Fréttablaðið - 28.07.2012, Page 18

Fréttablaðið - 28.07.2012, Page 18
28. júlí 2012 LAUGARDAGUR18 U pp úr miðjum áttunda áratug síðustu aldar fór að bera á því á Dalvík að ungmenni sneru við merkingu lýsingarorða í dag- legu tali sín á milli og segðu því alltaf algjöra andstæðu við það sem þau meintu. Þannig varð ljótt fólk sætt, fagurt eða jafnvel smekklegt og stór maður smár eða lítill í tali margra Dalvíkinga. Algjör nýyrði skutu upp höfðinu og húmor og jafnvel stælar einkenndu samskipti ungs fólks. „Fyrst og fremst var þetta samskiptamáti ungs fólks sín á milli á upphafsárunum,“ segir Hjálmar Hjálmarsson sem fæddur er og uppalinn á Dal- vík en fluttist suður til Reykjavíkur til náms upp úr tvítugu. Líklega óraði engan fyrir því á þessum upphafsárum dalvískunnar að þessi óhefðbundni talsmáti ætti eftir að verða eitt af einkennum bæjarfélagsins áratugum seinna. Manna á milli hefur verið rætt um dalvísk- una sem svæðisbundna mállýsku en þó hún sé tæplega mállýska samkvæmt skilgreiningum málvísindanna gefur það óneitanlega til kynna hversu tamur þessi talsmáti er mörgum Dal- víkingum. Svo tamur að hann er nánast ómeð- vitaður. Björk Hólm Þorsteinsdóttir, sem upp- alin er í Svarfaðardal, rétt fyrir utan Dalvík, segir að dæmi séu um að dalvískan verði fólki svo eðlileg að það jaðri við að verða vandamál. „Frændi minn sagði mér einhvern tímann frá því að hann hafi haft áhyggjur af því á tíma- bili að hann ætti alltaf eftir að tala svona, að hann gæti aldrei hætt þessu. Ég tók meðvitaða ákvörðun um það þegar ég flutti til Reykja- víkur að reyna að tala eins eðlilega og ég gæti svo ég yrði ekki asnaleg,“ segir Björk og hlær. Litl ófríða málvenjan Öfugmælin eru eitt helsta einkenni dalvísk- unnar. Orðið litli (eða litla) er að mörgu leyti sérstakt í dalvísku enda hefur því verið gefin glæný afleidd birtingarmynd – litl – sem hefur sína eigin sjálfstæðu merkingu. Litl er notað til áhersluauka rétt eins og orðin geðveikt, ýkt, sjúklega, mergjað og þokkalega hafa gert í almennu tali margra. Nokkur dæmi eru nauðsynleg til að útskýra dalvískuna betur. Til að geta lýst aðdáun sinni á fallegu mótorhjóli gæti Dalvíkingur til dæmis sagt: Litl ófríða hjólið. Önnur hugsan- leg aðferð Dalvíkinga til að lýsa ánægju sinni með þetta tiltekna mótorhjól væri einfaldlega að nota hina dalvísku upphrópun daufa. Daufa má nota sem upphrópun, jafnt til að lýsa gleði, vonbrigðum eða undrun, eða sem áhersluauka. Dæmi um hvernig daufa er notað til áherslu- auka má til dæmis sjá í nafni Facebook-hóps- ins Daufa dalvískan deyr aldrei. Enn önnur leið til að lýsa hrifningu sinni á hjólinu væri einfaldlega að segja: slaki fákurinn, en lýsing- arorðið slakur er talsvert vinsælt í dalvísku. Að lokum má sameina orðin daufa og slaka í eitt og er þá mótorhjólið orðið daufaslaka tryllitækið, en á slíku tæki færi Dalvíkingur á hægunni í beygjuna (sem sagt hratt) og væri smátt ánægður með sig (rígmontinn). Tungutak með stæla Ótalmargt einkennir dalvískuna; orð, orða- sambönd, öfugmæli og óskiljanleg nýyrða- smíð en örfá dæmi eru langt frá því að gefa heildstæða mynd af einkennum dalvískunn- ar. Það er hins vegar ómögulegt að gera henni fullkomin skil í rituðu máli því engu minna máli skiptir hvernig hlutirnir eru sagðir en nákvæmlega hvað er sagt. Sá sem ætlar að beita dalvískunni þarf þannig að tileinka sér ákveðið fas og læra að bera hlutina rétt fram til þess að koma í veg fyrir að gera sig að fífli. „Maður fattar alveg strax hvort einhver er búinn að ná tökum á þessu eða ekki. Stundum hugsar maður bara: æi þú kannt þetta ekkert, þú ert ekki einn af okkur, ef það er til dæmis einhver misskilningur með beyginguna eða tóninn í röddinni,“ segir Björk. Í dalvískunni kristallist nefnilega bullandi kaldhæðni, svartur húmor og örlítill hroki. Það má þess vegna segja, með fullri virðingu þó, að dalvískan sé örlítið gelgjuleg. „Það mætti ímynda sér að það sé upphrópunarmerki á eftir hverju orði. Jafnvel tvö- eða þrefalt og maður getur í raun stytt sér leið í tjáningunni. Í staðinn fyrir að segja: þetta var glæsilegt mark, er á dalvísku bara hægt að hrópa: ófríða markið!“ útskýrir Hjálmar með miklum leik- rænum tilþrifum. Heldur Ólafsfirðingunum úti Dalvískan ber fjölmörg einkenni slangurs þó hún hafi lifað eins lengi og raun ber vitni. Félagslegar þarfir mannsins, eins og sú að til- heyra hópi og fá viðurkenningu annarra, eru einn helsti hvati þess að fólk notar slangur. Slangrið markar landamæri hópsins og býr til aðgreiningu á þeim sem tilheyra og þeim sem standa utan hópsins. Örlitlu norðar en Dalvík er Ólafsfjörður en Björk og Hjálmar segja mikinn ríg hafa ein- kennt samskipti ungs fólks í þessum bæjum í gegnum tíðina. „Við kölluðum Ólafsfirðinga lerída og þeir kölluðu okkur volæðisvíkinga. Það var mikið slegist á böllum og áður en Hafnfirðingabrandararnir komu þá sögðum við Ólafsfirðingabrandara,“ segir Hjálmar. Á unglingsárunum varð Björk skotin í strák frá Ólafsfirði sem hún hitti nokkrum sinnum í kjölfarið. „Ég hefði alveg eins getað framið samfélagslegt sjálfsmorð. Þetta var sko ekki viðurkennt,“ rifjar hún upp brosandi. Dalvískan markar landamæri hópsins og eykur samheldnina innan hans, um leið og hún lokar þá utan hópsins sem ekki þekkja reglur hans. Mörkin milli hópa verða þannig skýr- ari. „Varðandi dalvískuna þá var þetta kannski einn hluti af því að vera eitthvað spes þann- ig að Ólafsfirðingarnir væru ekki að koma hérna inn og gera einhverjar vitleysur,“ full- yrðir Hjálmar. Fagurfræði hversdagsins Dalvískan hefur ekki eingöngu praktísku hlut- verki að gegna því mikilvægt er að átta sig á fagurfræðilegu sköpuninni sem fer fram innan dalvískunnar. „Það er svona ein af þess- um undirliggjandi ástæðum held ég. Það var mjög gaman þegar einhver kom með eitthvað nýyrði sem maður skildi ekki en þarfnaðist helst ekki útskýringar. Ég man til dæmis eftir orðinu predsjúaði sem var bara eitthvað bull- orð en hafði einhverja svona góða hljómfalls- merkingu. Predsjúaði þýddi eitthvað ömurlegt eða hallærislegt,“ útskýrir Hjálmar og leggur áherslu á orð sín með því að gretta sig og túlka þannig viðbjóð um leið og hann ber fram orðið. „Predsjúaði! Þannig að þú ert líka að reyna að gera lífið skemmtilegra með því að búa eitt- hvað svona til. Það er ákveðin sköpun sem felst í því innan hópsins og hópurinn á eitt- hvað sameiginlegt sem aðrir eiga ekki. Það er einhvers virði líka.“ Dalvískan blundar í minninu Hjálmar og Björk eru bæði flutt suður og dalvískan því ekki hluti af þeirra hversdags- lega talmáli lengur. Hjálmar segir að dal- vískan blundi þó alltaf í honum. „Þegar ég fer yfir Holtavörðuheiðina þá byrjar talsmát- inn hjá mér að breytast og þegar ég keyri yfir hálsinn í átt til Dalvíkur þá fer ég að tala eins og Dalvíkingur. Þegar ég hitti fólk á mínum aldri þá lifir þetta. Það eru margir sem muna eftir þessu og við rifjum oft upp þetta tungu- mál.“ Björk tekur í svipaðan streng. „Þegar maður hittir brottflutta Dalvíkinga niðri í bæ þá fer maður oft að tala um þetta. Mér finnst líka fyndið að þegar ég fer til Dalvíkur eða hitti vinkonur mínar þaðan þá fer ég að nota orð sem ég hef ekki notað í mörg ár.“ Margir Dalvíkingar óttast um afdrif dal- vískunnar þó hópurinn á Facebook hafi von- andi rétt fyrir sér og daufa dalvískan deyi aldrei. „Mér fyndist rosalega leiðinlegt ef dalvískan hætti. Frændi minn segir að það tali enginn svona í grunnskólanum lengur þannig að ég held að þetta geti alveg farið á báða vegu,“ segir Björk. „Annaðhvort fara krakkar að taka þetta upp af því að þeim finnst þetta fyndið og skemmtilegt eða þetta endar á elliheimilinu með minni kynslóð og hjúkrunarfólkið skilur ekkert hvað við erum að segja.“ Daufa dalvískan deyr aldrei Þegar Ólafur Ingibergsson heimsótti Dalvík vonaðist hann til þess að verða kallaður litl ófríði eða jafnvel slaki gaurinn af heima- mönnum. Dalvíkingarnir Hjálmar Hjálmarsson leikari og Björk Hólm Þorsteinsdóttir þjóðfræðinemi settust niður með Ólafi og útskýrðu fyrir honum öfugmælin, tónfallið, stælana og önnur helstu einkenni dalvískunnar. HÖFUNDUR: Ólafur Ingibergsson er MA-nemi í þjóðfræði. Sjáir þú föngulega stúlku eða dreng og hafir þú áhuga á nánari kynnum er upplagt að byrja samtal á orðunum: ■ Hey, ert þú ekki mjög ljót/ur! Má ég splæsa á þig kaffi? ■ Tsh, þú ert mjög slök/slakur! Hvað segir þú um rómantískan göngutúr? ■ Þú ert rólega dorían! (Eingöngu um stelpur) Ef þú villist á Dalvík eða týnist í mannhafinu á Fiskideginum mikla er bráðupplagt að hrópa: ■ Hey, veit snarlega hvar ég er! ■ Það eru fjandi fáir mættir! Örugglega á ég eftir að finna bílinn aftur! Mikilvægt er auk þess að muna að reyna að koma eftirfarandi orðum eins mikið inn í setningar og hægt er: ■ Daufa ■ Slaka ■ Ófríða ■ Litl ■ Daufaslaka ■ Geðslega NOKKRIR PUNKTAR FYRIR GESTINN Á FISKIDAGINN MIKLA BJÖRK HÓLM ÞORSTEINSDÓTTIR Jói risi. Hey, var smár! Daufaslaka! Hey, er ekki Friðrik Ómar verri! Tsh, Matti Matt. Ófríði söngvarinn! HJÁLMAR HJÁLMARSSON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.