Fréttablaðið - 11.08.2012, Page 10
10 11. ágúst 2012 LAUGARDAGUR
greinar@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Stjórnarflokkarnir unnu kosningasigur allra tíma fyrir þremur árum. Skoð-anakannanir sýna að sam-
anlagt fylgi þeirra er nú nærri
fjörutíu prósentum minna. Þegar
rúmir átta mánuðir eru til kosninga
er þrátt fyrir þetta alls ekki víst að
dagar ríkisstjórnarinnar séu tald-
ir. Hún gæti átt möguleika á fram-
haldslífi.
Í síðustu kosningum sat Sjálf-
stæðisflokkurinn uppi með póli-
tíska ábyrgð á hruni krónunnar
og falli bankanna. Afhroð var því
óhjákvæmilegt. Hann hefur bætt
stöðu sína verulega án þess þó að
líkur á stjórnaraðild séu að sama
skapi meiri.
Framsóknar-
flokkurinn axl-
aði líka póli-
tíska ábyrgð á
hruninu þótt
hann væri utan
stjórnar þegar
það varð. Honum
hefur ekki tekist
að hagnýta stöðu
sína í stjórnar-
andstöðu til að
auka fylgið. Það sýnir að hring-
landaháttur, upphrópanir og Evr-
ópuandstaða eru ekki sjálfgefin
efni í uppskrift að góðum bakstri
í pólitík.
Þrír smáflokkar á vinstri vængn-
um eiga nú fulltrúa á Alþingi. Nái
þeir ekki flugi á næstu mánuðum
duga þeir ekki til að gefa ríkis-
stjórninni framhaldslíf. Einn smá-
flokkur til hægri stefnir á fram-
boð. Eins og sakir standa virðist
það ekki breyta miklu um mögu-
leika Sjálfstæðisflokksins á stjórn-
armyndun. Jafnvel er tvísýnt um að
samstarf við Framsóknarflokkinn
dugi til meirihlutastjórnar.
Af þessu má ráða að framhalds-
líf ríkisstjórnarinnar veltur á því
hvort henni tekst að fá Framsókn-
arflokkinn og einn eða tvo af smá-
flokkunum til liðs við sig. Að öllu
óbreyttu verður að telja meiri líkur
en minni á að svo fari. Stjórnar-
stefnan yrði óbreytt en hrossakaup-
in meiri um einstök hugðarefni.
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
SPOTTIÐ
ÞORSTEINN
PÁLSSON
AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR
Er möguleiki á framhaldslífi?
Stjórnarflokkarnir áttu alla möguleika á að grípa til markvissra aðgerða í efnahagsmálum og skella
um leið skuldinni af óvinsælum
ráðstöfunum á stjórnarandstöð-
una. Það tókst í byrjun að því er
varðar ríkisfjármálin. En eftir
að efnahagsáætlun Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins lauk hefur málefna-
staðan veikst.
Lausatök á ríkisfjármálum er
ein mesta váin sem þjóðin stend-
ur andspænis. Þau eru hins vegar
heldur til vinsælda fallin meðan
unnt er að fá lán og halda hluta
útgjaldanna utan ríkisbókhalds-
ins. Ríkisstjórnin ætlar að nota
þetta svigrúm til að sannfæra
þjóðina um efnahagslegan upp-
gang. Það bragð gæti dugað í
nokkra mánuði.
Hugsanlega má fá fólk til að
trúa því að í raun hafi tekist
betur til hér en annars staðar. Þó
að það sýnist í fyrstu þverstæðu-
kennt er það samt svo að síbylja
Morgunblaðsins gegn stefnu
þeirra ríkja sem sýnt hafa mesta
efnahagslega ábyrgð á evrusvæð-
inu hjálpar ríkisstjórninni með
þessa tálsýn.
Þá virðist ríkisstjórnin gera ráð
fyrir að vinsældir hennar aukist
ef henni tekst að ná höfuðstefnu-
málum sínum fram. Þau endur-
spegla hins vegar þá pólitísku
klípu Samfylkingarinnar að hún
er nær því að vera sósíalískur
vinstri flokkur en jafnaðarmanna-
flokkur. Náist þessi mál fram mun
það styrkja forystuna inn á við en
veikja flokkinn að sama skapi út á
við gagnvart jaðarfylginu hægra
megin sem er að yfirgefa hann.
Betra gengi með flokksmálin er
því ekki endilega ávísun á meira
kjörfylgi, nema síður sé.
Flokksmálin eru veikleiki
Þó að Framsóknarflokk-urinn hafi verið í harðri stjórnarandstöðu er ólík-legt að hann vilji láta
kosningarnar snúast um það hvort
stjórnarandstaðan eigi að leysa rík-
isstjórnina af hólmi. Hann mun því
halda hinum kostinum jafn opnum
að ganga til liðs við ríkisstjórnina.
Það þýðir aftur að enginn veit fyrir
hvað flokkurinn stendur. Hann á
því litla möguleika á berja í bresti
trúverðugleikans.
Vandi Sjálfstæðisflokksins er sá
að hann getur ekki bent á Fram-
sóknarflokkinn sem öruggan sam-
starfsflokk. Þá mun Morgunblaðið
ekki fallast á samstarf við Sam-
fylkinguna jafnvel þó að svo ólík-
lega færi að hægri armur hennar
næði undirtökunum. Málefnalega
er síðan erfitt að benda á VG sem
eftirsóknarverðan kost til að vinna
með.
Til að bæta úr þessu þarf Sjálf-
stæðisflokkurinn að sýna skýrari
áætlun um hvernig ná á Íslandi
út úr pólitískri blindgötu stjórn-
arflokkanna í efnahagsmálum og
trúverðugri hugmyndir um stöðu
Íslands í alþjóðasamfélaginu til
lengri tíma. Jafnframt þurfa fleiri
stjórnarmyndunarkostir en Fram-
sóknarflokkurinn að vera sýnileg-
ir.
Að þessu virtu virðist Sjálfstæð-
isflokkurinn eiga meiri möguleika
en aðrir til að koma ár sinni betur
fyrir borð fái hann meiri tíma. Ekki
er þó víst að honum takist að nýta
hann til þess eða hafi hug á því. En
eini öruggi krókur stjórnarflokk-
anna á móti slíku bragði er að efna
til kosninga í haust. Herkænska af
því tagi er þó heldur ólíkleg.
Vandi stjórnarandstöðunnar
Olweusaráætlunin*
Tekið við umsóknum frá leik-, grunn- og framhaldsskólum fyrir
skólaárið 2012-2013.
Námskeið fyrir verkefnisstjóra hefst í lok ágúst
og í byrjun árs 2013.
Nánari upplýsingar á www.olweus.is og
í síma 8942098.
*styrkt af Pokasjóði
M
enntun ungs fólks er ávísun á aukin lífsgæði í
framtíðinni. Það er sama hvert litið er, fylgni
milli menntunar og þátta sem almennt flokkast
sem gæði í lífinu er mikil.
Menntunarstig þjóðarinnar hefur aukist veru-
lega á umliðnum árum. Engu að síður er hlutfall ungs fólks í
námi eftir grunnskóla lægra en á Norðurlöndunum og brottfall
nemenda úr framhaldsskólum er
yfir meðaltali í ríkjum OECD.
Eitt af verkefnum þjóðarinnar
er að að stuðla að áframhaldandi
þróun í átt til aukinnar mennt-
unar. Í stefnumörkuninni Ísland
2020 er einmitt að finna það
ágæta markmið að lækka hlut-
fall þeirra sem ekki hafa hlotið
formlega framhaldsmenntun.
Á veltiárunum í aðdraganda hrunsins gætti þess nokkuð að
ungt fólk flosnaði upp úr námi vegna þess að því bauðst vinna
sem gaf vel í aðra hönd. Þannig hafði góðærið í raun neikvæð
áhrif á menntun ungs fólks.
Þegar atvinnuleysi varð hér allt í einu mælanlegt, eftir
langt tímabil þar sem það var nærri óþekkt, jókst áhugi ungs
fólks á að sækja nám. Framan af var þó ekki mögulegt að
vera á bótum frá Vinnumálastofnun og stunda nám um leið.
Í fyrrahaust var svo tilbúin leið sem opnaði á þennan mögu-
leika, Nám er vinnandi vegur.
Nám er vinnandi vegur er sett fram sem átak til þriggja
ára og skólaárið sem fram undan er er annað árið af þremur í
átakinu. Átakið var annars vegar ætlað nemendum sem þáðu
bætur frá Vinnumálastofnun og hins vegar var um að ræða
nemendur á aldrinum 18 til 24 ára sem innrituðust í fram-
haldsskóla til viðbótar við þá nemendur sem ráð hafði verið
fyrir gert. Nærri 1500 nemendur innrituðust í framhaldsskóla
undir formerkjum átaksins.
Talsvert brottfall var úr hópnum á haustmisserinu eða rúm-
lega 20 prósent. Náms- og starfsráðgjöf var efld í þeim skólum
sem tóku þátt í átakinu og nemendahópnum fylgt sérstaklega
eftir með það fyrir augum að koma í veg fyrir brottfall. Á
vorönn sýndi sig sá ánægjulegi árangur að dregið hafði úr
brottfalli nánast um helming.
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra hefur nú lýst því
yfir að hún vilji gera Nám er vinnandi vegur að varanlegu
úrræði, jafnvel þótt nú hafi dregið úr atvinnuleysi og líklegt
sé að það eigi enn eftir að minnka á komandi misserum.
Ungt fólk og lítið menntað er og verður alltaf sá hópur sem
atvinnuleysi mun bitna hvað mest á og fáar leiðir eru líklega
betur til þess fallnar að rjúfa atvinnuleysi ungs fólks en að
hvetja það duglega og gera því um leið kleift að bæta við sig
menntun.
Fyrir einstaklinginn er menntunin lykill að auknum lífs-
gæðum, bæði andlegum og efnislegum, og fyrir samfélagið
allt er hærra menntunarstig þjóðarinnar lykill að aukinni
almennri velsæld. Fé sem varið er til þess að mennta ungt
fólk, bæði fólk sem hvort heldur sem er hefði farið í nám og
hina sem að öðrum kosti væru aðgerðalitlir á bótum, er vel
varið og mun skila sér til samfélagsins aftur með vöxtum.
Mikilvægt að gera ungu fólki kleift að stunda
nám fremur en að verða aðgerðaleysi að bráð:
Menntun er lykill
Steinunn
Stefánsdóttir
steinunn@frettabladid.is
SKOÐUN