Fréttablaðið - 28.07.2012, Page 10

Fréttablaðið - 28.07.2012, Page 10
10 28. júlí 2012 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 V art er hægt að ímynda sér bágari stöðu í lífinu en þá að vera landlaus og á flótta. Ástæður þess að fólk sér sig knúið til að flýja heimaslóðir geta verið margar; sumir flóttamenn hafa yfirgefið stríðshrjáð svæði meðan aðrir hafa skoðanir sem ekki hugnast ráðamönnum og ástæðurnar geta verið fjölmargar fleiri. Það líf sem tekur við eftir að maður hefur ákveðið að flýja heimaland getur jafnvel verið þungbærara en að búa við ógn heima hjá sér og einkennist af því að hafa ekki vald yfir eigin lífi og aðstæðum. Hér eru málefni hælisleit- enda sem komnir eru til Íslands á eigin vegum, einir eða örfáir saman, tiltölulega nýtt verkefni sem virðist hafa komið aftan að stjórnvöldum. Í það minnsta er það svo að stjórnsýslan er enn algerlega vanbúin til þess að vinna úr málefnum þeirra hælisleitenda sem hingað koma. Undanfarið hafa málefni hælisleitenda verið í brennidepli hér á landi. Þeim fjölgar vegna þess að Útlendingastofnun hefur ekki undan að vinna úr málum þeirra. Mál nokkurra hælisleitenda sem reynt hafa að flýja héðan til annarra landa hafa einnig verið í fréttum. Nú á enginn að brjóta lög, ekki heldur hælisleitendur, en áður en menn missa sig í vandlætingu vegna þeirra hælisleitenda sem laumast um borð í skip eða flugvél til þess að komast héðan ættu þeir að reyna að setja sig í spor þess sem dvalið hefur vikum og mánuðum saman í ókunnugu landi án þess að hafa nokkurt vald yfir aðstæðum sínum eða eiga möguleika á að taka þátt í samfélaginu og afla sér viðurværis og hafa engar vísbendingar um hvenær ástandið taki enda eða hvað taki þá við. Útlendingastofnun hefur bent á að með því að auka fjárframlög til stofnunarinnar megi gera hvort tveggja; sýna hælisleitendum meiri mannúð með því að afgreiðsla mála þeirra gangi hraðar fyrir sig og spara peninga því það er kostnaðarsamt fyrir ríkið að sjá hælisleitanda farborða. Í viðtali við Fréttablaðið í gær segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra málefni hælisleitenda vera það viðkvæmasta innan ráðuneytisins. Hann segir að fyrir liggi tillaga hans um aukafjárveitingu til Útlendingastofnunar sem að nokkru leyti myndi leysa þann þann bráðavanda sem við blasir í málefnum hælisleitenda. Vilji ráðherra liggur þannig fyrir. Verkefnið er að veita viljanum í farveg. Í mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna kveður á um rétt allra manna til lífs, frelsis og mannhelgi. Víða um lönd er þessi yfirlýsing ekki höfð í heiðri. Hér á landi teljum við okkur virða grundvallarmannréttindi þótt vissulega komi upp tilvik þar sem bæta þarf um betur. Gæta þarf þess að mannréttindasátt- málinn gildi jafnt fyrir heimamenn og þá sem flúið hafa heima- land sitt og leita sér, sumir í örvæntingu, hælis í fjarlægu og ókunnugu landi. FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is SPOTTIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is SKOÐUN Frá siðferðilegu sjónarmiði er til lengri tíma litið brýn-ast að treysta lýðræðislega innviði samfélagsins og styrkja stjórnkerfið; bæta þarf við- skiptasiðferði, stjórnsiði og vinnu- lag, efla fagmennsku og siðferðis- vitund.“ Þessi setning er tekin úr loka- niðurstöðu þess hluta skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sem sérstaklega fjallaði um siðferði og starfshætti í tengslum við fall bankanna 2008. Skýrslan seldist í stóru upplagi og í hana var vitnað í nokkra mánuði eins og trúarbók- staf. Síðan ekki söguna meir. Nú er eins og enginn hafi heyrt þess- arar skýrslu getið og trúarhit- inn er kulnaður. Frásagnir fjöl- miðla síðustu mánuði um ráð- stöfun Gríms- staða á Fjöllum til fjárfestis frá Kína gefa efni til að spyrja hvort þeir hlutir eigi að ganga fram eins og sagt er. Málið er tvíþætt. Annars vegar snýst það um kaup á stóru landi. Hins vegar lítur það að áformum um atvinnusköpun. Þó að þættirn- ir tengist óhjákvæmilega þarf eigi að síður að svara spurningum sjálf- stætt um hvorn þeirra um sig. Hvers vegna eru reglur um fjár- festingu útlendinga á landi eins og þær eru? Er hægt að fara í kring- um þær? Viljum við það? Réttlæta áform um atvinnusköpun að það sé gert? Með öðrum orðum: Getum við verið viss um að það sem hér er að gerast feli í sér bót á viðskiptasið- ferði, stjórnsiðum og vinnulagi? Má vera að í röðum valdhafa sé Ögmundur Jónasson einn um að kæra sig ekki kollóttan hvernig þessum spurningum er svarað? Kærir Ögmundur sig einn ekki kollóttan? Þegar sköpun nýrra atvinnutækifæra er nefnd í tengslum við þessi áform teygja menn lopann frá golfi til olíuhreinsunar. Hvort tveggja er virðingarverð starf- semi og fengur væri að erlendu fjármagni til uppbyggingar á þess- um sviðum. En hvorugt þetta er kjarninn í þessari umræðu. Fyrstu áform kínverska fjár- festisins voru þau að kaupa Gríms- staði á Fjöllum. Þá kemur í ljós að íslensk lög heimila ekki slík kaup útlendinga nema þeir búi á evr- ópska efnahagssvæðinu. Innan- ríkisráðherra getur þó veitt und- anþágu frá þeirri reglu. Hann hafnaði því með rökum sínum. Næsti leikur er að sveitarfélögin kaupi jörðina og leigi Kínverjan- um. Hann greiðir leiguna fyrir- fram. Sveitarstjórnir á svæðinu ætla einfaldlega að leppa kaupin til að skapa atvinnu. Þær eru lepp- sveitarstjórnir. Er það bót á stjórn- siðum? Skilyrðið fyrir þessu öllu saman er að iðnaðarráðherra veiti sér- staka fyrirgreiðslu sem lög heim- ila að hann geri þegar erlendir fjárfestar eiga í hlut. En telst það bót á stjórnsiðum að taka ákvörð- un af því tagi þegar fyrir liggur að málið allt byggist á leppmennsku? Sumir eru hlynntir olíuhreins- un. Aðrir sjá allt svart þegar hún er nefnd. Hvorugt sjónarmiðið á að ráða þegar meta á hvort fara á að lögum um erlenda fjárfest- ingu. Sumir hlæja þegar golfiðk- un á Fjöllum er nefnd á nafn. Aðrir virða áræðið. Hvorugt sjónarmið- ið á hins vegar að ráða því hvort farið er að lögum. Leppsveitarstjórnir Öll þessi umræða vekur eðlilega þá spurningu hvort lögin um fjárfest-ingu útlendinga séu eins og við viljum hafa þau. Um það eru sjálfsagt skiptar skoðanir. En flestir ættu að vera sammála um að þær reglur sem gilda um útlendinga utan evrópska efna- hagssvæðisins eru ófullkomnar. Það merkilega er að hvorki rík- isstjórnin né stjórnarandstaðan hafa notað þetta mál til að kynna lagaúrbætur á þessu sviði. Trúlega einblína menn um of á þetta ein- staka mál til að geta rætt almennt hvernig reglurnar eiga að vera. Þær þurfa líka að falla að stefnu okkar um samvinnu við aðrar þjóð- ir. Það flækir málið. Kjarni málsins er sá að reglurn- ar eru of þröngar og undanþágur byggja um of á frjálsu mati eða geðþótta. Eðlilegt væri að rýmka reglurnar vegna þess að pening- ar utan evrópska efnahagssvæð- isins eru ekki í eðli sínu verri en evrópskir. Hitt er annað að um leið væri skynsamlegt að binda erlenda fjárfestingu á landi skil- yrðum um búsetu á Íslandi og að hún hafi staðið í tiltekinn tíma áður en kaup eru gerð. Jafnframt er rétt að binda þennan rétt því skilyrði að hann sé gagnkvæmur milli Íslands og þeirra ríkja sem í hlut eiga hverju sinni. Svo eru auðvitað þeir sem eru alfarið andvígir erlendri fjárfest- ingu. Þeir hljóta að tefla rökum sínum fram. En hitt er óverjandi að láta löggjöfina standa óbreytta. Ábyrgðin hvílir á ríkisstjórninni. Siðalögmál peninganna á að vera eitt og það sama hvað sem þeir heita. Peningar eru í besta falli hlutlausir gagnvart siðferði. Það er því viðfangsefni samfélagsins að ákveða eftir hvaða siðalögmálum þeir eiga að streyma. Það á ekki að vera stjórn landsins ofviða. Hvernig eiga lögin að vera? Hælisleitendur verða að fá úrlausn mála sinna: Vilji rati í upp- byggilegan farveg

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.