Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.08.2012, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 27.08.2012, Qupperneq 54
27. ágúst 2012 MÁNUDAGUR30 BESTI BITINN Í BÆNUM „Ég er afskaplega hrifinn af Shalimar á Austurstræti. Reyni að fara þangað sem oftast. Réttur sem heitir held ég Butter chicken er til dæmis fáránlega góður.“ Þormóður Dagsson, söngvari og lagasmiður Tilbury. „Þeim fannst þetta frábært,“ segir glæpa- sagnahöfundurinn Yrsa Sigurðardóttir. Hún brá sér vestur á firði um helgina ásamt átta manna hópi frá Noregi. Þar heimsótti hópurinn Ísafjörð og síðar Hest- eyri þar sem bókin Ég man þig gerist. Fimm úr hópnum eru starfsmenn norska forlagins Kagge sem gaf út Ég man þig þar í landi og var þeim boðið út fyrir vel unnin störf, enda náði bókin inn á topp tíu á aðal- metsölulista landsins fyrr á árinu. Hinir þrír úr hópnum eru frá bókabúðakeðjunni Ark sem vann samkeppni vegna sömu bókar. Í verðlaun fyrir að selja flest eintök af henni í Noregi var ferð til Íslands. Stutt er síðan Yrsa heimsótti síðast Hest- eyri því hún ferðaðist þangað með ritstjóra norska tímaritsins Aftenposten K og birt- ist vegleg umfjöllun um hana í júníheftinu. Yrsa leggur nú lokahönd á nýja glæpasögu sem er væntanleg hjá Veröld í nóvember. Ekkert hefur verið gefið upp um efni henn- ar nema hvað að lögmaðurinn Þóra Guð- mundsdóttir fær frí í ár, rétt eins og þegar Ég man þig kom út. Hesteyri kemur heldur ekki við sögu. Aðspurð segist Yrsa enn vera að skrifa bókina. „Hún gengur ágætlega. Það lítur út fyrir að hún komi út fyrir jólin þótt maður geti aldrei sagt neitt fyrr en hún fer í prentun,“ segir hún og bætir við að bókin hafi að geyma spennu, morð og hrylling, allt í bland. - fb Á söguslóðum með hópi Norðmanna HEIMSÓTTI HESTEYRI Yrsa fór með hóp Norðmanna á Hesteyri þar sem bókin Ég man þig gerist. MYND/SIGURJÓN RAGNAR „Það er mjög gaman að það sé loksins að líða að frumsýningu enda hefur Ávaxtakarfan verið eins og þriðja barnið mitt undanfarin ár,“ segir Kristlaug María Sigurðardóttir, framleiðandi og höfundur bíó- myndarinnar Ávaxtakarfan sem verður frumsýnd næstkomandi föstudag. Leikritið um Imma ananas og Mæju jarðaber var vinsælt á seinni hluta tíunda áratugarins en Kristlaug, eða Kikka eins og hún er kölluð, hefur gengið með hugmyndina að færa Ávaxta- körfuna á hvíta tjaldið í magan- um lengi. „Það var allt klappað og klárt degi fyrir hrun árið 2008. Eftir það þurfti að endur- hugsa allt og ég fór í smá frí. Svo endurskrifaði ég handritið tvisvar og í lok árs 2010 fórum við aftur af stað,“ segir Kikka en tökur á myndinni fóru fram í Latabæjarstúdíóinu í byrjun árs. Söguþráður myndarinnar bregður örlítið út af söguþræði leikritsins en þemu myndarinnar; einelti, frekja og fyrirgefning, eru enn þá til staðar. Með aðalhlutverk fara söngvaranir Matthías Matthías- son og Ólöf Jara Skagfjörð og aðrir leikarar eru Helga Braga Jónsdóttir, Birgitta Haukdal, Ágústa Eva Erlendsdóttir og Atli Óskar Fannarsson. Leik- stjóri er Sævar Guðmundsson og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson sér um tónlistina. „Ég kýs að kalla þetta bíóskemmtun í staðinn fyrir mynd því þetta er 70 mínútna skemmtun frá upphafi til enda fyrir börnin.“ Myndin er ekki eina efnið sem þau hafa unnið upp úr Ávaxtakörfunni en eftir áramót eru samnefndir sjónvarpsþættir væntanlegir á Stöð 2. „Við tókum upp heila 12 þætti með sömu karakterunum um leið og við gerðum myndina. Þemað í þeim eru almenn samskipti, einelti og fordómar þó að söguþráðurinn sé annar.“ - áp Ávaxtakarfan eins og þriðja barnið mitt LITRÍKIR KARAKTERAR Framleiðandinn og höfundurinn Krist- laug María Sigurðardóttir er spennt yfir að bíóskemmtunin Ávaxtakarfan sé loks á leið á hvíta tjaldið en litríku karakter- arnir Immi ananas og Mæja jarðaber verða á sínum stað. KRISTLAUG MARÍA SIGURÐARDÓTTIR Tökum á Hollywood-hasarmynd Baltasars Kormáks, 2 Guns, lýkur í byrjun september en þær hófust í júníbyrjun. „Þetta hefur gengið mjög vel. Við erum á áætlun og það lítur út fyrir að við klárum þetta á réttum tíma. Það virðast allir vera sátt- ir við efnið en svo kemur þetta allt í ljós,“ segir Baltasar, sem var staddur í Nýju-Mexíkó þegar Fréttablaðið ræddi við hann. 2 Guns er tvisvar til þrisvar sinnum dýrari en síðasta mynd Baltasars, hin vinsæla Contra- band. Heildarpakkinn hljóðar upp á rúmlega tíu milljarða króna. Leikstjórinn viðurkennir að það sé mjög mikil pressan á sér að skila af sér góðu verki og halda áætlun. „Þegar við erum komin með svona stórar myndir er feikileg pressa.“ Óskarsverðlaunahafinn Denzel Washington og Mark Wahlberg leika aðalhlutverkin í 2 Guns og með smærri hlutverk fara þekkt- ir leikarar á borð við Bill Paxton, James Marsden, Edward James Olmos, Fred Ward og Paulu Patton. Hvernig er að vinna með stjörn- um eins og Denzel Washington? „Það er bara meiri háttar. Þetta eru ekki auðveldir karlar, eins og hann til dæmis. En hann er frábær leikari og það er frábært að vinna með honum. Það er mjög fín sam- staða á milli okkar og við náum mjög vel saman. En þetta fólk gerir miklar kröfur og er fylg- ið sér eins og aðrir líka,“ greinir hann frá. „Mark þekki ég vel. Ég er búinn að vinna með honum áður og það er gott samband á milli okkar.“ Á venjulegum tökudegi vakn- ar Baltasar um hálfsjö. Aðstoð- armaður keyrir hann á tökustað en í millitíðinni eiga þeir mikil- vægt stopp á Starbucks. „Svo er ég meira og minna að hamast í þessu í tólf tíma þangað til birtan fer á milli sjö og átta. Svo er bara farið heim og fengið sér kvöldmat og yfirleitt er maður búinn á því.“ Frumsýning er áætluð 16. ágúst á næsta ári. Eftir að tökum á 2 Guns lýkur snýr Baltasar sér að annarri mynd, Djúpinu, og kynnir hana á kvikmyndahátíðinni í Tor- onto um miðjan september. Mynd- in verður frumsýnd hér heima 21. september þar sem leikstjórinn verður viðstaddur. Eftir það flýg- ur hann til Los Angeles og vinnur við klippingu 2 Guns. „Ég er rosa- lega ánægður með þá mynd,“ segir hann um Djúpið. „Þetta er mynd sem ég er hvað stoltastur af að hafa gert.“ freyr@frettabladid.is BALTASAR KORMÁKUR: FRÁBÆRT AÐ VINNA MEÐ DENZEL WASHINGTON Feikileg pressa á tökustað Á TÖKUSTAÐ Baltasar Kormákur ásamt Denzel Washington og Mark Wahlberg á tökustað 2 Guns.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.