkir - Stjarnan og Selfoss - Valur. 13. umferðin klárast síðan með þremur leikjum á mánudaginn. GOLF Sigmundur Einar Másson er efstur í karlaflokki eftir fyrstu tvo dagana á Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer á Strandarvelli á Hellu en það er allt hnífjafnt hjá konunum þar sem Anna Sólveig Snorradóttir, 17 ára kylfingur úr Keili, og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni Akranesi deila efsta sætinu. Sigmundur Einar er með eitt högg í forskot á Kristin Óskars- son. Rúnar Arnórsson er í 3. sæti en hann náði ekki að fylgja eftir frábærum fyrsta degi og lék á +3 í gær. Íslandsmeistarinn Axel Bóasson kom til baka eftir slak- an fyrsta dag og lék manna best í gær eða á -4. Axel er í 4. til 5. sæti ásamt Þórði Rafni Gissurarsyni en þeir eru báðir á parinu. Sigmundur glímdi við erfið bak- meiðsli síðasta vetur en hann er allur að koma til og markmiðið er einfalt. „Ég ætla bara að vinna þetta, það kemur ekkert annað til greina,“ sagði Sigmundur sem sigraði á Íslandsmótinu árið 2006. Hann lék á 69 höggum í gær eða -1 og er samtals á -3. Körfuboltadómarinn Kristinn Óskarsson hefur komið skemmti- lega á óvart á fyrstu tveimur keppnisdögunum en hann hefur leikið báða hringina á Strandar- velli á Hellu á einu höggi undir pari vallar. „Miðað við forgjöfina þá var ég í 35. sæti á þeim lista og ég hafði einsett mér það að leika á forgjöf- inni og vera í kringum 30. sætið,“ sagði Kristinn. Hann á alveg eins von á því að mæta bara í körfu- boltadómarabúningnum í dag. „Ég held að það séu allir að bíða eftir því að ég „springi“ og ætli ég sé ekki einn af þeim líka. Ég er vanur því að umgangast topp- íþróttamenn í dómarabúningnum og líður rosalega vel. Kannski er það bara lausnin,“ sagði Krist- inn, að sjálfsögðu í meira gríni en alvöru. Anna Sólveig og Valdís Þóra eru samtals á 6 höggum yfir pari vall- ar en tveimur höggum þar á eftir kemur Eygló Myrra Óskarsdóttir úr GO. „Væntingar mínar fyrir mótið voru aðeins þær að komast í gegn- um niðurskurðinn og hafa gaman að þessu,“ sagði Anna Sólveig í gær en hún ætlar að dvelja á Sel- fossi næstu tvo daga í góðu yfir- læti hjá ömmu sinni og afa. Eygló Myrra Óskarsdóttir úr GO er enn í baráttunni um titilinn en hún er aðeins tveimur höggum á eftir þeim Valdísi og Önnu. „Markmiðið er einfalt hjá mér, ég stefni á sigur,“ sagði Eygló en hún hefur aldrei náð að sigra á Íslandsmótinu í höggleik. Tveir síðustu dagarnir verða sýndir í beinni í opinni dagskrá á Stöð Sport og á Vísi. -seth, -óoj Sigmundur Einar, Valdís Þóra og Anna Sólveig eru efst eftir tvo daga á Íslandsmótinu í höggleik: Körfuboltadómarinn slær í gegn á Hellu ANNA SÓLVEIG SNORRADÓTTIR 17 ára kylfingur úr Keili deilir efsta sætinu í kvennaflokki. FRÉTTABLAÐIÐ/SETH 09.00: 400 m fjórsund karla Anton Sveinn McKee, 1. riðill 09.37: 100 m flugsund kvenna Sarah Blake Bateman, 2. riðill 10.56: 100 m bringusund karla Jakob Jóhann Sveinsson, 3. riðill 12.00: Skotfimi, 10 m loftbyssa Ásgeir Sigurgeirsson, forkeppni 08.30: Handbolti karla Ísland - Argentína, A-riðill 09.03: 100 m baksund kvenna Eygló Ósk Gústafsdóttir, 2. riðill SUNNUDAGINN 29. JÚLÍ LAUGARDAGINN 28. JÚLÍ ÓL 2012 Íslendingar á HANDBOLTI Silfurstrákarnir frá Peking hefja leik á Ólympíuleik- unum í London á morgun þegar handboltalandsliðið mætir Argent- ínu í fyrsta leik A-riðils. Meiðsli og veikindi hafa herjað á hópinn síðustu dagana en Aron Pálmars- son gat þó æft af fullum krafti í gær. Róbert Gunnarsson er að glíma við smávægileg veikindi en óviss- an er meiri um Snorra Stein Guð- jónsson. Hann hefur verið að berjast við að ná sinaskeiðabólgu í vinstri hönd úr sér en bólgan er nú einnig komin upp í hægri hönd- inni – kasthöndinni. „Við verðum bara að sjá til hvernig hann verður í kvöld og í fyrramálið,“ sagði Guðmundur við Fréttablaðið eftir æfinguna sem fór fram snemma dags í gær. „Við getum ekki hugsað lengra fram í tímann en það. Þetta er ekki stað- an sem við vildum vera í en svona er þetta bara. Vonandi jafnar hann sig sem fyrst.“ Það var greinilegt á Snorra Steini sjálfum að hann var svekkt- ur með að hafa misst af æfing- unni. „Það gengur upp og ofan hjá mér. Ég vil kannski tala sem minnst um það. En það er engin dramatík í þessu enn þá og ég ætla að vera með á sunnudaginn,“ segir hann. Aron fann sig vel Lengi vel var óvissa um þátttöku Arons Pálmarssonar á leikunum og var hann til að mynda kallaður út í læknisskoðun til félags síns, Kiel, aðeins nokkrum dögum fyrir brottför landsliðsins til Lundúna. „Aron æfði af fullum krafti með okkur í dag. Æfingin var að vísu ekki löng en hann fann sig vel. Það er önnur æfing á morgun og þá sjáum við betur hvernig hann kemur undan meiðslunum,“ segir Guðmundur. Landsliðið lék æfingarleik gegn Króatíu á fimmtudaginn og tap- aði með tveggja marka mun. Guð- mundur nýtti æfinguna í gær til að skerpa á sóknarleiknum sem hann var ekki ánægður með í leiknum á fimmtudag. Þurfa að nýta breiddina betur „Við höfum sótt allt of mikið inn á miðjuna í undanförnum leikj- um hjá okkur. Við þurfum að nýta breiddina betur,“ segir hann. „Markvarslan var í fínu lagi gegn Króatíu og varnarleikurinn varð betri eftir því sem á leið. Það er hitt og þetta sem við þurfum að vinna í og erum við að fínpússa okkar leik.“ Verður ærið verkefni Þó svo að mikill styrkleikamunur hafi verið á handboltalandsliðum Íslands og Argentínu í gegnum tíð- ina varar Guðmundur við of mikilli bjartsýni og vanmati. „Við þurfum að halda fullri einbeitingu og fara í leikinn af fullum krafti. Argentína er stórhættulegur andstæðingur eins og þeir sýndu í æfingaleikjun- um heima. Þar vorum við á heima- velli og allt á okkar bandi en samt héngu þeir lengi í okkur.“ Ísland lék tvo æfingarleiki gegn Argent- ínu á dögunum en þeir fóru báðir fram í Kaplakrika. Ísland bar sigur úr býtum í báðum leikjum en það tók strákana tíma að hrista Suður- Ameríkumennina af sér. Guðmundur mun því brýna fyrir strákunum að sýna þolinmæði. „Argentína spilar af skynsemi og reynir að teygja úr sókninni eins lengi og mögulegt er. Við þurfum að halda þolinmæðinni og sýna einbeitingu. Það verður ærið verk- efni að vinna Argentínumennina.“ Leikurinn hefst klukkan 8.30 í fyrramálið og er hann gríðarlega mikilvægur. Þó svo að hinn riðil- Full einbeiting og mikil þolinmæði Ísland mætir Argentínu í fyrramálið í fyrsta handboltaleik karla á Ólympíuleikunum í Lundúnum. Guðmundur landsliðsþjálfari varar við vanmati og segir Argentínu stórhættulegan andstæðing. TEYGT Á TRÖLLINU Pétur Örn Gunnarsson sjúkraþjálfari tekur hér á Sverre Jakobssyni á æfingu íslenska handboltalandsliðsins í London í gær. Það hefur verið nóg að gera hjá Pétri í aðdraganda leikanna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Róbert Gunnarsson er nú að taka þátt á sínum þriðju Ólympíuleikum og ber hann leikunum í Lundúnum söguna vel, enn sem komið er. „Þetta er bara mjög flott. Þorpið er mjög glæsilegt og íbúð- irnar okkar fínar. Við Snorri Steinn fengum reyndar kompu aðra leikana í röð en við ætlum ekki að kvarta mikið undan því,“ segir Róbert en hann og Snorri Steinn eru miklir félagar og hafa stundum verið kallaðir Snobbi. „Mesta snilldin er að þorpið er rétt hjá leik- vöngunum. Í gær röltum við til dæmis heim eftir æfingaleikinn gegn Króatíu sem er mikill kostur. Maður sér fram á að geta leyft sér að fara á aðra viðburði en maður nennti ekki að standa í því á hinum leikunum vegna ferðalaganna sem þurfti til þess.“ Hann er þó ekki með neitt ákveðið í huga sem hann vill sjá á leikunum. „Nei, það yrði þá bara skyndiákvörðun. En það er gott að vita af þessu. Þetta er eins og að búa í stórborginni – það er gott að geta farið í bíó þótt maður geri það ekki endilega.“ Snobbi fékk kompu aðra leikana í röð Eiríkur Stefán Ásgeirsson og Valgarður Gíslason fjalla um ÓL 2012 eirikur@frettabladid.is - valli@frettabladid.is ÓL 2012 Á íþróttavef Vísis verður að finna ýtarleg viðtöl við alla þá Íslendinga sem keppa á Ólympíu- leikunum í Lundúnum, bæði fyrir keppni og eftir. Að morgni hvers dags munu birtast viðtöl við þá keppendur sem eru að keppa í sinni fyrstu grein þann daginn. Keppni á leik- unum hefst í dag og verða fjórir Íslendingar í eldlínunni, sundfólkið Anton Sveinn McKee, Sarah Blake Bateman og Jakob Jóhann Sveins- son ásamt skotfimikappanum Ásgeiri Sigurgeirssyni. Á morgun bætist svo Eygló Ósk Gústafsdóttir í hópinn en hún mun keppa í 100 m baksundi á sama tíma og handboltalandsliðið mætir Argentínu. - esá Íslensku keppendurnir: Ýtarleg viðtöl á íþróttavef Vísis KEPPIR Í SKOTFIMI Ásgeir Sigurgeirsson hefur leik í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Stjarnan og Valur tryggðu sér sæti í bikarúrslita- leik kvenna í gær. Valur vann 2-0 sigur á KR á KR-velli og komst í úrslitaleikinn fimmta árið í röð en Stjarnan vann 2-1 sigur á Þór/ KA eftir framlengingu í Garða- bænum. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, tryggði sínu liði sæti í úrslitaleiknum með því að skora sigurmarkið á 106. mín- útu. Harpa Þorsteinsdóttir kom Stjörnunni yfir á 22. mínútu en Sandra María Jessen jafnaði með frábæru marki á 54. mínútu. Johanna Rasmussen og Rakel Logadóttir skoruðu mörk Vals á móti botnliði KR en Valskonur eiga nú möguleika að vinna bik- arinn fjórða árið í röð. - óój Borgunarbikar kvenna í gær: Stjarnan og Valur í úrslitin SVAKA SPENNA Frá leik Stjörnunnar og Þór/KA í Garðabæ í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL inn á leikunum sé sterkari mega strákarnir ekki við því að misstíga sig, sérstaklega í byrjun. Alls fara fjögur lið af sex áfram úr hvorum riðli og í fjórðungsúr- slitin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.