Fréttablaðið - 28.07.2012, Page 60

Fréttablaðið - 28.07.2012, Page 60
28. júlí 2012 LAUGARDAGUR32 BAKÞANKAR Atla Fannars Bjarkasonar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. rólega, 6. öfug röð, 8. stansa, 9. klastur, 11. málmur, 12. ólögl. inn- flutningur, 14. skot, 16. í röð, 17. útsæði, 18. borg, 20. til, 21. járna. LÓÐRÉTT 1. að lokum, 3. tveir eins, 4. gutla, 5. samræða, 7. kennslubók, 10. stofn, 13. gifti, 15. frjóvga, 16. tímabils, 19. svörð. LAUSN LÁRÉTT: 2. hægt, 6. on, 8. æja, 9. kák, 11. ál, 12. smygl, 14. snafs, 16. áb, 17. fræ, 18. róm, 20. að, 21. skóa. LÓÐRÉTT: 1. loks, 3. ææ, 4. gjálfra, 5. tal, 7. námsbók, 10. kyn, 13. gaf, 15. sæða, 16. árs, 19. mó. Holy Diver! Hvað er þetta bragð sem ég greini? Já, nú man ég! Þetta er bragðið af SIGRI! JEI! Og þvílíkur leikur hjá Þór- Pedro! Hann varði hátt og lágt! Varði allt! Á línunni og á vellinum! Austur og vestur! Uppi og niðri! Og hann fékk nokkur hörð högg en náung- inn reis alltaf upp og glotti undir yfirvara- skegginu! Hann þolir ALLT! Heldurðu að fótleggir hans mundu þola nokkur góð högg með járnstöng? EH... Bara spurning! Hreint Óhreint Bæði og Ég er kominn með einhvers konar skipu- lagsáráttu. Ef það er til íslensk mömmu- orðabók, þá hlýtur að vera til íslensk pabbaorðabók. Já, auð- vitað. Hvers vegna notarðu hana aldrei? Pabbi, hvernig stafar maður evrópskur? Evrópskur? Þú átt nú að vita það! Ó. Stundum, seint á kvöldin, þá staldra ég við og hugsa um stærsta einstaka þátt- inn í sögu okkar sem íþróttaþjóðar: Höfða- töluna. Ef Íslendingar væru fjölmenn þjóð þyrftum við síendurtekinn árangur til að blása upp þjóðarstoltið en í staðinn beitum við tölfræðiæfingum sem gefa okkur tíma- bundna, en unaðslega, vellíðan. Auðvitað eigum við að gera meira úr höfðatölunni. Samkvæmt henni hefur árangur Íslendinga á Ólympíuleikum verið óslitin sigurganga. STANGARSTÖKKVARINN Vala Flosa- dóttir vann til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í Sidney árið 2000 eftir að hafa vippað sér yfir fjóra metra og fimmtíu sentimetra. Hin banda- ríska Stacy Dragila hlaut gullverðlaun fyrir stökk upp á fjóra metra og sextíu sentimetra en ef við miðum við höfða- tölu stökk Vala þúsund sinnum hærra. Hún slengdi sér því fjóra kílómetra og fimm- hundruð metra til himins. Árangur sem verður seint leikinn eftir. BRONSVERÐLAUN júdókappans Bjarna Friðrikssonar á Ólympíu- leikunum í Los Angeles árið 1984 líða seint úr minni. Þar bar hinn suður-kóreski Ha Hyoung-Zoo sigur úr býtum þegar hann lagði brasilíska júdókappann Douglas Vieira. Árangur Bjarna er vita- skuld betri en árangur sigur- vegarans — 166 sinnum betri ef við miðum við höfðatölu. Það má því segja að andstæð- ingur Ha Hyoung-Zoo hafi aðeins verið nokkur grömm að þyngd á meðan Bjarni lagði fimmtán tonna ofurmenni í bardagan- um um bronsið. Eitthvað sem engum hefur tekist, hvorki fyrr né síðar. EKKI MÁ gleyma ótrúlegum árangri íslenska handboltalandsliðsins á Ólympíu- leikunum í Peking árið 2008. Strákarnir okkar komu heim með silfrið og nafnbótina besta íþróttalið heims, miðað við höfðatölu. Möguleikar Íslendinga í úrslitaleiknum voru litlir sem engir enda ekkert lið mætt slíku ofurefli. Ef við miðum við höfðatölu mættu strákarnir rúmlega 1.500 Frökk- um á vellinum. Þeir náðu engu að síður að skora 23 mörk og fengu á sig aðeins 28. Miðað við höfðatölu fór úrslitaleikur- inn því 5.010 - 28, Íslendingum í vil. Engu liði hefur tekist að skora jafn mörg mörk í handboltaleik og ólíklegt er að afrekið verði nokkurn tíma leikið eftir. AFREKIN eru vitaskuld fleiri. Einar Vil- hjálmsson stökk tæpa tíu kílómetra í þrí- stökki á Ólympíuleikunum í Melbourne árið 1956, Jón Arnar Magnússon á nokkur ótrú- leg met í tugþraut, miðað við höfðatölu, og í næstu viku er líklegt að Kári Steinn Karls- son ljúki maraþoni á tæpum þremur mín- útum — met sem verður ekki slegið fyrr en Færeyingar taka þátt. Best í heimi MIÐASALA Í MIÐASÖLU HÖRPU, Á HARPA.IS, MIÐI.IS OG Í SÍMA 528 5050. S HELGASON steinsmíði síðan 1953 SKEMMUVEGI 48 200 KÓPAVOGUR SÍMI:557 6677 WWW.SHELGASON.IS TONY BENNETT Í ELDBORGARSAL HÖRPU FÖSTUDAGINN 10. ÁGÚST N Ú S T Y T T I S T Í T Ó N L E I K A Á R S I N S HVAR VERÐUR ÞÚ 10. ÁGÚST? ÖRFÁIR MIÐAR LAUSIR!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.