Fréttablaðið - 11.08.2012, Síða 12
12 11. ágúst 2012 LAUGARDAGUR
Það er óhjákvæmilegt að gera nokkrar athugasemdir við
grein Hjörleifs Stefánssonar
arkitekts sem birtist í Frétta-
blaðinu miðvikudaginn 8. ágúst.
Undirritaður er þó honum sam-
mála um að Harpa sé gott tón-
listarhús og mikilvæg fyrir
menningarlíf okkar. Ljóst er
að fyrir stjórnendum Hörpu
liggur erfitt verkefni við að ná
rekstri hússins í viðunandi horf
á nokkrum árum, og þarf Harpa
á velvild allra landsmanna að
halda til að auka aðsókn og nýt-
ingu á húsinu. Ekki þjónar það
miklum tilgangi að velta núna
upp deilum um þau hús sem ekki
sigruðu í samkeppninni á sínum
tíma. Hjörleifur var í fyrirsvari
fyrir slíku verkefni sem ekki
hlaut nægilega góða umsögn
til að halda áfram, þó ýmislegt
væri þar vel gert af arkitektin-
um Jean Nouvel.
Í útboðslýsingu á sínum tíma
var í fyrsta umgangi möguleiki
á að gera grein fyrir tveimur
stærðum á aðalsal, 1500 sæti
eða 1800 sæti. Fyrir valinu varð
stærri salur og virðist HS telja
að sú stækkun hafi verið ein aðal
ástæðan fyrir stækkun húss-
ins, en staðreynd er að stækkun
salarins er aðeins brot af þeirri
heildarstækkun sem varð á hús-
inu í ferlinu. Þau atriði sem
Austurhöfn ákvað og höfðu áhrif
á stækkun voru annars vegar að
bæta við fjórða salnum, Kalda-
lóni og hins vegar þessi stækk-
un aðalsalar. Miðað við þær
móttökur sem húsið hefir fengið
og mikla notkun fyrir tónlist af
ýmsum toga er það enn bjarg-
föst trú okkar að þessi ákvörðun
hafi verið rétt. Svipað má segja
um Kaldalón, þó ekki sé hægt
að dæma um það fyrr en nýting
komandi ára kemur í ljós.
Aðalstækkun hússins var
ákvörðun Portusar fyrir hrun.
Annars vegar stærra sýningar-
rými, tveir veitingastaðir, versl-
anir og sérstök fundarherbergi
sem voru strax tilgreind í til-
boði. Hins vegar ný rými m.a.
fyrir skrifstofur o.fl. sem ekki
höfðu tilgreinda nýtingu í upp-
haflegum áætlunum. Þessi rými
gerðu mögulegt að bæta Óper-
unni við sem föstum leigjanda
í húsinu. Um þetta má deila en
allt lá það fyrir fyrir hrun. Þess
má þó geta að flest svipuð tón-
listarhús eru bara opin rétt á
meðan á tónleikum stendur,
en hér er alltaf opið, sem er
jákvætt, en kostar auðvitað sitt
í rekstri.
Þessa sömu stækkun aðalsal-
ar tengir HS svo við hugmyndir
núverandi stjórnenda Hörpu um
hækkun á leigu Sinfóníuhljóm-
sveitar og Íslensku óperunnar.
Undirritaður telur að unnt sé
að benda á nokkrar breyttar
forsendur sem geta réttlætt að
hækka leigu þessara aðila lítils-
háttar. Hvorki í þeim hugleið-
ingum sem settar hafa verið
fram um þetta efni, né í neinum
öðrum gögnum hefur þetta atriði
verið nefnt og á það ekki með
neinum hætti að geta haft áhrif
á niðurstöðu þessa máls.
Loks ásakar HS Austurhöfn
um að hafa vísvitandi vanáætlað
fasteignagjöld og almennt hafi
menn séð fyrir að reksturinn
gæti ekki gengið upp fjárhags-
lega en skellt við því skolla-
eyrum. Alveg frá byrjun þessa
verkefnis hefur það legið fyrir
að fasteignamat skuli endur-
spegla markaðsvirði og vera
metið út frá rekstrarafkomu,
þannig litum við á málið. Ráð-
gjafar Portusar eru á sama máli.
Það er því ekkert sjálfgefið, eins
og Hjörleifur telur vera sjálf-
sagt, að matið taki mið af stofn-
kostnaði. Í okkar tilfelli er svo
hluti stofnkostnaðar tilkominn
fyrir hrun sem almannasjóðir
munu aldrei borga. Við töldum
við yfirtöku að markaðsvirði
verksins eins og það stóð væri
núll, enginn myndi kaupa á þeim
tíma og því bæri fyrst og fremst
að líta á kostnað eftir hrun.
Til að taka dæmi til saman-
burðar þá liggur fyrir sam-
kvæmt opinberum tölum að
Óperan í Kaupmannahöfn
sem er skráð 29.500 m² að
stærð, hafi kostað 2,5 millj-
arða danskra króna, en fast-
eignamat 2011 er 14,6 milljarða
danskra króna eða um 58% af
stofnkostnaði. Fasteignagjald á
m² í þessu húsi er það sama og
Hörpu er nú ætlað að greiða.
Bella Center sem er 137.000 m²
að stærð greiðir það sama í fast-
eignaskatt og Hörpu er nú ætlað
að gera. Aarhus Koncerthus
sem er 35.000 m² að stærð og að
ýmsu sambærilegt við Hörpu
greiðir 44 milljónir íslenskra
króna í fasteignagjöld á ári,
en Hörpu er gert að greiða 326
milljónir króna og yfirtökuáætl-
unin gerði ráð fyrir 180 millj-
ónum á ári.
Ég tel því að okkar áætlanir
hafi verið eðlilegar hvað þetta
atriði snertir. Það skal tekið
fram að stjórn Austurhafnar
hefur ekki fjallað ítarlega um
fasteignaskattinn og ekki gert
neinar ályktanir þar um, fram-
anskráð eru mínar skoðanir.
Mér þykir ásakanir HS um
mat stjórnenda á rekstraraf-
komu ansi þungar og ómakleg-
ar. Upphaflegar áætlanir voru
unnar af ýmsum aðkeyptum
ráðgjöfum og voru vandlega
unnar. Þegar kom að því að
meta viðskiptaáætlanir bjóð-
endanna voru fengin tvö íslensk
ráðgjafarfyrirtæki sem gáfu
umsagnir um viðskiptaáætlan-
irnar. Viðhöfn átti í vissum erf-
iðleikum við að ná endum saman
ekkert síður varðandi stofn-
kostnað heldur en rekstur eins
og HS minnist á núna. Frá upp-
hafi var ætlað að hafa ráðstefn-
ur og aðstöðu fyrir þær í hús-
inu og töldu menn að það væri
til bóta til lengri tíma litið. Ég
tek eftir því í viðtali við HS að
hann virðist ekki ánægður með
ráðstefnuaðstöðuna. Hvort sú
ákvörðun var rétt eða ekki skal
ég ekkert fullyrða um en hún
var hluti af forsendum samn-
ings ríkis og borgar um verk-
efnið. Hvað sem um gæði og
framsýni upphaflegra áætlana
má segja vil ég fullyrða að þær
voru settar fram af heilindum.
Nú er best að gefa stjórnend-
um Hörpu tóm til að gera áætl-
un til nokkurra ára og láta bíða
umfjöllun um einstök álitamál
þangað til hún kemur fram.
AF NETINU
Enn fleiri hagnýtar ástæður
Enn langar mig að fá að brýna fyrir lesendum mínum hagnýtar ástæður til að
greiða atkvæði með frumvarpi Stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskrár í þjóðar-
atkvæða greiðslunni 20. október nk. Nú kalla ég Alþingi til vitnis.
[...] Það hefur sárasjaldan gerzt í sögu Alþingis, að tillögur séu þar sam-
þykktar einum rómi. Það gerðist þó tveim árum eftir hrun, sjaldan slíku vant,
að 28. september 2010 samþykkti Alþingi ályktun einum rómi, þ.e. með
63 atkvæðum gegn engu. Ályktunin var um viðbrögð Alþingis við skýrslu
rannsóknar nefndar Alþingis [...] Ég tek fyrir mína parta undir hvert orð í ein-
róma ályktun Alþingis. Frumvarp Stjórnlagaráðs miðar að sama marki.
dv.is/blogg/thorvaldur-gylfason/
Þorvaldur Gylfason
Alveg frá byrjun þessa verkefnis hefur það
legið fyrir að fasteignamat skuli endur-
spegla markaðsvirði og vera metið út frá
rekstrarafkomu, þannig litum við á málið. Ráðgjafar
Portusar eru á sama máli. Það er því ekkert sjálfgefið,
eins og Hjörleifur telur vera sjálfsagt, að matið taki
mið af stofnkostnaði.
Áætlanir um Hörpu – svar til
Hjörleifs Stefánssonar arkitekts
Skipulagsmál
Stefán
Hermannsson
fyrrverandi
framkvæmdastjóri
Austurhafnar
www.tskoli.is
Auktu möguleika þína
Flugrekstrarfræði 46 einingar
Námið er sniðið að þörfum starfsmanna í flugtengdum
rekstri og tekur tvö ár í dreifnámi með staðlotum.
Námið er þróað af Tækniskólanum í samstarfi við
Háskólann í Reykjavík og er til viðurkenndra háskóla-
eininga. Inntökuskilyrði eru starfsmenntun, stúdents-
próf eða sambærilegt nám.
Kennsla hefst 15. ágúst.
Innritun er til 13. ágúst á www.tskoli.is.
Útvegsrekstrarfræði 46 einingar
Námið er sniðið að þörfum sjávarútvegarins og tekur
tvö ár í dreifnámi með staðlotum. Útvegsrekstrarfræði
hentar þeim sem hafa starfsmenntun og reynslu
úr sjávarútvegi. Námið er þróað af Tækniskólanum
í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og er til viður-
kenndra háskólaeininga. Inntökuskilyrði eru starfs-
menntun, stúdentspróf eða sambærilegt nám.
Kennsla hefst 15. ágúst.
Innritun er til 13. ágúst á www.tskoli.is.
Lýsingarfræði
Námið er 60 framhaldsskólaeiningar og tekur tvö ár.
Námið er skipulagt í samvinnu við PLDA, Professional
Lighting Design Association. Námið tekur tvö ár
í dreifnámi með staðlotum. Námsmat byggir á raun-
hæfum verkefnum.
Kennsla hefst 28. ágúst.
Innritun er til 25. ágúst á www.tskoli.is.
Meistaraskólinn
Nám til iðnmeistara í öllum iðngreinum.
Námið er dreifnám, þ.e. fjarnám með staðlotum.
Kennsla hefst 27. ágúst. Innritun stendur yfir.
Nánari upplýsingar fást í Endurmenntunarskólanum:
Sími: 514 9601, amp@tskoli.is, www.tskoli.is