Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.08.2012, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 27.08.2012, Qupperneq 8
27. ágúst 2012 MÁNUDAGUR8 SJÁVARÚTVEGUR „Þegar makrílveið- um er lokið munum við halda til síldveiða af fullum krafti,“ segir Jens Bisgaard, útgerðarstjóri Royal Greenland. Hann er vongóð- ur um góðan afla. „Fyrir tveimur árum ákváðum við að reyna þetta og þá veiddum við 1.200 tonn á sex dögum svo ef þetta verður eitthvað í líkingu við það ættum við að bera nóg úr býtum.“ Hann segir að veitt verði skammt frá Jan Mayen en að sjálfsögðu í grænlenskri lögsögu. Íslendingar og Norðmenn veiða á svipuðum slóðum úr norsk- íslenska síldarstofninum. Henrik Leth, stjórnarformaður Polar Sea- food, segir að enn hafi ekki verið tekin ákvörðun um slíkar veið- ar. „Við erum að skoða það hvort það sé hagkvæmt fyrir okkur og þá lítum við bæði til kolmunna og síldveiða,“ segir hann. „Ég á þó frekar von á því að við látum á það reyna,“ segir hann. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skemmstu voru bæði þessi fyrirtæki óánægð með aðgerðir Íslendinga þegar bann var sett við löndun á makríl sem veiddur er í grænlenskri lögsögu. Að sögn Bisgaard hefur Royal Greenland veitt samtals um 3.400 tonn af makríl. - jse Royal Greenland mun senda skip sín til síldveiða skammt frá Jan Mayen: Grænlendingar halda til síldveiða SILFUR HAFSINS Það er ýmislegt á sig leggjandi fyrir síldina, nú ætla Græn- lendingar að láta á það reyna. MYND/STEFÁN HERMANNSSON BANDARÍKIN, AP Neil Armstrong, geimfarinn sem steig fyrstur allra fæti á tunglið, lést á laugardag 82 ára að aldri. Hjáveituaðgerð var framkvæmd á hjarta Armstrong fyrr í mánuðinum og drógu eftir- köst aðgerðarinnar Armstrong til dauða. Armstrong var árið 1969 leiðang- ursstjóri Apollo 11 geimferðarinnar sem var fyrsta tilraun bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA, til að koma mönnum á tunglið. Apollo 11 geimskutlan flutti Armstrong og tvo aðra geimfara, þá Edwin „Buzz“ Aldrin og Michael Collins, á spor- baug um tunglið. Tunglferjan Örn- inn bar Armstrong og Aldrin svo á tunglið sjálft en Collins varð eftir í geimskutlunni. Klukkan 20.18 að kvöldi 20. júlí 1969 að samræmdum alþjóðlegum tíma lenti Örninn á Tunglinu. Rétt fyrir klukkan þrjú aðfaranótt 21. júlí fóru geimfararnir tveir svo út úr Erninum og stigu fæti á tungl- ið. Armstrong fór á undan og mælti hin ódauðlegu orð: „Eitt lítið skref fyrir mann, eitt risastórt stökk fyrir mannkynið.“ Hundruð milljóna manna fylgd- ust með atburðinum í beinni útsend- ingu. Áratuginn á undan höfðu Bandaríkin og Sovétríkin keppst við að slá hvort öðru við á sviði geimferða en segja má að Apollo 11 leiðangurinn hafi markað sigur Bandaríkjanna í geimkapphlaupinu. Með leiðangrinum uppfyllti NASA þar að auki heit sem John F. Ken- nedy, forseti Bandaríkjanna frá 1961 til 1963, hafði gefið bandarísku þjóðinni um að bandarískur geim- fari myndi stíga á tunglið fyrir lok ársins 1969. Armstrong og Aldrin vörðu alls þremur tímum gangandi um tunglið. Þeir söfnuðu jarðvegs- sýnum og steinum, tóku ljósmynd- ir og gáfu sér þar að auki tíma til að dást að útsýninu sem Armstrong lýsti síðar sem mögnuðustu sjón- rænu reynslu ævi sinnar. Arm- strong var hlédrægur maður og hélt sig frá sviðsljósinu sín síðari ár. - mþl Neil Armstrong var leiðangursstjóri Apollo 11 geimferðarinnar og steig fyrstur allra fæti á tunglið: Brautryðjandinn Neil Armstrong látinn 21. JÚLÍ 1969 Þegar Armstrong steig niður úr tunglferjunni Erninum mælti hann hin ódauðlegu orð: „Eitt lítið skref fyrir mann, eitt risastórt stökk fyrir mannkynið.“ FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLUMÁL Maður slasaðist þegar veist var að honum með egg- vopni. Árásin átti sér stað á Akra- nesi á laugardag. Mbl.is greindi fyrst frá fréttinni. Tildrög málsins eru að maður sótti annan mann heim til þess að útkljá deilumál með samræðum. Það gekk ekki eftir og hélt maður- inn heim á leið, en árásarmaður- inn elti hann og lagði til hans með eggvopni. Maðurinn hlaut skurð í andlit og þurfti tíu spor. Árás- armaðurinn var handtekinn en sleppt að yfirheyrslu lokinni. - sm Skarst í andliti í átökum: Lagði til manns með eggvopni Sjáðu magnað íslenskt vídeóverk sem tekið var upp á Samsung Galaxy SIII. Skannaðu kóðann eða farðu á siminn.is/samsung-galaxy-s3 siminn.is | *Gildir til 31. ágúst Gefðu sköpunargáfunni frelsi með Samsung Galaxy SIII Samsung Galaxy SIII Stgr. nú: 119.900 kr. Stgr. áður: 134.900 kr Innifalið: 5.000 kr inneign á mán. í 2 mán. og áskrift að Tónlist.is* MENNTUN Læknaskólinn í Martin í Slóvakíu mun halda inntökupróf hérlendis á miðvikudag. Tveir prófessorar skólans eru væntan- legir vegna prófsins. Fréttablaðið fjallaði fyrir skömmu um áhuga skólans á að fá íslenska stúdenta til náms og kom fram að inntökupróf yrði haldið ef sex eða fleiri skráðu sig. Sex íslenskir stúdentar hafa þegar skilað inn gögnum til þess að fá að þreyta inntökuprófið. „Það er alveg víst að þetta verður plan B hjá mörgum næsta vor,“ segir Runólfur Oddsson, ræðis- maður Slóvakíu á Íslandi. Einn íslenskur stúdent, útskrif- aður í eðlisfræði frá Háskóla Íslands, hefur þegar fengið inn- göngu í læknaskólann. - bþh Sex sækja um í Slóvakíu: Inntökupróf í læknaskóla þreytt hér 1. Hvað keyrir Strætó til margra kaupstaða um áramótin? 2. Hvað er listakvöldið sem fram fór í Norðurpólnum á laugardag nefnt? 3. Hvaða lið vann þrefalt í bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands? SVÖR: 1. 40 2. Vinnslan 3. ÍR VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.